Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1988, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1988, Síða 6
6 MÁNUDAGUR 27. JÚNÍ 1988. Sandkom Fréttir i Yfir „bauginn" Hafliði Guö- mundssoní Grímseysagðií viðtaiiviðl'im- annaðekkert bentítilþessað Grimseyingum myndifækkaá næstunni „Menn hér eru iðnir við kolann," sagði Hafliöi hinn hressasti. Þetta minnir á að heimskautsbaugur- innliggurumGrímsey miðjaogað sögn viEsvo skeramtflega tíl að heim- skautsbaugslínan er i miðju rúmi hreppstjórans þar og konu hans. Menn haía því á orði að hann sé eini roaöurinn í heirainum sem þarf yfir heimskautsbaug ef hann ætlar að „hvíslaemhverju" í eyra konu sinnar aðnæturþeli. Steingrímur ekki í mannvalinu .JÉgbarTiin- annútádðgum Tryggvaog Jónasarogþeg- aréglasundir myndinnií blaðinuaf Qörutíuára stúdentum, þótti mér vanta aö þess væri getið að bekkurinn var skipaður frábæru mannvali fyrir utan Stein- grím Hermannsson.“ Svo segir í bréfi sem Tíminn birtí í síðustu viku. Höítíndur bréfsins er eldriborgari. Þaö er greinilegt að þessi fyrrver- andi blaðberi Timans hefur annað raat á foringja Framsóknar og Tímans en ritstjóm þess annars ágæta blaðs. Lofið, sem Tíminn birti er foringinn varö sextugur, var ein- stakt Þessi tyrrverandi blaðberi Tfmans amast einnig við að hans eigið blað skuli nota skammstöfunina USA í sífellu. Tíminn lo&r starismanninum tyrrverandi að nota hér eftír skamm- stöftmina BNA sem útíeggst Banda- ríki Norður-Ameríku. Var Davíð ofþykkur? Góökunningi Sandkomsfull- yrðiraðDavíð Oddsson, sem erborgarstjóri Reykvíkinga, iiafi veriösend- urtílFæreyja með fyrstu ferð, að gefhu tilefni. Eins og allir vita hefur Da við þessi slegið öfium öðrum viði borðaklippingum, fyrstu skóflustungum og fleiri tákn- rænum vígslu- og opnunargeming- um. Davíð mun hafa hlakkað mikið til að renna sér fyrstur allra manna niöur vatnsrennibrautina í Laugard- al. Mennfóruaöeftistum aðboigar- stjórinn kæmist niður sökum líkams- byggingar. Óttinn mun fyrst og fremst hafa verið við að borgarstjór- inn myndi stífla brautina. Það var fleira sem geröi að Davíð var sendur tU Færeyja meö fyretu ferð. Hugsiö ykkurhvað maðurixm hefði verið gjörbreyttur þegar hann hefði komið upp úr lauginni með þetta mikla og hrokkna hár rennandi blautt. Vestmannaeying- areru óhressir Sandkom heyrðiaðí Vestmannaeyj- umvæmmenn alltannaöen ánægðirmeð stuöning grannasinnaí norðri, það er íslendinga. Vest- mannaeyingar buðu, eins og kunnugt er, fram foreetaefni i nýafstöðnum foreetakosningum. Frambjóðandi Vestmannaeyinga mun hafa sett heimsmet i slíkum kosningum þar sera enginn mun áður í gjörvaliri heimsbyggöinni hafa goldið annað eins afhroö. í Vestmannaeyjum munu vera uppi raddir sem vflja end- urvekja hugmyndir um aö slíta meö öllu samstarfi við grannana í notðri. Dræmakjöreókn í Eyjum skýraþeir áköfustu með því að fólk hafi talið sinn frambjóðanda öruggan um sigur og bafi heimamenn því setiö heima við undirbúning sigurhátíðar. Sand- kom selur þessa sögu ekki á meira enhúnfékkst. Þaöskaltekiðfram að sagan var mjife ódýr. SÍQurjón M. tgllsaon Vigdís vann yfirburðasigur Kosningaþátttaka sjaldan dræmari Vigdís Finnbogadóttir vann yfir- burðasigur í forsetakosningunum á laugardaginn eftir stutta og um margt sérstæða kosningabaráttu. Aldrei áður hefur verið boðið fram gegn sitjandi forseta og kjörsókn hef- ur aldrei verið dræmari í forseta- kosningum. Fara