Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1988, Síða 4
4
MÁNUDAGUR 8. ÁGÚST 1988.
Fréttir
Séra Gunnar Bjömsson giftir:
Bíður safnaðarfundar
með óþreyju
Eins og fram kom í DV á laugardag
hefur séra Gunnar Björnsson haft
mikið að gera þrátt fyrir að búið sé
að reka hann úr starfi sínu við Frí-
kirkjuna. Á laugardag gaf hann sam-
an ung hjón í Háteigskirkju en hann
hefur einnig gert töluvert af að fram-
kvæma athafnir í Fríkirkjunni. Hef-
ur hann haft mikiö að gera við jarð-
arfarir, skírnir og giftingar aö imd-
anfornu.
„Ég bíö þess með óþreyjuað stjóm-
in fari að boða til safnaðarfundar og
hef gert í rúman mánuð eins og fleiri.
Þar vonast ég til að stuðningsmenn
mínir muni fjölmenna og vonandi
verður þá hægt að varpa skýrara
ljósi á allt þetta mál og ganga frá því
innan safnaðarins," sagði séra
Gunnar í samtali við DV.
Um þessar mundir eru stuðnings-
menn Gunnars að safna undirskrift-
um honum til stuðnings og liggja
slíkir listar frammi á Skóvinnustofu
Gísla Ferdinandssonar, Lækjargötu
6, og í versluninni Hárprýði í Miðbæ
við Háaleitisbraut. „Auk þess er öll-
um stuðningsmönnum mírtum vel-
komið að hafa samband við mig
heima,“ sagði Gunnar að lokum.
-gh
Séra Gunnar Björnsson að gefa
brúðhjónin, örnu Vignisdóttur og
Rúnar Þórissson, saman í Háteigs-
kirkju á laugardag. DV-mynd JAK
Asgeir B. Kristinsson i versluninni Sautján og Skúti G Jóhannesson {
Tékk-Kristal, tvelr af leigjendum Laxár i Kjós, með lax fyrir neðan Lax-
foss fyrir nokkrum dögum. DV-mynd Á.
Veiðifélagið Lax-á leigir
aftur Laxá í Kjós
„Árleigan mun hækka sem nemur vistitölunni,“ segir Ámi Baldursson
„Jú, það er rétt aö við höfum
gert samning um Laxá í Kjós suraa-
rið 1989 og var gengið frá því fyrir
nokkrum dögum," sagði Árai Bald-
ursson, einn af þeim sera leigja
ána, í samtali við DV í gærdag.
Hann hefur tekið ána aftur á leigu
með þeim Ásgeiri B. Kristinssyni
og Skúla G. Jóhannessyni annað
sumariö. „Þetta hefur gengið ákaf-
lega vel og þess vegna tókum við
ána á ieigu aftur. Þaö stefnir í met-
veiði í sumar og við erum bjartsýn-
ir með næsta sumar.
Þeir útlendingar sem komu til
okkar í sumar voru mjög hressir
með veiðina og ætla að koma aftur
næsta sumar. Við greiddum 15,8
miUjónir í sumar og það verður
visitöluhækkun á milli ára.
G. Bender
Vörusýning í Laugardalshöll:
Heimsins stærsta limósína í Höllimii
Eftir tæpan mánuð hefst í Laugar-
dalshöllinni 18. vörusýning Kaup-
stefnunnar hf. en þar verður um al-
menna fjölskyldusýningu aö ræða.
Sýningin hefst 1. september og stend-
ur til 11. þess mánaðar og ber heitið
Veröldin ’88 - innan veggja og utan.
Er um almenna neytendasýningu að
ræða og allt sem viðkemur heimilinu
er innan ramma sýningarinnar. Er
sérstök áhersla lögö á svefnherbergi
og stofur.
Ýmislegt verður annað en hin al-
menna sýning og sem dæmi má
nefna að hönnuð hefur verið 200 fer-
metra íbúð sem Stuðmennimir
Ragnhildur Gísladóttir og Jakob
Magnússon velja innbúiö í. Sérstök
skemmtidagskrá mun verða í gangi
á skemmtipalli og hingaö kemur
stærsta og fullbúnasta limósína í
heimi.
Bíllinn kallast „Ameríski draum-
urinn“ og er 18 metra langur á 16
hjólum. Vélarnar eru tvær túrbó 500
kúbika Cadillac. Bíllinn er fram-
hjóladrifinn og í honum er sundlaug
meö stökkbretti, heitur pottur,
vatnsrúm, lendingarpallur fyrir
þyrlu, gervihnattarskermur, krist-
alsljósakróna og ýmislegt fleira enda
er bíllinn 10 tonn að þyngd.
-JFJ
tiann er ekki amalegur, ameríski draumurinn sem hér sést en ætli hann
yrði ekki i erfióleikum með beygjur á íslenskum fjallvegum. Ef einhver
hefur áhuga á aö kaupa bílinn þá kostar hann einungis rétt rúmar 90 millj-
ónir króna.
