Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1988, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1988, Síða 8
8 MÁNUDAGUR 8. ÁGÚST 1988. Viðskipti Gengisreikningar bank anna eru lítt notaðir INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækurób. 25-26 Sparireikningar . 3jamán. uppsogn 24-28 Sp.Ab,- Sb 6 mán. uppsogn 26-30 Sp.Ab,- Sb.Vb 12mán. uppsögn 26-33 Úb.Ab 18mán.uppsogn 39 Ib Tékkareiknmgar, alm. 9-15 Ib.S- b.Ab Sértékkareikninqar 10-28 Vb.Ab Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 2 Allir 6 mán. uppsogn 4 Allir Innlánmeð sérkjörum 20-36 Lb.Bb,- Sp Innlán gengistryggð Bandaríkjadalir 7-7,25 Úb.Bb,- Ib.V- b,S- b,Ab Sterlingspund 9-9,75 Lb.Ab Vestur-þýskmork 3,75-4,25 Vb.Sb,- Ab.Úb Danskarkrónur 7.25-8,50 Vb.Ab, ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennirvíxlar(forv.) 38.5-39 Sp Viöskiptavixlar(forv.) (1) kaupgengi Almenn skuldabréf 41 Allir Viöskiptaskuldabréf (1) kaupgengi' Allir Hlaupareikningar(yfirdr.) 41-42 Ib. Útlán verðtryggð Bb.Sp . Skuldabréf 9.25-9,50 Ib.Vb Útlán til framleiðslu Isl. krónur 36-41 Úb SDR 8,50-9,25 Lb.Úb,- Sp.Bb Bandarikjadalir - 9,75-10,50 Úb.Sp Sterlingspund 12-12,75 Úb.Sp. Vestur-þýsk mork 5,25-7,25 Úb Húsnæðislán 3.5 Lifeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 56,4 4.7 á mán. MEÐALVEXTIR óverötr. júli 88 38,2 Verötr. júli 88 9,5 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitala ágúst 2217 stig Byggingavisitala ágúst 396 stig Byggingavísitala ágúst 123,9stig Húsaleiguvísitala Hækkaði8%1. júli. VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Avoxtunarbréf 1,7336 Einingabréf 1 3,184 Einingabréf 2 1,830 Einingabréf 3 2,034 Fjölþjóðabréf. 1,268 Gengisbréf 1,465 Kjarabréf 3.173 Lífeyrisbréf 1.601 Markbréf 1,662 Sjóðsbréf 1 1,539 Sjóðsbréf 2 1.359 Tekjubréf 1,522 Rekstrarbréf 1,2568 HLUTABRÉF Söluverð að lokinni jófnun m.v. 100 nafnv.: Almennar tryggingar 115 kr. Eimskip 269 kr. Flugleiðir 240 kr. Hampiðjan 116 kr. Iðnaðarbankinn 168 kr. Skagstrendingur hf. 158 kr. Verslunarbankinn 120 kr. Útgerðarf. Akure. hf. 123 kr. Tollvörugeymslan hf. 100 kr. (1) Viö kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki kaukpa viðskiptavíxla gegn 31 % ársvöxt- um og nokkrir sparisj. 30,5%. Skammstafanir: Ab = Alþyðubankinn, Bb = Búnaðarbankinn, lb = lðnaðar- bankinn, Lb= Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Úb= Útvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. Nánari upplýsingar um peningamarkaö- inn birtast i DV á fimmtudögum. - gefa bestu vextina við gengisfellingar Á gengisfellingartímum gefa geng- istryggðir sparireikningar betri vexti en venjulegir verðtryggöir reikning- ar í bönkum og sparisjóðum. Flestir bankar bjóða upp á svokall- aða gengisbundna innlánsreikninga þar sem álmenningur getur ávaxtað íslenskar krónur á reikningi sem fylgir erlendu gengi. Fáir nota þenn- an reikning enda gefur hann í góðu árferði, eins og undanfarið, minni ávöxtun en venjulegir verðtryggðir reikningar. Samkvæmt upplýsing- um Seðlabankans liggja um það bil 30 milljónir króna inni á gengis- tryggðum reikningum en þaö er að- eins brot af sparifé landsmanna. Ekki var farið að bjóða upp á geng- istryggða reikninga fyrr en um síö- Peningamarkaður ustu áramót. Eins og sést á meöfylgj- andi töflu hefði gengistryggður reikningur borið hærri vexti árin 1982 og 1984 en reikningar tengdir lánskjaravísitölu. Síðustu þrjú árin hafa stjórnvöld haldið gengi krón- unnar föstu og við þær aðstæður er hagstæðara að leggja fé sitt inn á venjuíegan verðtryggðan reikning. Gengisreikningur gefur bestu vext- ina þegar gengi íslensku krónunnar er fellt. í ár hefur gengi íslensku krónunnar verið fellt í tvígang og það breytir dæminu. Fyrstu sex mánuði ársins hækkaði SDR-reikningurinn um tæp 19% miðað við stöðuna um síðustu áramót en lánskjaravísitalan hækkaði á sama tíma um rúm 12%. Of seint að græða núna Yfirvofandi gengisfelling á næstu dögum eða vikum gæti freistað margra til að færa fé sitt yfir á geng- isbundinn reikning. Þaö er þó of seint í rassinn gripið því gengisbundinn reikningur er þeim ókostum búinn aö hann tengist ekki genginu fyrr en eftir 21. dag þess mánaðar sem lagt var inn á hann. Þetta þýðir að ef lagt væri inn á gengistryggðan reikning núna myndi upphæðin aöeins bera nafn- vexti, um 6%, á því gengi sem í gildi var 21. júlí. Gengisfelling fram að 21. ágúst myndi ekki hækka verögildi peninganna. Ef gengisfelling verður eftir 21. ágúst myndi hins vegar myndast gengishagnaður. Tveir reikningar Hægt er að velja um tvenns konar gengisbundna reikninga. SDR-reikn- ingar taka mið af gengi gjaldmiðla Bandaríkjanna, Japans, Vestur- Þýskalands, Ítalíu, Kanada, Frakk- lands og Bretlands. Hinn reikningur- inn er tengdur ECU en það er mynt- bandalag Evrópuþjóöanna, að Bret- landi undanskildu. Reikningarnir lúta sömu reglum og eru bundnir til 6 mánaða í senn. pv SDR reikn. 