Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1988, Side 41

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1988, Side 41
* LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1988. Ef farangurinn týnist: 45 Lífsstfll er réttur þinn? Réttur töskueigandans „Ég vil byija að benda á að far- miðar þeir sem fólk kaupir eru ekki aðeins aðgöngumiðar í flugvélar heldur samningur milli ferðalanga og viðkomandi flugfélags," segir 01- afur. „Samningur þessi gerir ráð fyrir að flugfélagið hafi ákveðinni ábyrgð og skyldum að gegna gagn- vart viöskiptavininum. í tösku- og farangursmálum er þetta grundvall- að á alþjóðlegum milliríkjasamning- um. Samt sem áður er hinn raunverulegi grundvöllur fyrir sam- skiptum viðskiptavinar og flytjanda gagnkvæmt traust og samkomulag. Það gefur augaleið aö viðskiptavin- ur, sem hefur glatað farangri sínum og fer fram á bætur, verður að ganga út frá því að flugfélagiö treysti orðum hans. í staðinn setur flugfélagið upp hámarksgreiöslu fyrir tjón við- skiptavinar. Á íslandi nema þessar hámarkgreiöslur sem samsvarar 20 dölum á kg. Hafi farþegi glatað tösku sem vegur 20 kg fær hann greiddar um 15.000 krónur. Ef taskan var full af dýrindisfótum eða -dóti er þetta að sjálfsögðu lítifl peningur en ein- hvers staðar verða mörkin að vera. Ég vil hvetja alla, sem eru að ferð- ast, að tryggja farangur sinn. Eips má benda á að viðskiptavininum ber að ganga þannig frá farangri að ekki manninum. Allt er þetta síöan ein- stakhngsbundið og metið hverju sinni,“ svarar Ólafur. Flugvöllurinn kallaður Thiefrow „Þjófnaður og skemmdarverk á farangri er sem betur fer aö verða sjaldgæft fyrirbæri. Erlendis er tekið harðar á þessum málum og viðurlög þyngri en áöur. í gegnum tiöina hafa ýmsir flugvellir haft verra orð á sér en aðrir og var til dæmis Heathrow um tíma kallaður Thiefrow. Þetta hefur lagast til muna og heyrir til undantekninga að svona lagað komi fyrir. Á íslandi hefur þetta aldrei verið vandamál," segir Ólafur. Að síðustu er Ólafur spurður áð því hvort hann hafi sjálfur lent í ógöngum með sinn eigin farangur. „Sei sei, já, það hef ég upplifað," svarar Ólafur. „Ég ferðast það mikið að annað væri óeðlilegt. Ég lenti einu sinni í því að taskan mín var tekin í misgripum og ég sat uppi með tösku annars manns. Þetta var í Nice í Frakklandi og var ég í sumarleyfi. Taska mannsins var eins og mín og þekkti ég þær varla í sundur sjálfur. Þessi ruglingur var fljótlega leiðrétt- ' ur, enda þurfti maöurinn að nota smókinginn sinn daginn eftir. Svona uppákomum verður alltaf að taka með æðruleysi," segir Ólafur. -EG Á hverjum sólarhring eru tug- þúsundir af töskum á ferðalagi um heiminn. Flestar af þessum töskum eru í fylgd eigenda sinna en þvi mið- ur stefna sumar í gagnstæða átt. Ýmislegt getur komið fyrir þennan mikla farangur sem er fluttur milli landa og margar hættur eru á leiö- inni. Oftast er um ferns konar vandamál að ræða. 1. Taskan týnist og finnst aldrei aft- ur. 2. Taskan týnist en kemur í leitimar síðar. 3. Stohð er úr töskunni. 4. Taskan og/eða innihaldið skemm- ist á leiöinni. Þótt ekki sé algengt að fólk lendi í fóhöppum með töskur sínar kannast samt margir við þess háttar vanda- mál. En hvaö er til ráða og hver er réttur eigandans? DV hafði samband við Ólaf Briem, deildarstjóra við- skiptaþjónustudeildar Flugleiða, til að forvitnast um þessa hluti. Gagnkvæmt traust „Viðvíkjandi farangri, sem fer á flakk en kemur í leitirnar aftur, er sem betur fer hægt að upplýsa að í dag er í notkun töskuleitarkerfi sem flest flugfélög í heimi eiga aöild að. Þetta kerfi er rpjög gott og er reyndar alltaf í þróun. Ef taska týnist finnst hún oftast aftur. Það getur veriö bagalegt að vera farangurslaus um tíma en það er þó huggun harmi gegn að fá farangurinn um síöir.