í dag mælir Dagfari
Eins og lesendur muna kom í ljós
fyrir nokkru aö Landakotsspítali
var rekinn með umtalsverðum
halla. Tvö hundruð milljónir vant-
aöi upp á að endar næðu saman og
fjármálaráðherra var svo vondur
aö hann kallaði Landakotsmenn
síbrotamenn og hótaði gæslusveit-
um inn á spítalahn og kringum
hann til að koma í veg fyrir frekari
afbrot innan spítalaveggja. Sameig-
inlega lofuðu bæði heilbrigðisráð-
herra og fjármálaráðherra að
greiða upp tapiö á spítalanum ef
spítalastjómin lofaöi á móti aö ráð-
herramir hefðu eftirlit með rekstr-
inum. Þaö áttu gæslusveitimar að
gera.
Nú hafa Landakotsmenn svarað
fyrir sig. Þeir skUja ekki tilboðið
sem ráðherramir gerðu spítalan-
um og hafa óskað eftir viðræðum
við ráðherrana til að skiija þaö.
Landakotsmenn viðurkenna ekki
nein síbrot og segja að hallarekst-
urinn á spítalanum sé skuld ríkis-
sjóðs við spítalann og þeir þurfi
ekki aö þiggja neina gjafmildi af
hálfu ráðherra. Helst er aö skilja
að ráðherramir eigi að biðja spít-
alamerin afsökunar á ónæðinu og
borga reikningana orðalaust og
skipta sér ekki frekar af málinu.
Óbreyttir skattborgarar þessa
lands skilja ekki alltaf hvernig ráð-
herrar hafa leyfi til að verðlauna
afbotamenn fyrir sóun á almannafé
með því að greiða meira fé úr ríkis-
sjóði eftir því sem meiru er eytt.
En þetta mun hafa tíðkast átölu-
laust þrátt fyrir afbrot og síbrot.
Læknar og sjúkrahúsforstjórar eru
þar að auki göfugir menn sem líkna
og lækna veikt fólk. Þaö þykir því
sjálfsagt aö þeir eyöi peningum
eins og þeim sýnist, borgi sér laun
eins og þeim sýnist og segi hvað
sem þeim sýnist þegar ráðherrar
setja sig á háan hest.
Af þessum sökum dettur Landa-
kotsmönnum ekki í hug að ansa
jafnfáránlegu tilboði ráðherranna
og því að greiða halla á spítalanum
með skilyrðum. Annaðhvort greið-
ir ríkissjóður það sem upp á vantar
eða læknarnir og sjúkrahússtjóm-
in ganga út og skilja sjúklingana
eftir, lasburða og dauðvona. Ætlar
ríkisstjómin að bera ábyrgð á
fjöldamorðum fyrir það eitt að hún
timir ekki að borga læknastarfið?
Og ætlar ríkisstjórnin að hóta ein-
hverjum gæslusveitum inn á spít-
alann þegar hún veit að læknar
vinna ekki undir eftirliti og eru
yfir það hafnir að aðrir en þeir
spítalavink
sjálfir ráðskist með þeirra eigin
laun?
Nei, læknamir á Landakoti láta
ekki slíkt yfir sig ganga. Þeim er
meira annt um sjúklingana en rík-
issjóð og skilja ekki afskiptasemi
ráðherra af spítala sem þeir hafa
ekkert með að gera nema það eitt
aö borga reikningana sem lækn-
arnir setja upp. Landakotsmenn
eru móðgaðir, sármóðgaðir og ætl-
ast til að ráðherramir dragi tilboð
sitt til baka og útskýri nánar hvað-
an þeim komi leyfi til að skipta sér
af Landakoti.
Það versta við þetta er að ráð-
herrarnir móðguðust á móti. Sér í
lagi fjármálaráöherra sem hefur
ekkert við þá á spítalanum að tala.
Annaðhvort taka þeir tilboðinu eða
þeir taka ekki tilboðinu, segir Jón
Baldvin og er hinn versti. Landa-
kotsmenn móðguðust þá aftur og
upplýsa að þetta sé sosum ékkert
nýtt. Þeir hafi aldrei heyrt eða séð
ráðherrann, hann hafi aldrei látið
svo litið aö tala við Landakots-
menn, hvað þá aö leggjast þar inn,
og samt er hann að skipta sér af
spítalarekstrinum og þykist hafa
vit á honum!
Ekki er gott að sjá hvernig þessi
deila endar og ekki heldur hveijir
eru mest móögaðir. Kannski væri
ráð að leggja Jón Baldvin inn, ef
ske kynni að hann neyddist til að
ræða við læknana og læknarnir við
hann. En eftir stendur að ráðherrar
geta lent í miklum vandræðum
þegar þeir skipta sér af því þegar
spítalar fara tvö hundruð milljónir
fram úr fjárlögum. Þeir þurfa að
minnsta kosti aö útskýra það vel
og rækilega hvað þeim komi það
við. Annars móðga þeir læknastétt-
ina og sjúkrahússtjórnirnar. Mað-
ur móðgar ekki svo göfuga stétt að
ástæðulausu.
Þetta mál kennir fjármálaráð-
herra og reyndar þjóðinni allri að
tvö hundruð mfiljón króna um-
frameyðsla almannafiár þarfnast
ekki skýringar. Það er hitt sem
þarf að útskýra, hvað ráðherrar
eru að skipta sér af því.
Dagfari