Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1988, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1988, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1988. 3 Fréttir Ferskfisksala erlendis: Sólukvótinn drepur okkur - segir Magnús Axelsson útgerðarmaður Þriggja mánaða takmörkun stjórn- valda á ferskfiskútílutningi verður mörgum útgerðarmanninum dýr- keypt. Vikulega tapar Magnús Axels- son, útgerðarmaður í Keflavík, einni til tveimur milljónum króna. „Dæm- ið gengur ekki upp'hjá mér|)egar ég fæ ekki að flytja út fiskinn. Eg kemst í vanskil við lánardrottna og útgerð- in fer á hausinn,“ segir Magnús. í tvö og hálft ár hefur Magnús gert út bátinn Fönix KE 111. Fönix er 137 tonna stálbátur og er á þorskveiðum. Afli bátsins er vanalega sendur í gámum á fiskmarkaði í Hull og Grimsby í Englandi. í fyrrasumar seldi Magnús 150 tonn af þorski og ýsu á Bretlandsmarkað. Án fyrirvara settu stjórnvöld reglur í sumar um það að enginn mætti flytja út meira af ferskum þorski og ýsu en nemur helmingi þess magns sem var flutt út í fyrra. Þessar reglur gilda í þrjá mánuði. Fyrir Magnús þýða reglum- ar það að hann verður á miðju tíma- bilinu að hætta að senda út fiskinn sem Fönix aflar. í stað þess að senda fiskinn út í gámum verður Magnús að selja fisk- inn á fiskmarkaði hér heima. Þegar búið er að draga frá flutningskostnað fæst um það bfi helmingi meira fyrir þorsk og ýsu í Bretlandi en hér heima. í töflunni hér til hliðar er tekið dæmi af einum gám af fiski sem Magnús sendi út um miðjan síðasta mánuð. Gámurinn tekur tæp 14 tonn og meðalverðið sem fékkst fyrir kíló- ið af þorski og ýsu var 105 krónur. Hér heima hefði Magnús fengið um það bil 40 krónur fyrir kílóið að jafn- aði. Þegar flutningskostnaður er dreginn frá fæst skilaverð. Mismun- urinn á þessum eina gám er rúmar 600 þúsund krónur. Við eðlilegar aðstæður flytur Magnús vikulega út tvo til þrjá gáma. í hverri viku í sex vikur nemur tapið einni til tveim milljónum króna. Það er ekki bara útgerðin sem tap- ar. Hásetamir fara einnig mjög illa út úr takmörkun stjórnvalda. Á Fön- ix eru átta menn og þeir fá vikulega helmingi minni laun vegna þess að ekki fæst leyfi til aö flytja út fiskinn og selja hann á mörkuðum í Bret- landi. Grænland og Fær- eyjar í samstarf um þorskveiðar Grænlendingar og Færeyingar hyggja á aukiö samstarf í fiskveiðum og vinnslu. Líklegt er að gömul fær- eysk verstöð á vesturströnd Græn- lands verði endurbyggð og rekin af sameiginlegu hlutafélagi landanna tveggja. Höfðuðáherslan yrði lögð á veiöar og vinnslu á þorsk. í viðskiptablaði Berlingske Tid- ende er sagt frá því að færeyska landsstjórnin hafi til athugunar aö gera upp skuldir verstöðvarinnar í Færeyingahöfn, skammt frá Nuuk í Grænlandi. Þegar verstöðin lagði upp laupana fyrir sex árum skuldaði hún um 250 milljónir króna. Þegar skuldirnar hafa verið gerðar upp er grænlenska heimastjórnin tilbúin til viðræðna um að stofna hlutafélag með Færeyingum þar sem meirihlut- inn yrði í höndum Grænlendinga. Grænlendingar veiöa meiri þorsk en vinnslan í landi annar og þeir hafa orðið að selja óunninn fisk í útlend verksmiöjuskip. Áhugi þeirra er að beinast að því að fá aukna af- kastagetu í landi. Með samstarfi við Grænlendinga komast Færeyingar með sinn stóra flota inn í grænlensku landhelgina og líklega er það eftirsóknarverðast í þeirra augum. pv Á töflunni sést að hásetahluturinn fyrir þennan eina gám var 36 þúsund krónur. Ef fiskurinn hefði verið seld- ur hér heima myndi hásetahluturinn lækka niður í 15 þúsund krónur. Allar áætlanir Magnúsar miöast við að fiskurinn sé seldur á erlendum markaði. Hann gerir ráð fyrir að 20 prósent af heildarsölu úr hverri veiðiferð fari í að borga niður lán sem hvíla á bátnum. Tuttugu prósent af sölunni, sem dæmi er tekið af hér til hliðar, eru tæpar 300 þúsund krónur miðað við verðiö erlendis. En sama hlutfaU af sölunni hér heima er rúm- ar 100 þúsund krónur. Mismunurinn er um 200 þúsund krónur. „Þaö sér það hver maður að endar ná ekki saman. Ég fæ með engu móti staðið við mínar skuldbinding- ar þegar ég get ekki selt fiskinn þar sem best verð fæst fyrir hann,“ segir Magnús og lítur dökkum augum á framtíðina. Fari svo sem horfir verð- ur hann gjaldþrota og átta skipverjar á Fönix KE 111 munu ganga um at- vinnulausir í Keflavík. pv Verður gjaldþrota ef (ram heldur sem horfir. Magnús Axelsson, út- gerðarmaður Fönix KE 111. Samanburður á fisksölu heima og erlendis Magnítonnum Meðalverð pr.kg. Heildarverð Skilaverð Hásetahlutur Selt erlendis 13,9 105 kr. 1.460 þús.kr. 1.192 þús.kr. 36 þús.kr. Seltheima 13,9 40 kr. 556 þús.kr. 556 þús. 15 þús.kr. Miðað er við einn gám, sem tekur tæp 14 tonn. Meðalverðið er tekið af þorski og ýsu sem selt var i Bretlandi 18. júlí. Skilaverð fæst meö þvi að draga flutningskostnað frá heildarverði. TILKYNNING frá BRIMBORG hf. • • • • SOLUMIÐSTOÐISKEIFUNNI15 Söludeildir Daihatsu og Volvo hafa verið sameinaðar í glæsilegum salarkynnum í Skeifunni 15. Við bjóðum úrval nýrra og notaðra Daihatsu- og Volvobíla á besta verði markaðarins. VOLVO OG DAIHATSU GÆÐAÞJÓNUSTA TRYGGIR BESTU ENDURSÖLUNA. HARADE R. 340 Á KR. BRIMBORG HF. SKEIFUNNI 1 5 - SIMI 691600 BEINN SÍMI VIÐ SÖLUDEILD 691610

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.