Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1988, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1988, Blaðsíða 24
40 FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1988. Smáauglýsingar - Sími 27022 Þverholti 11 ■ Tilsölu I TÉT^TA Hamraborg 1. 200 Kópavogi lceland Box 317. * 641101 1 /ooo stk VERÐ1980 Prentun. Þarft þú að láta prenta eitt- hvað? Við prentum allar gerðir lím- miða. Na&ispjöld. Bréfsefni. Umslög. Blöðrur. Penna. Dagatöl. Dagbækur. Lyklakippur. Eldspýtur o.fl. Einnig útvegum við stimpla á 2 dögum Kann- aðu verðið, það gæti borgað sig. Textamerkingar, sími 91-641101. ■ Verslun KAYS pöntunarlistinn. Vetrartískan frá Roland Klein-Burberrys-Mary Qu- ant-Kit-YSL-Belley o.fl. Búsáhöld, leikföng, gjafavara. Kr. 190 án/bgj. Pantið skólafötin tímanlega. B. Magnússon, Hólshrauni 2, sími 52866. Otto pöntunarlistinn er kominn. Nýjasta tískan frá Evrópu o.fl. Allar stærðir. Til afgreiðslu að Tunguvegi 18 og Helgalandi 3. Símar 91-666375 og 33249. ■ Húsgöqn Nýkomnir Bauhaus stólar, úr leðri og krómi, verð frá kr. 3650, einnig gler og krómborð. Nýborg, Skútuvogi 4, s. 82470. ■ Bátar Birgðir af nýjum og spennandi tölvu- leikjum á góðu verði. G.Óskarsson & Co, Laugavegi 18, 5. hæð, símar 91-17045 og 15945. Simatölvur fyrlr 400 nöln og simanúm- er. Ótal aðrir möguleikar. Henta vel fyrir skrifstofur og skólafólk. G. Óskarsson & Co., símar 91-17045 og 15945. Vlð smiðum stigana. Stigamaðurinn, Sandgerði, símar 92-37631 og 92-37779. Utsala Gam á góðu verði í skólapeys- umar, handav. og margt fleira. Opið 10-13 á laugard. Hannyrðaversl. Strammi, Óðinsg, 1, s.13130. Rafstöðvar fyrir: handfærabáta, spara stóra og þunga geyma, sumarbústaði, 220, 12 og 24 volta hleðsla, iðnaðar- menn, léttar og öflugar stöðvar. Verð frá kr. 27.000. Vönduð vara. BENCO hf„ Lágmúla 7, sími 91-84077. ■ Bflar til sölu Chevy Van 20 ’85, verð 880 þ. (tilb.), skipti koma til greina, einnig Blazer Silverado ’81. V8 350 með öllu, verð 750 þ. (tilb.). Sími 91-651824 og 38612. Yamaha FJ 1200 mótorhjól. Til sölu er eitt af glæsilegri superhjólum lands- ins, ’87, ekið 1400 km, gott verð, nýjar töskur fylgja. Uppl. í síma 91-79196. Ford Escort RX3I '85 til sölu, ekinn 50.000, sóllúga, litað gler, 5 gíra. Topp- bíll. Verð 520 þús., skipti á ódýrari. Uppl. í síma 673028 e.kl. 18. Lltli-Sprækur tll sölu, Volvo B-20 vél, ný dekk og felgur o.fl. sniðugt. Uppl. í símum 52931 og 652242. Til sölu M. Benz 2228 '82. Uppl. í símum 96-41510 frá kl. 9-17 og 9641311 eftir kl. 19. Opel GT’69 til sölu ef viðunandi tilboð fæst. Skipti koma mjög vel til greina. Uppl. í síma 74059. ■ Ýmislegt GMC Van árg. ’78, með sætum fyrir 11, til sölu. Uppl. í síma 91-73793 og 985- 20315. FORÐUMST EYÐNI CCi HÆTTULEC KYNNI i Landsbyggðarfólk. Lítið inn á leið ykk- ar til Rvíkur. Notið laugard. Yfir 100 mism. teg. hjálpartækja f/konur, auk margs annars spennandi, mikið úrval af geysivinsælum tækjum f/herra. Verið ófeimin að koma á staðinn. Sjón er sögu ríkari. Opið 10-18 mán- föstud., 10-16 laugard. Erum í húsi nr. 3 við Hallærisplan, 3. hæð, s. 14448. Ung, djörf og sexi. Frábært úrval af hátískunærfatnaði á dömur sem vilja líta vel út og koma á óvart, kjörið til gjafa. Frábært úrval af rómantískum dressum undir brúðarkjóla, sem koma á óvart á brúðkaupsnóttina,að ógleymdum sexí herranærfatnaði. Sjón er sögu ríkari. Rómeó og Júlía. LJósmyndavlnna. Stækka og lita gaml- ar myndir. Ljósmyndarinn, Mjóuhlíð 4, jarðhæð, sími 23081. Opið frá kl. 13-19. Sanngjamt verð. Fréttir Nýja flugstööin. DV-mynd Jóhann Nýflugstöð á Vopnafírði Jóharm Ámason, DV, Vopnafirði: Það er nokkuð um liðið síðan hin nýja flugstöð okkar Vopnfirðinga var tekin í notkun þótt hún hafi verið vígð formlega nú nýverið. Fyrsti