Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1988, Side 6
6
MÁNUDAGUR 8. ÁGÚST 1988.
Sandkom
Myndbandastríð
á Akureyri
Grimmilegt
stríðgeisai'nú
á AkurevTi a
milliíjeirraað-
ilasemleigja
útmyndbónil
tiifólks.Mynd-
bandaieigurn-
arerumargarí
bænum.alltof
margaref
markamál>að
semhefurverið
að gerast að undanfömu. Uppasíð-
kastið hafa þeir sem þessa ieigu
stunda verið að hamast við að undir-
bjóða hvern annan og er óhætt að
segja að „gósentíð" hafi verið hjá
þeim sem nota þessa þjónustu mikið.
Sumar myndbandaleigumar bjóða
öll myndbönd fyrir 50 krónur. Aörir
hafa verið með verð eins og 30 krónur
og 20 krónur, og heyrst hefur um ein-
staka myndbandaleigur þar sem fá
má lánaðar myndir fyrir 10 krónur!
Sennilega gengur þetta ekki lengi, og
hætt er við að einhverjar mynd-
bandaleigumar „rúlli“ á næstunni.
Jón í stól Vals?
Núlíðursenn
aðþvíaðstjóm
KaupfélagsEy-
firðingataki
ákvörðunum
þaðhververði
næstikaupfé-
lagsstjóri, en
ValurÁrnþórs-
.sonsestístól
bankastjóra
Landsbankans
viðhhðSverris
Hermannssonar um næstu áramót
Altalað er á Akureyri, bæði innan
KEA og utan þess, að Jón Sigurðar-
son, forstjóri Álafoss, muni hreppa
síól Vals sem þykir Jeitur stóll“.
Allir aðilar verjast þó frétta af mál-
inu. Jón er „góður“ framsóknarmað-
ur, hann er maður sem Valur er sagð-
ur mæla með, hann er röggsamur
stj ómandi og þetta ásamt ýmsu öðra
er tahö munu ráða úrshtum. En ef
Jón fer ekki í stóhnn, sem þykir ólík-
legt, þá er tahð mjöglíklegt að Magn-
ús Gauti Gautason, Qármálastjóri fé-
lagsins, hljóti hnossið.
Landakotslæknar
Þessimunvera
dagsönruTveir
Landakots-
læknarvoruað
leikagolfáNes-
vehinumádög-
unumoggekk
misjaf'nlega.
Annárþeirra
hitti aldreí kul-
unasínaal-
mennilegaog
hinum varfar-
ið að blöskra og sagði skyndilega:
„Heyrðu vinur, Nú skalt þú ímynda
þér að golfkúlan sé höfuðið á Jóni
Baldvin ráöherra og við skulum sjá
h vort þetta batnar ekki hjá þér.‘‘ -
Og það stóð ekki á því. Hvert höggið
á fætur öðru skall á kúlunni af mikl-
um krafti og deginum var bjargaö.
„Flugvallarslag-
ur" i uppsiglingu?
Hætterviöþvi
aöþegar
íikvörðun verð-
urtekinumþað
áAlþingihvar
varaflugvöUur
fyrirmilh-
landaflugskuh
staðsettur,
komitilýmis
sjónarmið, þvi
margirvilja
þennanvöU
heim í sitt hérað. Nefnd, sem hefur
kannað máhð, mælti með Egilsstöð-
umogþará eftir Akureyri og Sauðár-
króki. Þingeyingar, sem vilja þennan
vöU í sitt heimahérað í Aðaldals-
hraun, hafa nú gefið í skyn að þeir
æth að setja pressu á þingmenn sina
um að berjast fyrir þá í þessu máli.
Hætt er við að vf ða verði pressað á
þingmennina og að umræður í þing-
inu geti oröið liflegar þegar máhð
kemur til kasta þingsins.
