Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1988, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1988, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1988. 5 ______________________________________Fréttir Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra: Niðuríærsluleiðin evfið - spuming hvort hún dugir til að höggva á vítahring verðbólgunnar „Ég tel aö það sé margt í umhverf- inu nú sem geri niðurfærslu vanda- samari en áður. Hins vegar stöndum við frammi fyrir efnahagsvanda enn á ný sem er þeirrar gerðar að það má enga fyrirhöfn til spara ef á að vinna bug á þeim vandræðum," sagði Jón Sigurösson viðskiptaráðherra aðspurður hvað það væri í umhverf- inu sem gerðl niðurfærslu nú álit- legri kost en þegar henni hefur verið hafnað á undanförnum áratugum. „Það sem hefur breyst er að ákvarðanir um laun, verðlag og fjár- magnskostnað eru miklu dreiíðari en áður. Hlutur niðurgreiddrar vöru er miklu minni en árið 1959 þegar kjarninn í niðurfærsluaðgerðunum var að auka mjög niðurgreiðslur á sama tíma og kaupið var lækkað. Á þessum þætti hafa menn alls ekki sömu tök og áður var. Þá var álagn- ing algerlega bundin og hámarks- verð var í gildi á mörgum vöruflokk- um. Á launamarkaði er líka miklu meiri dreifing ákvarðana nú en áður. Þetta mælir gegn þessari hugmynd. En það er mikið í húfl að leita nýrra leiða því mörgum stendur ógn af því að fara alltaf sömu kollsteypuna.“ - Telur þú þessa leið færa þrátt fyr- ir aö hún sé torfærari en á þeim tím- um þegar henni var hafnað? „Það er varla hægt að taia um málið út frá einu saman oröinu. Ég tel að það þurfi að fylgja svo miklu meira með til þess að menn geti tek- ið afstöðu með eða á móti. En hug- myndin sem slík er náttúrlega dálítið óreynd. En spurningin, sem mér skiist aö ráðgjafamefnd forsætisráð- herra velti nú mjóg fyrir sér, er hvort niðurfærsla sem uppistaða í víð- tækum efnahagsaðgerðum geti kom- ið til greina við okkar aðstæður. Þetta tel ég að sé spurning sem alis ekki verður svarað fyrr en menn sjá vefinn í heild og það sem í hann er ofið en ekki bara uppistöðuna, hvort þarna næst í senn jafnvægi í efna- hagsmálum og sanngirni í niðuijöfn- un byrðanna sem þarf að leggja á tii þess að ná þessu jafnvægi. - Værir þú tilbúinn til þess að standa að ákvörðun um takmörkun á frjálsri vöruverðsmyndun og frjálsrl álagningu í tengslum viö efnahagsaðgerðir sem hefðu niður- færsluna að uppistöðu? „Það fer allt eftir því hvernig máhð verður í heild upp sett. Það er enginn tilbúinn til þess að hverfa aftur til fortíðar með miðstjóm á verðlagi, launum og fjármagnskostnaöi í fast- reyrðum skorðum. Hins vegar er Gunnar Ragnars sótti um forstjórastöðu UA Gunnar Ragnars, forseti bæjar- stjómar Akureyrar og forstjóri Slippstöðvarinnar á Akureyri, er á meðal 14 umsækjenda um stöðu for- stjóra Útgerðarfélags Akureyringa hf. Sjö umsækjendanna óskuðu nafn- leyndar. Umsækjendur auk Gunnars eru þessir; Ásgeir Amgrímsson, skrif- stofumaöur hjá ÚA, Elvar Einarsson, Höfn í Hornafirði, Finnbogi Alfreðs- son, framkvæmdastjóri í Reykjavík, Guðmundur Reykjalín, fram- kvæmdastjóri á Seltjamarnesi, HaU- dór Árnason, framkvæmdastjóri Ríkismats sjávarafurða í Reykjavik, og Róbert Guðfinnsson, fram- kvæmdastjóri Þormóðs ramma á Siglufirði. Aðrir umsækjendur óska nafn- leyndar. Á meðal þeirra er Jens Ey- steinsson, markaðssérfræðingur Coldwater í Bandaríkjunum. Hann er talinn mjög hæfur maður og koma sterklega til álita í starfið verði Gunnar Ragnars ekki ráðinn. -JGH spurning hvort hnykk þurfi að setja höggva á vítahring verðbólgunnar. leið til þess,“ sagði Jón Sigurðsson. á okkar efnahagskerfi nú til að Ég hafna því ekki fyrirfram neinni _ -gse FT 2000 BILAUTVORP MASTERCUT mótorsláttuvél, amerísk gæðavara {•;GARDENA sláttuorf t Gerð 2395 getur dottið heldur betur í lukkupottinn a markaðstorginu okkar á SUÐURLANDSBRAUT 16 VIÐ BENDUM HÉR Á NOKKUR ATRIÐI! ' (é/GARDENA slönguvagn. Gerð 2660 SAgYO 2X16 hljómtækjasamstæða Verð áður 17.400 HjÍÍli Verð nú 14.500 bí laháta larar, > margar gerðir. Verð frá kr. 1.000 parið i*. ■■ .. Setlaugar frá Aquaspas Verð áðurkr. A09r000 aS Verð nú kr. 99.000 {•7GARDENA Garðáhöld í úrvali, mikill afsláttur. I ATH.: 10% staðgreiðsluafsláttur af öllum öðrum vörum meðan á rýmingarsölunni stendur (A boim) rakatæki. Verð áður kr:-fr238“ Verð nú kr 4.900 Gunnar Asgeirsson hf. Suðurlandsbraut 16 - Sími 69 16 00 Útsala Allt að 70% afsláttur. SíÐASTI DAGUR hagkaup Kringlunni Skeifunni Kjörgarði Akureyri Njctrðvík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.