verður allt aftur tii ársins 1933 til að finna dæmi um dræmari þátttöku kjósenda í al- mennum kosningum hér á landi. Veðrið lét mismunandi við kjós- endur á laugardaginn, sól og blíða var austanlands en sunnan- og vest- anmegin á landinu var rigning og rok. Vel gekk að safna atkvæðum saman þótt víða væri um langan veg að fara, til að mynda þurfti að nota skip, báta og flugvélar til að flytja atkvæði á talningarstað í Vestfjarða- kjördæmi. Framkvæmd kosning- anna gekk í alla staði vel fyrir sig og sama má segja um talningu at- kvæða. Alls greiddu 126.535 atkvæði en þaö eru 72,4% þeirra sem voru á kjör- skrá. í forsetakosningunum fyrir átta árum var kjörsóknin 90,4% og í síðustu alþingiskosningum, fyrir ári, kusu 89,6%. Af þeim sem sáu ástæðu til að nýta sér atkvæðisrétt sinn greiddu 117.292 eða 92,7% Vigdísi Finnbogadóttur atkvæði sitt en 6.712 eða 5,3% kusu Sigrúnu Þorsteins- dóttur. Auðir og ógildir seðlar voru 2.531 eða 2,2% Atkvæði frambjóðenda féUu nokk- uð jafnt hlutfallslega yfir landið en stærstan sigur vann Vigdís í Norður- landskjördæmi eystra þar sem 94,2% guldu henni atkvæði sitt en 4,3% Sigrúnu. Sigrún fékk aftur á móti mest fylgi í Norðurlandskjördæmi vestra, 6,1%. Kosningaþátttaka var einnig með svipuðu móti víðast hvar. Þó kusu flestir hlutfaUslega á Suður- landi en fæstir í Reykjavík og Norð- urlandskjördæmi vestra. -JFJ Stuðningsmenn Vigdísar Finnbogadóttur voru aö vonum kampakátir eftir yfirburðasigur hennar á laugardaginn. Hér er forsetinn ásamt Ástríði dóttur sinni og Svanhildi Halldórsdóttur kosningastjóra. DV-mynd GVA Vígdís Finnbogadóttir: Afar þakklát „Ég er djúpt snortin og afar þakk- lát fyrir þá traustsyfirlýsingu þjóöar- innar sem þessar kosningar bera með sér, meira er ekki um það að segja," sagði Vigdis Finnbogadóttir, nýkjörinn forseti íslands. „Þetta er stórkostlegur sigur á heimsmælikvarða og þætti verulega gott hvar sem er í heiminum. Við vildum ekki aöeins að hún ynni held- ur aö hún ynni glæsilega og það tel ég að hafi tekist," sagði Svanhildur HaUdórsdóttir, kosningastjóri Vig- dísar Finnbogadóttur. Svanhildur sagðist vera ánægö með kjörsóknina, hún hefði búist við 70-74% þó hún hefði vfljaö aö sem flestir kysu. Taldi Svanhfldur að þar sem engin spenna hefði verið í kosn- ingunum hefði fólk ef tfl vfll ekki séð ástæöu tfl að fara á kjörstaö. Skoð- anakannanir hefðu verið búnar að sýna að Vigdís myndi sigra með yfir- burðum. „Þaö er mín trú að við höf- um átt fylgi þess fólk sem sat heima en það hafi ekki setið heima í mót- mælaskyni,“ sagði Svanhildur. Svanhildur sagði þessar kosningar vera gerólíkar þeim sem voru fyrir átta árum. „Þá var maður ekki eins sigurviss, þó ég væri bjartsýn. Þá þurfti að vinna allt öðruvísi. Kynna þurfti frambjóöandann fyrir þjóðinni og baráttan byrjaði fyrr. Nú hefur engin umræða verið uppi áður en framboð Sigrúnar kom. Vaninn er sá að búið sé að ræða mál í þjóð- félaginu af þeim sem vilja gjörbylta öllu. Þetta var einnig óvenjuleg þjóð- höfðingjakosning þar sem mótfram- bjóðandinn reyndi að færa kosning- arnar inn á stjómmálasviðið og ól á óánægju," sagði Svanhildur Hall- dórsdóttir. -JFJ Reykjavik Norðurland vestra Sigrún Þorsteinsdóttir 2.675 5,4% Sigrún Þorsteinsdóttir 316 6,1% Vigdis Finnbogadóttir 45.650 92,3% Vigdis Finnbogadóttir 4.824 92,8% Auðitogógildir 1.131 2,3% Auðirog ógildir 59 1.1% Atkvæði greiddu 49.456 