Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1988, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1988, Qupperneq 26
42 FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 1988. Menning ___________x>v Svavar Guðnason - síðasti frumherjinn Með Svavari Guðnasyni er burt- kallaöur síðasti frumherjinn í stuttri myndlistarsögu okkar ís- lendinga. Með sýningu þeirri sem Svavar hélt hér í Reykjavík árið 1945, eftir áratugar útivist í París og Danmörku, tendraði hann slíkt bál í íslenskri myndlist að nægði til að eyða feysknum viðum þeirrar stöðnuðu náttúrustælingar sem hér hafði viðgengist um nokkurt skeið og beina sjónum íslenskra listamanna að rótrnn allrar list- sköpunar, milliliðalausri glímu andans við efnið. Jafnframt var sköpunargáfa Sva- vars, ásamt með öðrum gáfum hans, svo óvenjuleg og römm að hún fældi menn frá því að feta slóð- ann á eftir honum en ýtti í staðinn undir sjálfstæð átök við eigindir myndlistarinnar. Slíkir brautryðj- endur eru ómetanlegir lítilli þjóð í leit að menningarlegri fótfestu. Það er ógæfa íslenskrar hstsögu- ritunar að ekki skyldi takast að gera myndhst Svavars verðug skh á bók meðan hann lifði. Veit ég að nokkrir forleggjarar höfðu áhuga á að standa að slíku verki eh fóru undan í flæmingi er þeim var gerð grein fyrir því rannsóknarstarfi MyndJist Aðalsteinn Ingólfsson sem það hlýtur að útheimta, bæði hér á landi sem annars staðar á Norðurlöndum, svo og eltingarleik við lykilmyndir Svavars í einka- söfnum og opinberum söfnum aht frá Ítalíu til Suður-Ameríku. Frumkraftar Hér á undan er nefnd glíma and- ans við efnið. Þá ghmu háði Svavar ævinlega með þeim ásetningi að magna upp frumkrafta, jafnt í sjálf- um efniviðnum, htum og línu sem í þeirri myndsýn sem kveikti af sér átökin á striganum. Því eru myndir Svavars sjaldnast „þæghegar” í viðteknum skhningi heldur skapmiklar, jafnvel hvefsn- ar og uppfullar með kjarnmikið lík- ingamál, rétt eins og hstamaðurinn sjálfur. En þær venjast vel, verða manni ótrúlega hjartfólgnar. Fyrir okkur yngri hstspekúlanta, sem vorum að snudda í kringum hetjur íslenskrar hstasögu, virtist hyldýpi milh ástríðufullra mál- verka eins og „íslands lag” og höf- undar þess sem gekk um fremur ókræshegan Síðumúlann með meðfæddum virðuleika eðalbor- inna Spánverja. Eldur undir niðri Ekki man ég hvort það var Sig- urður Örlygsson eða einhver annar hinna mörgu ungu aðdáenda Sva- vars úr listamannastétt sem fyrst fór með mig á fund hstamannsins og Ástu Eiríksdóttur, konu hans, fyrir tæpum fimmtán árum. Þá, og ávaht síðar, var tekið á móti okkur af elskulegri háttvísi. Stundum fékk ég upphringingar frá Svavari og eitt sinn dularfuht boð um að mæta á hans fund. Erindið var þá að biðja mig að gera hstamannin- um „þann greiða” aö þiggja af hon- um vatnshtamynd, í þakklætis- skyni fyrir einhver orð sem ég hafði látið falla um hst hans á opin- berum vettvangi. En undir háttvísinni kraumaði ósjaldan í Svavari. Meðalmennsku og undirlægjuhátt þoldi hann ekki. Kurteislega orðaðar athugasemdir gátu þá hljóðað eins og naprasta háð. Þá fórum við græningjanúr loks að skynja hljóöfallið í „íslands lagi”. Kraftaverkamaður Oft barst tahö að Kóbra-hreyfmg- unni og æ oftar eftir því sem árin höu. Hvort það var eftirsjá eftir frægðinni eða horfmni tíð veit ég ekki. Síðustu árin voru Svavari erfið. Hann hætti að geta beitt pensli eða krít. Ahar kveðjustundir drógustmjög á langinn. Gesturinn gekk hægt niður hringstigann í blokkinni við Háaleitisbrautina meðan Svavar stóð efst uppi og kastaöi shtróttum kveðjum tíl hans. Þannig vh ég geyma minningu Svavars þar sem hann ber við kringlótta festinguna eins og þeir kraftaverkamenn sem prýða býs- anskarloftmyndir. -ai Svavar Guðnason, 1909-1988. Jaröarfarir Páll Halldórsson lést 30. júní sl. Hann fæddist í Hnífsdal 14. janúar 1902. Foreldrar hans voru Hahdór Pálsson og Guðríður Mósesdóttir. Páh tók kenriarapróf 1925 og nam orgelleik og önnur músíkfræði hjá hinum virt- ustu kennurum. Seinna dvaldi hann u.