Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1988, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1988, Qupperneq 9
FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 1988. 9 UtLönd Heilbric|ðismálaráðherra Frakklands, Leon Schwartzenberg, neyddist í gær til að segja af sér. Simamynd Reuter Ráðherra neyddist til að segja af sér Herða sóknina gegn írökum Bandariski fáninn rekinn í gegn í mótmælaskyni við árásina á írönsku farþegaþotuna. Simamynd Reuter Bjami Hinriksson, DV, Bordeaux: Leon Schwartzenberg, heilbrigöis- málaráðherra Frakklands, sagöi af sér embætti í gær eftir aðeins nokk- urra daga setu. Þar með lýkur því kreppuástandi sem ríkt hefur í ríkis- stjóminni frá því fyrr i vikunni. Michel Rocard forsætisráðherra hefur tekið í taumana, brugðist við atburöum sem gefiö hafa stjórnar- andstöðunni góð skotfæri. Brottfor Schwartzenberg úr rikis- stjóminni er áfall fyrir þá stefnu Rocards að fá ópólitískum sérfræð- ingum embætti og völd í stjóminni. Schwartzenberg er læknir og krabbameinssérfræðingur. Fyrmefnd kreppa hófst með yfir- lýsingum Arpaillange dómsmálaráð- herra sem tekið hafði þá ákvörðun að hætta skyldi einangrun pólitískra fanga í frönskum fangelsum. Þessi ákvörðun vakti mikla reiði hjá miöju og hægri mönnum og undrun hjá samstarfsmönnum dómsmálaráð- herrans í ríkisstjórninni sem ekki vissu um þetta eða bjuggust alla vega ekki við svo afgerandi yfirlýsingu í þessu viðkvæma máli. Michel Rocard brást skjótt við og á miðvikuda'ginn gaf hann út yfirlýs- ingu eftir viðræður við dómsmála- ráðhérrann þar sem mjög var dregið í land og málinu slegið á frest. Litið var á þessa atburði sem klaufaskap hjá dómsmálaráðherranum, yfirsjón hægs manns sem þekkir ekki raun- veruleika stjómmálanna. í gær vandaðist svo málið. Schwartzenberg lýsti því yfir aö hann ætlaði að beita sér fyrir því aö allar bamshafandi konur gengjust undir eyðnirannsókn, að til greina kæmi að yfirvöld útveguöu eitur- lyfjasjúklingum lyfin í sumum tilfell- um og að allir legusjúklingar fengju eins konar heilbrigðisskírteini. Þá rauk stjómarandstaðan upp til handa og fóta, sakaði ríkisstjórnina um að sleppa hryðjuverkamönnum lausum og stuöla að aukinni eitur- lyfjaneyslu. Forsætisráðherrann hafði í byrjun stjómartiðar sinnar gefið fyrirmæli þess efnis að ráðherrar þyrftu að hafa samstöðu og samvinnu innan stjórnarinnar. Ótímabærar yfufýs- ingar um aðgerðir, sem ætti eftir að samþykkja, væra ekki velkomnar og því væri honum nauðsynlegt áð sýna vald sitt. Schwartzenberg fundaði með Rocard og í opinberum yfirlýs- ingum var sagt að heilbrigöismála- ráðherrann sjálfur hefði sagt af sér en í raun bauðst honum enginn ann- ar kostur. Bæði dómsmálaráðherrann og heilbrigðismálaráöherrann fylgdu innri sannfæringu þegar þeir tóku þau skref sem pólitískir kollegar þeirra álitu óraunhæf og kjánaleg. Annars vegar má líta á þetta mál sem staðfestingu á því að stjómun lands eigi að vera í höndum atvinnustjórn- málamanna en hins vegar má segja sem svo að ekki veiti af þeim mönn- um sem eru í nánum tengslum viö þjóðfélagið og standa ekki í endalaus- um málamiölunum og hrossakaup- um. Fyrir Michel Rocard boða þessar uppákomur ekki lygnan sjó næstu mánuði. Iranir hvöttu í gær til aukinnar sóknar gegn írak í Persaflóastríð- inu jafnframt því sem þeir söfnuð- ust saman í Teheran til að minnast þeirra sem létu lífið er bandarísk freigáta skaut á farþegaþotu á sunnudaginn. Forseti landsins, Ali Khameini, kvað bestu lausnina til aö hefna þessa hörmulega atburðar vera þá að beijast enn harðar gegn írak. Talaði hann þá fyrir munn Kho- meinis, andlegs leiðtoga þjóðarinn- ar. Um tíu þúsund manns stóðu fyrir neðan tröppur þinghússins í gær þar sem komið hafði verið fyrir rúmlega sjötíu kistum fómarlamb- anna. Héldu syrgjendur á myndum af þeim sem fómst. írakar tilkynntu í morgun að þeir hefðu gert loftárásir á þijú skip undan strönd írans í nótt. Talsmað- ur hersins sagði að eitt skipanna hefði verið risaoliuflutningaskip og logar nú eldur í því. Skotið var eld- flaug á grískt olíuflutningaskip seint í gærkvöldi. Þessi loftárás íraka á skip á Persaflóa er sú fyrsta síðan Banda- ríkjamenn skutu niður farþegaþot- una á sunnudaginn. íranskir byssubátar hafa tvisvar gert árásir á skip frá því á sunnudag. í fyrra skiptiö skutu þeir á norskt skip og í það seinna varð rúmenskt flutn- ingaskip fyrir árás. Yfirmaður flughersins í íran seg- ir að tuttugu og ein mínúta hafi veriö til umráða til að greina um hvers konar flugvél var að ræða á sunnudaginn en skipstjóri banda- rísku freigátunnar kveðst hafa sko- tið á flugvélina í þeirri tru að um orrustuþotu í árásarferð væri aö ræða. Fullyrti yfirmaðurinn að far- þegaþotan hefði verið skotin niður af ásettu ráði. Bandaríkjamenn segja að skipstjórinn hafi einungis haft fjórar mínútur til að úrskuröa um hverrar tegimdar vélin væri. Yfirmaðurinn kvaðst leggja fram segulbandsupptökur frá flugtum- inum í Bandar Abbas, þaöan sem farþegaþotan kom, sem sýndu að hún hefði veriö á réttri leið, hefði verið að hækka flugið og sent frá sér merki um að farþegaþota væri á ferð. Reuter íranskir syrgjendur við kistur fórnarlamba árásarinnar á farþegaþotuna á Persaflóa á sunnudaginn. Símamynd Reuter >GARDENA Eigum fyrirliggjandi margar gerdir af kantklippum og sláttuorfum, bæði rafdrífnum og með hleðslu rafhlödum. Að sjálfsögðu eigum við gömlu góðu handkiippurnar. ^ GARDENA gerir garðinn frægan Gunnar Asgeirsson hf. Suðurlandsbraut 16, s. 691600. Umboðsmenn um land allt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.