Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1988, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1988, Síða 10
10 MÁNUDAGUR 27. JÚNÍ 1988. Utlönd Flokkurinn Verkamenn leggja lokahönd á sjö hæða háa mynd af Lenin sem sett hefur verið upp við Rauða torgið í Moskvu i tilefni flokksráðstefnunnar. Simamynd Reuter efnahagsmálasérfræðingum Sovét- ríkjanna til þess að stjómkerfí lands- ins yrði endurnýjað algerlega, tii þess að hressa upp á efnahagslíf þess sem hann sagði ver statt nú en verið hefur árum saman. í viötah við sov- éskt vikurit sagði Leonid Abalkin, yfírmaður efnahagssstofununar vís- indaakademíunnar í Moskvu, að það væri ekki nóg að fækka embættis- mönnum. Abalkin, sem verður með- al fimm þúsund fulltrúa á flokksráð- stefnunni nú í vikunni, sagöi að ekk- ert hefði enn verið gert til að komast að rótum vandans. Sem fyrr segir hefst ráðstefna sov- éska kommúnistaflokksins á morgun og er þróun mála á henni beðið meö nokkurri óþreyju. ræðislegum aðferðum, en flokkurinn yrði aö hafa stjórn á þróún þeirra mála því ella myndi skapast óreiða. Flokkurinn yrði áfram að velja þá sem stjórnuðu á öllum sviöum. Ummæli Afanasyevs í gær virðast ganga í berhögg við fullyrðingar ann- arra sovéskra embættismanna, sem undanfarið hafa gefið í skyn að meg- intilgangur flokksráðstefnunnar sé sá að svipta flokkinn hluta valda sinna, til að auka völd og sjálfstæði hinna ýmsu ríkisstofnana. Búist er við að Mikhail Gorbatsjov, aöalritari sovéska kommúnista- flokksins, muni í setningarræðu sinni á ráðstefnunni, hvetja til þess að flokkurinn beri framvegis minni völd en hann hefur gert undanfarna sjö áratugi. Afanasyev sagði hins vegar í gær að nauðsynlegt væri að flokkurinn héldi áfram fullum völdum yfir efna- hagsmálum, utanríkismálum, mannaskipan og lausn innanríkis- vandamála. Virtist hann þar eiga við óróa þann sem undanfarið hefur ríkt í Armeníu og Azerbaijan, vegna deilna um landssvæði. Ritstjórinn hafnaöi alfarið hugmyndum um stofnun stjórnarandstöðuflokka eða þjóðemisflokka, sem skapað gætu mótvægi við hugmyndafræði komm- únistaflokksins en áætlanir um slík- ar stofnanir eru þegar upp í Estoníu. Sagði ritstjórinn aö Pravda fengi um sjö hundruð og fimmtíu þúsund bréf árlega þar sem þróun undanfar- inna ára væri gagnrýnd. Á sama tíma hvatti einn af helstu Ritstjóri sovéska dagblaðsins Pravda fjallaði í sjónvarpsviðtali um helgina um ráðstefnu sovéska kommúnista- flokksins, sem hefst í Moskvu á morgun, og varaði alvarlega við ákvörðunum og aðgerðum sem gætu orðið til þess að völd flokksins og áhrif rýrnuðu. í viðtali sagði ritstjórinn, Viktor Afanasyev, aö flokkurinn væri hið leiðandi afl í Sovétríkjunum, innan hans væru teknar allar stjórnmála- legar ákvarðanir, bæði efnahagsleg- ar og kenningarlegar. Afanasyev, sem er fulltrúi á flokksráðstefnunni og á sæti í mið- stjórn flokksins, sagði að þróun lýð- ræðis í Sovétríkjunum yrði að fara fram undir eftirliti flokksins. Sagði hann að kjósa bæri leiðtoga með lýð- Töluvert var um mótmæli i Moskvu um helgina. Simamynd Reuter. haldl völdum Ovæntur samningur um Nýju Kaledóníu Bjanú Hiniikason, DV, Bordeaux: Eftir ófriðarástand síðustu mán- aða á frönsku eyjunni Nýju Kaledó- níu í Kyrrahafi geta eyjaskeggjar nú andað léttar og vonast eftir lausn deilumála. í gærmorgun undirrituðu leiðtogar hinna tveggja stríðandi fylkinga, það er að segja sjálfstæðishreyfmgar inn- fæddra og stærstu stjómmála- hreyfingar hvítra, samning þar sem báðir aðilar gáfu eftir og lagðar eru línurnar fyrir þróun mála næstu árin og frekara samkomu- lag. Þessi samningur kemur á óvart. Fæstir bjuggust við að svo skam- man tíma