Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1988, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1988, Side 15
MÁNUDAGUR 27. JÚNl 1988. 15 Fellur mannkynið á tíma? „Margvíslegar rannsóknir og mælingar upplýsa okkur um jarðvegs- og gróðureyðingu, ofnýtingu auðlinda og mengun i lofti, vatni og sjó,“ seg- ir greinarhöf. A síðasta þingi komu fram býsna mörg athyglisverð þingmál sem lúta að vemdun náttúm okkar og umhverfis, og má vonandi hafa það til marks um aukinn áhuga og skilning á þeim málum. Ekki tókst þó að fá samþykkt nema örfá þess- ara ágætu þingmála, þar af eitt, sem Kvennalistinn átti frumkvæði að, þ.e. um notkun einnota um- búða. Sjálfsagt mál að okkar dómi, sem er efling umhverfisfræðslu í skólum og meðal almennings, hlaut ekki náð fyrir augum meiri- hluta þingmanna. Því miöur. Ljf í voða Að margra áhti er maðurinn, sem svo lengi hefur litið á sig sem herra jarðarinnar, langt á veg kominn með að tortíma umhverfi sínu og þar með sjálfum sér. Verði ekki snarlega snúið af þeirri braut erum við að bregðast afkomendum okkar með því að skila þeim í hendur verra umhverfi en okkur var trúað fyrir og við getum ekki afsakað okkur með því að við höfum ekki vitað betur. Staðreyndir blasa við aiit í kring- um okkur. Margvíslegar rann- sóknir og mælingar upplýsa okkur um jarðvegs- og gróðureyðingu, ofnýtingu auðlinda og mengun í lofti, vatni og sjó, sem stefnir öllu lífi í voða, jafnvel þótt unnt yrði að koma í veg fyrir mestu ógn lífs á jörðu, kjamorkustyijöld. Ein- staklingar, samtök, ríldsstjómir og alþjóðastofnanir, s.s. Sameinuöu þjóðirnar, hafa safnað upplýsing- um og sett fram stefnumörkun um hvað gera má til úrbóta. Mönnum er löngu orðið ljóst að ekki er nóg að taka frá og friða skika hér og þar, þótt það sé líka nauðsynlegt. Við verðum að horfa á jörðina sem heild og skilja þær takmarkanir sem náttúran setur okkur um leið og við notum og njótum þeirra auð- hnda sem hún gefur. Kjállariim Kristín Halldórsdóttir þingkona Kvennalistans Langtímahagfræði Móðir jörð setur ákveðin lögmál. Maðurinn gengur þvert á mörg þeirra á leið sinni til hámarks skammtímagróða og tekur hvorki tílht tíl hagsmuna hehdarinnar, jarðar né framtíöar. Þetta dekur við skammtímasjónarmið er orðið mannkyninu dýrkeypt og mál th komið að við taki sú langtímahag- fræði sem felst í umhverfisvemd. En umhverfisvernd er að ganga um hverja auðlind með virðingu og nærgætni, taka aðeins vextina en láta höfuðstóhnn ósnertan. Þaö eina sem getur forðað mann- inum frá því að þurrausa auðhndir jarðar og eyðheggja það umhverfi sem hann lifir í er stóraukin þekk- ing og skhningur á náttúrunni. Að því þarf að vinna án tafa með skipulegum hætti og á öhum stig- um þar sem því verður við komið. Hér á landi er mikið óunnið á þessu sviði. Þrátt fyrir ákvæði um umhverfisfræðslu í grunnskólalög- um og í lögum um náttúruvemd er slík fræðsla ákaflega thvhjana- kennd og af skomum skammti og má ýmsu um kenna. Fyrst og fremst er þó sökin stjómvalda. Það er nefnhega ekki nóg að setja ákvæði í lög, það verður einnig að skapa skilyrði th að framkvæma þau. Lög og efndir Það er th hths að leggja Náttúm- vemdarráði þá kvöð á heröar að það „. . . hafi forgöngu um fræðslu fyrir almenning um nátt- úm landsins og leitist við að efla áhuga á náttúmvemd, m.a. með útgáfustarfsemi, kynningu í skól- um og fjölmiðlunartækjum," eins og segir í lögum um náttúmvernd frá 1971, ef því er ekki gert kleift að ráða starfsfólk til þess að sinna þessari lagaskyldu. Þrátt fyrir manneklu og lítil auraráð hefur þó Náttúmverndarráö sinnt umhverf- isfræðslu eftir fóngum. Einnig ber að geta um gagnmerka starfsemi Landvemdar