Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1988, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1988, Page 8
8 FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 1988. Útlönd Uppboð í Moskvu Uppboðsfyrirtækið Sotheby’s hélt í gær uppboð f Moskvu og fékkst metverð fyrir sovéskt avant-garde verk. Símamyixt Reuter Rússneskt avant-garde verk, sem af sérfræðingum var metið á allt að 200 þúsund dollara, seldist í gær fyrir þrefalda þá upphæð á listaverkaupp- boði í Moskvu. Um var að ræða fyrsta alþjóðlega uppboð Sotheby’s í Sovétríkjunum. Verkiö, sem seldist fyrir metverð, er olíumálverk eftir Alexander Rodchenko, málaö 1920. Samtais seldust 119 myndir á uppboöinu, þar á meöal 19 avant-garde verk frá árunum 1920 til 1940. Hin voru eftir sovéska nútímamálara. Hundruö sovéskra borgara voru viöstaddir uppboöiö en allir þeir sem tóku þátt í uppboöinu virtust vera Vesturlandabúar. Útgöngubann í Jerevan Sovésk yfirvöld hafa sett út- göngubann í Jerevan í Armeníu eftir klukkan 22 á kvöldin f kjölfar róstanna sem þar hafa orðið und- anfarið. Tuttugu og tveggja ára gamall maöur var skotinn til bana í óeirðum þar á þriöjudag. Útgöngubanniö hefur rikt frá því á miðvikudagskvöld er brynvaröir íbúum Jerevan í Armenfu er nú sovéskir bflar óku inn í borgina. mefnað að vera úti við efffr klukkan Allt athafhalíf þar hefur vérið lam- 22 á kvöldin. Sfmamynd Reuter að vegna allsheijarverkfaUs sem staðiö hefúr yfir fráþvfá mánudag. Rósturnar hófúst á þriðjudag er unglingar réöust inn á flugvöU borgar- innar og komu I veg fyrir að flugvélar gætu lent eða hafið sig á loft. Hungurdauði í Víetnam Tuttugu og einn Vietnami hefur látist úr hungri í norðurhluta lands- ins, að því er segir í málgagni kommúnistaflokks landsins. Hungur er sagt hxjá tíu miUjónir manna í noröurhéruðunum. Hjá fjórum miUjónum er ástandið sagt alvarlegt Embættísmeim segja að uppskerubrestur sé ein af orsökum hungurs- neyðarinnar í Víetnam. Yfirvöld þar í landi fóru í apríl síðastliðnum fram á aðstoð frá erlendum ríkjurn. íbúar Víetnam eru 64 miUjónir og fiölgar þeim ört. Samkvæmt tölfræði- legum uppiýsingum minnkar aUtaf sú fæða er hver og einn hefúr yfir að ráða. Reuter Sovéska geimferjan sem nú er á leið til Mars. Simamynd Reuter Sovéskri geimferju var skotið á loft S gær til reikistjömunnar Mars og á geimfeijan að lenda á einu af tunglum hennar. Er þaö liöur í áætlun um aö senda mannað geim- far tíl reikistjömunnar. Ekki er þó gert ráð fyrir aö úr því verði fyrr en snemma á næstu öld þar sem enn er of lítiö vitaö um reiMstjörmma. Kanna þarf yfir- borð hennar og teikna kort af því til þess að hægt verði að velja lend- ingarstaö. Einnig þarf að gera kannanir á loftslagi og jarðvegi og reyna að finna út hvort taka þurfi með súrefúi frá jöröu. Neyðarfundur í Burma Yfirvöld í Burma hafa boðaö neyðarfund vegna blóðugra óeirða sem efiit hefur veriö til undanfarið i landinu. Reyna á að komast aö samkomulagi um efnahagslegar umbætur og endurskipulagningu á flokknum. Tilkynnt var í útvarpinu í Ran- goon í gær að láta ættí lausa þá þijú hundmð og níutíu sem hand- teknir voru i sambandi við rósturn- ar í nokkrum borgum í mars síðast- liðnum. Aö minnsta kostí tvö hundruð manns létu Jífið í óeirðun- um, aö sögn vestrænna sijómarer- indreka sem uröu vegna reiði manna yfir versnandi lífsgæöum og hörðum aðgerðum stjómarinn- ar gegn öllum andstæðingum hennar. / |) Bumia I Rangoon Bengal- flói í Burma á nú að funda um hvemig bæta megi efnahagsástand lands- ins en það hefur orðið tilefni blóð- ugra óeiröa. Mesta olíuslys á Norðursjó