Ums]ón Gytfi Kristjénsson
Fréttir__________________________di
íbúar við Lágholtsveg kæra til byggingamefndar:
Frágangur ekki í sam-
ræmi við teikningar
- segja íbúar
Það er nokkuð hátt upp í bílskúrinn og íbúarnir segja hann vera upp á
annarri hæð enda komast bílar ibúanna ekki í húsaskjól. DV-mynd JÁK
„Það er fyrst og fremst samstöðu-
leysi íbúa sem ræður því að ekkert
hefur verið gert í þessu ennþá. Nú
hins vegar ætlum við að kæra það
að rennur og frágangur hér er ekki
í samræmi við teikningar til bygging-
arnefndar Reykjavíkurborgar. Fyr-
irtækiö er tveimur árum á eftir með
frágang á rennum, malbiki og niður-
faUi. Það er alltaf lofað að bæta úr
en aldrei staðið við það. Eitt besta
dæmið um handvömmina eru bíl-
skúrarnir en þeir eru nánast uppi á
annarri hæð, gólfið í þeim er 60-80
sentímetra yfir jörðu," sagði íbúi við
Lágholtsveg í Reykjavík.
Fyrirtækiö, sem byggði umrædd
húsakynni við Lágholtsveg, er Stein-
tak hf. en forstjóri þess er Vignir
Benediktsson. Vignir sagðist hafa
heyrt um einhverja óánægju en sagði
að mistökin væru frá hendi verk-
fræðinga fólksins en verið væri að
vinna að lagfæringu á pípulögnum
og hann væri að reyna að koma í
kring lagfæringu á niðurfóllum af
þökum. „Þetta með bílskúrana er
alveg rétt, þeir eru hærri en gatan.
Arkitektinn og byggingaryfirvöld
kasta þessu á miUi sín og snýst deilan
um 'pað hvort arkitektinn hafi fengið
réttan hæöarpunkt. Viö byggjum eft-
ir þeim hæðarkvóta sem við fáum frá
arkitektinum. Þetta mál er á við-
kvæmu stigi því borgin vUl leiðrétta
þetta með því að veita heimild fyrir
því að þarna verði einhvers konar
herbergi," sagði Vignir.
Um það að frágangur væri ekki í
samræmi við teikningar og kæruna
til byggingarnefndar sagði Vignir að
fiöldi kærumála kæmi fyrir bygging-
arnefnd á hverjum fundi frá
óánægðu fólki. Hann byggði ein-
göngu eftir samþykktum teikningum
og því myndi byggingamefnd ekki
hafa áhuga á að sinna því.
Fólk ofætlar
völd byggingaryfirvalda
„Teikningar eru almennt óljósar
og taka ekki á smáatriðum eins og
malbikun og efni. Við höfum því lítið
vald til að skipa mönnum að gera
eitthvað sem ekki er samkvæmt
teikningu. Fólk virðist oft halda að
við höfum meiri völd en er í raun.
Aðalatriðið er að ganga þarf tryggi-
lega frá samningum á mUli aðila þar
sem hlutir eru nákvæmlega tilteknir.
Þetta er erfiðast með hús sem eru í
smíðum, hvað þýðir til dæmis orðið
„fullklárað". Oft er kveðið á um aö
hús séu seld fokheld og fengið sUkt
vottorð um það frá okkur. Það þýðir
frá okkar hendi að húsið sé upp-
steypt, pappi sé á þakinu og búið að
loka gluggum, þess vegna með plasti.
Þetta segir ekkert um frekari frágang
eða fylgihluti," sagði Gunngeir Pét-
ursson, skrifstofustjóri hjá bygging-
arfulltrúa Reykjavíkurborgar.
Gunngeir sagði að fyrir lægi kæra
eins íbúa viö Lágholtsveg vegna frá-
gangs. Yrði sú kæra tekin fyrir næsta
fimmtudag á fundi byggingarnefnd-
ar. í bréfi íbúans væri vakin athygU
á óánægju annarra íbúa götunnar.
Sagði Gunngeir að væntingar kaup-
enda og samningsatriði þeirra við
seljanda í liúsakaupum, svo sem dag-
setningar, heyrðu ekki undir bygg-
ingarnefndina nema hugsanlega að
um væri að ræða skort á öryggi.
