Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1988, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1988, Side 14
14 FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 1988. Frjálst, óháö dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoöarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 800 kr. Verð í lausasölu virka daga 75 kr. - Helgarblað 90 kr. Nýtt álver Fréttirnar af fyrirhuguöu álveri og orkuframkvæmd- um í því sambandi eru ánægjulegar. Gerður hefur verið samningur milh íslenskra stjórnvalda og fjögurra er- lendra fyrirtækja um hagkvæmnisrannsóknir, og enda þótt máhð sé enn á byrjunarstigi virðast flestir bjartsýn- ir um árangur. Ef af þessum framkvæmdum verður mun nýtt álver rísa, sem verður mun stærra en núver- andi álver, og virkjanir verða teknar í gagnið, sem hing- að til hafa legið á teikniborðum. Orkusala mun marg- faldast. Tekjur Landsvirkjunar eru áæatlaðar um einn milljarður á ári, atvinnutækifæri verða ærin og nýtt tímabil hefst í virkjanamálum íslendinga, eftir langan afturkipp. Þessar fréttir eru ánægjulegar vegna þess að ástand- ið hefur því miður verið uggvænlegt í atvinnumálum að undanfórnu. Hver atvinnugreinin á fætur annarri lýsir yfir rekstrarerfiðleikum og ríkisstjórnin hefur þurft að heyja varnarbaráttu þar sem hörfað er úr einu víginu í annað. Jákvæð uppbygging í atvinnulífi hefur verið afar takmörkuð og misheppnuð að flestu leyti þegar nýjar atvinnugreinar eru annars vegar. Það kann að virðast kaldhæðnislegt að erlenda stór- iðju þurfi til að halda uppi arðvænlegum fjárfestingum hér á landi, en þá er á það að líta að sú stefna hefur verið löngu viðurkennd að íslendingar eigi að nýta sér þá auðlind sem felst í fallvötnunum og orkunni í iðrum jarðar. Sú auðlind verður ekki virkjuð að neinu gagni, nema með því að selja orku til stóriðju sem greiðir við- unandi verð fyrir raforkuna. Væntanlegir samningar varðandi nýtt álver eru að sjálfsögðu háðir því og undir því komnir að orkuverðið skih okkur hagnaði. Enda þótt flestir séu sjálfsagt sammála um að sam- komulagið við hin fjögur erlendu álframleiðslufyrirtæki séu góð tíðindi er því heldur ekki að neita að á því eru einnig neikvæðar hhðar. Nýtt álver og virkjunarffam- kvæmdir í tengslum við það mun valda sprengingu á vinnumarkaði, auka þensluna í þjóðfélaginu og raska byggðajafnvæginu enn frekar. Sagt er að nýtt álver, af þeirri stærð sem um er talað, þarfnist þrjú til flögur hundruð starfsmanna. Er þá ekki minnst á vinnuafhð, sem þarf vegna virkjunar- og byggingarframkvæmda. Við getum gert því skóna að póhtísk, efnahagsleg og þjóðfélagsleg togstreita muni fylgja í kjöharið. Ekki mun verðbólgan verða viðráðanlegri, ekki mun landsbyggð- arflóttinn minnka og ekki munu deilurnar um erlent fjármagn og íhlutun í íslenskt atvinnuhf hjaðna með tilkomu nýrrar stóriðju. Gert er ráð fyrir að nýja álverið rísi á ahmörgum árum. Virkjunarframkvæmdir munu haldast í hendur. Þennan tímaþarf að nýta til að draga sem mest úr félags- legum afleiðingum svo stórra framkvæmda. Aðalatriðið er auðvitað að tryggja viðunandi orkuverð og íslenska hagsmuni í viðskiptum við útlenska viðsemjendur okk- ar, en hitt er ekki síður áríðandi að stóriðjan og orku- virkjunin sporðreisi ekki landið í þeim skilningi að flár- magn og fólk setjist að á einum