Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1988, Page 48
FRETT ASKOTIÐ
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu
þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt-
ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir
besta fréttaskotið f hverri viku greiðast 5.000 krón-
ur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við
fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn- Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022
Frjálst,óháð dagblað
MÁNUDAGUR 27. JÚNÍ 1988.
Kosningaskjálfti
á Suðuriandi?
í grennd viö Selfoss og Eyrarbakka
varð vart viö jaröskjálfta aðfaranótt
sunnudagsins. Stærsti skjálftinn
mældist tæpir 3 á Richter.
.j* „Þaö var þegar klukkuna vantaði
tíu mínútur í þrjú sem fólk varö vart
við jaröskjálfta," sagöi Páll Halldórs-
son hjá jarðeðlisdeild Veðurstofunn-
ar. „Svo fundust einnig minni skjálft-
ar bæöi fyrir og eftir þann tíma. Þaö
hringdi til okkar fólk sem varð vart
við einhvern titring. Eflaust hafa
margir veriö vakandi á þessum tíma
vegna forsetakosninganna. En það
hreyfðist ekkert - þetta fannst bara.
Fyrr um kvöldið mældust reyndar
smáskjálftar við Kleifarvatn. En við
vitum ekki hvort þarna er um eitt-
hvert samspil að ræða. Þetta var
bara lítilræöi,“ sagði Páll Halldórs-
son. -ÓTT
Hrinti afgreiðslu-
stúlku niðurstiga
„Viðskiptavinur" brást illa við er
honum var meinaö að hringja úr
síma innan við afgreiðsluborð í sölu-
tumi viö Vesturgötu.
Fyrir hádegi í gær kom maður í
söluturninn að Vesturgötu 27. Af-
greiðslustúlkunni þótti maðurinn
undarlegur. Hún veitti honum leyfi
til að nota salemið. Að því loknu
vildi maöurinn fá að hringja. Tveir
símar em í sölutuminum, annar fyr-
ir framan afgreiðsluborðið og hinn
fyrir innan.
Afgreiðslustúlkan vildi að maöur-
inn hringdi úr þeim síma sem ætlaö-
ur er fyrir viðskiptavini. Maðurinn
vildi það alls ekki og brást illa við.
Hann réðst að stúlkunni, tók af henni
lykla og hrinti henni niður stiga sem
hggur í kjallara hússins.
Stúlkan fékk heilahristing og
skrámaðist nokkuð. Hún komst ekki
út fyrr en hún hafði náð símasam-
bandi við vinnufélaga sinn sem kom
og opnaði fyrir henni.
Magnús Geirsson, eigandi sölu-
tumsins, segir aö hver sem
'**geti gefið upplýsingar um hvaða
maður réðst að afgreiðslustúlkuani
fái 5.000 króna verðlaun. Skipta
þurfti um skrár í öllu huröum þar
sem ekki þótti treystandi á að hinn
viðskotailli „viðskiptavinur“ mis-
notaði ekki lyklavöld sín. _sme
Hátún 10 í Reykjavík:
Eldur kom upp í
íbúð á áttundu hæð
- einn íbúi var fluttur á síysadeild
■■ ; , ' : >
Eldur varð laus í íbúð á áttundu hæð háhýsisins að Hátúni 10 í
nótt. Einn íbúi var í íbúðinni. Hann komst út úr íbúðinni og kall-
aði eftir aðstoð. Kona sem býr í næstu íbúð var flutt á slysa-
deild. Slökkvistarf gekk vel.
DV-mynd S
Eldur kviknaöi í íbúð á áttundu
hæö að Hátúni 10 í nótt. Einn íbúi
var í íbúðinni. Honum tókst að
komast fram og gera viðvart um
eldinn. Slökkvilið og lögregla fengu
boð um brunann klukkan rúmlega
tvö í nótt. Slökkvilið kallaði þegar
út aukavaktir.
Slökkviliðsmenn notuðu vatns-
slöngu á gangi hússins við slökkvi-
starfið. Körfubíllinn var reistur við
húsið en ekki kom til þess að hann
væri notaöur. Slökkvistarfið gekk
mjög vel og tók skamman tíma.
