Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1988, Page 40

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1988, Page 40
52 MÁNUDAGUR 8. ÁGÚST 1988. Jarðarfarir Hrafnborg Guðmundsdóttir, Hvassa- leiti 48, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 9. ágúst kl. 15. Steingrímur örn Steingrimsson, Hlíðargötu 13, Neskaupstað, verður jarðsettur þriðjudaginn 9. ágúst kl. 13.30 frá Fossvogskirkju. Gústaf M. Guðmundsson, Réttar- holtsvegi 93, lést í Borgarspítalanum 27. júlí sl. Jaröarfórin hefur farið ' fram í kyrrþey. Ásta Sigvaldadóttir Jónsson, Ham- arsstíg 12, Akureyri, verður jarð- sungin frá Akureyrarkirkju þriðju- daginn 7. ágúst kl. 13.30. Málfríður Sigurðardóttir, Þórólfs- götu 12a, Borgarnesi, verður jarð- sungin frá Borgarneskirkju þriðju- daginn 9. ágúst kl. 14. Ólafur Jóhann Sigurðsson, rithöf- undur, Suðurgötu 15, verður jarð- sunginn frá Dómkirkjunni í Reykja- vík þriðjudaginn 9. ágúst kl. 13.30. Útför Guðlaugar Valdimarsdóttur talsímavarðar, Rauðalæk 35, verður gerð frá Fossvogskirkju í dag, 8. ágúst, kl. 15. Menrting Norrænt Bengt S. Eriksson - Víðidalur í Noregi. Nú um helgina var opnuð á göngum Kjarvalsstaða sýning 50 ljósmynda eftir sænskan mann, Bengt S. Eriksson. Þetta eru mynd- ir af landslagi eða smáatriðum í náttúrunni, svo sem steinum og. grösum. Myndirnar eru teknar á norðlægum slóðum, þ.e. í Skandin- avíu og á Bretlandseyjum, í Fær- eyjum og hér á íslandi. Bengt Eriksson er fæddur árið 1948 og hefur stundað ljósmyndun í tvo áratugi. Hann mun vera kunn- ur ljósmyndari í heimalandi sínu og hefur haldið margar einkasýn Ljósmyndir Davíð Þorsteinsson ingar og unnið til ýmissa viður- kenninga og verðlauna. Myndir hans eru allar í lit'og eru flestar teknar á 6x6 cm mynd- format en nokkrar á 35 mm filmu. Þær viröast kópíeraðar með cibac- hrome tækni sem gefur sterka og mettaða Uti með mikilh skerpu. Tæknileg gæði myndanna eru mik- il og bera vott um vandvirkni og kunnáttu. Þeir sem hafa ánægju af náttúru- Ijósmyndum munu njóta þess að skoða þessa sýningu. Ljósmyndar- inn takmarkar sig yfirleitt við þröngt sjónsvið annaðhvort í nær- mynd eða þá með aðdráttarlinsu úr fjarlægð og stillir litrófi mynd- anna mjög í hóf. Vegna þessarar hófsemi verða heildaráhrif sýning- arinnar ekki óreiða og leiði eins og svo oft vill brenna við á litmynda- sýningum. Ennfremur er lofsvert að hér er um raunverulegar lit- myndir að ræða; flestar myndanna lifa fyrir lit sinn en væru áhrifa- minni í svarthvítu. Sem dæmi um þann góða árangur sem Eriksson nær meö ströngum aga má benda á þijár myndir sem allar eru nær einlitar, blátóna. Þetta eru myndir nr. 26 frá Víðidal í Noregi, nr. 29 af Heimakletti og nr. 31 af skófum á steini, allar mjög hreinar og fallegar. Enn mætti nefna mynd nr. 36 frá sænsku vatni, dökkbrún og korngul sterk mynd. Víða notar Eriksson sér óvenjuleg birtuskilyrði til að magna upp áhrif, svo sem í nr. 7 af Seljalandsfossi og nr. 22 úr Land- mannalaugum. Dæmi um það þeg- ar honum tekst vel upp í nærmynd er nr. 47 af blálilju í sandinum við Dyrhólaey og nr. 14 af steinfléttum abstraktform