Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1988, Page 35
MÁNUDAGUR 27. JÚNÍ 1988.
DV
Höfundar bókarinnar, þeir Magnús Jóhannsson læknir, Helgi Kristbjarnarson læknir og Bessi Gíslason lyfjafræó-
ingur. DV mynd GVA
íslenska lyfjabókin:
Bráðnauðsynleg
upplýsingagjöf
Petidínklóríö
Lyfjaverslun ríkisins________________N 02
Svona mynd er í upphafi umfjöllunar um hvert lyf. Á myndinni kemur fram
nafn lyfs, við hvaða sjúkdómum það er notað, nafn framleiðanda og sölu-
skilmálar.
Út er komin ný útgáfa íslensku
lyflabókarinnar, en fyrri útgáfan
seldist í um 12 þúsund eintökum.
Slíkar bækur hafa nokkra sérstöðu
hér á landi þar sem þær eru eina
leiðin sem lyfjanotendur hafa til að
komast að verkan þeirra lyfja sem
þeir neyta.
Mjög hefur veriö vandaö tii upp-
setningar bókarinnar og er hún mun
aðgengilegri en fyrri bækur um sama
efni. Þetta er gert með sérstæðum
framsetningarmáta sem auðvelt er
að setja sig inn í og skilja.
í bókinni eru ýmsir sérkaflar með
alls kyns upplýsingum, s.s. um bólu-
setningar, aukaverkanir, aukefni
o.fl. Einnig er í bókinni sérkafli um
náttúrulyf, en um þau hefur skort
raunsæja umfjöllun.
Upplýsingamiðlun
I bókinni má sjá nokkra viðhorfs-
breytingu. Áður var viðhorf lækna-
stéttarinnar gjarnan á þá leið að al-
menning varðaði ekkert um verkan
lyfja. Læknar og lyíjafræðingar
væru til þess að meta slíkt. í bókinni
má hins vegar sjá algera kúvendingu
á þessu. Reynt er að ýta undir að
fólk geti myndað sér sjálfstæða skoð-
un á lyfjum og þá á grundvelh ítar-
Neytendur
legra upplýsinga. Reyndar hafa höf-
undar eftir ónefndum lækni: „Þetta
er einhver mesta vaiddreifing sem
átt hefur sér stað í heilbrigðiskerfinu
í seinni tíö.“
Bókin kostar kr. 1.960, en eigi menn
fyrri útgáfu bókarinnar gefst þeim
kostur á að skila henni og fá þessa á
hálfvirði, eða kr. 980.
-PLP
Svona er ástandið hjá Olís í Álfheimum, nýir kústar og slöngur á stóru plani og nýmáluðu. Þegar DV var þar á
ferð síðast var nýbúið að mála planið og hvorki kústar né slöngur úti enda þurfti málningin að þorna.
DV-mynd S
_________________________________Lífsstfll
Upplýsingar um lyf:
Seðlamir eru
fjarlægðir úr
lyfjaumbúðum
- enginn veit hver ákvað það
Upplýsingaseðlar eru ávailt tjar-
lægðir.úr lyQaumbúðum hérlendis.
í öðrum löndum er hins vegar skylt
aö láta slíka seðla fylgja lyíjum.
DV spurði Ólaf Ólafsson landlækni
hvers vegna seðlar væru fjarlægðir
úr lyfjaumbúöum hérlendis.
„Eg hef mótmælt því að þetta sé
gert. Þetta er ákvöröun sem ein-
hver tók einhvem tímann og sjálf-
sagt ómögulegt að komast að því
hver það var.“
; Ólafur sagði ennfremur að athug-
anir hefðu sýnt að því meira sem
sjúklingar vissu um eðh sjúkdóma
og lyfja því betnr fylgdu þeir ábend-
ingum lækna um lyfjameðferð.
„Það er vandamál að fólk fylgir
ekki ráöum lækna. Á þetta sérstak-
lega við um eldra fólk sem er
kannski ekki jafhvel upplýst ilm
eðli sjúkdóma og yngra fólk.“
Ástæða þess að seðlar eru fjar-
lægðir er því greinilega ekki.sú að
vitneskja geti torveldað meðferð
sjúklinga. DV spurði Ólaf hvort
engin þekkt ástæða væri fyrir því
að fjarlægja seölana:
,JV!eð hveiju lyfi, sem skráö er
hér á landi, eru gefhar ábendingar
og i sumum til\dkum geta verið frá-
vik frá þeim ábendingum sem eru
á erlenda seðlinum. Þetta er þó
smáatriði."
- Er það ekki á valdi landlæknis-
embættísins að ráða shkum hlut-
um?
„Þetta er allt komið meira eða
minna í samráð. Ég er margoft
búinn að reyna að fá seðlana aftur
inn í umbúðimar.-Það hefur bara
ekki gengið. Við erum hins vegar
ekki með einræöisfyrirkomulag á
þessumhlutum." -PLP
Landlæknir hefur margoft reynt að
fá seólana setta aftur i umbúðirn-
ar. í öörum löndum er skylt að
láta slfka seðla fylgja lyfjum.
Bílaþvottaplön:
Ótrúleg
skemmdar-
fýsn
- slæm umgengni stórvandamál
Ótrúieg skemmdarfýsn ásamt
hörmulegri umgengni eru helstu
ástæðurnar fyrir slöku ástandi á
bílaþvottaplönum borgarinnar.
Menn víla ekki fyrir sér að skera
slöngur og brjóta kústa og virðist
eyðileggingarástríðan einráð.
Sumir ganga meira að segja svo
langt að hafa slöngurnar með sér
heim til að nota í garðinum. Einnig
er algengt að menn skeri sér bút til
að sjúga upp bensín.
Hár rekstrarkostnaður
Samkvæmt upplýsingum ohufélag-
anna er ekki svo lítið mál aö halda
úti góöu bílaþvottaplani. Eitt þeirra,
Ohs, hefur eytt á bilinu 600-700 þús-
und krónum í kústa og slöngur þaö
sem af er árinu. í sumum hverfum
borgarinnar hefur þurft að grípa til
þess ráðs að loka plönum á kvöldin
og um helgar og setja inn slöngur og
kústa. Ekkert fær að vera í friði fyr-
ir skemmdarvörgum.
Grein DV um ástand bílaþvotta-
plana vakti verulega athygh. Daginn
sem hún birtist var hringt frá nokkr-
um bensínstöðvum í blaðið. Erindið
var að tilkynna að búið væri að kippa
því í lag sem var ábótavant. Þessa
dagana er því ástandið óvenjugott á
bílaþvottaplönunum. Spurningin er
bara hvort það helst þannig áfram
eða hvort sóðaskapur almennings og
skemmdarfýsn færir ekki aht til
fyrra horfs. Ástandið væri mun betra
ef fólk gengi vel um plönin, tæki
klemmumar ekki af, gerði upp slöng-
ur og hengdi kústa á sinn stað. Það
er hagur allra að aht sé í lagi.
-PLP