Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1988, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1988, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 8. ÁGÚST 1988:" Fréttir Mál vegna dauða íslensks rallökumanns Lauk með dómsátt og greiðslu skaðabóta Máli vegna skaöabóta á hendur framleiöanda rallhjálma lauk meö dómsárt i Bandarikjunum fyrir skömmu. Féllst framleiöandi hjálm- anna a aö greiða ekkiu rallöku- manns. sern lést i rallslysi fyrir tveimur árum. skaöabætur. Samkvæmt heimildarmanni DV vannst málið ekki heldur var gert samkomulag um aö greiöa þessa upphæö svo að ekki þyrfti aö halda ntálinu áfram. Vegna málskostnaöar fengi ekkjan alls ekki allt þetta fé í sinn hlut. Féllu atkvæöi í kviödómi á jöfnu, 6 gegn 6. en til aö vinna mál þurfti aö hafa 9 kviðdómendur af 12 á sínu bandi. Þykir framleiðandi hafa viður- kennt aö hjálmur ökumannsins hafi ekki veriö nógu góöur og þar hafi náðst töluveröur ávinningur fyrir hönd rallmanna. Var ökumaöurinn á tiltölulega lítilli ferð þegar slysið átti sér staö og átti hjálmur hans að halda viö þær kringumstæður. Geröi hann þaö ekki. Snerist málið um ábyrgð framleiöanda gangvart hönn- unargalla en ekki framleiðslugalla. -hlh Björgunarmanni bjargað við björgun: Þurfti að komast í brúðkaup Gísli J. Johnsen dregur bátinn inn í Reykjavíkurhöfn í gær. Tíu tonna opinn plastbátur, Valur Jónsson, bilaöi viö veiðar á Faxaflóa á laugardagskvöld. Tilkynning um bilunina barst Slysavarnarfélagi ís- lands um kl. 22.30, en þá var báturinn staddur um 40 mílur norðvestur af Reykjavík. Enginn bátur annar var á svæðinu, né nokkurt skip Land- helgisgæslunnar. Um miðnætti héldu þrír menn af stað á Gísla J. Johnsen, björgunar- skipi Slysavarnarfélagsins. Gísh kom að bátnum um hálfsexleytið. Valur var tekinn í tog og haldið áleið- is til Reykjavíkur. Þar sem veður var vaxandi sóttist ferðin seint, og er komið var móts við Akranes var kallað eftir aöstoð björgunarsveitarinnar Hjálpar á Akranesi. Ástæðan var sú að einn skipverja á Gísla J. Johnsen, Kristj- án Magnússon, átti að vera mættur sem svaramaöur við brúðkaup syst- ur sinnar í Fríkirkjunni í Reykjavík klukkan 14. Hjálp sótti Kristján og kom honum til Reykjavíkur og náöi hann í tæka tíð. Gísli J. Johnsen kom svo með Val Jónsson til hafnar í Reykjavík um klukkan 15 í gær. -PLP Kristján Magnússon kominn á land og hélt beint í brúðaupið. DV-myndir S Þorsteinn farinn til Bandaríkjanna Óiaiur Amaraon, DV, Washington: Þor- steinn Pálsson forsætisráðherra og Ingibjörg Rafnar, kona hans, komu til New York í gærkvöldi ásamt föruneyti. Opinber vinnu- heimsókn hans í boði Bandaríkja- forseta hefst á morgun, þriðjudag. Þá flýgur ráðherrann til Andrew’s herflugvallarins í Washington í sérstakri þotu frá forsetaembætt- inu. Þaöan verður flogið í þyrlum inn í borgina þar sem John White- head, sem gegnir starfi utanríkis- ráðherra í fjarveru George Shultz, tekur á móti forsætisráðherra við sérstaka athöfn. Forsætisráöherra og föruneyti munu búa á Madison hótelinu, skammt frá Hvita húsinu, þar sem ráðherrahjónin dvelja í þjóðhöfö- ingjasvítu hótelsins. Strax eftir komuna á hótehð mun ráðherra eiga viðræður við White- head í u.þ.b. klukkustund en fund- ur Reagans og Þorsteins hefst kl. 11 á miðvikudagsmorgun. Þeir munu eiga tíu mínútna einkafund fyrst en síðan hittast sendinefndir beggja aðila í um hálfa klukku- stund áður en forsetinn býður til hádegisverðar í forsetaíbúðinni í Hvíta húsinu. Að hádegisverðinum loknum munu leiðtogamir ganga út á flöt- ina viö Hvíta húsið og ávarpa fréttamenn. Síðar í heimsókn Þorsteins mun hann meðal annars eiga viðræður við Carlucci vamarmálaráðherra og hitta utanríkismálanefhdir þingsins. Einnig verður farið til flotastöðvarinnar í Norfolk þar sem Baggett flotaforingi, yfirmaður Atlantshafsflota NATO, tekur á móti íslensku gestunum. í föruneyti forsætisráðherra era Jónína Michaelsdóttir, aðstoðar- maður ráðherra, og Geir H. Haarde alþingismaður. Einnig Guðmund- ur Benediktsson ráðuneytisstjóri, Helgi Ágústsson, skrifstofustjóri og yíirmaður alþjóðadeildar utanrík- isráðuneytisins, og Þorsteinn Ing- ólfsson, sendiherra og yfirmaður