“ - Koma flugfélögin til móts við fólk sem þarf að vera farangurslaust um tíma? „Þama gildir sama reglan um gagnkvæmt traust,“ segir Ólafur. „Það fer eftir ýmsum ástæöum. Far- þegi, sem er til dæmis á heimleið, hefur kannski ekki eins brýna þörf fyrir að fá farangur sinn samstundis og sá sem er að byija ferð sína. Ef viöskiptavinur er að byrja ferö sína og hún er þess eðhs aö erfitt er að komast af án farangursins reyna flugfélög oftast að liösinna ferða- Hvað á að gera ef ferðataskan hefur farið á flakk? valdi óþægindum eöa augljóst sé að hann þoh flutninginn," bætir Ólafur við. Ferðir Hver Nokkur ráð við farangursvandamálum: Ólar tefja fyiir þjófiun Hér em nokkur ráö og vangavelt- ur sem komið geta í veg fyrir að ferða- menn lendi í vandræðum með farangur sinn. Erfitt er að leiöbeina fólki við val á því hveraig töskur á aö kaupa. Sumir mæla meö hörðum töskum, aðrir með mjúkum. Það liggur í hlutarins eðli að harðar töskur vernda betur brothætt innihald. Sé aðeins fatnaður meðferðis eru mýkri töskur vel nýtanlegar. Til era á markaðnum töskur sem eru ákaflega veigalitlar. Ef töskur af þeirri gerð eru keyptar má reikna meö ,að ending sé í samræmi viö verð. Eigi að kaupa endingargóðar töskur er um aö gera að velja van- daðar og efnismiklar töskur, oftast er það einnig ódýrara þegar til lengri tíma er litið. Gott er að velja töskur með læsingum. Þótt þjófar hafi ráð undir rifi hveiju meö að opna töskur gerir læsing þeim það erfiðara fyrir. Tíminn sem fer í að reyna að opna töskuraar kemur oft í veg fyrir tilraunir til þess. V, Ólar þjóna ýmsum tilgangi Ólar utan um töskur eru að verða æ algengari. Má segja að þær gegni þrenns konar hlutverki. 1. Ef læsing eða lokun töskunnar bilar helst taskan saman sé hún spennt með ól. Það er ætíö döpur sjón þegar innihald tösku kemur í hrúgu á farangursbeltunum i mjög mismunandi ásigkomulagi. Ólar koma í veg fyrir slys af þessu tagi. 2. Ólar fæla þjófa frá því tíminn, sem það tekur að leysa ólamar eða skera á þær, getur reynst þeim hættulegur. 3. Nú á dögum era töskur mjög lík- ar. Tískulitir og sniö eru oft svipuð á töskunum og er erfitt fyrir eig- endur að þekkja sinar töskur úr fjarska. Ólar auðkenna töskuna þannig að ekki þarf aö standa við farangursbeltið og rýna á hvetja einustu tösku til að þekKia sína. Merkið töskumar Merking á töskum er nokkuð sem ferðafólk ætti að sinna betur. Þótt töskumar séu með áfastan pappírsmiða um handfangið kem- ur fyrir aö þeir rifna af. Nauösyn- legt er að merKja töskuna að utan og era límmiðar, sem flugfélögin bjóða upp á, hentugu- til þess. Þeir sem vflja hafa stíl yfir merkingum á töskunum geta keypt sér leður- hulstur fyrir nafnspjöld sem fest era við handfangið. Annað er ekki síöur áríðandi og það er aö merkja töskuna að innan. Ef allar merkingar að utan mást af eða eyðfleggjast er leitað eftir vísbendingu um eiganda inni í töskunum. Merking inni í töskun- um getur veriö með ýmsu móti og nægir til dæmis að hafa nafnspjald eöa miða með nafni og heimilis- fangi eigandans. Gott er að hafa í huga aö láta eftirnafnið koma vel fram þar sem leitarkerfm byggja leit sína einmitt á eftimöfnum. Tilkymiið strax Ef upp koma vandamál með farangurinn er nauðsynlegt að til- kyima það strax á flugvellinmn. Vanti farangur eða hafihann kom- ið skemmdur á ferðafólk að snúa sér til deilda á flugvellinum sem sjá um þessi mál. Því fyrr sem til- kynning berst því fyrr byrjar leitín. Ef taskan er skeramd er jafnnauö- synlegt að láta vita af því sam- stundis. Erlendis, og þá sérstaklega í Bandaríkjunum, neita flugfélög bótum fyrir skemmdir á farangri hafi þær skemmdir ekki verið til- kynntar strax á flugvelli viö komú. Aö lokum má benda á að ekki er viturlegt að pakka miklum verö- mætum i töskurnar. Slikt er að bjóða hættunni heim. Ef ferðast er með mikfl verömætí er hægt aö taka þau með í vélina. Ef þau eru of fyrirferðarmikil til að hafa undir sætinu eða í fanginu er hægt aö biðja flugfreyjur um aðstoð og taka þær slikri málaleitan yfirleitt vel. Vonandi geta þessi fáu ráð að- stoðaö þá lesendur sem verða á faraldsfætí á næstunni. -EG.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.