Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1988, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1988, Blaðsíða 35
MÁNUDAGUR 8. ÁGUST'1988. 47 Sviðsljós Grillveisla í Borgamesi beina útsendingu úr garðinum og sá starfsfólk hennar um ásamt Lio- nessum að halda uppi fjörugum leikjum og góðri skemmtun fyrir börri og fullorðna. Einnig tók hljómsveitin Turbo lagið öðru hverju. Þetta er eins og fyrr segir gott framtak hjá Lionessum i Borgar- nesi sem nýtur mikilla vinsælda. Stefán Haraldsson, DV, Borgamesi: Lionessuklúbburinn "Agla stóð fyrir mikilli grillveislu í Borgamesi nýlega. Veislan, sem fram' fór í Skallagrímsgarði í steikjandi hita og glaðasólskini, var mjög vel sótt af Borgnesingum og ferðafólki og töldu Lionessur að sjö til átta hundruð manns hefðu notið veit- inga þeirra. Stefna Lionessur að því að gera grillveislu þessa að árlegum við- burði, þar sem þessi uppákoma hefur notið gífurlegra vinsælda heimamanna og ekki síður þess ferðafólks sem er á ferð í héraðinu, en mikill ferðamannastraumur er nú hér um slóðir. Ýmsar uppákomur voru á meðan á grillveislunni stóð, þar á meöal var útvarpsstöðin Stjarnan meö Fyrst byrjar maður á því að kíkja milli handanna til að sjá hvort ekki sé örugglega verið að horfa á mann. Þá er óhætt að setja upp svip. Smástútur á varirnar. Hvernig finnst ykkur þetta? Lítill senuþjófur * Börn eru og verða börn. Skiptir þá engu þótt um konungborna krakka sé að ræða, það hafa strákar Díönu og Karls sannað og nú er það Madel- eine Svíaprinsessa sem setti upp svip fyrir ljósmyndarana. Viktoría, stóra systir hennar, átti nefnilega ellefu ára afmæli og Madeleine hefur þótt algjör óþarfi að Viktoría væri bara í sviðsljósinu. Tók hún sig því til og stal senunni að því er sænsk blöö herma. Nú, ef ykkur líkaði sá fyrri ekki, hvernig er þá þessi? Stóri bróðir, Karl Filip, mun hafa verið lærimeistarinn. Æi, þaö er ekki hægt að vera með Og þá látum við þessu lokiö i bili. puttana f munninum endalaust. Þaö eru alltof margir farnir að horfa á mann. fullkomnuð með Bertolli ólífuolíu Innflutningur og dreifing á góöum matvörum Isalatið, grænmetið, forréttinn eða til að steikja úr. Góður matur þarfnast góðrar ólífuolíu, sem heitir Bertolli. Bertolli er 100% hrein ólífuolía og án kólestols. Bertolli ólífuolían er ein mest selda ólífuolía í heimi og gerir nú víð- reist í íslenskum sælkeramat. Þú velur vel með Bertolli ólífuolíu. © VÖRUMIÐSIDÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.