Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1988, Síða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1988, Síða 43
LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1988. 47 Lífsstffl Dýrust er Reykjavík Höfuðborgin meðal dýrustu borga Evrópu í grein hér í blaöinu kemur fram dvalarkostnaður í tólf borgum Evr- ópu. Eins og sést á súluritum sem fylgja greininni þá er mjög mismun- andi dvalarkostnaður í þessum borgum. Okkur lék forvitni á að vita hvemig Reykjavík kæmi út í þessum samanburði. Kannaður var dvalar- kostnáður í Reykjavík og upplýsing- amar settar á súluritið meö hinum EBE borgunum. Eins og kemur fram í ritunum er Reykjavík efst á bstaniun um dvalar- kostnaö og ofarlega á öðrum. Það er vafasamur heiöur aö lenda ofarlega á þessum hstum en kemur ef til vill fáum á óvart hvar í röðinni Reykja- vík er. Hafa ber í huga að það em ekki einungis útlendingar sem gista í Reykjavík. Þeir sem búa á lánds- byggðinni og ætla til borgarinnar bera þann kostnaö að gista í þessari dým borg. Einnig nota borgarbúar sjálfir ýmsa þá þjónustu sem í boði er. Það er því umhugsunarefni fyrir ferðalanga hvort ekki sé ódýrara að drífa sig á apexgjaldi út úr landinu og dvelja í borg þar sem dvalarkostn- aður er 2.685 krónum lægri á mann á dag. í það minnsta fer reiknings- dæmið að verða fýsilegt ef dveljast á í lengri tíma. Eins og sést á súluritunum þá em gisting, skoðunarferðir og annað slíkt í höfuðborg íslendinga um það bil 10.740 krónum dýrara en í Aþenu, ódýmstu borginni á töflunni. 3.506 krónum meira kostar að dveljast í Reykjavík en Róm sem er þekkt fyrir dýrtíð. Taka ber fram að hótelverð sem er notað í verðkönnun í Reykjavík er svokallað almennt verð. Frávik frá þessu verði em til ef keyptar em hópferðir eða ef fólk tilheyrir hinum ýmsum sérgjaldahópum. ,-EG I Reykjavik er dýrara að dvelja en i öðrum borgum Efnahagsbandalagsins Opinber stefna er að leggja niður hótel og yeitingahús - segir Einar Olgeirsson, formaður Sambands veitinga- og gistihúsa í umræöum að undanfomu hefur komið fram að verðlagning ferða- mannaþjónustu og dvalarkostnaður á íslandi er farinn að valda mönnum áhyggjum. Heyrst hefur að búist sé við fækkun ferðamanna til íslands á næstunni og megi rekja það meðal annars til hærra verðlags á þjónustu. Ekki em þaö einungis erlendir ferða- menn sem nýta sér þá þjónustu sem í boði er heldur nota íslendingar þessa þjónustu einnig. í grein í blað- inu kemur fram að Reykjavík hefur náö þeim vafasama heiðri að tróna efst á dvalarkostnaðarlista yfir nokkar borgir innan EBE. Einar 01- geirsson, formaður Sambands veit- inga- og gistihúsa, var spurður hveiju þetta sætti. „Ég vil byija á að segja að svo virðist sem opinber stefna sé að leggja ferðamannaþjónustu ög -iðnað í landinu niður. I það minnsta er ýmislegt gert til að torvelda ferða- mannaiðnaöinum möguleika á að þróast eins og efni standa til. Nýlagð- ur skattur upp á 25% veldur því að veitingastaðir, sem börðust við að halda sér á floti, sökkva trúlega al- veg. Því miður kemur þetta til með að valda samdræöi í veitingahúsa- þjónustu með ömiÆlegum afleiðing- um. Hér áður fyrr var veitingahúsa- menning okkar íslendinga á heldur lágu plani. Fáir veitingastaðir voru í rekstri og samkeppnin lítil. Verð á mat og þjónustu var það hátt að al- menningur hafði ekki efni á að fara út að borða. Þetta breyttist síöan í betra horf, eins og allir þekkja í dag. Fjöldi af stöðum að velja úr og verð hefur verið skikkanlegt. Samkeppn- in hefur verið gífurleg og er það af hinu góða. Ég held að íslendingum, sem eru orðnir vanir því að geta val- ið um veitingastaði og fariö út að borða án þess að það sjái verulega á buddunni, bregði heldur betur í brún ef gamla