Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1988, Qupperneq 21

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1988, Qupperneq 21
MÁNUDAGUR 27. JÚNÍ 1988. 21 U HÖLDUM VIÐ í AUSTUR Fréttir Aratuga ending - margir litir Ólafsvík: Frá höfninni í Ólafsvik. Þarna sést aðeins hluti smábátanna er leggja að í Ólafsvík og liggja þeir hver utan á öðrum. Kvarta sjómenn sáran undan þrengslunum og telja þörf á úrbótum. DV-mynd hlh = HÉÐINN = STÓRÁSI 2, GARÐABÆ, SÍMI 52000 Mikil þrengsli í höfninni - allt að 90 trillur leggja þar að Mikil þrengsli eru í höfninni í Ól- afsvík og kvarta margir sáran undan því ástandi. Aö sögn trillukarla liggja trillurnar hver utan á annarri og í brælu eigi stærri bátar erfltt með aö leggja aö vegna þrengslanna. Siguröur Arnfjörö Guðmundsson, sem rekur veitingastaö við höfnina, taldi 58 trillur í höfninni fyrir ekki alllöngu og var þá von á fleiri trillum. Eru þetta trillur alls staöar aö og flestar yfir sumariö. Bæjarstjórinn í Ólafsvík, Kristján Pálsson, játti því að mikil þrengsli væru í höfninni. Um 25-30 stærri bátar legðu þar aö, einn skuttogari og milh 50 og 70 trillur. Þessi umsvif kölluðu á framkvæmdir og væri ver- iö að íhuga möguleikana á aö bæta aöstööu smábátanna. Annars yrði 110 metra langt stálþil rekið niður viö hafnargarö sem gerður var ný- lega og viö það myndi aðstaða stærri bátanna batna töluvert. Myndu hafn- arframkvæmdirnar í sumar kosta um 34 milljónir króna. -hlh Það er kannski ofsögum sagt að Sjálfstæðishúsið sé í skugganum af Fram- sókn en heldur virðist þó lítið fara fyrir því að baki maddömunnar. Þykir einhverjum sjálfsagt súrt i broti að þetta skuli líta út fyrir að vera einhvers konar hjáleiga. Það skyldi þó aldrei vera að sjálfstæðismenn í Borgarnesi heföu tekið borgarstjórann í Reykjavik bókstafiega og reist sér „litið og hóflegt" hús. DV-mynd JAK 6. Næsti áfangastaður er skiðaskálinn í Hveraauium. t-ai verður tekið á móti hópnum með veglegri víkingaveislu. Ef vel viðrar verður grillað úti. 7. Áætlaður komutími til Reykjavíkur er kl. 23:00. Reyndir leiðsögumenn verða á hverjum viðkomustað. Fararstjóri verður Guðmundur Einarsson framkvæmdastjóri Alþýðuflokksins. Miðaverð er kr. 1800 og 800 fyrir 12 ára og yngri. Greiðslukortaþjónusta. Skráning fer fram á skrifstofu Alþýðuflokksins að Hverfisgötu 8-10, s: 29244 frá 10 -16 alla virka daga og á Suðurnesjum í síma 13966. Skráningu lýkur þriðjudaginn 28. júní. ALÞÝÐUFLOKKURINN Alþýðuflokksfélögin í Reykjavík og Reykjanesi fara í sameigm- lega sumarferð laugardaginn 2. júlí, og að þessu sinni er haldið í austurátt. FERÐ AÁÆTLUN: 1. Lagt af stað frá B.S.Í. kl. 9:30. 2. Komið við í Hveragerði kl. 10:30 og á Selfossi kl. 11:00. Þar bætast í hópinn hressir félagar af Suðurlandi. 3. Ekið sem leið liggur í Þjórsárdal. Þar verður snætt nesti sem hver og einn tekur með sér. Við skoðum þjóðveldisbæinn og rústirnar að Stöng. Farið í sund (munið að taka með sundföt). 4. Eftir hressandi sundsprett höldum við upp á hálendið og virkjanirnar við Hrauneyjarfoss og Sigöldu heimsóttar. 5. Haldið af stað til Hveragerðis þar sem gerður verður stuttur stans og litast um undir leiðsögn heimamanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.