stað og sprengi af sér öh bönd. Meðan sérffæðingar annast samningana við álfyrirtækin fiögur eiga stjórnmálamenn og aðstoðar- menn þeirra að setjast niður og gefa sér tíma til að huga að efhahagslegum og félagslegum áhrifum. Á þessu stigi málsins er þó ástæðulaust að mikla fyr- ir sér vandamálin. Nýtt tímabil er vonandi að hefjast í atvinnu- og orkumálum þjóðarinnar, sem gefur guh í mund. Ellert B. Schram „Gislatökur hafa verið pólitískt stjórntæki ajatollanna og fylgismanna þeirra i Líbanon". - Ayatollah Ruhollah Khomeini við komu til Teheran úr útlegð í Frakklandi fyrir 15 árum. Himnasending við Persaflóa Þótt kaldhæönislegt sé er árás Bandaríkjamanna á flugvélina á Persaflóa um helgina góöar fréttir fyrir írana. Fréttum frá stríðinu í Persaflóa ber saman um að íranar séu aö missa móðinn, þeim hefur gengið þar allt í óhag á síðustu mánuðum og baráttuviljinn í stríð- inu við írak er að bresta. Þeir tæp- lega 300 menn, sem fórust með flug- vélinni, eru kærkomnir píslarvott- ar fyrir klerkastjómina í íran. Stríðiö byggðist í upphafi á píslar- vætti en mannfallið hefur verið svo mikið að þeim fækkar ört sem til- tækir eru á vígvellina. Þessi at- burður kyndir upp hatrið á ný og gefur klerkunum tilefni til múgæs- inga sem eru forsenda þess að tak- ist að manna herliðiö með nýjum píslarvottum. Varðliðar byltingarinnar, sem svo eru kallaðir, hafa hingað til verið undir sérstakri stjórn utan hersins og þeir kepptust í upphafi að minnsta kosti við að verða þess heiðurs aðnjótandi að deyja þús- undum saman fyrir Allah og Khó- meini í vonlausum, og stundum vopnlausum, áhlaupum á harðlega víggirtar stöðvar Iraka. Nú var þessum píslarvottum farið að fækka og flugvélin fellur þá af himnum ofan og logar hatursins, sem voru farnir að dofna, blossa upp á ný. í fyrsta sinn, síðan bylt- ingin var gerð í íran fyrir tíu árum, geta íranir gert tilkall til samúðar umheimsins, einmitt þegar þeir þurfa mest á henni að halda. Röð ósigra Nýlega beið íranski herinn fjórða ósigur sinn á þremur mánuðum gegn írökum, þegar þeir misstu landamæraborgina Mehran í íran. Sú borg, sem er nú mannlaus, var ein sú fyrsta sem féll í stríðinu og írakar og íranar hafa skipst á að ráða yfir henni. í þetta sinn vakti athygli að íranski herinn lagði á skipulagslausan flótta undan Irök- um. Reyndar voru það aö sögn her- sveitir útlaga frá íran, manna sem hafa snúið baki við Khómeini og gengið í lið með írak sem tóku Mehran. í apríl misstu íranar tök sín á Faw skaganum fyrir botni Persaflóa, en bækistöðvarnar þar voru forsenda allra sóknaraðgerða, og þar áður misstu þeir vígstöövar sínar umhverfis hafnarborgina Basra sem hundruð þúsunda írana hafa fómað lífinu fyrir. Gagnsókn í Kúrdahéruöunum í norðri mis- tókst og var snarlega brotin á bak aftur. Þar við bætist að íranar fóru haUoka gagnvart írak í eldflauga- stríðinu í vetur. írakar og íranar skiptust á eldflaugaárásum á borg- ir og í ljós kom að írakar eiga fleiri og stærri eldflaugar en íranar. Eit- urgashemaður íraka er talinn eiga verulegan þátt í sigmm þeirra að undanfomu en minnkandi baráttu- Kjallariim Gunnar Eyþórsson fréttamaður vilji er sagður meginástæðan. Stríðið hefur nú staðið í sjö og hálft ár. Upphafið var að írakar gerðu innrás og ætluðu að ná yfirráðum yfir Shatt-al-Arab árósunum þar sem