Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1988, Page 20
20
MÁNUDAGUR 27. JÚNÍ 1988.
Fréttir
Röð óhappa hjá Hraðfvystihúsinu í Ólafsvík:
Læt ekki deigan síga
„Ég hef nú ekki fengið neina
happdrættisvinninga þennan tíma
sem ég hef verið hér í Ólafsvík.
Mesta óáranin fyrir utan slys á
mönnum og skemmdir á tækjum
er þó efnahagsstefna ríkisstjómar-
innar. Tap af hennar völdum er
meira en af nokkm öðru."
- segir Olafur Gunnarsson framkvæmdasljóri
Þetta em orð Ólafs Gunnarsson-
ar, aðaleiganda og framkvæmda-
stjóra Hraðfrystihúss Ólafsvikur.
Það er ekki laust við aö orð eins
og hrakfallabálkur eða óheilla-
kráka hafi hrotið af vörum Ólafs-
víkinga síðustu misseri þegar rætt
er um aðkomumanninn sem
stjómar frystihúsinu.
Bilanir og slys
Ólafur tók \1ð frystihúsinu í okt-
óber síðastliðnum og á þeim tima
sem síðan er liðinn er vertíðar-
bresturinn efstur í huga flestra.
Brást vertíðin í fyrsta skipti í mörg
ár og var hin versta í manna minn-
um. Eitt fyrsta verk Ólafs var að
selja annan skuttogara frystihúss-
ins til að bæta skuldastöðuna. í
desember bilaði gír í einum bá:
tanna og snemma í vor bræddi vél
annars úr sér. Alvarlegasta atvikið
er þó banaslys þar sem verksmiðju-
stjórinn fórst. Var hann við log-
suðu á tanki í fiskimjölsverksmiðj-
unni þegar tankurinn sprakk.
Hafði maðurinn umgengist þessa
hluti alla æfi og haldið fjöldamörg
öryggisnámskeið svo að menn vom
algerlega skilningsvana gagnvart
slysinu. Loks kom upp eldur í
frystihúsinu 1. júní þar sem tölu-
verðar skemmdir tirðu. Frystikerf-
, ið slapp þó við skemmdir svo að
frystihúsið stöðvaðist aðeins í
rúma viku.
Þessi atburöarás á aðeins átta Ólafur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss Ólafsvíkur, segir fólk hafa staóið saman um að koma
mánuðum hefði sennilega fengið starfseminni i gang aftur. „Mikill afli og mikil vinna er aðalatriði hér.“ DV-mynd hlh
einhveija til að taka pokann sinn
og kveðja.
Fólkið stendur saman
þegar á bjátar
„Engir af þessum atburðum vora
fyrirbyggjanlegir eöa fyrirsjáan-
legir. Eg var áður framkvæmda-
stjóri síldarvinnslunnar á Nes-
kaupstað og það kom ýmislegt fyrir
meðan ég var þar án þess að maður
yrði sleginn út af laginu. Það þjón-
ar engum tilgangi að láta deigan
síga og vorkenna sjálfum sér. Ann-
ars stendur fólk saman þegar eitt-
hvað bjátar á. Eftir branann hér
hefur fólk verið mjög samtaka um
að koma öllu í gang aftur. Staðir
eins og Ólafsvík, þar sem atvinnu-
líf er mjög einhæft, em mjög háðir
því að atvinnutækin keyri á fullu.
Þessir staðir mega við mjög litlu.
Hér er dýrt að búa ef litið er á raf-
magns- og hitakostnað og fleira.
Fólk lifir á miklum afla og mikilli
vinnu.“
Ólafur sagði það lán að enginn
mannskaði skyldi hafa orðið í
brunanum. Hvað veraldiega hluti
áhrærði fælist mesti skaðinn í þvi
að komast ekki í gang og því væri
gott að koma starfseminni í gang á
rúmlega viku. Fjárhagstjónið, um
60 milljónir, yrði þó aldrei aö fullu
bætt. Hefði vélarkram eins og fry-
stikerfi farið í brunanum hefði
stöðvun reksturins orðið mun
lengri eða 2-3 mánuðir.