þ.b. árlangt við framhaldsnám í Basel og Kaupmannahöfn. Hann gerðist kennari viö Austurbæjar- skólann þar sem hann starfaði tæpa þrjá áratugi. Eftir að hann hætti kennslu gerðist hann bókavörður í Borgarbókasafhi og gegndi þar störf- um á annan áratug th hhðar við org- anistastörfin. Páh starfaði sem org- anisti Hahgrímskirkju í 37 ár. Eftir- lifandi eiginkona hans er Hulda Guð- mundsdóttir. Þau hjónin eignuöust tvö börn. Útfór Páls veröur gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 16.30. Hermann Aðalsteinsson fram- kvæmdastjóri lést 1. júií. Hann fædd- ist 14. október 1945. Hann var sonur hjónanna Ehnrósar Hermannsdótt- ur og Aðalsteins Sæmundssonar. Hermann lærði prentiðn og rak síðan Prentþjónustuna hf. með öörum. Hann seldi hlut sinn í því fyrirtæki er hann lauk stúdentsprófi frá öld- ungadehd Menntaskólans við Hamrahhö og innritaðist í viðskipta- dehd Háskóla íslands. Cand. oceon varð hann 1984. Árin 1984-1986 starf- aði hann hjá Iðntæknistofnun ís- lands. Hann var ráðinn fram- kvæmdastjóri Umbúðamiðstöðvar- innar hf. í byrjun árs 1987. Eftirlif- andi eiginkona hans er Hrönn Helga- dóttir. Þau hjón eignuðust tvo syni. Útfor Hermanns verður gerð frá Bústaðakirkju í dag kl. 15. Sigurvin Bergsson, frá Krossnesi við Grundarfjörð, sem lést sunnudaginn 3. júh, verður jarðsunginn frá Grundarfj arðarkirkj u laugardaginn 9. júh kl. 15.30. Útför Jóhönnu Blöndal verður gerð frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 9. júlí kl. 14. Minningarathöfn um Ingveldi EU- mundardóttur verður í dag, 8. júh, kl. 13.30 í nýju Fossvogskapellunni. Jarðarförin fer fram frá Staðarfells- kirkju laugardaginn 9. júh kl. 14. Fyrirlestrar Fyrirlestur í Fornleifasal Þjóðminjasafns íslands Mánudagirm 11. júli heldur Thomas H. McGovem fyrirlestur i Fomleifasal Þjóð- minjasafns íslands. Fyrirlesturinn fer fram á ensku og hefst kl. 20.30. Hann er öllum opinn. Fyrirlesturinn heitir „North Atlantic Zooarchæology: Green- land and Iceland" á frummálinu, og fjail- ar um rannsóknir McGovems á dýra- beinum, sem fundist hafa við fomleifa- rannsóknir á Norður-Atlantshafssvæð- inu, einkum á Grænlandi og á íslandi. Thomas McGovem er aðstoðarprófessor við mannfræðideild Hunter College í New York. Hann hefur stundað uppgröft og rannsóknir á dýrabeinum frá Norður- Atlantshafssvæðinu á bænum Svalbarða við Þistilfjörð ásamt hópi Bandaríkja- manna og íslendingi. Tilkyimingar Fréttatilkynning frá Biskups- stofu Vísitasía setts biskups íslands, sr. Sigurð- ar Guðmundssonar, í Austfj arðaprófasts- dæmi í júlí 1988. Laugardaginn 9. júlí kl. 14, guðsþjónusta að Hofi í Álftafirði. Sama dag kl. 21, guðsþjónusta á Djúpa- vogi. Sunnudaginn 10. júlí kl. 16 guðs- þjónusta í Beruneskirkju. Mánudaginn 11. júlí kl. 21 guðsþjónusta í Heydala- kirkju. Þriðjudaginn 12. júli kl. 21 guðs- þjónusta í Stöðvarfjarðarkirkju. Mið- vikudaginn 13. júlí kl. 21 guðsþjónusta í Fáskrúðsfjarðarkirkju. Fimmtudaginn 14. júlí kl. 21 guðsþjónusta í Reyðarfjarð- arkirkju. Föstudaginn 15. júlí kl. 21 guðs- þjónusta í Eskifjarðarkirkju, laugardag- inn 