Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1988, Qupperneq 38
MÁNUDAGUR 27. JÚNÍ 1988.
afa kín-
í Kóreu
SMÁAUGLÝSINGAR DV
MARKADSTORG
TÆKIFÆRANNA
Þú átt kost á aö kaupa og selja
allt sem gengur kaupum og Sölum.
Bara aö nefna þaö í smáauglýsingum DV,
hinu ótrúlega markaöstorgi tækifæranna.
Markaöstorgiö teygir sig víöa, Þaö er sunnanlands
sem noröan, vestan sem austan, í bátum sem flug-
vélum, snjóbílum sem fólksbílum, hvarvetna er DV lesiö.
Einkamál. Já, paö er margt í gangi á markaöstorginu,
en um hvaö er samiö er auövitaö einkamál hvers og eins.
Sumir borga meö fínpressuöum seölum.
Menn nýkomnir úr banka? Þarf alls ekki aö vera.
Gaetu hafa keypt straubretti á markaöstorginu daginn áöur.
Smáauglýsingar DV eru markaður meö mikinn mátt.
Þar er allt sneisafullt af taekifærum.
Þaö er bara aö grípa þau.
Þú hringir... 2 70 22
Viö birtum...
Það ber árangurl
HÁRGREIÐSLUSTOFAN KLAPPARSTÍG
Sími12725
RAKARASTOFAN
KLAPPARSTIG
Simi 13010
IL HWA
Ginsengte og -þykkni
til forvarnalækninga
(drykkir er auka athafnaþrótt)
1. Vinnur ginseng gegn of háum blóðþrýstingi?
2. Vinnur ginseng gegn vöðvabólgum?
3. Vinnur ginseng gegn of háu kólestroli í blóði?
4. Vinnur ginseng gegn liðagigt?
5. Vinnur ginseng gegn stressi?
6. Vinnur ginseng gegn þunglyndi?
Smáauglýsingadeildin er í Þverholti 11.
Oplð: Mánudaga-föstudaga, 9.00—22.00
laugardaga, 9.00—14.00
sunnudaga, 18.00—22.00
Margt bendir til þess að svo sé. í 5000 ár hafa
verskir læknar gefið ginseng við fjölda kyilla.
er gestum gefið ginsengte svo þeim liði sem best
hjá gestgjafanum.
Dreifing LlJlinUtt, Skemmuvegi 6, Kópavogi
Útsölustaðir: Hagkaup, heilsubúðir, apótek og nokkrar betri
matvöruverslanir á höfuðborgarsvæðinu.
I bV*J
Frjáist.óháð dagblað
ER SMÁAUGLÝSINGABLACHD
Hvort sem sagan er skoðuð frá
sjónarhóli alþýðunnar í gegnum
munnmæli og minni eða lesin með
augum fræðimannsins af blöðum
annála, dómabóka og annarra
heimilda rekum við okkur óhjá-
kvæmilega endrum og sinnum á
dæmi þess að menn hafa látið kjark
og áræði til stórra verka ráða
gjörðum sínum umfram vit - þeir
hafi reynst meiri kjarkmenn en
vitmenn. Við, sem horfum augum
nútímamannsins á fimbulfamb áa
vorra brosum gjarna góðlátlega út
í annað og gefum þeim þær ein-
kunnir sem okkur finnst við hæfi.
Að sjálfsögðu skaðar það ekki
löngu dauða menn þó að sagan felli
sinn dóm en þó býður mér í grun
að lifandi hafi þeir haft metnað til
annarra eftirmæla en sagan gefur
þeim - þó að þeir megi reyndar vel
við það una að koma út brosinu á
síðari alda mönnúm.
Orkar tvímælis
Þrátt fyrir það að nútímaþjóð-
félagið geri sitt besta til að steypa
sem flesta í sama mótið - gera alla
jafnasnalega óg eins á svipinn, eins
og strákurinn sagði um gestina
forðum, eru sem betur fer ennþá
til menn sem rísa upp úr og fremja
gjörðir sem orka tvímælis - leggja
það undir dóm sögunnar - eða sam-
tíðarinnar í versta falli - hvort
gjörðir þeirra mótast fremur af
kjarki eða viti. Oftast nær rís ein-
ungis stormur í vatnsglasi af gust-
inum sem umrædd gjörð veldur,
stundum gerist það að samtíðinni
hnykkir við og hún setur snöggvast
í brýnnar, örsjaldan setjumst við
upp og spyijum okkur sjálf hvort
þetta og þetta hafi nú verið nauð-
synlegt, vitandi það þó innra meö
okkur að sagan á eftir að dæma
manninn og málefnið.