og fleiri samtök áhugamanna hafa lagt sitt af mörk- um. í grannskólalögum er ákvæði sem lýtur að umhverfisfræöslu. Því þarf að fylgja eftir með útgáfu námsefnis og þjálfun kennara. Annars kemur það fyrir htið. Vissulega hafa margir færir og áhugasamir kennarar unnið frá- bært starf á þessum vettvangi og ekki er ahtaf nauðsyn flókinna kennslutækja. En eigi að vera unnt að ná markmiðum umhverfis- fræöslu er nauðsynlegt að skipu- leggja hana og samræma og tryggja aö allir fái notiö hennar. Fræðsla í molum Umhverfisfræðslu er sinnt í held- ur vaxandi mæli í gmnnskólum, en mjög er undir einstökum skól- um og kennuram komið hvemig til tekst. Allir kennaranemar fá stutt námskeið í umhverfisfræðslu og auk þess geta þeir vahð stutt námskeið í náttúruvernd. Líth eft- irspurn hefur því miður verið eftir námskeiðum í umhverfisfræðslu fyrir starfandi kennara. í fram- haldsskólum er lítið um markvissa umhverfisfræðslu nema að því marki sem vistfræði er innifalin í líffræði. Ljóst er því að grunninn þarf að styrkja og byggja myndar- lega ofan á. Það var með þessar staðreyndir í huga, sem við kennahstakonur lögðum það til á síðast þingi, að fræðsla um umhverfismál yrði efld og samræmd í skólum og meðal almennings. Það vom mikil von- brigði að ekki skyldi fást nægur stuðningur við svo sjálfsagt mál að okkar dómi. En við munum vinna áfram að því máli. Fyrirmynd Um allan heim er nú smám sam- an að glæðast skilningur og með- vitund manna um nauðsyn þess að ganga um náttúruna með virðingu og nærgætni, bæta fyrir náttúm- spjöh og sjá til þess að afkomendur okkar fái notið a.m.k. sömu nátt- úragæða og núlifandi kynslóðir. Sú hugarfarsbreyting gengur þó allt of, aht of hægt. Mannkynið gæti fallið á tíma. íslendingar gætu orðið fyrir- mynd annarra í þessum efnum ef vhji væri fyrir hendi. Th þess þarf markvissa, öfluga umhverfis- fræðslu í skólum og á meðal al- mennings. Kristín Halldórsdóttir „í grunnskólalögum er ákvæöi sem lýt- ur að umhverfisfræðslu. Því þarf að fylgja eftir með útgáfu námsefnis og þjálfun kennara. Annars kemur það fyrir lítið.“ landbúnaður, verðlag og stjómun (Lög)maður, líttu Þróun verðs á nokkrum vörutegundum frá júní 1984-apr.1988 (hámarkssmásöiuverð/frjálsálagning) Haakkun (Heimild: VerÖlagsstofnun.) Framfærsluv Nýmjófk Nautakj Ostur DLhailtr DLkótalWtur DLIan DLhryggtr h skr skr Þróun smásölu. I grein minni sl. fimmtudag (23. júní) ræddi ég um ýmsar upplýs- ingar Verðlagsstofnunar og um grannorsök verðbólgunnar. - Held ég nú áfram að svara Jóni Magnús- syni vegna pisths hans í DV 2. júní. Auðvitað er þaö á hreinu að það er ekki æskhegasti kosturinn að þurfa að taka upp stjómun á land- búnaðarframleiðslunni, en spurn- ingin er: Hvaöa kosti var um að velja? Þegar draga þarf úr framleiðsl- unni verða menn að velja á mhli þess að láta hvem bjarga sér eins og best hann getur eða að reyna að hafa stjóm á tímabundnu und- anhaldi. Ahir þeir sem kunnug- leika hafa á þessum málum eiga auðvelt með að ímynda sér hvert stjórnlaust undirboö og hömlulaus samkeppni leiðir þegar of margir era að framleiða fyrir takmarkað- an markað. Við skulum taka eitt dæmi um hvernig samkeppnisaðstaðan getur verið háð öðrum atriðum en hæfni bóndans til að framleiða ódýra vöru: Hver skyldi geta boðiö fram- leiðsluna tímabundið á lægra verði, bóndi sem íjárfesti fyrir 10-15 árum og tjármagnaði bygg- ingamar meö óverðtryggðum lán- um, sem fást ekki lengur, eða sá bóndi sem er nýlega búinn aö fjár- festa og er með öll sín lán verð- tryggð og með háum raunvöxtum? Hömlulaus samkeppni mihi bænda myndi hrekja þá úr gi-ein- inni sem síst skyldi, þá ungu sem eru með bestu aðstæður til