Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1988, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1988, Page 16
16 MÁNUDAGUR 27. JÚNÍ 1988. Fréttir Bensínstöð breytt Bensínstööin í Borgarnesi sem breytt var í kjötbúð. DV-mynd JAK Ingigeröur Jónsdóttir mundar kjöthnífinn faglega. Hún mun kappkosta að meðhöndla kjötið eftir óskum kaupandans. Eg er mjög bjartsýn á að þetta gangi vel, annars væri maður ekki að þessu. Ég er þegar búin að gera nokkra sölusamninga og mun kapp- kosta að vinna kjötið fyrir fólk eftir óskum þess,“ sagði Ingigerður Jóns- dóttir kjötiðnaðarmaður. Ingigerður nam við Iðnskólann í Reykjavík, fór síðan á samning hjá kaupfélaginu í Borgamesi og ætlar nú í samkeppni við kaupfélagið. Hún segist þó kaupa kjötið í kaupfélaginu og eitthvað beint frá framleiðendum og síðan muni hún meðhöndla það eftir kúnstarinnar reglum. Kjötvinnslan og kjötbúðin eru til húsa þar sem áður var bensínstöð og síðan bifreiðaeftirlit inni í Borgar- nesbæ. Á einungis mánuði var húsið gert upp að utan og innan, komið upp frystiklefa, vélum og öðm slíku. Annað yfirbragð er yfir húsinu og nú vinnur Ingibjörg þar ásamt tveimur starfsmörmum en starfsem- in hófst 16. júní. „Ég fór út í þetta til að skapa mér atvinnu og auka fjöl- breytni í atvinnulífinu. Selt verður til Eddu-hótela, verslana fyrir sunn- an og hér í nágrenninu og auðvitað getur fólk svo skroppið hingað í búð- ina til mín,“ sagði Ingigerður. -JFJ Nú ætlar þú líka að v: - nýju skafmiðahapr

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.