Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1988, Side 11
MÁNUDAGUR- 8. ÁGÚST 1988.
11
Utlönd
Geislavirka
sennilega til
moldin fer
síns heima
Besti aldur
karl-
mannsins
Gizur Helgason, DV, Reersnæs
Besti aldurinn hjá karlmönnum
er þrjátíu og þijú ár. Þetta segir
félagssálfræðingur frá Berlín,
Haselhoff aö nafni.
Haselhoff útskýrir staöhæfingu
sína með því aö karlmenn á þeim
aldri hafa yfirleitt fundið sér lífs-
tíöarvinnu og stofnaö fjölskyldu.
Fram að þrítugsaldrinum er karl-
maðurinn oft að afla sér mennt-
ynar og frá tjörutíu ára aldrinum
reynir hann að koma sér áfram í
sinni framtíðarstöðu. Um fimm-
tugsaldurinn hefst svo leitin að
tapaðri æsku.
Vestur-
þýskir
bflar hækka
í verði
Gizur Helgason, DV, Reersnæs
í V-Þýskalandi eru það aðallega
þrjár bifreiðategundir sem keypt-
ar eru sökum mikilla gæða, lan-
grar endingar og áratuga gæðast-
impils. Hér er um að ræða Merce-
des Benz, Audi, sem af sumum
er talinn standa feti framar en
Benzinn, og svo BMW. Nú hafa
Audi og BMW verksmiðjumar
hækkað verksmiöjuverð bifreið-
anna um 1,7 prósent og hefur það
vafalaust um og yfir þriggja pró-
senta hækkun í fór með sér á
heimsmarkaðnum.
Sela-
dauðanum
linnir ekki
Gizur Helgasori, DV, Lundi
Seladauðinn við strendur Sví-
þjóðar heldur áfram. Daglega má
sjá í sjónvarpinu hóstandi og
deyjandi seli.
Sænskur vísindamaöur hélt því
fram í fyrradag að það sé dioxine
sem brýtur niður ónæmiskerfi
selanna og að aðdragandi dauða
þeirra sé ekki ólíkur sjúkdómn-
um eyðni. Lennard Hardell lét
jafnframt í ljósi áhyggjur sínar
að seladauðinn væri aðeins byrj-
unin á því sem koma muni ef
ekki tekst að stöðva mengunina
í umhverfinu. Á eftir selunum
kunni röðin að koma að mannin-
um.
Gífurlegur seladauði við Norð-
ursjávarströnd V-Þýskalands
hefur einnig kallað á viðbrögð
þar í landi. Umhverfismálaráð-
herrann Töpfer hefur krafist þess
að um fimm hundruð milljöröum
íslenskra króna verði varið til
þess að hreinsa Norðursjóinn.
fjöldi
tímarita
tvöfaldast
Gizur Helgason, DV, Reersnæs
V-Þjóðverjar lesa mikið af tíma-
ritum. Hafir þú áhugamál þá ert
þú og viss um að geta fundið tíma-
rit sem eingöngu fjallar um þitt
hugðarefni.
í dag blómstrar v-þýski tíma-
ritaheimurinn meira en nokkurn
tíma áður. Þar eru nú útgefin 445
mismunandi tímarit en fyrir tíu
árum var fjöldinn 259.
Gizin Helgasan. DV, Reersnæs:
Danska leiguskipið, MS Peters-
berg, sem nú liggur fyrir akkeri í
Bosporus-sundi með lestír fullar af
geislavirkri mold, verður sennilega
aö sigla til lestunarhafnar aftur
með moldina.
í fjórar vikur hefur skipið reynt
aö losna við úrganginn á hinum
ýmsu höfiium við Svartahafið ep
ekkert gengið. Um borð i skipinu
eru 1300 tonn af hættulega geisla-
virkri mold frá efnaverksmiðju í
Vín sem nú er hætt störfum.
Vestur-þýska utanríkisráöuneyt-
iö hefur nú sent eitursérfræðinga
til skipsins og ef moldin reynist
hágeislavirk verður skipinu snúið
á ný tíl Vínarborgar með farminn.
SQNY VIDEO-8
NÝ TÆKNI
PfRIR
NÚTÍMAFÖLK
Video-8 videomyndavéla-
kerfið frá Sony fer nú sigurför
um heiminn og fjölgar þeim
stöðugt framleiðendunum
sem veðja á video-8 sem
framtíöarmyndavélakerfið,
enda skiptir ekki máli hvaða
myndbandstæki eða sjón-
varpstæki þú átt, video-8
passar
PASSAR VIÐ ÖLL TÆKI.
Þar sem myndavélin er iíka
afspilunartæki er hægt að
tengja hana við öll sjónvarps-
tæki og sýna beint af vélinni
eða tengja við heimilismynd-
bandið og ,,klippa“, þ.e.a.s.
færa á milli þau atriði sem
þið viljið varðveita af
upptökunni eða búa til eintök
til að senda vinum og
vandamönnum.
INNBYGGÐUR SKJÁR.
Allt sem er tekið upp sést
jafnóðum i innbyggðum skjá
þannig að það fer aldrei á
milli mála hvað er veriö að
gera. Þá er skjárinn Ifka
notaður í afspilun og skiptir
þá ekki máli hvort þú ert
uppi á Vatnajökli, í miðri
Sahara eða bara niðri við
Tjörn. Þú getur hvenær sem
er skoðað upptökurnar á
staðnum.
Einnig gefur innbyggði
skjárinn upplýsingar um allar
gjörðir vélarinnar ásamt
upplýsingum um birtu,
rakastig, ástand rafhlöðu og
svo framvegis.
TÍMA- 0G
TITLAINNSETNING.
Hægt er á einfaldan hátt að
setja inn á upptöku daginn,
mánuðinn, árið, klukkutimann
og minúturnar (t.d.
21.08.88/19:30:00). Eftir að
einu sinni er búiö að stilla inn
dagsetningu og tíma er
hvenær sem er hægt að
kalla upplýsingarnar fram
aftur þvi klukkan gengur þótt
slökkt sé á vélinni. Einnig er
hægt að setja titil inn á
mynd, t.d. Sigga 5 ára eða
Jólin 1988 og velja umátta
liti i letrið.
SJÁLFVIRKUR FÚKUS.
Er myndin í fókus eða ekki?
Á Sony CCD-V50 þurfum við
ekki að hafa áhyggjur af
svoleiðis hlutum eða þá
birtu-og hvitustillingu
þvi hægt er að hafa allar
stillingar sjálfvirkar og sér þá
vélin um að allt sé rétt, þú
þarft bara að fylgjast með þvi
sem þú ert að taka upp.
Vélin sér um afganginn.
Ótrútega
litlar spólur 9,4 cm
á breidd og 6 sm á hæð.
Fáanlegar 30 min., 60 min.,
120 min. og 180 mín.
Sex sinnum Zoom linsa.
Sjálfvirkur og handvirkur
fókus.
CCD myndrásir.
Þriggja tíma upptökuspólur.
Innbyggður hljóðnemi.
Tengi fyrir aukahljóðnema.
Ljósnæmi 12 lux.
Heyrnartólstengi.
Sjálfvirk og handvirk hvitu-
viðmiðun.
Stafrænt (digital) minni til
texta og myndinnsetninga.
Hreinar myndklippingar.
Hrein myndinnsetning.
VERÐ 76.860 STGR.
JAPISS
• BRAUTARHOLT 2 ■ KRINGLAN ■
■ SÍMI 27133 ■
■ AKUREYRI ■ SKIPAGATA 1 ■
■ SÍMI 96-25611 ■