í finlegum tónum. Ekki eru allar nærmyndanna þó jafnvel heppnaðar. Mér þótti ekki mikið koma til mynda eins og nr. 11 af sóldögg og 17 af rabarbara. Slíka hluti hefur maður séð betur útfærða af öðrum, auk þess sem litirnir eru heldur velgjulegir. í stöku tilfellum tel ég að betri mynd hefði náðst með því að sleppa litn- um taka í svarthvítu til dæmis í mynd nr. 34 af vindsorfinni jörð og skýjafari við Mývatn; ef aukaatriði eins og blámi himinsins hefðu þar verið látin víkja fyrir grátón hefði formiö talað þeim mun sterkar. Ljósmyndun í lit gefur tiltölulega „raunsanna" mynd af veruleikan- um, a.m.k. ef miðað er við tækni eins og vatnsliti eða blek. Þetta er bæði styrkur hennar og veikleiki. Með nútímatækjum er tiltölulega einfalt úrvinnsluatriði að taka „fallega" ljósmynd af failegu mótífi enda er til nóg af slíkum myndum sem aðeins eru eins konar uppbót fyrir að vera ekki á staðnum eða auglýsing til að selja land. Það að ljósmyndun er að vissu marki vél- ræn afritun af mótífi gerir mynda- smiðnum hins vegar erfiðara að skyggnast bak við yfirborð hlut- anna og tjá hið ósýnilega. Að mín- um dómi er Bengt Eriksson ágætur fagmaður en er hann skyggn? Davíð Þorsteinsson Andlát Poodlehundur í óskilum Þessi litli poodlehundur er enn ófundínn. Hann týndist nálægt Hraunfossum í Borgarfiði. Konan sem hringdi í síma 52401 og sagðist hafa ekið yfir hann er vinsamlegast beðin um að hringja í sama síma aftur. Guðlaug Högnadóttir, Austurgötu 9, Hafnarfirði, lést að kvöldi 5. ágúst. Ingibjörg Thors andaðist 5. ágúst. Jónas Haraldsson, Völlum, Skaga- firði, lést í sjúkrahúsi Skagfirðinga '5. ágúst. Hlutavelta Þessir krakkar héldu nýlega hlutaveltu í Smáibúðahverfinu til styrktar Rauða krossi íslands og söfnuðu þau alls 2.820 krónum. Þau heita frá v.: Telma Sæ- mundsdóttir, Þorbjörg Gunnarsdóttir, Jón Andrés Gústafsson og Elmar Sæ- mundsson. á laugardögum Á bílamarkaði DV á laugardögum auglýsir fjöldi bílasala og bílaumboða fjölbreytt úrval bíla af öllum gerðum og öllum verðflokkum. Auglýsendur, athugið! Auglýsingar í bílakálf þurfa að berast í síðasta lagi fyrir kl. 17.00 á fimmtudögum. Ofris-flokkurinn á ferð og flugi Hljómsveitin Ofris frá Suðumesjum geröi viðreist um verslunarmannahelg- ina í þeim tilgangi að auglýsa fyrstu hljómplötu sína sem stefnt er á að komi út nú seinnipart ágústmánaðar. Á fóstu- dagskvöldinu spilaði hún í Galtalækjar- skógi, á laugardag í Vík í Mýrdal og á sunnudagskvöldinu á þjóðhátið Vest- mannaeyja. Þar sem hljómsveitin á vax- andi vinsældum að fagna, tókust tónleik- ar þessir í alla staði vel. Hljómsveitina skipa: Magnús Þór, bassi, Víglundur Lax- dal, básúna, Þröstur, gitar og söngur, Kristján Manna, saxafónn og píanó, Kristin Gerður, söngur, Veigar, trompet, og Helgi, trommur. Hljómplatan, sem ber nafnið „Skjól í skugga", inniheldur 15 lög, útgefandi er Hljóðaklettur, en dreif- ingu annast Skífan. Á meðfylgjandi mynd vantar þá Víglund Laxdal og Veigar Mar- geirsson. Umferðarreglur eru til okkar vegna —Virðum reglur vörumst slys. yUMFEFffiAR RAÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.