Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1988, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1988, Blaðsíða 17
FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1988. 33 Iþróttir NM í golfi sett í kvöld: Sænsk stúlka fór holu í höggi ígær Ægir Már Kárason, DV, Suðumequra: Noröurlandaœótíð í golfi verður sett á Hólmsvelli í Leiru í kvöld kl. 19. Keppni hefst síðan kL 8 í fyrramálið og lýkur um kvöldmat- arleytíð á sunnudaginn. Svíar, Danir og Norðmenn mættu tíl leiks í gær en Finnar komu fýrstir, á miðvikudag. Erlendu keppendumir efu almennt mjög á- nægðir með vöilinn en samt er greinilegt að Bergvikurfiötin skelfir þá. Endanleg ákvörð- un hefur verið tekin um að hun verði notuö í keppninnL í gær var hitað upp með keppni á níu par þremur hoium og var létt yfir henni, enda voru kappar á torð við Ladda og Magnús Anna Dönnestad geröi sér litið fyrir og fór holu í höggi á u. braut en hún varö í 4.-5. sæti ásamt Páli Ketilssyni ritstjóra með 29 högg. Þrír urðu jafnir og efstir með 28 högg, Lassi Tilander, sem er liösstjórl Finna, Gísli Sigurðsspn blaðamaöur og Gylfi Kristinsson, fyrrum Íslandsmeístari úr GS. Bikarúrslit kvenna: í islenskri kvennaknattspyrnu. Þá mætast í fyrsta skipti tvö félagslið á aðalleikvanginum í Laugardal - Valur og ÍA leika tfi úrslita í bikarkeppninni Stúlkunum haföi verið synj- að um aðgang að veliinum en sú afstaða breyttist loksins í gær. Valsstúikumar uröu íslandsmeistarar í fyrrakvöld og þær hafa unnið bikarinn síöustu Qögur árin. ÍA hefur hins vegar aldrei orðið bikarmeistari þrátt fyrir aö hafa leikið fjórum sinnum tii úrslita. -MHM KA vann stórsigur á ÍBÍ, 6-0, í 1. deild kvenna í knattspymu á ísafirði í gærkvöldi. KA nýtö færi sin vel og skoraði fjögur mörk í fyrri hálfleik en tvö í þeim síðari. Inga Bima Hákonardóttir skoraði 3 mörk, Aradís Ólafs- dóttir 2 og íris Thorieifsdóttír eitt. -MHM ..!............................................... Jafeob Þóx Haxaildsawn, DV, Londoru Elton John, stjómarformaður Watford, er á förum i söngferðalag til Bandaríkjanna en ætlun hans er að safha einni railijón punda fyrir félagiö. Liðið hefur eytt 700 þúsund pundum i leikmennina Dave Bamber, fram- heija frá Swindon, Paul Wiikinson frá Forest og Willie Faiconer sem var hjá Aberdeen. Er stefhan ekki tekin á neitt annaö en fyrstu depdina. Ég bauð framkvæmdasfjóra okkar, Steve Harrisson, í mat í lok keppnistímabilsins og sagði honumað kaupaþrjá fyrstu deildar leik- menn sem hann teldi sig þurfa. Nú verð ég að standa við minn hlut í þessu dæmi, sagði Elton John. Fyrirliði Watford, John McClel- land, hafhaði á dögunum vænlegu tilboði frá Manchester United. KriXtan Hrtanason, DV, Noröuriarei: Efling sigraði UMSE-b, 1-0, á Laugum í Norðurlandsriðli 4. deildarinnar í knatt- spymu í gærkvöldi. Guðmundur Jónsson skoraði sigunnarkið í síðari hálfleik með glæsilegu skotí beint úr aukaspymu. Rush kominn heim - hættur hjá Juventus og leikur með Liverpool í vetur lan Rush leikur ekki í þessum bún- ingi í vetur. Knattspymuveröldinni á óvart er Ian Rush farinn frá Juventus og genginn til liðs við Liverpool á nýjan leik. Að sögn forráðamanna Juventus fékk félagið fjölda tilboða í leikmann- inn frá Liverpool síðustu dagana og lét á endanum undan áganginum. Rush var burðarás í sóknarleik Liverpoolliðsins áður en hann fluttí búferlum til Ítalíu en þar tóku viö heldur harðari tímar hjá kappanum. Mátti hann sæta þar gagnrýni í blöð- um en ítölskum skriffinnum þótti framganga hans heldur léleg. Gerðu þarlendir fjölmiölar enda ráð fyrir að Rush næði að skora þar af sömu grimmd og í ensku deildinni. Sjö deildarmörk voru afrakstur Rush á síðasta tímabili í stað þrjátíu með Liverpool árið á undan. Pietro Guillano, forseti Juventus, sagði 1 samtali við Reuters að þessi félagaskipti merktu aö danski lands- liðsmaðurinn Mikael Laudrup yrði áfram hjá félaginu. Honum var sagt að pakka niður fyrir fáeinum dögum en síðan skyndilega skipaö að mæta á æfingu á miðvikudag og búa sig undir bikarleik um helgina. Hvað kaupverð Rush nú varðar þá er það enn á huldu. Heimildir segja hins vegar að Juventus skuldi Liver- pool enn meira en helming þess verðs sem félögin sættust á þegar samning- ar vom gerðir upphaflega. Þaö verðc nam 3,2 milljónum punda. -JÖG IMI5SAIM VANETTE ÁRGERÐ 1989 8 MANNA - 5 DYRA A KR. 675.000, K NÝTT ÚTLIT - NÝR BÍLL K GÓÐ ÞÆGILEG INNRÉTTING K EKTA FERÐABÍLL K MARGREYND OG SPARNEYTIN VÉL K ÞRÆLÖFLUG AUKAMIÐSTÖÐ FYRIR FARÞEGA í MIÐJUM BÍLNUM K MARGVÍSLEGIR GREIÐSLUMÖGULEIKAR SÝNINGARBÍLL Á STAÐNUM Munið bílasýningarnar laugardaga og sunnudaga kl. 14-17. ingvar Helgason hf. sýningarsalurinn, Rauðageröi (J) 91 -3 35 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.