Nú berast þau tíðindi af vettvangi
skóla- og fræðslumála aö við stöldr-
um við og setjum í brýnnar: Af-
skipti ýmissa óskyldra aðila af
skipan í æðstu stöðu við grunn-
skóla einn veldur því aö nú spyrj-
um við okkur sjálf hvort vegur þar
meira, kjarkur eða vit. Og er málið
reyndar allt með þeim hætti að hér
hæfir hið fomkveöna: Mjög emmk
tregt tölvu að hræra eður loftvætt
langhundara. Þó get ég ekki stillt
mig um að rekja - svona frá mínu
persónulega sjónarmiði - þátt
nokkurra einstaklinga í þessu máli
þar sem spurningin um kjarkinn
og vitið verður hvað áleitnust.
Sameiginleg ábyrgð
Það fer ekki á milli mála að vissu-
lega ber öll þjóðin sameiginlega
ábyrgð á uppeldi barnanna okkar.
Kerfiö er sköpunarverk og sameign
allra íslendinga og ber aö með-
höndlast út frá því sjónarmiði.
Samt höfðum við löngum haft viss-
ar tilhneigingar til aö varpa
ábyrgðinni á þann sem er „kjörinn
til“ eða „hefur vit á“ þegar mál
hafa komist í kreppu. Sem betur fer
hefur þróun síðustu ára fært okkur
svo langt í átt til raunverulegs lýð-
ræðis að fólk tekur ekki lengur
þegjandi við því sem þeir „kjömu“
eða „sem vitið hafa“ rétta aö þeim.
Þó finnst manni kannski öðrum
þræði að afskipti manna af ein-
hverju séu bundin návist viðkom-
andi viö þetta eitthvað. Það veldur
því svo að maður verður næsta
sperribrýnn og les með nokkurri
furðu greinarstúf sem lektor nokk-
ur sendir Morgunblaðinu til birt-
ingar um svonefnt Ölduselsskóla-
mál: Lektorinn er ekki starfsmaður
skólans, á mér vitanlega ekki böm
í skólanum, er ekki „kjörinn til“
eða neitt af því taginu. Blessaður
lektorinn skyldi nú ekki „hafa vit
á“? Við lestur greinar lektors Sig-
KjaUariim
Friðrik Guðni
Þórleifsson
kennari
rúnar Klöru kemur reyndar í ljós
að henni hefur einfaldlega runnið
til rifja það sem henni finnst vond
meðferð á kynsystur sinni og rís
hún nú upp til að veija hana með
því ráði sem hún kann best: að
skrifa í blöðin. En tvennt rak ég
augun í sem mér þótti óvarlega
mælt í því skrifi: Sigrún Klara gef-
ur það í skyn - hvemig sem hún
nú hefur komist að þeirri niður-
stöðu - að starfsfólk við Öldusels-
skóla hafi verið beitt einhvers kon-
ar þvingunum til að skrifa undir
stuðningsyfirlýsingu við annan
umsækjanda um skólastjórastöðu
við téðan skóla. Ennfremur að ein-
mitt sá umsækjandi, Daníel nokkur
Gunnarsson, hafi misnotað að-
stöðu sína sem stjórnarmaður í
Félagi skólastjóra og yfirkennara
til að koma á framfæri véfangi á
rétti annars umsækjanda til að
gegna skólastjórastööu!
Kjarkmaður, Sigrún Klara.
Reyndar verður að telja Sigrúnu
Klöru það til tekna að í umræddri
grein leiðir hún sterk rök að því
að fullyrðingar þeirra félaga í
stjórn skólastjóra- og yfirkennara-
félagsins um hæpin réttindi Sjafn-
ar Sigurbjörnsdóttur til skóla-
stjórnar séu lítt á rökum reistar.
Og bendir það til þess að þeir Kári
Arnórsson og félagar hafi farið of-
fari í stuðningi sínum við hinn
umsækjandann. Hafi reyndar
gleýmt þeirri sjálfsögðu reglu að í
slíkum málum - og ekki síst í okk-
ar viðkvæma frændsemis- og
kunningsskaparþjóðfélagi - ber að
sjálfsögðu að viðhafa ýtrustu var-
kárni og fullyrða ekkert sem ekki
stenst nákvæmustu athugun - jafn-
vel dómsrannsókn!
Kjarkmaður, Kári.