þyrfti til að komast að samkomulagi né að deiluaðilar slægju aif kröfum sínum. Yfirleitt er litið á samninginn sem mikilvægan pólítískan sigur fyrir Michel Rocard, forsætdsráðherra Frakklands, en hann tók sjálfur þátt í viðræðunum sem fram fóru í forsætisráðherrahöllinni í París. Tvær vikur eru síðan samningsvið- ræðm- hófust og höfðu þær farið fram í kyrrþey og án stóryrtra yfir- lýsinga. Á Nýju Kaledóníu er tæplega helmingur íbúa fnnnbyggjar, svo- kallaðir kanakar, og álíka margir aðfluttir Evrópumenn eða afkom- endur fyrstu nýlenduherranna, kaldosar. Kanakar hafa árum sam- an krafist sjálfstæðis en kaldosar vilja tilheyra Frakklandi. Mismun- andi ríkisstjómir í París hafa reynt mismunandi stjómarfyrirkomulag á eyjunni án þess þó að grundvall- ardeilumál væm leyst og nokkrum sinnum hefur alvarlega soðið upp úr. Bæði undir sljóm sósíalista árið 1985 og þó sérstaklega síðustu mán- uði stjórnar Jacques Chiracs, for- vera Rocards, og mótframbjóðenda Francois Mitterrands í forseta- kosningunum fyrir tæpum tveimur mánuðum. Síðustu vikumar fyrir þær kosn- ingar fór ástandið dagversnandi á eyjunni og deilurnar náðu hámarki með gíslamálinu þegar sjálfstæðis- sinnar myrtu nokkra lögreglu- menn og tóku fjölmarga þeirra í gíslingu. Gíslatakan varð að kosn- ingamáli. Lögreglumennirnir vom frelsaðir af hemum í mjög um- deildri aðgerð þar sem allir gísla- tökumennirnir misstu lífið, sumir við óeölilegar kringumstæður. Nokkrir hermannanna eru nú sótt- ir til saka af yfirvöldum. Mitterrand forseti og sósíalista- flokkurinn höfðu, frá því Chirac tók við stjóm og setti nýja reglu- gerð um stjórn Nýju Kaledóníu, lýst sig andstæðinga þeirra breyt- inga sem þetta haföi í för með sér og tahð hlut kanaka borinn fyrir borð. Chirac hreykti sér yfir því aö hafa komið á friði á eyjunni en sá friður varð svo að engu og Mit- terrand gerði Nýju Kaledóníu að einu af lykilmálunum í kosninga- baráttu sinni. Eftir að hann náði endurkjöri og skipaöi Rocard forsætisráðherra sendi sá síðarnefndi nefnd, skipaöa virtum mönnum, til Nýju Kaledó- níu sem ferðuöust þar um og ræddu viö hlutaðeigandi. Afhentu þeir síðan forsætisráðherranum skýrslu um málið. Fyrir tilstilli forsætisráðherrans var svo sest að samningaborði í París. Þessi vinna hefur að mestu leyti farið fram í kyrrþey enda vissi Rocard að framtíð hans sem for- sætisráðherra gæti að nokkru leyti oltið á lausn málsins og mikilvægt að hratt og örugglega væri unnið. í samningnum er kveðið á um að Nýju Kaledóníu verði stjórnað beint frá París næstu tólf mánuði sem á að tryggja hlutleysi í stjórn- sýslu, öryggi og vemd allra eyja- skeggja. Mikið átak á að gera í efna- hagsuppbyggingu, félagsmálum og menntun, sérstaklega á þeim svæð- um sem verst eru sett. Samnings- aöilar lofa að leggja fyrir stuðn- ingsmenn sína niðurstöður við- ræðna síöustu vikna og tryggja stuðning þeirra. í haust mun svo fara fram í Frakklandi þjóðarat- kvæðagreiösla um stöðu Nýju Kaledóníu. Að lokum er reiknað meö að innan tíu ára fari fram á eyjunni sjálfri atkvæðagreiðsla um sjálfstæði hennar. Leiðtogar deiluaðila hafa náð saman en nú er að sjá hvort þeirra menn heima fyrir eru ánægðir með samninginn og hvort þeim tekst að sannfæra þá um að leggja niður vopnin. Það gæti reynst erfiðara en margur heldur. Alla vega hefur mikilvægt skref verið tekið og Mic- hel Rocard hefur í bili skapað sér ímynd trausts og áreiðanleika. Leiðtogl sjálfstæðissinna á Nýju Kaledóníu, Jean-Marie Tjibaqu, og leiðtogi afkomenda nýlenduherranna, Jacques Lafleur, undirrituðu í gær samning þar sem báðir aðilar gáfu eftir. Símamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.