Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1988, Side 5

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1988, Side 5
FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 1988. 5 Fréttir Heimsókn Vigdísar til Vestur-Þýskalands Verður æ Ijósara mikilvægi heimsókna sem þessarar Forseti íslands, trú Vigdís Finnbogadóttir, skoöar hér forláta slaghörpu á tónlistarrannsóknasafninu í Berlín, en það er líka hljóöfærasafn. Utan- ríkisráðherra, Steingrímur Hermannsson, og börnin skoðuðu líka af at- hygli. DV-mynd HV „í mínum huga ber það einna hæst að hafa hitt dr. von Weizceker og eiginkonu hans, frú Marienne. Þjóðverjar eru lánsamir að eiga hann að forseta og Evrópa er lán- söm að hafa slíkan mann meðal leiðtoga sinna,“ sagði forseti ís- lands, Vigdís Finnbogadóttir, í við- tali við DV í gær. Heimsók forseta íslands til Ber- línar lauk í gær og hélt frú Vigdís þá flugleiðis til Frankfurt. „Dr. von Weizceker blandar sér sjaldan í stjórnmálaumræður hinna ýmsu flokka,“ sagði Vigdís ennfremur í gær „en hagar frekar málum sínum þannig að hann fær fólk til að íhuga það sem við blasir. Hann er í senn víðsýnn og vitur maður sem minnir á samhengi sög- unnar og þann arf þjóðar sem við viljum ekki að falli í skuggann í kappræðum liðandi stundar. Rödd hans heyrist um alla Evrópu og þar með um hinn víða heim, því öll getum við verið ásátt um að þjóð- menningin liggur til grundvallar öllum stjórnmálum, atvinnuvegum og hverju því sem við tökum okkur fyrir hendur. í samræðum við dr. von Weiz- ceker ber þessi mál alltaf á góma. Þá einnig þá spurningu sem veröur æ áleitnari þegar Efnahagsbanda- lag Evrópu er að verða að veruleika innan tíðar, hvemig leggja eigi áherslu á að viöhalda menningar- legum sérkennum svo Evrópa verði jafnmargbreytileg og fyrr. í þeim efnum sýnist mér að við dr. von Weizceker séum nokkuð sam- mála og í umræðum sem verða í Hamborg á laugardaginn hef ég fullan hug á að koma mínum við- horfum þar að lútandi til skila.“ Forseti sagðist telja að ferð þessi til Vestur-Þýskalands hefði veriö mjög árangursrík til þessa. Heimsóknir sem þessi mikil- vægar „Heimsóknir af þessu tagi eru afar mikilvægar," sagði Vigdís, „og mér verður ljósara með hverjum degi sem líður hversu mikilvægar þær eru. Þar sem forsetaembætti okkar er ekki stjómmálalegt er það í mínum verkahring að kynna málefni og viðhorf íslensku þjóðar- innar frá eilítið öðrum sjónarhóh en stjórnmálamenn. Ég tel mig fylgjast grannt með áhugamálum og sjónarmiðum íslensku þjóðar- innar og get þvi væntanlega rætt ýmis málefni á breiðum grund- velli. Utanríkisráðherra okkar ís- lendinga er alltaf með forseta í op- inberum ferðum erlendis og hann ræðir viö starfsbræður sína um stjórnmálaviðhorf og hagsmuna- mál. Með þessu móti næst ágætt jafnvægi. í þessari ferð til dæmis höfum við hitt ipjög áhrifa- og valdamikla að- ila og þaö er áríðandi að geta kynnt þeim viðhorf okkar íslendinga frá mörgum sjónarhornum. Meö því er ef til vill hægt aö ljúka upp gátt- um sem elia væru luktar. Það er í tengslum við opinberar heimsókn- ir forseta sem utanríkisráðherrar viðkomandi landa hittast í tveggja þjóða tali, umfram fundi þar sem fleiri þjóðir koma saman. Á fundinum með Kohl var eink- um rætt um málefni sem tengjast Evrópubandalaginu og stöðu okkar gagnvart því. Þau mál eru auðvitað rædd á öllum fundum hér en mest þó við Kohl, kanslara Vestur- Þýskalands, enda ærin ástæða til.“ í þessari ferð hefur fæðst sú hug- mynd hvort ekki væri snjallt að setja á stofn íslenska menningar- miðstöð í Vestur-Þýskalandi. Að- spurð sagði Vigdís forseti: „Dr. von Weizceker drap á þetta mál í ræðu sinni í hátíöarkvöldveröi. Mér vit- anlega hefur það ekki verið rætt heima en það er vissulega verðugt til íhugunar. Við getum aldrei of víða látiö til okkar heyra." Fleiri konur í áhrifastöðum Á ferð þessari um Vestur-Þýska- land hefur Vigdís forseti hitt fyrir margar áhrifakonur. Nægir þar að minna á dr. Irmgard Adam- Schwatzer aðstoðarutanrikisráð- herra og dr. Hanna-Renate Lauri- en, aðstoðarborgarstjóra í Berlín. Aðspurð hvort henni þætti konum fara fjölgandi í slíkum stöðum svaraði forseti: „Já, þær verða greinilega æ fleiri eftir því sem árin líða. Þær eru miklu fleiri nú en upp úr 1980 þegar ég fór í mínar fyrstu opinberu ferðir sem forseti ís- lands.“ SDMARÞRENNNAN SKÍFAN KYNNIR ÍSLENSKU SUMARSKÍFURNAR BJARNI ARASON - ÞESSI EINI ÞARNA INNIHELDUR M.A. ÞAÐ STENDUR EKKIÁ MÉR, UNDIR TUNGUNNAR RÓT, í AÐGÉRÐ 0G Á HVERJUM DEGI. MANNAKORN - BRÆÐRABANDALAGIÐ INNIHELDUR M.A. EKKI DAUÐUR ENN, VÍMAN, ÉG ELSKA ÞIG ENN 0G BRÆÐRABANDALAGIÐ. KÁTIR PILTAR - EINSTÆÐAR MÆÐUR INNIHELDUR M.A. FEITAR KONUR, Á FJÖLLUM, HINUMEGIN 0G (ARE YOU) BITTER (IN MY GARDEN). NÝJAR ERLENDAR SUMARSKÍFUR MORE DIRTY DANCING - ÚR KVIKMYND THOMAS DOLBY - ALIENS ATE MY BUICK BOBBY McFERRIN - SPONTANEOUS INVENTIONS CLIMIE FISHER - EVERYTHING TINA TURNER - LIVE IN EUROPE ERIC CLAPTON - CROSSROADS ASWAD - DISTANT THUNDER HARRY BELAFONTE - PARADISE IN GAZANKULU SCORPIONS - SAVAGE AMUSEMENT THE CHRISTIANS - THE CRISTIANS HOT HOUSE FLOWERS - PEOPLE TAYLOR DANE - TELL IT TO MY HEART IRON MAIDEN - SEVENTH SON OF... CHUCK BERRY - HAIL! HAIL! ROCK 8 ROLL SMOKEY ROBINSON - ONE HEARTBEAT LEONARD COHEN - l'M YOUR MAN SGT. PEPPER KNEW MY FATHER NATALIE COLE - EVERLASTING S-K-l-F-A-N KRINGLUNNI • BORGARTUNI • LAUGAVEGI PÚSTKRÖFUSfMI SKÍFIHAR ER 680685 OPINN ALLAN SÓLARHRINGINN! SKÍFAN - EITTHVAÐ FYRIR ALLA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.