Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1988, Blaðsíða 26
42
FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1988.
Andlát
Guðjón Hallsson, Lækjarvegi 2, Þórs-
höfn, andaðist í Kristnesspítala mið-
vikudaginn 17. ágúst.
Jarðarfarir
Albert J. Finnbogason, Hallkels-
hólum, Grímsnesi, verður jarðsung-
inn frá Selfosskirkju laugardaginn
20. ágúst kl. 13. Jarðsett verður í Sel-
fosskirkjugarði.
Guðmundur Kr. Símonarson, Holts-
götu 12, Reykjavík, verður jarðsung-
inn frá Dómkirkjunni mánudaginn
22. ágúst kl. 13.30.
Frímann Stefánsson, Blómsíurvöll-
um, Mosfellsbæ, verður jarðsunginn
frá Lágafellskirkju laugardaginn 20.
ágúst kl. 14.
Jaröarför Sigfúsar Sigurðarsonar frá
Nautabúi, fyrrv. verkstjóra RARIK,
Víðigrund 4, Sauðárkróki, er lést 14.
ágúst sl., fer fram frá Sauðárkróks-
kirkju laugardaginn 20. ágúst 1988
kl. 11 fyrir hádegi.
Sverrir Guðnason lést 13. ágúst sl.
Hann var fæddur 23. desember 1937
að Haukabergi á Barðaströnd. For-
eldrar hans voru Ásgerður Einars-
dóttir og Guðni Guðmundsson.
Sverrir ólst upp að Neðri-Bæ í Ketil-
dalahreppi hjá móður sinni og manni
hennar, Elíasi Melsteð, er gekk hon-
um í föðurstað. Sverrir stundaði sjó-
mennsku á fiskibátum og togurum
að loknu skyldunámi en settist síðan
á skólabekk í Samvinnuskólanum og
lauk þaðan prófi 1962. Að loknu námi
fór Sverrir til starfa hjá Kaupfélagi
Austur-Skaftfellinga á Höfn í Hom-
arfirði þar sem hann var fyrst í stað
verslunarstjóri en fékkst siðar við
ýmis önnur störf, svo sem varðandi
tryggingar og útgerö hjá kaupfélag-
inu. Eftirlifandi eiginkona hans er
Erla Ásgeirsdóttir. Þau eignuðust
eina dóttur saman. Erla átti fyrir son
sem Sverrir gekk í föðurstað. Útför
Sverris verður gerð frá Hafnarkirkju
í Hornarfirði laugardaginn 20. ágúst
kl. 14.
Ferðalög
Ferðafélag íslands
Helgarferðir 19.-21. ágúst
1. Þórsmörk - Rjúpnafell. Gist í tjöldum
í Stóraenda.
2. Þórsmörk. Gist í Skagfjörðs-
skála/Langadal. Gönguferðir um Mörk-
ina.
3. Landmannalaugar - Eldgjá. Gist i
sæluhúsi Feröafélagsins í Laugum. Upp-
lýsingar og farmiðasala á skrifstofu
Ferðafélagsins, Öldugötu 3.
Dagsferðir sunnudag 21. ágúst
1. Kl. 8 Þórsmörk. Dagsferð. Verð kr.
1.200.
2. Kl. 10 Höskuldarvellir - Selsvallafjall
- Vigdísarvellir. Ekið að Höskuldarstöð-
um og gengið þaðan á Selsvallafjall um
Vesturháls að Vigdísarvöllum. Verð kr.
800.
3. Kl. 13 Krýsuvík - Vigdísarvellir. Verð
kr. 800.
Miðvikudaginn 24. ágúst - Þórsmörk -
dagsferð. Brottfór frá Umferðarmiöstöð-
inni, austanmegin. Farmiðar við bil. Frítt
fyrir böm í fylgd fullorðinna.
Sumarleyfisferðir Ferðafélagsins
19.-24. ágúst (6 dagar) Landmannalaug-
ar - Þórsmörk.
24.-28. ágúst (5 dagar): Landmanna-
iaugar - Þórsmörk.
26.-31. ágúst (6 dagar) Landmannalaug-
ar - Þórsmörk.
Meiming_________________dv
í leit að lostanum
Viðar Eggertsson og Erla B. Skúladóttir: Hjúskapartryggð eða hjúskapar-
brot? DV-mynd JAK
Það væri synd að segja að starfsemi
Alþýðuleikhússins félli í mjög
fastar og reglulegar skorður eða
rásir. Húsnæðishrak þess ætti að
vera á allra vitorði, enda skjóta
sýningar þess upp kollinum hér og
þar í borginni, nú síðast í Ásmund-
arsal, sem hingað til hefur meir
verið orðaður við myndlist en leik-
list, og byrjar jafnframt leikárið á
nokkuð óvenjulegum tíma, á af-
mæli Reykjavíkurborgar um miðj-
an ágúst, líkt og það vilji þjófstarta
í menningarkapphlaupi vetrarins.