0 Lánskjarav.t. C 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988 ^ Taflan sýnir hækkanir á gengi SDR annars vegar og lánskjaravísitölunnar hins vegar síðustu sex árin. Fyrstu sex mánuðir 1988 eru einnig teknir með. Þegar gengið er fast hækkar lánskjaravísitalan meira en við gengis- fellingar snýst dæmið við. Þá borgar sig fyrir sparifjáreigendur að flytja peningana sína af verðtryggðum reikningum yfir á SDR-reikning. Grætt á gengisfellingu Efþú átt peninga inni á gjaldeyr- isreikningi geturöu grætt tvöfalt á gengisfellingu. Gengisfellingin sjálf gefur þér gengishagnað og ef þú skiptir gjald- eyrinum strax eftir gengisfelling- una i krónur og leggur peningana inn á einhvem þeirra fjölmörgu verðtryggðu reikninga sem bankar bjóða upp á mun verðbólgan í kjöl- far gengisfellingarinnar skrúfa upp lánskjaravísitöluna seminnstæðan er tengd við. Þegar uppi er staðið hefur gengis- feiiingin í tvígang lagst viö þá upp- hæð sem var á gjaldeyrisreikn- ingnum. Við skulum taka dæmi af heild- salanum Halla sem á hundrað þús- und kall í gjaldeyri og góð sam- bönd. Hann fréttir af áformum fé- laga sinna í stjómarráöinu um að fella gengið uni 15%. Halli heildsali hættir við að eyöa hundrað þúsund kallinum í einhverja vitleysu og leggur upphæðina inn á gjaldeyris- reikning. GengisfeEingin verður að vera- leika og Halli fær 15.000 krónur og rúmlega það í gengishagnað. „Best að trompa þessar krónur," hugsar Halli og leggur 115.000 á verð- tryggðan reikning. Næstu einn eða tvo mánuði síast gengisfellingin út í verðlagiö og lánskjaravísitalan hækkar kannski um 8%. Þegar upp er staðið tekur Halli út úr bankanum 125.000 krónur og bölvar yfir því að hafa ekki haft meira fé handbært fyrir gengisfell- ingu. -pv Ferskfisksala í Bretlandi: Gott verð í síðustu viku I síðustu viku voru seld 1300 tonn af íslenskum ferskfiski á mörkuðum í Bretlandi. Gott meðalverð fékkst fyrir aflann eða rúmlega 80 krónur fyrir kílóið. Sá afli, sem seldur var í Bretlandi í síðustu viku, var nær eingöngu þorskur og ýsa en þær fisktegundir seljast einna best á þeim markaði. Aflamagniö er tvöfalt meira en stjórnvöld töldu heppilegt að væri ílutt út á viku, þegar útflutningstak- markanir voru settar á í byrjun júlí. Reglurnar kváðu á um að aðeins skyldu flutt út 600 tonn af þorski og ýsu vikulega. Eftir að reglur ráðuneytis tóku gildi hefur útflutningur vaxið jafnt og þétt samtímis sem markaösverð fisksins hefur veriö prýðilegt. í síðustu viku fóra rúm 800 tonn ísfisks á Bretlandsmarkað og meðal- verðið var 80,82 krónur fyrir kílóið. 149 tonn af ýsu seldust til dæmis að meðaltali á rúmar hundrað krónur kílóið. Ein fjögur skip sigldu á Bretland Gg gerðu góða sölu nema hvaö togar- inn Ásgeir RE 60 fékk lágt verð fyrir tæp 200 tonn af þorski á markaönum í Hull á mánudaginn. Togarinn fékk aðeins rétt rúmar 60 krónur fyrir kílóið á meðan önnur skip seldu kíló- iö á bilinu 75-85 krónur. Getgátur voru um að umboösfyrirtæki togar- ans hefði stundað vafasöm viðskipti meö aflann. Enn hefur ekkert verið staðfest sem hnígur í þessa átt. Sú skýring þykir sennilegust að óvanir löndunarmenn hafi farið illa með fiskinn og hann þess vegna fallið í verði. pv Ohagstæður vöru- skiptajöfnuður í síðustu viku voru 800 tonn af gámafiski seld á mörkuðum í Bretlandi. Fyrstu fjóra mánuði ársins var vöruskiptajöfnuður við útlönd óhag- stæður um tæpar 400 milljónir króna. Á sama tíma í fyrra var vöru- skiptajöfnuður við útlönd hagstæður um tæpan milljarð, reiknað á fóstu gengi. Þetta kemur fram í fréttatil- kynningu Hagstofu íslands. Óhagstæður vöruskiptajöfnuður var hvað mestur á fyrstu mánuöum ársins. í apríl var flutt út meira en nemur innflutningi og var munurinn rúmur milljarður. Sem fyrr eru sjávarafurðir stærst- ur hluti útflutnings íslendinga og var hann 75% af útflutningi fyrstu fjóra mánuði ársins. Verðmæti sjávar- fangs minnkaði um 2% miðaö við sama tíma í fyrra. Landsmenn fluttu inn vörur sem era að verðmæti 10% hærri en í fyrra. pv

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.