„Staðan leyfir ekki stöðvun og
því er gott að komast í gang þó að
útlitið sé ekki gott. Vertíðarbrestur
og rekstrarerfiöleikar eru meira en
nóg. Það hefur verið 6-10 prósent
tap á frystingunni og gengisfelling-
in var afgreidd með einu skeyti frá
Coldwater þar sem tilkynnt var að
þorskurinn hefði lækkað meira en
sem nam gengislækkuninni." -hlh
Vönir fýrir hestamenn:
Byrjaði í bílskúmum
Olafur Guðjónsson, járnsmiður á Akranesi, sem sérhæfir sig í smíði á
varningi fyrir hestamenn, handleikur sýnishorn vinnu sinnar.
DV-mynd JAK
„Ég er búinn aö gera við ístöð í 10
ár en það eru ekki nema tæp 3 ár
síðan ég gerði þetta að alvöru starfi
og var þá með þetta í bílskúmum hjá
mér,“ sagði Ólafur Guðjónsson.
Ólafur er 33 ára, innfluttur Skaga-
maður. Hann flutti í janúar í iönaðar-
húsnæði, þar sem hann framleiöir
beislisstangir, stangamél og ístöð.
Ólafur er hestamaður sjálfur, á 6
hesta og segir að í þá fari allur frí-
tíminn. Hugmynd hans að þessari
framleiðslu hafi vaknað út frá hest-
unum og smám saman hafi þetta
undið upp á sig og sé loks orðið aö
fyrirtæki með 3 menn í vinnu.
„Það hafa margir gutlað yið slíka
framleiðslu og gera ennþá. Ég fór út
í þetta af alvöru og hef náð sæmileg-
asta markaði á stærstu stöðunum,
það em þó einkum verslanir sem
kaupa. Eins og stendur hef ég ekki
undan innanlandsmarkaði og því er
alveg ókannað með útflutning, mað-
ur hefur þó gælt við slíkt í hugan-
um,“ segir Ólafúr. Eitthvað mun þó
vera flutt út af afurðum Ólafs en
hann segir það ekki markvisst. Þar
sé um að raeða útlendinga sem komi
hingað til lands og taki með sér og
vUji ef til vill meira.
„Ég hef nú reyndar sérstaka form-
úlu sem ég fylgi við smíöamar. Ég
fer eftir gömlum beislisstöngum sem
voru mjög vinsælar, svonefndar
Sindrastangir. Þetta hefur gengið vel
og þær verið vinsælli en þær inn-
fluttu, enda eru mínar úr ryðfríu
efni, en í þeim innfluttu er oft lélegt
efni sem vill hreinlega brotna,“ sagði
Ólafur Guðjónsson jámsmiður.
JFJ
Kristinn Guðlaugsson, framkvæmdastjóri UDN, við merki og verðlaunagripi
sambandsins. DV-mynd hlh
Búðardalur:
Bikar og fimm skeið-
klukkur í afmælisgjöf
Ungmennasamband Dalamanna
og Norður-Breiðfirðinga varð 70 ára
24. maí í ár. Var þeim tímamótum
fagnað með miklu afmælishófi í mars
þar sem fjöldi manns mætti.
Innan þessa sambands starfa fimm
félög og er Ólafur pá í Búðardal
þeirra stærst. Blaðamaður hitti
Kristin Guðlaugsson, framkvæmda-
stjóra UDN, í Dalabúð á dögunum
þar sem hann var að taka nýja tölvu
upp úr kassa.
„Félögin innan UDN ákváðu að
taka ekki út lottóskiptinguna frá síð-
asta ári en gáfu ungmennasamband-
inu hana í afmælisgjöf þess í stað.
Var þá fjárfest í tölvu en öll vinna
við héraðsmót og félagaskrá kostar
mikla pappírsvinnu. Þar að auki fékk
sambandið bikar og fimm skeið-
klukkur á afmælinu."
Er ungmennasambandið nýflutt
inn í Dalabúð og gáfu sveitarfélögin
í kring 60 þúsund til húsgagna og
áhalda á skrifstofuna.
Kristinn sagði að mikil vöntun
væri á íþróttamannvirkjum á sam-
bandssvæðinu og keppnisaðstaða ut-
anhúss engin. Átti sambandið að fá
600 þúsund króna fjárveitingu til
íþróttamannvirkjagerðar í ár en fékk
aðeins eitt hundrað þúsund. Hafi
þingmönnum Vesturlands því verið
sent bréf til að undirstrika þörfina
fyrir íþróttamannvirki.
-hlh