Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1988, Qupperneq 12
12
MÁNUDAGUR 27. JÚNf 1988.
Utlönd
Lurie
Línudans
Undanfarnar vikur hafa bandarísk yfirvöld haft tii rannsóknar ásakanir
um viótæka spillingu innan hinna ýmsu arma kerfisins þar í landi.
Mest hefur borið á rannsókn ætlaðrar spillingar innan varnarmálakerfis
Bandaríkjanna, en fleira hefur þar blandast inn í þótt minni athygli hafi
vakið. Meðal þeirra embættismanna sem undanfarið hafa orðið aö þola
ásakanir um misferli er Jim Wright, forseti fulltrúadeildar bandaríska
þingsins. Wright er af mörgum talinn hafa misnotað stöðu sína til þess
að vinna að málum oiufyrirtækis eins í Texas sem honum mun eitthvað
skylt.
Lurie virðist einn þeirra sem telja Wright hafa stundað línudans, á
mörkum stjórnamálalegs velsæmis, og sendi teiknarinn frá sér með-
fylgjandi mynd af forsetanum.
Flak þotunnar við Habsheim í gær.
Flugslys vekur
spurningar um
tækniundur
Aðstoðarflugmaður þotunnar liggur slasaður eftir slysið.
Bjami Hinriksson, DV, Bordeaux:
Flugslysið í Habsheim í Norðaust-
ur-Frakklandi í gær, þar sem ný Air-
bus A320-vél hrapaði til jarðar með
þeim afleiðingum að fjórir létu lífið,
kemur á versta tíma fyrir evrópska
framleiðendur Airbus-vélanna og
vekur óteljandi spumingar.
A320 á að vera hálfgert tækniund-
ur, nýjasta afkvæmi Airbus Industri-
es sem undanfarna mánuði hefur
haft betur í samkeppninni við banda-
ríska flugvélaframleiðendur. í þess-
ari flugvél átti öryggið að vera í fyr-
irrúmi.
Fyrsta reynsluflug vélarinnar var
fyrir rúmu ári og Air France hefur
keypt margar vélar sem setja átti í
fuíla notkun. Vélin, sem hrapaði, var
í áætlunarflugi milli Parísar og Mul-
hause en kom við í Habsheim, þar
sem fram fór flugvélasýning, til að
sýna sig í lágu flugi yfir flugvellinum.
Vélin náði ekki að lyfta sér nógu
hátt, rakst í tijátoppa og hrapaði nið-
ur í skóglendi.
Enn vita menn ekki ástæðuna fyrir
slysinu en tvennt kemur helst til
greina. Annaöhvort hefur flugmað-
urinn gert mistök, ekki gefið vélinni
þann kraft sem þurfti til að lyfta
henni upp, eða að stjórnkerfi vélar-
innar, sem er aö miklu leyti tölvu-
vætt, hefur brugðist. Að auki spyrja
menn sig hvað í fjáranum ný flugvél
af þessu tagi hafi verið að gera á flug-
sýningu. Var Air France búið að fá
öll tilskilin leyfi eða varð auglýsinga-
ákafinn öryggisráðstöfunum yfir-
sterkári?
Eitt af helstu deilumálunum við
A320 hefur verið breytingar í stjórn
nýju vélarinnar sem gera það að
verkum að nú þarf einungis tvo flug-
menn í stað þriggja áöur. Flugfélög
hafa tekiö þessari breytingu fegins
hendi en flugmenn mótmælt og farið
í verkfall. Slysið í gær gæti breytt
viðhorfum ýmissa.
Air France hefur tekið allar A320
vélar sínar úr umferð. Næstu dagar
gætu orðið afgerandi fyrir framleið-
anda vélanna, sem hefur beðið mik-
inn álitshnekki, hvort sem rannsókn
leiðir svo í ljós að mannleg mistök
hafi valdið slysinu.
Páfi sætti gagniýni
Jóhannes Páll páfi II. tjáöi leið-
togum gyðinga í Austurríki um
helgina að það væri rangt að kenna
kristni um helfórina. Hann lét
einnig þá skoðun sína í ljós við þá
að Palestínumenn ættu rétt á eigin
landi.
Páfi lagði áherslu á að páfagarður
héldi fast við þá kröfu sína að lausn
yrði að fást á vandamáli Palestínu-
manna áöur en ísrael yrði viður-
kennt formlega.
Páfi sætti í fyrstu gagnrýni fyrir
að hafa ekki minnst á gyðinga í
heimsókn sinni til útrýmingarbúö-
anna í Mauthausen en daginn eftir
minntist hann á gyðinga og aðra
sem látið hefðu lífiö þar og þjáning-
ar þeirra.
Um fimmtíu þúsund Austur-
Evrópubúum hafði verið leyft aö
halda til Austurríkis til að hlýða á
messu páfa nálægt landamærum
Austurríkis og Ungveijalands.
í dag lýkur heimsókn páfa í Aust-
urríki og mun hann halda þriðja
fund sinn með Kurt Waldheim, for-
seta Austurríkis, áður en hann
heldur heim á leið.
Pali a leið til messu i Trausdorf i Austurriki.
Simamynd Reuter
Efnt hefur verið til mótmæla í Austurriki á meðan á heimsókn páfa
hefur staðið. Nasistaveiðarinn Beate Klarsfeld, sem lögreglan hefur hér
afskipti af, var meðal þeirra sem mótmæltu fundi páfa og Kurts Wald-
heim forseta. Símamynd Reuter