Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1988, Blaðsíða 4
4
FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1988.
Fréttir
Vantar heilt ráðuneyti yfír
verðlagsákvarðanir
- segir
„Viö gerum okkur grein fyrir
tvennu, fyrirtækin verða aö hafa
rekstrargrundvöll og til þess að fyrir-
tækin gangi þurfa þau aö hafa gott
starfsfólk sem er vel launað,“ sagði
Pétur Sigurösson, formaður Alþýðu-
sambands Vestfjarða.
„Það er alger óþarfi að þeir sem eru
á beru taxtakaupi beri nokkuð af
þunga efnahagsaðgerðanna. Það er
fólk sem er með tvöfóld og allt upp
Pétur Sigurðsson, formaður Alþýðusambands Vestfjarða
í sexfóld laun verkafólks. Það er
þetta fólk sem á að skila einhverju
til baka. Með niðurfærslu gerum við
það í raun. Á sama hátt og sama pró-
sentutalan hefur verið látin ganga
upp allan launastigann þegar laun
hafa vérið hækkuð þá mun sama
prósentutalan ganga niður allan stig-
ann þegar kaupið er lækkað."
- Er ekki sama hvort farin verður
gengisfellingar- eða niðurfærsluleið?
Þeir sem hæstu launin hafa geta allt-
af bjargað sér með launaskriði.
„Það þarf ekkert að vera. Þessi leið
er mun erfiðari en hefðbundin geng-
isfelling. Það getur hvaða smákrakki
sem er fellt gengið. En það þarf virki-
lega sterka stjómendur til þess að
fara niðurfærsluleiðina. Það yrði aö
afnema ftjálsa álagningu algerlega.
Það yrði sennilega verkeöii fyrir
heilt ráðuneyti að fylgjast með því
að það gengi eftir. Það má ekkert til
spara ef þetta á að takast.“
- Ert þú ekki að tala um risastökk
aftur á bak í tímann?
„Menn stukku aftur á bak í tímann
með því að leyfa þetta frelsi. Þegar
við bjuggum við það að verðlag var
ákveðið af hinu opinbera höfðum við
úr miklu meira að spila til allrar
uppbyggingar. Það getur vel verið
að það standist hjá milljónaþjóðum
að hafa frjálsa samkeppni. Hér era
matvörur 50 prósent dýrari en ann-
ars staðar á Norðurlöndunum þrátt
fyrir að vöruverð hafi verið hér
frjálst í langan tíma. Ég var alltaf á
móti því að afnema verðlagsákvarð-
anir. Það er versti ljóðurinn á Al-
þýðusambandinu að þing þess skyldi
mæla með þessu. Það var bara vit-
leysa. Þetta gaf okkur ekki neitt,“
sagði Pétur Sigurðsson. -gse
Kolbeinsey afrækt
- getur komiö okkur í koll, segir Stefán Guðmundsson þingmaöur
LítO eyja norður af landinu getur
horfið í sjó og meö henni færa 10
þúsund ferkílómetrar af gjöfulum
fiskimiðum úr landhelgi íslendinga.
Kolbeinsey er kallaður útvörður Is-
lands í norðurhöfum og út frá henni
reikna íslendingar miðlínu fiskveiði-
lögsögunnar milli íslands og Græn-
lands.
„Það mun koma okkur í koll ef við
styrkjum ekki okkar rétt á eynni,“
segir Stefán Guðmundsson þingmað-
ur en hann hefur beitt sér fyrir því
að stjórnvöld sýni Kolbeinsey rækt-
arsemi.
Danir hafa fyrir hönd Grænlend-
inga vefengt rétt íslendinga til að
miða fiskveiðilögsöguna við þessa
afskekktu eyju. Rökin era meðal
annars þau að íslendingar hafi engar
nytjar af eynni.
Á Kolbeinsey er ekkert siglinga-
merki né nokkuð annað sem stað-
festir eignarhald íslands á eynni.
Árið 1964 var sett upp siglingamerki
en það stóðst ekki veður og vinda
norðurhafa og fór í sjóinn fyrsta vet-
urinn. Stefán segir það kosta sáralít-
ið að setja upp sjómerki sem séu
nægilega traust til að standast ágang
sjávar. Hann telur einnig skynsam-
legt að setja upp sjálvirka veðurat-
hugunarstöð á eynni.
Kolbeinsey er alltaf að minnka.
Fyrir 350 áram var hún mæld 700
metrar á lengd. Núna er hún aðeins
40 metrar á lengd. Jarðfræðingurinn
Kristján Sæmundsson hefur rann-
sakað Kolbeinsey. Hann telur að fái
náttúran að vinna sitt verk muni
eyjan hverfa að mestu 1 sjó um miðja
næstu öld.
Hugmyndir hafa verið uppi um að
steypa Kolbeinsey upp og verja hana
þannig ágangi sjávar. Sigurður Sig-
urðarson, verkfræðingur Hafna-
málastofnunar, segir frekari rann-
sóknir þurfa áður en hægt sé að gera
sér grein fyrir þeim kostum sem
standi til boða.
í skýrslum Vitastofnunar íslands
kemur fram að stofnunin hafi í tví-
gang sótt um íjárveitingu upp á 3
milljónir króna til að setja upp sjó-
merki og ljúka dýptarmælingum við
Kolbeinsey. Beiðninni var hafnað í
bæði skiptin og liggur núna í þriðja
sinn fyrir fjárveitinganefnd.
pv
Kolbeinsey er kölluð útvörður Is
lands i norðurhöfum. Hverfi hún í
sjóinn gætu gjöful fiskimið tapast.