fyrirkomulagið kemst aftur í gagnið. Kaupum á kerfisverði í sambandi við þennan saman- burð á Reykjavík og öðrum Evrópu- borgum vil ég segja þetta. i fyrsta lagi þá er allt vinnuafl hér á íslandi fyrsta flokks og fyrir þaö verðum viö að borga. Erlendis veit maöur að hægt er að fá ýmsa einstaklinga til vinnu fyrir lítinn pening. Ég er ekki að segja að við kærðum okkur um svoleiðis þótt viö hefðum tækifæri til þess en þetta skýrir kannski einn þátt þessa mismunar. Það hefur eðli- lega áhrif á verðlagið að vera með ódýran vinnukraft. Fjármagnskostn- aður er mikill hér á landi og ef byggja á hótel eða veitingastaö þá þarf gífur- lega dýrt fjármagn. Allar breytingar og viðhald þarf að greiða með þessum dýru peningum og það er ekki auð- velt að reka fyrirtæki sem þarf aö standa í háum greiðslum fyrir það fjármagn sem notað var til upp- byggingar. Fólk verður að athug'a að íslenskir veitingastaðir og hótel þurfa að kaupa íslenskar landbúnaðarafurðir á því verði sem skammtað er. Erlend- is geta innkaupasfjórar stýrt inn- kaupum sínum þannig að hægt er að spara töluverðar upphæðir. Viö erum fóst í klafa þess kerfis sem rík- ir hér í dag og verðum aö kaupa á því verði sem ákveðiö er í pólitískum nefndum. Einnig er munur á því hér og úti að veitingastaðir og hótel geta keypt vín og áfengi af mismunandi aðilum. Hægt er að stýra viðskiptun- um þannig að hagkvæmt sé. Hér á íslandi er bara um einn valkost að ræða. Ég held að þeir hlutir sem ég hef talið upp varpi ljósi á þann aðstöðu- mun sem er á íslenskum fyrirtækj- um og erlendum sem starfa í þessari þjónustugrein. Það væri einlæg ósk okkar, sem rekum þessi fyrirtæki, að fá að reka þau á sama grundvelh og erlendis er gert. Ég held að hvergi í heiminum sé þessi þjónustugrein jafnskattpínd og hér á landi. í út- löndum virðast stjómvöld sjá hag sinn í að fá feröamenn til landa sinna. Hér dettur manni helst í hug að veriö sé að reyna að loka landinu fyrir ferðamönnum. Ég man eftir því að hafa lesið grein um rannsókn sem var gerð í Svíþjóð og fékk þarlenda menn til að hugsa sinn gang. í ljós kom að það þurfti aöeins sex ferðaménn til landsins til að skila jafnmiklum gjaldeyristekj- um og sala á einum Volvo skilaði. Þetta lýsir kannski best vægi ferða- þjónustunar í gjaldeyrissköpun. Ef tekið er íslenskt dæmi þá hefur verið töluvert í fréttum um ullarsölu Ála- foss til Rússlands. Mig minnir aö þeir hafi selt trefla þangað fyrir um tvöhundmð milljónir. Þessi upphæð er svipuð og stórt hótel í Reykjavík skilaöi í gjaldeyri á síðasta ári og ekki komu neinar forsíðugreinar um það. Nei íslendingar verða að athuga sinn gang í þessum málum því fram- tiðin virðist ekki vera björt og fögur í rekstri gisti- og veitingahúsa og ekki er þaö vegna viljaskorts né að. hæfa menn vanti til að reka þessa staði,“ segir Einar Olgeirsson, for- maður Sambands veitinga- og gisti- húsa. -EG Glstistaðlr og veitingastaðlr eru I háum gæðaflokki hér á landl, en eru þessir þjónustustaðir að verða of dýrir? LAUS ALLIR Í RÉTTA RÖÐ Allir í rétta röö. Nýtt og fullkomið tölvustýrt simatxjrð tryggir snögga sim- svörun og afgreiðslu eftir réttri röð. Þegar þú hringir i Hreytil og heyrir lagstúf. veistu að þú hefur náð sambandi við skiptiborðið og færð afgreiðslu von braðar. Hafnarfjörður, Garðabær og Mosfellssveit. Höfum cpnað nýjar biðstöðvar við Ásgarð í Garðabæ. Esso-stöðina við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði og við Þverholt i Mosfellssveit. Þetta tryggir enn betri þjónustu. Höfuðborgarsvæðið er nú eitt gjaldsvæði. Nú getur Hreyfill ekið þér frá Laxnesi að Bessastöðum eða frá Austurvelli í Straumsvík á innanbæjartaxta Reykjavíkur UREVFILL 68 55 22

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.