far- þeginn, sem fór í gegn í nýju stöð- inni, fékk ókeypis flugfar til Reykja- víkur í boði Flugfélags Norðurlands og Flugleiða. Nú hefur gamla flug- stöðin verið rifin upp með rótum og plantað niður á nýjum stað, við íþróttavöllinn. Það var Matthías Á. Mathiesen samgönguráðherra sem fram- kvæmdi vígsluna. Auk hans voru viðstaddir Guðmundur Matthíasson varaflugmálastjóri, Ingólfur Arnar- son, umdæmisstjóri Flugmálastjóm- ar á Austurlandi, Jóhann H. Jónsson, framkvæmdastjóri flugvalladeildar Flugmálastjómar, þingmenn Aust- urlands, sveitarstjómarmenn hér á Vopnaflrði, iðnaöarmenn og aðrir sem við bygginguna unnu og svo að sjálfsögðu flugvallarstjórinn Bragi Dýrfjörð. Ingólfur Amarson bauð gesti vel- komna og séra Sigfús J. Ámason blessaði bygginguna. Jóhann H. Jónsson rakti síðan sögu hússins í stórum dráttum. Byijað var á undir- stöðum og botnplata steypt árið 1986. Trésmiðir Flugmálasljómar klámðu húsið síðan að utan 1987. Það vora svo iðnaðarmenn Kaupfélags Vopn- firðinga sem fullgerðu húsið aö inn- an. Arkitekt hússins er Benjamín Magnússon. Næstur tók til máls samgönguráð- herra, Matthías Á. Mathiesen. Lét hann þess getið að þessi flugstöð væri sú fyrsta sem risi eftir nýrri flugmálaáætlun sem samþykkt var á síðasta þingi. Kom hann einnig inn á mikilvægi stöðvarinnar í sam- göngumálum byggðarinnar. Lýsti hann síðan yfir opnun stöðvarinnar og óskaöi Vopnfirðingum til ham- ingju. Guðmundur Matthíasson bar sam- an aðstöðuna eins og hún var þegar hann kom með flugi á Vopnafjörð fyrir 18 árum. Þá sljómaði Bragi Dýrfjörð flugumferðinni úr jeppabif- reið sem stóð hjá flugbrautinni. Síð- an hefur runnið mikið vatn til sjávar og nú er risin glæsileg aðstaða fyrir starfsmenn jafnt sem farþega. En flugumferðin gengur ekki síður fyrir góðu starfsfólki en góðri aðstöðu og þakkaði Guðmundur Braga Dýrfjörð fyrir vel unnin störf á undanfómum árum og sagðist vona að starfskrafta hans nyti lengi enn. Alþingismennimir Jón Kristjáns- son, Hjörleifur Guttormsson og Egill Jónsson tóku einnig til máls og ósk- uðu Vopnfirðingum og aðstandend- irni stöðvarinnar til hamingju með áfangann. Sveinn Guðmundsson, sveitarstjóri Vopnfirðinga, sté einnig í pontu og lagði áherslu á mikilvægi flugsamgangnanna fyrir sveitarfé- lagið sökum lélegra samgangna á landi. Það er almennt mál manna að flug- stöðin sé hin glæsilegasta og verði til stórbóta fyrir flugsamgöngur á Vopnafirði. Það eina sem nú háir verulega almennri notkun flugsins er hið himinháa verð á fargjöldum. Það kostar Vopnfirðinga t.d. um 12.000 kr. að skjótast í höfuðstaðinn. Þegar búið verður að ráða bót á þess- um agnúa á flugmálunum í landinu er ekki að efa að flugið myndi verða mun ríkari þáttur í samgöngum en það jafnvel er nú. Þeir voru ánægðir með nýju flugstööina. Frá vinstri Finnur Þór Dýrfjörð, starfsmaður við Vopnafjarðarflugvöll, Matthias Mathiesen ráðherra, Bragi Dýrfjörð flugvallarstjórl og Guðmundur Matthiasson varaflugmálastjóri. í frétt DV í fyrradag var frá því sagt að í rannsóknarbeiðni ríkissak- sóknara varðandi Helgarpóstinn kæmu fram alvarlegar ásakanir á hendur ritsfjóra HP. Af þessu tilefni skal tekið fram að ásakanir þessar beinast ekki að Halldóri Halldórs- syni, Ólafi Hannibalssyni né Helga Má Arthurssyni, fyrram ritsljórum HP. Helgar- pósturinn DV-mynd: Jóhann. Bókstafurinn ó getur breytt miklu. í frétt í DV í gaer var haft eftir Þórði Hilmarssyni, forstjóra Steinullarverksmiðjunnar á Sauðórkróki, aö hann teldi líklegt að hagnaður yrði á rekstri verk- smiðjunnar í ár. Þama féll niður ó og breytti allri fréttinni. Þórður sagði að hann teldi ÓLÍKLEGT að hagnaður yrði í ár. Þetta leið- réttist hér með. -Fréttasfj.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.