Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1988, Qupperneq 3
MÁNUDAGUR 8. ÁGÚST 1988.
3
dv________________________________________________________________________________Fréttír
Uppboðsbeiðnir skipta þúsundum:
Það er clýrt að gleyma
dráttawöxtunum
„Jú það er rétt að uppboðsbeiðnir
frá Gjaldheimtunni eru margar,"
sagði Jónas Gústafsson borgarfógeti
þegar DV spurði hann hvort rétt væri
að uppboðsbeiðnir vegna vangreiddra
fasteignagjalda eða dráttarvaxta
vegna þeirra heíðu borist embættinu.
Jónas sagði beiðnimar í ár skipta
þúsundum og staðfesti að oft væri um
lágar upphæðir að ræða, þ.e. dráttar-
vexti eingöngu: „Miöað við reynslu
fyrri ára má telja að margar beiðn-
anna séu vegna dráttarvaxta. Þó er
síður en svo um að ræða aö meiri-
Festi fingur
í rennibekk
Ungur maður, sem var við vinnu í
Vélvirkjanum í Bolungarvík á föstu-
dag, festi fingurinn í rennibekk.
Fingurinn skaðaðist mikið. Var maö-
urinn fluttur á sjúkrahús í Reykjavík
á föstudagskvöld, þar sem gert var
aö meiðslum hans. -hlh
SANITAS KYNNIR
í Y2 lítra dósum
— ó sama verði
og þær litlu!
Sanitas
sPooug SOtyl
Amarflug á uppleið!
Farþegar okkar verða strax
varir við aukna samkeppni.
hluti þeirra sé eingöngu vegna drátt-
arvaxta. Allir sem fengið hafa bréf frá
Borgarfógetaembættinu viðvíkjandi
uppboði eiga að hafa fengið hraðbréf
frá Gjaldheimtunni í júní.“ Jónas
kvað uppboðsbeiðnir frá Gjaldheimt-
unni vegna fasteignagjalda ævinlega
vera margar en sér sýndist þær þó
vera ívið fleiri í ár. „Flestir bregðast
fljótt við og um 75% skuldanna greið-
ast upp nokkrum dögum eftir að bréf-
in hafa verið send út frá okkur.“ - Á
fimmta þúsund hús- eða íbúöaeigend-
ur sem fengið hafa uppboðsbeiðnir
sendar, sleppa því ekki við ferð í
Gjaldheimtuna, vilji þeir ekki missa
heimili sín fyrir 800 krónur eða þar
um bil. Gíróseðill, greiddur of seint,
dregur ýmislegt á efdr sér.
akm
Ný rekstrarstefna
- betri afkoma
Það er engin launung að mörg
undanfarin ár hafa verið erfíð í
rekstri Arnarflugs.
Til þess að snúa dæminu við
var staða félagsins tekin til gagn-
gerrar endurskoðunar og ný
rekstrarstefna mörkuð; áhættu-
samt leiguflug var látið víkja og
megináherslan lögð á áætlunarflug
til Evrópu.
Önnur Boeing 737-200 þota er staðfesting á
öflugri markaðssókn félagsins.
Þessi endurskipulagning á rekstrinum hefur nú
sannað ágæti sitt og sýndu rekstrartölur fyrirtækisins
hagnað á síðasta ári.
Betri þjónusta með samkeppni
Reksturinn er kominn á rétta braut og bjart
framundan.
Arnarflug stefnir markvisst að því að verða leið-
andi á ýmsum sviðum þjónustu við flugfarþega á
íslandi eins og farþegar okkar hafa
þegar orðið varir við.
Nokkur dæmi um betri þjónustu:
• Farþegar okkar fá brottfarar-
spjald sem gildir alla leið á
áfangastað þótt skipt sé um vél.
Engin hlaup á flugvöllum
erlendis.
• Sætabiliðermeiraíallrivélinni.
Það jafnast á við „Business
Class“ annarra flugfélaga.
• Tollfrjáls verslun um borð.
• Fyrsta flokks þjónusta í mat og drykk.
Við erum ekki einir um hituna, heldur í hörku
samkeppni.
Þannig viljum við hafa það og því leggur allt
starfsfólk Arnarflugs hart að sér í vinnunni.
Það er staðreynd að samkeppni I flugi, eins og
öðru, tryggir neytendum meira val og betri þjón-
ustu.
Þess vegna er þörf fyrir Arnarflug.
ARNARFLUG #
- félag í samkeppni!
SÖLUSKRIFSTOFA ARNARFLUGS OG KLM AUSTURSTRÆTI 22 SÍMI 623060 SÖLUSKRIFSTOFA ARNARFLUGS LÁGMÚLA 7 SÍMI 84477