Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1988, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1988, Page 14
14 MÁNUDAGUR 27. JÚNÍ 1988. Frjá!st,óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar. blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 700 kr. Verð i lausasölu virka daga 65 kr. - Helgarblað 80 kr. Stórsigur Vigdísar Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, vann frækinn sigur í kosningunum í fyrradag. Sigurinn er sérstæöur á okkar mælikvarða og mun lengi í minnum hafður. Vigdís hlaut 92,7 prósent allra atkvæða. Sigrún Þor- steinsdóttir fékk 5,3 prósent. Auðir og ógildir seðlar voru 2 prósent. Þetta þýðir, að Vigdís Finnbogadóttir fékk 94,6 prósent atkvæða þeirra, sem tóku afstöðu. Sig- rún Þorsteinsdóttir hlaut 5,4 prósent atkvæða þeirra sem tóku afstöðu. Þetta er í fyrsta sinn, sem boðið er fram gegn þeim forseta, sem situr í embætti. Reynsla þeirra, sem það gerðu, er ekki góð. En í raun báru kosningarnar með sér, að fæstir tóku þær ýkja alvarlega. Fólk taldi fyrir- fram gefið, að Vigdís hefði mikla yfirburði, svo mikla, að margir létu hjá líða að kjósa, sem ella hefðu greitt Vigdísi atkvæði sitt. Þetta hefur nokkur áhrif á úrslitin nú. Kjörsókn var aðeins 72,4 prósent miðað við um 90 prósent, þegar kosið var 1980, í því, sem nefna mætti alvöruframboð. Þegar skoðað er, að Sigrún fékk 5,4 pró- sent í kosningunum, ber að hafa í huga, að það hlutfall hefði orðið miklu lægra, hefðu stuðningsmenn Vigdísar ekki verið svo værukærir. Fylgismenn Vigdísar Finn- bogadóttur hafa þó ástæðu til að fagna hinum sögu- frægu úrshtum. Stuðningsfólk Sigrúnar virðist einnig ætla að fagna niðurstöðum. Framboð hennar var frá upphafi tahð vonlaust, svo vonlaust, að kannski hefði verið æskilegra, að til þess hefði aldrei komið. En það er orðið, sem orðið er, þótt kosningar hafi verið þjóð- inni fjárhagslega kostnaðarsamar. Sigrún fékk minna fylgi í skoðanakönnunum en hún hlaut í kosningunum, þótt htlu muni. Kannanirnar sýndu, hversu vonlaust framboð hennar var. Þær voru vafalaust réttar. En Sigrún jók fylgi sitt síðustu vikurn- ar. Hún var óþekkt þjóðinni fyrir, en varð að lokum nokkuð þekkt. Hún hlaut umíjöllun. Stuðningsmenn hennar voru duglegir að láta í sér heyra, og slíkt skipt- ir miklu í öhum kosningum. Nú tala stuðningsmenn Sigrúnar digurbarkalega. Þeir ætla að stofna svonefnd grasrótarsamtök. Ekkert er auðvitað við slíku að segja. En óhklegt er, að þar verði á ferð eitthvert stjórnmála- afl, sem máli muni skipta. Til þess var ósigur Sigrúnar of afdráttarlaus. En vissulega mætti skoða þær kenning- ar, að form forsetaembættisins mætti breytast. Forseti íslands gæti látið meira til sín taka, ef hann kysi. En flestir munu þó telja, að það sé löggjafarsamkundunnar að ráðstafa málum, þótt fólki geðjist misjafnt að. Ekki gæti til dæmis gengið, að forsetinn færi að stöðva lög að ráði, nema 1 sérstökum undantekningartilvikum. Flokkur mannsins kann í bili að hagnast lítihega á for- setakosningunum en hklegast mun það endast skamma hríð. Vigdís Finnbogadóttir verðskuldar sinn sigur. Hún var kosin í hörðum kosningum, 1980. En henni hefur vel tekizt að sameina þjóðina. Vigdís Finnbogadóttir hefur hvarvetna verið þjóð sinni til sóma. Hún