fram- leiðslu. Þrátt fyrir að langt sé frá því að stjórnun framleiðslunnar sé gahalaus má ótvírætt segja að hún KjaHarinn Gunnlaugur Júlíusson hagfræðingur Stéttarsambands bænda sé hlskásti kosturinn, þegai- gáö er hverra kosta er völ. Þó svo að lögfræðingurinn telji að frjáls verðmyndun og stjómlaus samkeppni milh bænda um mark- aðinn leiöi tii aukinnar framþróun- ar, lægra vöruverös og bættrar af-. komu bænda þá eru þeir tímar geymdir en ekki gleymdir þegar þér nær bændur höfðu engin samtök um söluafurða sinna. Þá m.a. norpuðu sauðfjárbændur svo vikum skipti fyrir innan Ehiðaár þar th kaup- mönnum þóknaðist að lóga fé þeirra og kaupa það á því verði sem þeim þóknaðist. (Lög)maður httu þér nær. Reynsla bænda af lögmálum markaöarins. Nú geta menn sagt að þetta hafi gerst fyrir hálfri öld og slíkir tímar komi ekki aftur. En staðreyndirnar eru því miður aörar. Á undanfomum áram hafa kjúkl- ingabændur, eggjabændur og kart- öflubændur keppt og barist um þann takmarkaða matvælamarkað sem fámenni okkar býður upp á. Á afurðum þeirra var ekki opinber verðlagning, engin framleiðslu- stýring, ekkert kvótakerfi, engin verömiðlun á flutningum svo að auðvelt er að ímynda sér að vegur- inn í sæluríkiö hefði verið beinn og breiður, þar sem bændanna beið aukin framþróun og betri afkoma. Hver var niðurstaðan? Á síðasthðnum vetri stóðu allir bændur í þessum greinum, ekki nokkrir eöa sumir heldur alhr, frammi fyrir því að þeir stefndu beint í gjaldþrot. Úrvinnslufyrir- tæki þeirra vora sömuleiðis gjald- þrota. Hverjir græddu á þessu ástandi? Svarið er einfalt: Verslunin. Kaupmenn höföu ráð bændanna í hendi sér. Þeir gátu heimtað meiri og meiri afslætti og lengri og lengri greiðslufresti sem engin trygging var fyrir að skhaði sér að fullu th neytenda, vegna þess að hver og einn bóndi átti engra kosta völ og mátti sín einskis. Ef hann var með eitthvert múður þá var viðskiptum við hann hætt því aðrir stóðu á þröskuldinum, bjóðandi fram sína vöru og neyddir th að samþykkja þau býti sem buðust. Þama var frelsið sú raunveru- lega kyrkingarstefna sem var að gera fjárhagslega út af vió fram- ieiðendur i þessum greinum. Þaö var ekki aö ástæöuíausu að allir framleiðendur i þessum greinum sameinuðust sl. vetur um að óska eftir opinberri verðskráningu og kvótakerfi á framleiðsluna, þannig að þeir gætu snúið sér. að því á skipulegan hátt að auka framþróun og bæta afkomu sína í stað þess að eyða öhum sínum kröftum og fjár- mumun í samkeppni hverjir við aðra. - (Lög)maður líttu þér nær. Draumaborgir lögfræðings- ins Fyrrgreind lýsing er hinn blá- kaldi veruleiki sem ekki þýðir að mótmæla. Þeim veruleika munu skoðanir lögfræðingsins ekki breyta, enda þótt hann lifi sæll í sannfæringu sinni um ágæti frjáls- hyggjunnar þar sem ekki skilur á milli draums og veruleika. Draumaborgir hans eru reistar úr pólitískum trúarsetningum og standa glæstar og tindrandi. Þar inni skulu bændur finna aukna framþróun og bætta afkomu. Fyrir þá sem gægst hafa inn fyrir hefur veraleikinn reynst annar, éins og dæmin sanna, og hinar glæstu draumahahir hrunið saman í hinni verstu martröð. Að endingu vh ég taka það fram að ekkert er fjær mér en að hrópa lygari og óvinur bænda, eins og lögmaðurinn kveinkar sér undan að hafi verið gert. Aö mínu mati er hann einlægur áhugamaður um j velferð annarra, en nær ekki eyr- um þeirra sem talað er til vegna skorts á jarðsambandi og ónógri þekkingu á samhengi hlutanna. Gunnlaugur Júlíusson I „Hömlulaus samkeppni milli bænda myndi hrekja þá úr greininni sem síst skyldi, þá ungu sem eru með bestu aðstæður til framleiðslu.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.