Rækjuverksmiöja O.N. Olsen á ísafiröi:
Kröfuhafi óskar
gjaldþrotaskipta
Oddi h/f á Akureyri hefur óskaö Pétur Hafstein, bæjarfógeti á gjaldþrotaskipta er hætta á aö
þess að Rækjuverksmiðjan O.N. Qls- ísafirði, sagði að skiptastefha hefði mörgfyrirtækiáísafirði,semþjón-
en á ísafirði veröi tekin til gjald- veriö send fyrirtækinu og skipta- usta sjávarútveginn, tapi umtals-
þrotaskipta. Rækjuverksmiðjan fundur veriö ákveðinn 26. ágúst veröufé.O.N.Olsenernæststærsta
skuldar Odda tæplega tvær milljónir Fram til þess tima hefur Rækju- rækjuverksmiðja á Vestfjörð-
króna auk vaxta og kostnaöar. Áður verksmiðjan möguleika á að greiða um.
hafði verið reynt fjáraám í eignum eða semja við Odda um skuldina. -sme
fyrirtækisins en án árangurs. Ef O.N. Olsen verður tekið til
Hafiiaði aö vera „maður vikunnar^:
„Tek ekki þátt í þessum leík“
„Þegar ég sá þáttinn „Maður vik-
unnar“ á síðasta laugardegi gekk svo
fram af mér að ég ákvað að taka ekki
þátt í þessum leik með Sjónvarp-
inu,“ sagði Þórhildur Þorleifsdóttir
alþingiskona en hún hafnaði beiðni
dagskrárgerðarmanns ríkissjón-
varpsins um að koma fram í þættin-
um.
í samtali við DV sagði Þórhildur
að þessi þáttur væri dæmi um það
viðhorf sem tröllriði öllum fjölmiðl-
um og gengi út á það eitt að hampa
frægu fólki og skilgreina hver er að
gera eitthvað merkilegt.
„Þá hef ég nú einhvern veginn á
tilfinningunni að eitthvað hafi fariö
úrskeiðis á laugardaginn því það var
hringt í mig snemma á mánudags-
morgun og ég beðin að koma í þátt-
inn. Það er eins og menn vilji nota
mig til að finna eitthvað jafnvægi svo
þeir geti sagt: Við erum ekki bara
með Birgi, Davið og Hannes Hólm-
stein heldur einnig Þórhildi. Þannig
ætla þeir að breiða yfir tilgang þátt-
anna.“
Þórhildur sagði að hún hefði verið
ánægð með þættina í upphafi þegar
Sigrún Stefánsdóttir fór af stað með
þá en horft hefði til verri vegar síðan.
Baldur Hermannsson hjá Sjón-
varpinu sagði að Þórhildur væri ekki
sú fyrsta sem neitaði að vera með í
þættinum. Sagði hann að meðal ann-
arra hefðu Jóhanna Sigurðardóttir,
Páll Pétursson, Lúðvík Jósepsson,
Guðjón B. Ólafsson og Valur Am-
þórsson hafnað þátttöku. Dæmið
með Þórhildi væri því ekki einstakt.
-SMJ
I iil
Enn virðast deilur innan Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík harðna. Nú hefur
verið skipt um skrár i safnaðarheimilinu Betaníu. Áður hafði verið skipt
um skrár í kirkjunni. DV-mynd BG
Getraunlr:
Handboltatippseðill
Sú hugmynd hefur komið fram hjá
Getraunum að farið verði af stað meö
sérstakan handboltatippseðil fyrir
ólympíuleikana. Slíkum seðli var
dreift í febrúar 1986 fyrir heims-
meistaramótið í Sviss og kom vel út.
Stjóm íslenskra getrauna á eftir að
ákveða hvort þessum seðli verður
komið í umferð, þá í samvinnu við
Handknattleikssamband íslands.
Ólympíuseðillinn yrði síðasti get-
raunaseðillinn með gamla laginu og
formið eins. Tólf leikir, verð tíu krón-
ur og skipting sú sama og fyrr: 70%
í fyrsta vinning og 30% í annan vinn-
ing. Leikimir verða leiknir á tímabil-
inu frá 26. september til 28. septemb-
er og ættu úrslit að liggja ljós fyrir
klukkan 11 rnn morguninn. Þegar
hefur komið fram hugmynd um leik-
ina á seðlinum og lítur sú hugmynd
þannig út: Ísland-Júgóslavía,
Spánn-Ungverjaland, Bandaríkin-
Svíþjóð, Tékkóslóvakía-Vestur-
Þýskaland, Alsír-Sovétríkin, Jap-
an-Suður-Kórea, Bandaríkin-Alsír,
Tékkóslóvakía-Japan, Ísland-Sovét-
ríkin, Spánn-Suðm--Kórea, Júgó-
slavía-Svíþjóð og Ungveijaland-
Austur-Þýskaland.
Um þessar mundir er verið að
hanna beinlínu hugbúnaðarkerfi
fyrir íslenskar getraunir. Stökk-
breyting verður á dreifingarkerfi ís-
lenskra getrauna og verður get-
raunaseðlmn framtíðarinnar stungið
í lottókassana, sem þegar eru á flest-
um þéttbýlisstöðum á landinu.
Landsmenn munu þá standa jafnt að
vigi hvað varðar getraunir. Hug-
búnaður þessi verður ekki tilbúinn
fyrr en um miðjan október og verða
tipparar að bíða þolinmóðir á meðan,
því ekki verður farið af stað með
gamla dreifingarkerfiö í ágúst eins
og hefur tíðkast hingað til. E.J.