Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1988, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1988, Blaðsíða 5
MÁNUDAGUR 27. JÚNÍ 1988. 5 Fréttir Iðnaðarmenn í Amessýslu kæra: Þrír ófaglærðir og meistari kærðir Þrír menn hafa verið kærðir fyrir að starfa ófaglærðir við málningar- vinnu í Þorlákshöfn. Fjórði maður- inn, málarameistari í Hafnarfiröi, hefur einnig verið kærður. Það er Meistarafélag Suðurlands og Félag byggingariðnaðarmanna í Ámes- sýslu sem kærir. Sigurður Guðjónsson, starfsmaður Félags byggingariðnaðarmanna, sagði við DV að í Þorlákshöfn starf- aði ófaglærður maöur sem málari. Maðurinn hefur tvo starfsmenn og auk þess selur hann málningarvörur í fyrirtæki sínu. Faðir mannsins, sem hefur einnig verið kærður, er mál- arameistari og býr í Hafnarfirði. Fað- irinn leppar son sinn aö sögn Sigurð- ar. Það er ótvírætt mat kæranda að feðgamir og starfsmenn þeirra hafi gerst brotlegir við iðnaðarlög. - Kæran var send sýslumanni eftir að Ölfushreppur ákvað að taka til- boði þess ófaglærða í ákveðið verk. Tvö tilboð bárast í verkið. Málara- meistari bauð 150 þúsund krónur og sá ófaglærði 120 þúsund, efni er inn- ifalið. Hreppurinn tók lægra tilboö- inu. Guðmundur Hermannsson sveitarstjóri sagðist telja að rétt hafi verið að öllu staöið af hálfu hrepps- ins. Lægra tilboði tekið og þess kraf- ist að meistari ábyrgðist verkiö. Verkkaupi varð við því og þá var gerður verksamningur milli aöila. Næg atvinna er fyrir iðnaðarmenn í Árnessýslu. Guðmundur Her- mannsson sveitarstjóri sagði að oft væri erfitt að fá iðnaðarmenn til starfa. „Verkkaupi tekur mikla áhættu þegar verslað er við ófag- lærða. Réttur til að krefjast endur- vinnu vegna gaUa er ekki sá sami og þegar fagmenn vinna verkið, sagði Sigurður Guðjónsson. -sme TF-ÖRN, ein af flugvélum Ernis. DV-mynd BB ísafjörður: Aukin áhersla á frakt- flutninga Siguijón J. Sigurösson, DV, isafirði: „Við höfum einsett okkur að ef komið er með pakka á afgreiðsluna í Reykjavík fyrir brottfór áætlunar- flugsins til Suöureyrar, á hann að vera kominn í hendur viðtakanda á öllum viðkomustöðum Emis á Vest- fjörðum samdægurs. Þaö sem gerir þetta mögulegt er að frakt sem kem- ur með áætlunarfluginu verður send áfram með póstfluginu," sagði Hörð- ur Guðmundsson, framkvæmda- stjóri Emis, í samtali við DV. Flugfélagið Ernir er nú komið með afgreiðslu á Reykjavíkurflugvelh hjá Leiguflugi Sverris Þóroddssonar við hhðina á afgreiðslu Arnarflugs. Fé- lagið keypti fyrir nokkru Twin Otter vél frá Bandaríkjunum með aukna þjónustu á sviöi fraktflutninga í huga. Opinber nefnd: Innfluttur áburður ekki ódýrari en innlendur Nefnd á vegum landbúnaðarráðu- neytisins hefur komist að þeirri nið- urstöðu að ekki séu rekstrarleg rök fyrir því að leggja niður Áburðar- verksmiðju ríkisins í Gufunesi. Nefndin telur ekki sannað að verð á innfluttum áburði yrði lægra en verð frá verksmiðjunni. Þá telur nefndin að miðað við rekstrargrundvöll verksmiðjunnar í dag geti hún staðið undir skuldum og auk þess end- umýjun á tækjum og búnaði. Jón Helgason landbúnaðarráð- herra skipaði þessa nefnd í kjölfar umræðna um hættu af ammoníak- geymi verksmiðjunnar í vetur. Með nýjum ammoníakgeymi telur nefnd- in að um 75 hektara land umhverfis verksmiðjuna geti nýst sem athafna- svæði. Nefndin kannaði ekki hvað það kynni að kosta að reisa nýja áburðar- verksmiðju á öðrum stað. í skýrsl- unni kemur fram að ný verksmiðja yrði mun minni en sú sem nú er starfrækt. í skýrslu nefndarinnar kemur fram að Áburðarverksmiðjan greiðir lægsta verð á raforku til Landsvirkj- unar eða 45 aura á kílóvattstundina. Hún nýtur auk þess niðurgreiðslna á áburðarverð. Spariskírteini ríkissjóðs eru verðtryggð og bera auk þess báa vexti Nú eru síðustu forvöð að ávaxta sparifé þitt með spariskírteinum ríkissjóðs, sem bera 8,5% raunvexti til tveggja ára (gjalddagi 1. febrúar 1990). Sölu á þeim lýkur .nú um mánaðamótin. Sala á spariskírteinum með 8,5% raun- vöxtum til þriggja ára og spariskírtein- um með 7,2% raunvöxtum til allt að 10 ára heldur áfram. Spariskírteini ríkissjóðs eru að fullu verðtryggð og með þeim getur þú ávaxtað sparifé þitt á háum vöxtum á öruggan og einfaldan hátt. Spariskírteini ríkissjóðs fást í Seðla- banka íslands og hjá löggiltum verð- bréfasölum, sem m.a. eru viðskipta- bankarnir, ýmsir sparisjóðir, pósthús um land allt og aðrir verðbréfamiðlarar. Ríkisvíxlar fást í Seðlabanka íslands. Einnig er hægt að panta þá þar, svo og sp^riskírteinin, í síma 91-699863, greiða með C-gíróseðli og fá víxlana og spariskírteinin síðan send í ábyrgðar- pósti. RÍKISSJÓÐUR ÍSLANDS Nú hcafa forvextir á ríkisvíxlum hækkað í 32,5% sem jafngildir 40,3% eftiró greiddum vöxtum miðað við 90 daga lánstíma. Ríkisvíxlar eru örugg og arðbær leið til að ávaxta skammtímafjármuni. Verðtryggð spariskírteini til sölu núna: Flokkur Lánstími Ávöxtun Gjalddagi l.fl. D 2 ár 8,5% l.feb ’90 l.fl. D 3 ár 8,5% l.feb ’91 l.fl. A 6/10 ár 7,2% l.feb ’94-’98 Tryggdu sparifé þínu örugga óvöxtun núna. 30. júní lýkur sölu spariskírteina ríkissióÖs med 8,5% raunvöxtum tll tveggja ára -gse

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.