Um bílskúrana á „annarri hæð“,
sagöi Gunngeir: „Þaö gæti verið að
arkitektinn heföi fengið vitlausan
hæðarpunkt en það veröur að kanna
betur. Hins vegar verður það ekki
mikið mál aö fá leyfi fyrir herbergi
þama.“
-JFJ
Fjöldi manns safnaðist saman við Reykjavíkurtjörn á föstudagskvöld og fleytti kertum til minningar um fórnarlömb kjarnorkjusprengjanna er varp-
að var á Hirósíma og Nagasaki tyrir 43 árum. Safnaðist fólkiö saman um kl. 22.30. Fór þá fram stutt dagskrá þar sem Viðar Eggertsson leikari flutti
Ijóð meðal annars. Kertunum var síðan fleytt nákvæmlega á þeirri stundu er sprengjunni var varpað á Hírósíma. -gh/DV-mynd JAK
„Karlamir em alveg yndislegir"
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
„Ég kann mjög vel viö þetta starf,
sérstaklega eftir að ég var búin aö
venjast vinnutímanum,“ sagði Þór-
unn Alfreösdóttir, forstööukona í
veiöihúsinu Vökuholti viö Laxá í
Aðaldal, er DV leit þar inn á dögun-
um.
Þórunn hóf störf í Vökuholti 10.
júní í vor en undanfarin ár hefur hún
séð um mötuneyti grunnskólans á
Hallormsstað og einnig unniö á
Edduhótelum. Þegar okkur bar að
garði skömmu fyrir hádegi var mikið
um að vera í Vökuholti, Þórunn og
tvær stúlkur, sem vinna meö henni,
voru á þönum aö hafa til matinn og
sérstök þrif voru gerð á öllu húsinu
því um „skiptidag" var að ræða.
„Skiptidagarnir eru alltaf öðruvísi
en aðrir dagar,“ sagði Þórunn er hún
var beðin um að lýsa starfinu einn
dag. „í morgun fór ég á fætur klukk-
an hálfsex og fór þá að taka til morg-
unmatinn. Síöan fór ég að útbúa kalt
borð fyrir hádegið en við höfum allt-
af kalt borð í hádeginu fyrir þá sem
eru að fara á skiptidegi og þeir geta
þá gengið að þvi þegar þeir koma
inn. Þá gefst mér líka tími til þess
áður en þeir fara að gera upp við þá
fyrir fæðiö hér og húsgjaldið.
Ég vakti stúlkurnar klukkan átta
og þær fóru þá strax í að skipta á
rúmunum og taka allt húsið í gegn,
frá herbergjunum og alveg út í fiski-
geymslu. Þegar þessu öllu er lokið
liggur næst fyrir að taka á móti þeim
sem eru að koma og eiga að hefia
veiðar klukkan fiögur en viö tökum
alltaf á móti þeim meö kaffi og ástar-
pungum.
Þegar þeir nýkomnu eru famir til
veiöa, um klukkan fiögur, getum við
hvílt okkur til klukkan átta um
kvöldið en þá förum við aö taka til
kvöldmatinn. Viö erum alltaf meö
þríréttað á kvöldin, fiskiforrétt, steik
og eftirrétt, en í hádeginu erum við
yfirleitt með fisk. En þegar klukkan
er komin fram yfir miðnætti getum
viö farið að sofa.“
- Eru karlarnir fljótir að fara að sofa
eftir matinn eða „taka þeir í glas?“
„Yfirleitt setjast þeir niður inni í
setustofu og fá sér eitt glas eða svo á
meðan þeir ræða málin. Við skiptum
okkur aldrei neitt af þeim þá og þeir
eru nær undantekningarlaust fljótir
aö koma sér í háttinn enda þreyttir
eftir daginn."
- Hvað eru margir karlar hér í einu
hjá ykkur?
„Hér eru í hvert skipti 24 veiði-
menn því alltaf veiða tveir og tveir
saman. Þá kemur fyrir að eitthvað
er með af fólki þar fyrir utan. Karl-
amir eru alveg yndislegir og engin
vandamál .sem koma upp hér.“
- Og þú kannt vel við starfið?
„Já ég get ekki sagt annaö. Að vísu
gerir maður .gkki neitt nema að vinna
og sofa en þrátt fyrir það er aldrei
neitt „stress" hér. Við vitum alltaf
nokkurn veginn hversu stór hópur
kemur hingaö næst og svo rúllar
þetta svona áfram dag frá degi,“
sagöi Þórunn.
Þórunn í eldhúsinu ásamt aðstoðarstúlkum sínum.
DV-mynd gk