vamarmálaskrifstofu ráðuneytis- ins. Hér vestanhafs bætast við Ingvi Ingvarsson, sendiherra í Washington, og Hörður Bjarnason sendiráðunautur. Á fundinum í Hvíta húsinu má gera ráð fyrir að verði, auk Reag- ans forseta, m.a. Whitehead, starf- andi utanríkisráöherra, Carlucci vamarmálaráðherra, Ruwe, sendi- herra í Reykjavík, og Colin Powell, öryggisráðunautur forseta, auk ýmissa hátt settra ráðgjafa. Landakot: Spurning um áhersluatriði „Landakotsmenn komu hingað á föstudagsmorgun eins og fram hefur komið í fjölmiðlum. Við fjármálaráð- herra ræddum síöan saman síðari hluta föstudagsins og eram aö hug- leiða þær athugasemdir sem Landa- kotsmenn geröu við samkomulag okkar ráöherranna,” sagði Guð- mundur Bjamason heilbrigðisráö- herra þegar DV ræddi við hann í morgun. „Áhersluatriöin af hálfu Landakotsmanna vora þau aö þeir töldu samkomulagið brjóta í bága viö hið upphaflega samkomulag um sjálfseignarstofnunina hvað varðar stjórnun. Ég hef hins vegar lagt á þaö áherslu að þarna sé um aö ræöa sam- starfshóp ráðuneytanna beggja og stofnunarinnar til aö koma þessum málum á sléttan sjó.“ Forsvarsmenn Landakots voru einnig meö athuga- semdir viö nokkur önnur atriði sam- komulagsins en Guðmundur Bjarna- son telur að þau atriöi muni ekki koma til meö að valda miklum ágreiningi. Það væri einkum eftir- litsstjómin sem menn væru ósáttir með. Fjármálaráðherra og heilbrigö- isráðherra munu ræðast viö í dag en fundur með Landakotsmönnum hef- ur ekki verið boðaöur. „Ég vonast til þess að menn nái saman,“ sagði Guð- mundur Bjamason. „Þetta er ekki efnisbreyting heldur spurning um áhersluatriði. í mínum huga hefur þaö ekki verið meiningin að setja þessa stjórnendur, sem þarna hafa verið, til hliöar heldur koma á sam- starfshópi til þess að fara ofan í þau mál sem ágreiningurinn hefur staðiö um og sjá hvort ekki sé hægt aö fram- fylgja þeim skilyrðum sem við fjár- málaráðherra höfum orðiö sammála um að setja.“ akm Nærveru herkvenna mótmælt Björg Eva Erlendsdóttir, DV, Osló: Friðarhreyfmg kvenna hefur sent mótmæli til norrænu kvennaráð- stefnunnar, Norðurlandaráös og til yfirmanns norska hersins vegna þátttöku hersins á ráðstefnunni. Tólf konur frá norska hernum vora meö á ráðstefnunni. Þær klæddust fullum herklæðum og dreifðu bæklingum þar sem þær hvöttu norskar konur til að ganga í herinn. „Þetta er í fyrsta sinn sem einkennisklæddir hermenn (konur) sjást á kvennaráöstefnu og þar eiga þær alls ekki heima," segja talsmenn friðarhreyfinga. Nokkrar konur úr hreyfingunni yfirgáfu ráð- stefnuna áður en henni lauk til þess að mótmæla nærveru hersins. Einn- ig var safnað undirskriftum þar sem á þriðja þúsund konur lögðust gegn því að einkennisklæddar herkonur fengju að taka þátt í sams konar ráð- stefnum framvegis á þeim forsend- um að kvennaráðstefna væri líka friðarráðstefna. Norsku herkonurn- ar telja sig hafa orðið fyrir óréttmæt- um árásum og aö aðrar konur á ráð- stefnunni hafi reynt að útiloka þær með öllum tiltækum ráðum. Þær era undrandi á móttökunum og segjast ekki geta skilið að herþjónusta þeirra vekji neikvæðar tilfinningar, hvorki hjá friðarhreyfingum né öðram. Kópavogur: Símaklefinn við Hamraborg í kópa- vogi fékk slæma utreið um helgina. Kópavogsbær hefur nánast misst þolinmæðina og efast um tilgang þess að láta lagfæra klefann. DV-mynd JAK „Það er ansi hart að geta ekki haft almenningssíma í friði á þessum stað. Ég hélt satt að segja að síma- klefinn fengi að vera í friði eftir að starfsmenn Pósts og síma höföu lag- fært hann um daginn. Þetta segir sína sögu. Ég efast um aö við hlaup- um til og ýtum á að þetta verði lag- að. Þaö er satt að segja ekki mikill tilgangur í þvi,“ sagði Björn Þor- steinsson, bæjarritari í Kópavogi við DV. Símaklefi þessi stendur við Hamra- borg og er sá eini á svæðinu. Ráða- menn í Kópavogi létu hafa eftir sér í DV fyrir skömmu að lagfæring símaklefans þá yrði síðasta tilraun til að halda honum í sómasamlegu ástandi. Nú er símaklefinn í molum og ekki útlit fyrir að vegfarendur í Hamraborg geti hringt í skjóli á næstunni. _hlh Símaklefinn við Hamraborg í rústum eftir helgina

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.