Rúmlega 165 manns eru nú taldir af eftir að gífurlega öflug sprenging varð á olíuborpallinum Piper Alpha í Norðursjó aðfaranótt fimmtudags. Pallurinn var um 190 kílómetra frá ströndum Skotlands og var nær- stöddum olíuborpöllum lokað í kjöl- far slyssins. Orsök sprengingarinnar er talin vera gasleki í þéttirými palls- ins. Þetta slys er talið vera mesta olíu- slys sögunnar síðan ohuleit hófst í Norðursjó á sjöunda áratugnum. Alls voru 232 menn á pallinum þegar sprengingin átti sér staö. Snemma í morgun höfðu sautján lík fundist og 67 mönnum haíði verið bjargað. Ólík- legt er talið að mennirnir eitt hundr- að sextíu og fimm sem enn er saknað séu á lífi. Margir hinna slösuðu hlutu slæm brunasár á palhnum sjálfum og aðrir slösuðust illa þegar þeir reyndu, í örvæntingarfullri tilraun til að bjarga sjálfum sér, að stökkva niður af honum í ólgandi sjóinn. Ekki liíðu ailir falhð af. Flestir starfsmenn pallsins voru breskir en einnig voru tveir Banda- ríkjamenn, tveir Kandamenn, einn Frakki, Suður-Afríkumaður, V-Þjóð- verji, Spánverji og Portúgali á pallin- um þegar sprengingin varð. Að sögn talsmanna Occidental ol- íufyrirtækisins í Bandaríkjunum, sem eiga pallinn, er talið að orsakar sprengingarinnar sé að leita í gasleka í þéttirými olíuborpallsins en form- legrar niðurstöðu er ekki að vænta fyrr en að nokkrum mánuðum hðn- um. Talið er að sprengingin hafi átt sér stað nálægt vistarverum starfs- manna en margir þeirra voru í fasta- svefni þegar slysið varð. Þetta er í annað sinn á fjórum árum í forgrunni myndarinnar sést olíuborpallurinn í Ijósum logum en i baksýn má sjá björgunarskipið Tharos. Símamynd Reuter sem sprenging á sér stað á þessum Alls hafa hátt í þijú hundruð olíuborpalli en árið 1985 slösuðust 55 manns látið lífið síðan olíuleit og ol- manns í sprengingu. Orsök þeirrar íuvinnsla hófst í Norðursjó á sjöunda sprengingar eru ekki kunnar. áratugnum. Reuter Tvær sprengjur springa á íriandi Þrír, þar af kona á sextugsaldri og breskur hermaður, létu lífið og fjórir slösuðust þegar tvær sprengj- ur sprungu fyrir utan sundlaug í kaþólska hluta Belfast á írlandi í gær. Sprengjumar sprungu með innan við klukkustundar millibili. Fjöldi bama var í lauginni þegar sprengjurnar spmngu. Fyrri sprengjan sprengdi gat á vegginn á sundlauginni, en sú síð- ari sprakk fyrir utan laugina. Tahð er að sprengjunni hafi verið beint að lögreglu og breskum hermönn- um á svæðinu. Enginn hefur lýst ábyrgðinni á tilræðinu á hendur sér. Reuter Þakið hrandi vegna mikilla rigninga Óttast er aö átta manns hafi látið lífið og 41 slasast þegar þak á stór- verslun í smábænum Brownsville í Texas hmndi. Um 150 viðskiptavinir verslunarinnar lokuðust inni þegar þakið hmndi og lögreglan óttaðist Óttast er um afdrif vióskiptavina verslunar f Texas i Bandaríkjunum eftir aó þak verslunarinnar hrundi í kjölfar mikilla rigninga þar í gær. Símamynd Reuter aö tala látinna ætti eftir að hækka. Ástæöan fyrir hruni þaksins er tal- in vera miklar rigningar sem voru í þessum smábæ nálægt landamærum Mexíkó. Margir íbúar bæjarins leit- uðu í skjól inni í versluninni þegar rigningamar hófust. Dean Poos, lögregluforingi í Brownsville, sagði fréttamönnum, nokkmm klukkustundum eftir að slysið varð, að ólíklegt væri tahð að einhveijir væru enn á lífi inni í rústunum. Hann sagöi einnig aö ótt- ast væri að fleiri lík fyndust á stétt- inni fyrir utan verslunina. Að sögn sjónarvotta sprungu vegg- ir verslunarinnar þegar þakið hrandi. Rigningar hömluðu mjög björgunarstarfi. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.