Dómur birtur
En hvað sem nú um þaö allt sam-
an er að segja hefur hæstvirtur
menntamálaráðherra birt sinn
dóm og er sú niðurstaða byggð á
áliti sérfræðinga, rétt eins og geð-
bilun Jónasar forðum. Sérfræö-
inga, sem reyndar eru „kjömir til“
og maður skyldi þá ætia að „hefðu
vit á“. Niðurstaðan er sú, eins og
alþjóð veit, að Sjöfn Sigurbjöms-
dóttir skuli veröa skólastjóri í
Ölduselsskóla. Og þá setjum við í
brýnnar og veltum fyrir okkur
þeirri háalvarlegu spumingu
hveijum hinum kjöma fulltrúa á
hinu háa Alþingi - og sem er um
leið valinn til setu í háttvirtri ríkis-
stjóm - ber að sýna trúnað. Er það
hinn almenni kjósandi, sem treyst-
ir umræddum fulltrúa til að ganga
erinda sinna í landsstjórninni, eða
er það flokkur samsærismanna um
stjórn landsins? Með vísan til þess
sem fyrr er sagt í þessari grein um
að almúginn taki ekki lengur þegj-
andi við því sem háttvirtir ráða-
menn rétta að honum hygg ég að
þeir sömu ráðamenn hljóti að
hugsa sig um tvisvar, jafnvel þrisv-
ar, áður en lagt er í að styggja hinn
almenna kjósanda, ekki síst á hin-
um síðustu og verstu tímum þegar
fylgi rokkar ótæpilega á milli
flokka og líf blessaðrar ríkisstjóm-
arinnar - hjálpi henni Drottinn að
deyja - er af sumum talið hanga á
bláþræði og kosningar á þessu
herrans ári sjálfsagðar í margra
munni. Og hljótum við nú að spyija
okkur sjálf hvort háttvirtur
menntamálaráðherra hafi ekki
með umræddri skipan móðgað svo
mörg atkvæði í Seljahverfinu að
fylgi flokksins og þar með þingsæti
hans sjálfs sé í stórri hættu!
Kjarkmaður, Birgir ísleifur.
Þvert á væntingar
En það er nú einu sinni svo með
blessað kerfiö að þrátt fyrir sam-
eiginlega ábyrgð okkar íslendinga
á því, og væntanlega þá um leið
hlýðni þess við vilja okkar, tekur
það stundum upp á því að hegða
sér undarlega, jafnvel þvert á
væntingar fjöldans. Það er ekki að
spyrja aö kerfinu, sagði ráðherr-
ann forðum. Og nú hefur það ein-
mitt gerst að kjömir fulltrúar fjöld-
ans í kerfinu hafa í refskák stjóm-
málanna gripið til peðsleiks sem
veldur mörgum furðu og jafnvel
gremju. Og er sá leikur varla til
annars gerður en að koma í veg
fyrir að sá vinsæli og ágæti skóla-
maður, Daníel Gunnarsson, hljóti
stöðu skólastjóra við Öldusels-
skóla. Reyndar er varla við því að
búast að kerfið treysti til ábyrgöar-
starfa manni sem hefur ekki nema
allan þorra samstarfsmanna og
rúmlega níu tíundu foreldra bama
í skólanum á bak við sig. Sussunei.
En það er reyndar ekki það sem
vekur mér mesta furðu heldur hitt
að sú ágæta dugnaðar- og mann-
kostakona, Sjöfn Sigurbjömsdótt-
ir, skuli láta misnota sig svona
hrapallega til að pólitískur vilji
nokkurra einstaklinga í kerfinu nái
fram að ganga - og ætli svo vænt-
anlega að ganga sigri hrósandi til
starfa í stofnun þar sem yfirgnæf-
andi meirihluti aðstandenda er
yfirlýstur stuðningsmaður hins
umsækjandans!
Kjarkmaður, Sjöfn Sigurbjöms-
dóttir.
Og ætli sé þá ekki mál til komið
að nema staðar. Vonandi eigum við
íslendingar eftir aö njóta um langa
framtíð þeirra manna sem láta ekki
skynsamlegt vit íþyngja sér en
skemmta samtíö sinni og framtíð
með kjarkmiklum viðbrögöum og
ákvörðunum. Að vísu kann slíkt
að valda nokkrum sviða en með
tímanum lærum við aö brosa að
fimbulfambi þeirra Kjarkmanna
sem við eigum að samferðamönn-
um.
Friðrik Guðni Þórleifsson
„Reyndar er varla viö því aö búast aö
kerfið treysti til ábyrgöarstarfa manni
sem hefur ekki nema allan þorra sam-
starfsmanna og rúmlega níu tíundu
foreldra bama í skólanum á bak við
sig.“