16. júli kl. 14 guðsþjónusta í Brekku- kirkju í Mjóafirði. Sunnudaginn 17. júlí kl. 14 guðsþjónusta í Norðfjarðarkirkju. í tengslum við guðsþjónustumar verða fundir með sóknamefndum. Arkitektúr og skipulag Tímaritið Skipulagsmál sem gefið hefur verið út í 8 ár hefur nú tekið gagngerum breytingum og mun héðan í frá heita Arkitektúr og skipulag. Blaðið mun fjalla um byggingarlist, byggingarmál, hönnun og umhverfismótun auk skipulags. Upp- lagið hefúr verið aukið verulega, blaðið prentaö í lit og verður nú einnig selt á almennum markaði. Enn sem fyrr er ráðgert að blaðið komi út fjórum sinnum á ári. Hallgrímskirkja Sr. Jón Bjarman, sem þjónar í fjarveru sr. Ragnars Fjalars Lámssonar, er til við- tals í kirkjunni mánudaga til fimmtudaga kl. 13.30-14.30. Styrkir úr vísindasjóði Borgarspítalans Hinn 14. júní sl. fór fram úthlutun styrkja úr Vísindasjóði Borgarspítalans. Að þessu sinni var úthlutað styrkjum, sem voru samtals að upphæð kr. 600.000. Eft- irtaldir aðilar hlutu styrki nú: 1. Guðrún Ámadóttir, iöjuþjálfi, kr. 200 þús., til að fúllvinna og ganga frá rannsóknum er lúta að þróun iðjuþjálfamats. Vegna fjar- veru Guðrúnar tók Ingibjörg Ásgeirs- dóttir, yfiriðjuþjálfi, viö styrknum fyrir hennar hönd. 2. Gunnar Sigurðsson, yfirlæknir, kr. 150.000, tíl rannsóknar á „immunoglobul- inum“ á sermi sjúklinga með ofstarfsemi í skjaldkirtli. 3. Haraldur Erlendsson, læknir, kr. 100 þús., til að meta árangur „intravenous infusionar" geðdeyfðarlyfja á kroniska verki á stoðkerfis- eða taugagrunni. 4. Jónas Magnússon, læknir, kr. 150 þús., til að vinna að doktorsritgerð \dö háskól- ann í Lundi. Vísindasjóður Borgarspítalans var stofn- aður 1963, til minningar um þá Þórð Sveinson lækni og Þórð Úlfarsson flug- mann. Tilgangur sjóösins er að örva og styrKja visindalegar athuganir, rann- sóknir og tilraunir er fara fram á Borgar- spítalanum eða í náinni samvinnu viö hann. Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra „Framkvæmdastjóm Sjálfsbjargar, l.s.f., skorar á stjómvöld að gera stórátak í þvi að rjúfa nú þegar félagslega einangrun heyrnarlausra. Sjálfsbjörg leggur áherslu á að tölvur, sem koma í stað textasíma, verði almenningseign og að heyrnarlausum verði tryggð þjónusta táknmálstúlka. Sjálfsbjörg telur eðlilegt aö íslenskt efni í sjónvarpi sé gert öllum skiljanlegt - einnig heymarlausum.” Ný og glæsileg Heilsuvernd Tímaritið Heilsuvemd er komið út. Blað- ið fjallar um heilbrigt llfemi, hreyfingu og hollt mataræði í takt við tíðarandann. Hollir lifshættir em lífsstíll sem meiri hlutí fólks vill tileinka sér og því þykir tímabært að efla útgáfu tímarits sem einkum sérhæfir sig í umfjöllun um heil- brigða lifshætti, birtír fróðleik og skemmtileg viðtöl um allt sem nöfnum tjáir að nefna og varðar heilsuvemd. Heilsuvemd er í raun nýtt blað á gömlum grunni, gefið út af Náttúrulækningafélagi Islands. Ritstjóri er Anna Ólafsdóttir Björnsson og útlitsteiknari Björgvin Ól- afsson. Andlát Ragnar Ketilsson, Vík í Mýrdal, and- aðist þriðjudaginn 5. júlí. Maria Þorsteinsdóttir, Njarövíkur- braut 19, Innri-Njarðvik, lést á Borg- arspítalanum 5. júlí. Sigurður Gunnlaugsson, Hlíðar- hvammi 11, Kópavogi, lést í Borgar- spítalanum 6. júlí. Þórhildur Bárðardóttir, Ásavegi 2, lést í sjúkrahúsi Vestmannaeyja 6. júlí. fæst á járnbrautar- stöðinni í Kaup- mannahöfn SMÁAUGLÝSINGAR Mánudaga — föstudaga, 9.00 - 22.00 Laugardaga, 9.00 - 14.00 Sunnudaga, 18.00 — 22.00 Þverholti 11 s: 27022

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.