Skemmdir á íbúðinni voru tölu-
verðar og eins komst reykur á
ganga hússins. Kona sem býr í
næstu íbúö var flutt á slysadeild.
Ekki þótti víst hvort hún hefði orð-
ið fyrir reykeitrun. Við skoöun
kom i Ijós að svo var ekki.
Háhýsi Öryrkjabandalagsins og
Sjálfsbjargar við Hátún eru ekki
nema aö litlum hluta til í beinni
tengingu við slökkvistöðina. Margt
fatlaö fólk býr í húsunum. -sme
100 þúsund laxa-
seiði drápust
Um 100 þúsund laxaseiði drápust
nýlega í tveimur kerjum hjá íslands-
laxi við Grindavík. Ekki var um sjúk-
dóm að ræða, að sögn Sigurðar Frið-
rikssonar, framkvæmdastjóra stöðv-
arinnar, heldur er talið að of mörg
seiði hafi verið í kerunum.
„Það stóð ekki til að flytja seiðin
út þannig að þama er ekki um mikið
tjón að ræða. Þetta voru lélegustu
seiðin í stöðinni og hluti þeirra var
kynþroska hængur sem er mjög
verðlítill. Til lengri tíma litið er þetta
undir eðlilegum affóllum. Ætlunin
var hins vegar að eiga þessi seiði sem
eins konar varasjóð ef til þess kæmi
að okkur vantaði seiði fyrir okkar
eigið fiskeldi," segir Sigurður.
Að sögn Sigurðar drápust seiðin
ekki öll í einu heldur gerðist þetta á
töluverðum tíma. „Við hefðum átt
að vera búnir að grisja í kerunum."
-JGH
Hótel Öik og Hveragerðisbær:
Tíu milljónir
felldar
Bæjarstjórn Hveragerðis og Helgi
Þór Jónsson, eigandi Hótel Arkar,
eiga nú í samningaviðræðum. Haf-
steinn Kristinsson, forseti bæjar-
stjómar, segir að til standi að bjóða
Helga Þór að greiði hann helming
skulda við bæjarsjóð fyrir 1. sept-
ember næstkomandi þá falli hinn
helmingurinn niður.
Skuldir Helga Þórs, við bæjarsjóð-
inn, er um 25 milljónir króna.
mður?
„Hann hefur aldrei fengiö neina
fyrirgreiðslu frá okkur. Honum var
lofað fyrirgreiðslu í upphafi og því
þykir ástæða að ræða málin á þess-
um nótum," sagði Hafsteinn Krist-
insson.
Helmingur af skuldum Helga Þórs
er nærri 15 prósentum af áætluðum
heildartekjum bæjarsjóðs á þessu
ári.
-sme
LOKI
Svona skuldaviðskiptum hef-
ur maður lengi beðið eftir.
Veðrið á moigun:
Hæg
suðvestan-
átt
Hæg suðvestan- eða breytileg
átt. Skýjað suðvestantil og smá-
skúrir á stöku staö en bjartviðri
um landið austan- og norðanvert.
Hiti 8 til 10 stig suðvestanlands
og á Vestfjörðum en 12 til 18 stig
í öðrum landshlutum.
Húsavík:
Óká
brúarstólpa
Bíl var ekið á brúarstólpa við Mýr-
arkvísl, skammt sunnan við Húsavík
í gær. Tveir voru í bílnum sem hent-
ist þversum yfir brúna. Ökumaður-
inn öklabrotnaði en farþeginn slapp
með skrámur. Bíllinn er mikið
skemmdur. Aö sögn lögreglunnar á
Húsavík er líklegt að bílbeltin hafi
forðað stórslysi.
í gærmorgun velti drukkinn öku-
maður bíl á Húsavík. Hann var að
aka eftir Þverholti þegar hann missti
stjórn á bílnum. Ökumanninn, sem
var einn í bílnum, sakaði ekki. Bíll-
inn skemmdist töluvert. -sme