hefur staðið að forsetastörfum með þeim hætti, að ekki hefur valdið úlfúð. Margt er hæft í því, sem nú er sagt, að varla dugi minna en 10-20 prósent fylgi gegn forseta til þess að einhver leið sé til að líta á slíkt sem merki óánægju, jafnvel þótt mótframbjóðandi sé veikur. Því hefur þjóðin nú veitt forseta sínum frábæra yfirlýsingu um stuðning og tiltrú. Þetta á forsetinn skihð. Haukur Helgason Hinn þríhöfða þurs Þessa dagana er mikiö rætt um vaxtaokur og gengisfellingar. Sum- ir ráðherrar og jafnvel seðlabanka- stjórar halda því fram að gengis- fellingin í maimánuði hafi verið slys. Ástæðan hati verið sú að ein- hverjir óvandaðir einstaklingar, fyrirtæki og bankar hafi keypt það mikinn gjaldeyri að það hafi orsak- að gengisfellinguna. Þeir tala um svarta daga. Almenningur talar aftur á móti um að það hafi verið svartir dagar allt frá því að ríkis- stjórnin settist á valdastóla. Þeir segja að ríkisbankarnir stundi spá- kaupmennsku. Upplýst hefur verið að bankarnir hafi átt fast að 100 milljónum króna meira af gjaldeyri 27. apríl en 16. maí. Hitt er annað mál að öll þjóðin, að undanskildum ráðherrum og seðlabankastjórum, vissi upp á sína tíu fingur að geng- ið var faliið og það var afleiðing verka ríkisstjórnar og Seðlabanka. Því er mér spurn. Hafa þessir menn ekki jarðsamband? Hófleg vaxtastefna Kunningi minn sagði viö mig um daginn: „Það eru fyrst og fremst fjórir aðilar sem eru að eyöileggja allan grundvöll heilbrigðs rekstrar og meira en það. Þeir eru á góðri leið með að koma fjölda einstakl- inga á vonarvöl, hafa af þeim eign- ir þeirra. Þetta er ríkisstjómin, Seðlabankinn, grái markaðurinn og þar með sumar kaupleigurnar. Sem sagt, þríhöfða þurs er þjóðar- böl sem við þurfum að losna við.“ í stefnuyfirlýsingu og starfsáætl- un ríkisstjórnarinnar frá 8. júlí 1987 segir á bls. 5: „Stjórn peninga- mála mun miða að jákvæðum og hóflegum raunvöxtum. Lánastofn- anir munu njóta frjálsræðis en veröur veitt aðhald frá ríki og Seðlabanka innan ramma gildandi laga. Ríkisstjórnin mun stuðla að jafnvægi á lánamarkaði og lækkun vaxta.“ Þessi málsgrein er líklega sú þýð- ingarmesta sem stendur í þessum stjórnarsáttmála ef eftir henni hefði verið farið. Hún er grundvöll- urinn fyrir því að hugsanlegt væri að fastgengisstefnan stæöist. En hvemig hefur þá framkvæmdin veriö? Eru raunvextirnir hóflegir? Þegar umræðan fór fram um Ólafs- lög 1979 var talað um að hóflegir raunvextir væru 2-3% og í umfjöll- un um þá lagasetningu var við það miðað. En hvaö eru raunvextir í dag? Þeir em allt frá 9,25% og upp í 20%. Era þaö hóflegir vextir að mati ráðherranna og þeirra þing- manna sem styðja ríkisstjórnina? Lánamarkaöurinn mun njóta frjálsræðis. Já, grái markaðurinn hefur ótakmarkað frelsi tii að okra, a.m.k. enn sem komiö er. En bank- ar og sparisjóðir eru settir í spenni- treyju af ríkisstjórninni og hafa ekki ráðið vaxtastefnunni nema að mjög takmörkuðu leyti. Þar hefur ríkissjóður ráðið ferðinni með þeim afleiðingum sem við blasa. Vaxtamunur Eins og að framan greinir stend- ur í stjómarsáttmálanum eftirfar- andi: „Rikisstjórnin mun styðja að jafnvægi á lánamarkaði og lækkun vaxta." En hvernig hefur ríkis- stjómin framfylgt þessu stefnu- marki sínu. Þegar ríkisstjómin var mynduð hinn 8. júlí 1987 höfðu rík- isvíxlar verið í gangi frá því í febrú- ar það ár, þ.e. að viðskiptabankarn- ir voru látnir kaupa þessa víxla af ríkissjóði, ársávöxtun af 90 daga víxlum var þá 20% og þeir vextir voru óbreyttir í júlíbyrjun þegar stjómarskiptin urðu. í ágústmánuði fóra vextir á ríkis- víxlum upp í 28,2% miðað við árs- ávöxtun. í september fóra þeir upp í 38% og þá var almenningi gefinn kostur á aö kaupa þessa víxla. 