71,5% Atkvæði greiddu 5.199 71,5% Reykjanes Norðurland eystra Sigrún Þorsteinsdóttir 1.594 5,4% Sigrún Þorsteinsdóttir 569 4,3% Vigdís Finnbogadóttir 27.246 92,5% Vigdís Finnbogadóttir 12.399 94,2% Auðirog ógildir 606 2,1% Auðirog ógildir 193 1.5% Atkvæðigreiddu 29.446 72,3% Atkvæði greiddu 13.161 72,8% Vesturland Austurland Sigrún Þorsteinsdóttir 395 5,2% Sigrún Þorsteinsdóttir 369 5,6% Vigdís Finnbogadóttir 6.970 92,6% Vigdís Finnbogadóttir 6.197 93,4% Auðirog ógiidir 161 2,1% Auðirog ógifdir 67 1,0% Atkvæði greiddu 7.526 74,5% Atkvæði greiddu 6.633 73,2% Vestfirðir Suðurland Sigrún Þorsteinsdóttir 262 5,3% Sigrún Þorsteinsdóttir 532 5,2% Vigdís Finnbogadóttir 4.604 92,8% Vigdfs Finnbogadóttir 9.402 92,6% Auöirog ógíidir 94 1,9% Auðirog ógildir 220 2,2% Atkvæði greiddu 4.960 73,3% Atkvæði greiddu 10.154 74,6% Landið allt Sigrún Þorsteinsdóttir 6.712 5,3% Vigdís Finnbogadóttir 117.292 92,7% Auöir og ógildir 2,531 2,0% Atkvæði greiddu 126.535 72,4% Sigrún Þorsteinsdóttir forsetaframbjóðandi lét engan bilbug á sér finna og taldi úrslitin þrátt fyrir allt vera stórsigur. Hér gerir hún viðeigandi sigur- tákn en með henni á myndinni er eiginmaður hennar, Sigurður Elíasson. DV-mynd GVA Sigrún Þorsteinsdóttir: UrslHin gefa fólki von „Þetta eru mjög góðar niðurstöður þar sem verið var að kjósa á milli tveggja hugmynda um forsetaemb- ættið en ekki tveggja persóna. Hug- myndir Vigdísar voru vel þekktar en mínar komust ekki nægflega vel til skfla á þessum stutta tíma auk þess sem fólk þekkti mig ekki. Ef við lítum á kjörsóknina þá sjáum við að fólk er ekki alltof ánægt með hlutina,“ sagði Sigrún Þorsteinsdóttir forseta- frambjóðandi. Sigrún sagði að hún væri ánægð með að þessar kosningar fóru fram og þeim yrði fylgt eftir. Lýöræðis- bylgja væri komin af stað sem ekkert myndi stöðva. Fólkið vildi lýðræði og það ætti ekki að láta vonbrigði ná tökum á sér heldur hafa samband á kosningaskrifstofuna og mynda með sér grasrótarsamtök um lýðræði og frelsi. „Þessar kosningar gefa fólki nýja von um breytingar og áhrifin verða meiri þegar fólk sér að möguleikarn- ir voru raunverulegir sem viö bent- um á. Þessar hugmyndir munu sigra. Ég held að eftir kosningamar muni fólk sjá að ég var ekki að fremja nein helgispjöll með því að bjóða mig fram heldur aö framfylgja stefnu Jóns Sig- urðssonar. Þessi tilfinningaviöbrögð fólks sýna á hvaða lýðræðisstigi við erum. Það hvarflaði aldrei að mér aö ég væri að móöga einhvem með því að bjóða mig fram,“ sagði Sigrún Þorsteinsdóttir. Geturöu hugsaö þér aö bjóða þig fram að fjórum árum liðnum? „Svona framboð kemur vel til greina eftir fjögur ár, hvort sem það verð ég eða einhver annar, það skipt- ir ekki máli. Þetta er hugsjóna- og mannréttindabarátta og ég, stuön- ingsmenn mínir og ráögjafar erum reiðubúin að hjálpa Vigdísi í hennar embættisstörfum,“ sagði Sigrún. „Ég er mjög ánægð og okkur finnst að við höfum unnið stórsigur vegna þess að hugmyndir okkar vom nýjar og fengu htla kynningu. Fram undan er að fylgja þessu eftir með því að stofna grasrótarsamtök þeirra lýð- ræöissinna, sem kusu Sigrúnu, til að þróa hugmyndir okkar og vera mál- svarar aukins lýöræðis. Ég tel að þeir sem kusu Sigrúnu séu hinir raunvemlegu sigurvegarar. Þeir bmtu hefðir og sýndu hugrekki," sagði Áshfldur Jónsdóttir, fjölmiðla- fulltrúi Sigrúnar Þorsteinsdóttm-. -JFJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.