Eufrates og Tigris renna sam- an á landamærum ríkjanna og Basra stendur viö. Ríkin höfðu um árabil skipt yfirráðum yfir þessari siglingaleið en írakar héldu að ír- anar væm nú veikir fyrir vegna byltingarinnar og vopnasölubanns Bandaríkjastjórnar og ætluðu að neyta færis. Svo fór þó aö íranar snem vörn í sókn og írakar hafa síðustu ár verið í vörn þar til ný- lega að stríðsgæfan gerðist þeim hliðholl. Hefndir í nafni spámannsins Síðustu ár, aUt frá því nokkrum mánuðum eftir að stríðið hófst, hefur ekkert nema ósveigjanleiki Khómeinis og hans manna komið í veg fyrir að endi væri bundinn á blóðbaðiö. Alarlega áætlað ‘ hefur um milljón manns fallið í stríðinu, langflestir þeirra eftir að innrás íraka var hrundiö og ekkert til að berjast fyrir lengur. En síðan 1981 hefur hefnd verið eina markmiö Khómeinis. Þaö takmark, sem hann boðar með stríöinu, er hefnd- ir í nafni Allah og spámannsins á Saddam Hussein Iraksforseta. Síð- ustu sex ár hefur hundmðum þús- unda mannslífa verið fórnað ein- göngu fyrir þann tilgang aö hrekja Saddam Hussein frá völdum. Sadd- am Hussein hefur aftur á móti margoft boðist. til aö semja um vopnahlé og frið en þaö kemur ekki til greina hjá Khómeini. Saddam skal refsaö og íslamskt lýðveldi skal stofnað í írak, þangað til verð- ur barist. Hingað til hefur þjóðin hlýtt þessu kalli. í trúarbrögðum shíta múslíma er hver sá ömggur um vist í paradís án viökomu í hreinsunareldinum sem fómar lífi sínu í heilögu stríði fyrir málstað Allah og til skamms tíma hefur verið nóg framboð af sjálfboðalið- um. Þess eru mörg dæmi að for- eldrar sendi bamunga syni sína á vígvellina til að deyja og tryggi þeim þannig ömgga og tafarlausa vist í paradís, allt fyrir orðastaö Khómeinis. Á síðustu mánuðum hafa þó heyrst raddir um að tíma- bært sé að huga að jarðneskum hlutum og binda enda á stríðið. Stuðningsmenn Bazargans, fyrrum forsætisráðherra, gengu svo langt nýlega aö senda Khómeini opið bréf þar sem hvatt var til friðarvið- ræðna þar sem efnahagslíf landsins væri að sligast undan stríðsrekstr- inum. Ofan í þetta ástand hrapar nú írönsk farþegaþota með nærri 300 píslarvotta sem aö sjálfsögðu dóu í heilögu stríði við sjálfan sat- .an, fuUtrúa alls hins illa, Bandarík- in. Gíslar og einangrun íran hefur verið útlagi meðal þjóða síðan í byltingunni, einangr- aö og án bandamanna, að undan- teknu Sýrlandi. Gíslatökur hafa verið pólitiskt stjómtæki ajatoll- anna og fylgismanna þeirra í Lí- banon. Fyrir bandaríska gísla hafa þeir fengið bandarísk vopn, sem frægt er orðið, og í vor fengu þeir Frakka til að taka upp stjómmála- samband með því að sleppa frönsk- um gíslum í Beirút. Þeir hafa reynt að nota þá bandaríska og breska gísla, sem enn em í Beirút, í póht- ískum tílgangi. Þeir em þeim vænt- anlega of dýrmætir til að fóma þeim, eða að minnsta kosti mörg- um, í hefndarskyni fyrir írönsku farþegaþotuna. Þótt Ula gangi á víg- vöUunum hefur árásin á farþega- þotuna bætt það upp með því að gefa írönum þann stærsta sigur sem þeir hafa unnið í áróðursstríö- inu við Bandaríkin. Það er langt síðan íranar hafa unnið svo mikið fyrir aðeins 300 mannslíf. Gunnar Eyþórsson. „Þeir tæplega 300 menn, sem fórust með flugvélinni, eru kærkomnir píslar- vottar fyrir klerkastjórnina í íran.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.