1. desember voru vextirnir komnir í 41,3%. Ríkissjóður haíði á þennan hátt, með að yfirbjóða í sífellu með hærri og hærri vöxtum, sett banka og sparisjóði í nokkurs konar spennitreyju. Þeir urðu að hækka vextina til samræmis viö ríkisvíxl- KjaUariim Stefán Valgeirsson alþingismaður fyrir Samtök um jafnrétti og félagshyggju Það er að vísu rétt að hluti af þeim vanda, sem þjóðin stendur nú frammi fyrir, er vegna þess að verð hefur lækkað á sumum útflutn- ingsafurðum okkar. En orsök vandans má fyrst og fremst rekja til vaxtahækkana sem ríkisstjórnin hefur þvingað fram með aðgerðum sínum. Þessi mikli flármagns- kostnaöur hefur leitt af sér víxl- hækkanir, vöruverð hefur hækkaö vegna aukins flármagnskostnaðar fyrir verslanir, aö ógleymdum mat- arskattinum. Þörfin fyrir kaup- hækkun ætti að vera augljós hverj- um manni sem á annað borð skilur hvað er að gerast. Af öllu þessu leiðir að öll þjónusta hækkar. Fast- gengisstefnan og stóraukinn flár- magnskostnaður gat engan veginn gengið upp. Það hefðu allir átt að skilja. Það er jafnfráleitt og það að „Framsóknarmenn halda sig nú við helstefnuna að því er séð verður ... “ ana, m.a. vegna þess að Seðlabank- inn var búinn aö setja á þá auka- bindiskyldu sem er um 10% af heildarlánum. Til að skýra betur í hverju stjómun ríkisstjórnar og Seðlabanka er fólgin í peninga- og vaxtamálum, þrátt fyrir allar yfir- lýsingarnar, þá voru vextir gefnir frjálsir að nafninu til í nóvember- mánuði 1986. í febrúar 1987 var bindiskyldan, sem var þá 18% af heildarinnlánum, lækkuð í 13%. Af þessum 13% borgar Seðlabank- inn enga vexti, aðeins verðtrygg- ingu. Vaxtamunur banka og spari- sjóða er rúmum 2% hærri vegna viðskiptanna við Seðlabankann. Á sama tíma og bindiskyldan var lækkuð úr 18% i 13% var sett á ný bindiskylda, lausafiárbindiskylda, sem er um 10% af heildarinnlán- um. Ef þessi lausafiárbindiskylda væri 1 milljarður hjá einhverjum banka, en sá banki ætti ekki nema 700 milljónir króna á þessum reikn- ingi, þá yrði hann að borga dráttar- vexti af 300 milljónum. Fjármagnskostnaóur þjóðarböl Þegar ríkissjóður bauð hærri og hærri ársávöxtun á ríkisvíxlunum varð útstreymi úr peningastofnun- um mjög mikið því margir vildu njóta hinna háu vaxta. Til að draga úr þessu útstreymi uröu bankar og sparisjóðir að hækka innlánsvext- ina til þess að forðast að lenda með stórar flárhæðir í dráttarvöxtum hjá Seðlabankanum og auðvitað fylgdu útlánsvextir á eftir. Þetta er það sem ríkisstjórnin kallar vaxtafrelsi og á þennan hátt hefur hún staðið við það fyrirheit „að gera ráðstafanir til að lækka vexti". Á fimm mánaða tímabili, frá 1. júlí til 1. desember, hækkuðu vextir úr 20% í 41,3% og dráttar- vextir miðað viö ársávöxtun voru þá orðnir 51,6%. Af þessari vaxta- þróun leiddi að raunverulegur flár- magnskostnaður hækkaði