Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1988, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1988, Side 9
MÁNUDAGUR 8. ÁGÚST 1988. 9 Utlönd Vopnaðir menn veittu í gær tveim langferðabifreiöum fyrirsát í Natal- héraði í Suður-Afríku og myrtu fimm blökkumenn sem voru farþegar í bif- reiðunum. Þetta er eitt alvarlegasta tilvikið í valdabaráttu þeirri sem staðið hefur milli einstakra hópa herskárra blökkumanna í Suður- Afríku undanfarna mánuði. Lögreglan í Suður-Afríku sagði í gær að sex farþegar hefðu verið særðir alvarlega í fyrirsátinni. Árásin átti sér stað við bæinn Mpu- malanga en það er einn margra bæja í sveitum S-Áfríku þar sem innbyrðis átök þeldökkra geisa hvað harðast. Að minnsta kosti þrír til viðbótar féllu um helgina í átökum þessum sem nefnd hafa verið Zulu-stríðið. Alls kostuðu átök þessi tuttugu og tvö mannslíf í síðustu viku. Talið er að á síðastliðnum tveim árum hafi þau kostað meira en sex hundruð manns lífið. Lest- arslys Einn maður lét lífið og sjö slös- uðust alvarlega á laugardag þeg- ar stjórnlaus jámbrautarlest ók á stólpa í járnbrautarstöð í París. Þetta er í annað sinn á skömm- um tíma sem alvarlegt lestarslys veröur í Prakklandi en fyrir lið- lega mánuði létu fimmtíu og sex manns lífið þegar tvær lestir rák- ust saman í Gare de Lyon. Yfirmaður lestarkerfxs Frakk- lands sagði í gær af sér vegna slysanna. Forseti í flug- slysi Quett Masire, foseti Afríkuríkisins Botswana, meiddist í gær þegar for- setaþota hans varð að nauðlenda í Angóla. Að sögn fréttastofunnar í Botswana sprakk annar af hreyflum þotunnar í loft upp og rifnaði frá henni þegar hún var á flugi í þrjátíu og fimm þúsund feta hæð. Tveir af ráðherrum ríkisstjórnar landsins meiddust einnig við nauð- lendinguna. Fréttastofan sagði í gær að forset- inn hefði verið lagður inn á sjúkra- hús í Luanda, höfuðborg Angóla. Masire forseti var á leið til Luanda þar sem hann ætlaði að sækja fund leiötoga -Angóla, Mozambique, Tanzaníu, Zambiu og Zimbabwe í dag. HANDHÆG TÆKI FYRIR HEI/VilLIÐ, BILINN EÐA SUMARBÚSTAÐINN Handryksugur □ Ávallt handbærar □ Þráðlausar og þægilegar □ Endurhleðslutæki fylgir □ Festanlegt statíf HANDVVAC Verð kr.1 .200 TURBO RAFMAGNS SKRÚFJÁRN m/endurhleðslutæki Verð kr.1 .200 ryksuga-LUKT POWER VAC Verð kr.1 .500 DC-100 BÍLÚTVARP Verð kr.1 1 .070 SANTO RYKSUGA STREAMLINE VAC Verð kr.1 .300 W85699 SAMBYGGT SJÓNVARP/ÚTVARP/KLUKKA fyrir heimilið, bílinn... SANTO AVANTI HÁRKLIPPUR Verð kr.1 .250 Verð kr.1 2.331 twm ^ SAMBANDSINS ÁRMÚLA3 SÍMAR 6879/0-68 /266 BYGGINGAVÚRUVERSLUN SAMBANDSINS KRÓKHÁLSI 7 SÍMI 8 20 33 OG KAUPFÉLÖGIN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.