meira en þessar tölur gefa til kynna. Þar átti hlut aö máli fyrst og fremst grái markaðurinn sem virðist vera í sérstöku eftirlæti hjá ríkisstjórn, a.m.k. býr hann við algjört frelsi með sitt okur, hefur meðal annars enga bindiskyldu. Á sama tíma er ríkiö sjálft í því að yfirbjóða banka og sparisjóði eins og rökstutt hefur verið hér að framan. En þessi yfir- boð og hömlun hafa svo leitt til þess að bankarnir hafa ekki getað veitt atvinnuvegunum eðlilega fyr- irgreiðslu. Því hefur atvinnurekst- urinn og ýmsir einstaklingar lent í vanskilum og dráttarvöxtum með miklar flárhæðir sem leitt hefur til mikillar skuldasöfnunar og tap- reksturs. Fjármagnskostnaður er orðinn þjóðarböl. Gekk ekki upp Því er haldið fram að ástandið hjá útflutningsatvinnuvegunum sé að kenna versnandi ytri skilyrðum. þjóð okkar geti aukiö hagvöxt og bætt lífskjör sín með því að koma upp verðbréfamörkuðum. Verð- bréfamarkaðir eru fylgikvilli og afleiðing af- því efnahagsástandi sem ríkisvaldið hefur leitt yfir þjóðina. Þeir auka og flýta fyrir eignatilfærslu í þjóðfélaginu, enda hefur hún aldrei verið eins mikil og á þeim 11 mánuðum sem ríkis- stjórn Þorsteins Pálssonar og Jóns Baldvins Hannibalssonar hefur ráðskast með málefni þjóðarinnar. Fylkjum liði Fram hefur komiö að Framsókn- arflokkurinn er á móti efnahags- stefnu ríkisstjórnarinnar, a.m.k. í orði. Formaður hans, Steingrímur Hermannsonar utanríkisráðherra, líkti efnahagsástandinu við það þegar Róm brann forðum. Hann boðaði miöstjórnarfund flokksins meö miklum hávaða og látum. Þjóðin stóð á öndinni í þeirri vissu að nú stæði mikið til, að Framsókn- arflokkurinn væri búinn að bretta upp ermar, albúinn að sýna áræði og yfirburði og ótvíræða forystu- hæfileika sína með því að slökkva eldana sem eru að eyða byggðum og eignum almennings. En hvað gerðist? Jú, Ólafur Þórðarson styð- ur ekki lengur ríkisstjórnina. Hann var eini þingmaðurinn í Fram- sóknarflokknum sem var sam- kvæmur sjálfum sér. Allt annað reyndist bara stormur í vatnsglasi, sápukúlur sem sprungu á mið- stjórnarfundinum án teljandi há- vaða eða sýnilegra eftirkasta. Framsóknarmenn halda sig nú við helstefnuna að því er séð verður, a.m.k. heyrist ekkert í þeim þrátt fyrir að aldrei hafa eldarnir logað betur en þessa síðustu daga. Það eru að vísu ýmsir þingmenn úr Alþýðuflokki og jafnvel úr Sjálf- stæðisflokki sem hafa haldið hjart- næmar ræður, bæði á Alþingi og í kjördæmum sínum, og hafa sagst vera á móti ríkisstjórninni í byggða- og vaxtamálum. En þeir sömu hafa stutt ríkisstjórnina í öll- um málum og þannig gert sig að hálfgerðum ómerkingum. Eða hver getur treyst slíkum mönnum sem eru það slappir að þeir styðja það sem þeir segja við ýmis tækifæri að þeir séu á móti? Ef athafnir fylgja ekki orðum eru orðin mark- laus. Landsbyggðarfólkið og aðrir þeir sem afskiptir hafa verið, þeir sem hafa orðið fyrir eignaupptöku, verða að taka höndum saman til að ná rétti sínum því reynslan sýn- ir að stjórnarflokkarnir munu halda sig við helstefnuna hér eftir sem hingaö til. Verum þess minnug að enginn mun færa okkur þann rétt sem viö eigum kröfu á. Því verðum við að sækja hann sjálf. Það getum við með því að fylkja höi. Stefán Valgeirsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.