En þótt staður og stund séu með
nokkuð óvenjulegu og nýstárlegu
móti virðast hins vegar ekki famar
nýjar brautir í verkefnavali því
þetta er íjórða Pinterleikritið í röð
á skömmum tíma og tvö hin fyrri
raunar einnig á vegum Alþýðuleik-
hússins.
Aðstandendur segja að vísu aö
verið sé aö bæta fyrir langa van-
rækslu á þessum merka höfundi -
en hvað skyldu þeir vera margir,
merkishöfundarnir sem við íslend-
ingar höfum ekki vanrækt? Þetta
ber óneitanlega nokkum keim af
því sem tíðkast í viðskiptalífi voru,
aö gangi eitthvað vel (og fyrri Pint-
ersýningar vom afar vel heppnað-
ar) þá þurfa allir aö gera slíkt og
hið sama uns markaöurinn er
mettaður.
Og ekki verður heldur séð að leik-
hús, sem kennir sig við alþýðu,
ætti einmitt að bera Pinter fyrir
brjósti, því þessi breski efrimilli-
stéttarhöfundur er fremur lítt vió
alþýðuskap og verk hans laus viö
þá þjóðfélagslegu skírskotun og
hugsjónir sem alþýðusinnar vilja
eigna sér.
En hvað sem því líður vakti sýn-
ing Alþýðuleikhússins á Elskhug-
anum þá spumingu hjá undirrituð-
um hvers vegna einmitt þetta leik-
rit, sem skrifað er 1962, heföi ekki
verið flutt fyrir löngu hér á landi
því það hentar mjög aðstæðum
þeirra leikhúsa okkar sem eiga við
aðstöðuleysi og fjárskort að glíma
en hafa á að skipa fæmm leikurum
pg eiga vísa þakkláta áhorfendur.
í þessu samþjappaða leikriti nýtur
sín einkar vel hugkvæmni Pinters
og kunnátta í að byggja upp spenn-
andi efnisþráð sem afhjúpar sálar-
líf persónanna lið fyrir lið og koma
áhorfendum stöðugt á óvart og
vekja hjá þeim spurningar. Viö
sjáum hér hjónafólk hneppt í
hversdagsskorður og vanabundið
samlif, sem leitar sér uppbótar á
óvenjulegri hátt en margt annað
fólk í þess sporum. í stað þess að
stunda framhjáhald út um allan
bæ, hvort öðru til hneisu og skap-
raunar, taka þau það ráð að tví-
skipta sér á þann hátt að hin snyrti-
lega og settlega viðskiptablók
breytist í kynóðan melludólg og
vitjar sjálfur konu sinnar á síðdeg-
isstundum sem viðhald „meðan
maðurinn er í vinnunni" - og það
ekki sem htlausrar húsmóður held-
ur í gervi æsilegrar væhdiskonu.
Með þessu hleðst hið útkulnaða
samband þeirra spennu og losta og
draumamir fá útrás.
Eiginmaðurinn getur þannig not-
ið þess að vera í senn eljari og
kokkáll sjálfs sfn og velt sér upp
úr afbrýðisemi í eigin garð og tor-
tryggni í garð konunnar sem verð-
ur hálfu girnilegri fyrir bragðið og
nýtur þess sjálf aö fá uppveðrað
viöhald í heimsókn fremur en leið-
inlegan eiginmann.
Það er býsna fróðlegt að fylgjast
meö framvindu mála í verkinu,
ekki endilega til að öðlast hagnýta
fræðslu til eftirbreytni í eigin lífi
heldur af því að Pinter birtir okkur
ýmsa almen'na þætti mannlífsins.
Eins og að ofan segir hefur Al-
þýðuleikhúsið að þessu sinni hasl-
að sér völl í Ásmundarsal, sem
verður þó vonandi ekki nein enda-
stöð þess í langvarandi húsnæðis-
hraki. Þótt þessi salur kunni að
hæfa einhverjum leikritum er
hann ekki að öllu leyti heppileg
umgjörð utan um leikrit af þessu
Leiklist
Kristján Árnason
tagi, þar sem skapast þarf mjög
spennuþrungið andrúmsloft og
leikpersónurnar þurfa að vera í
miklu návígi og aðþrengdar. Hið
opna svæði, sem áhorfendasætum
er raðað kringum, þar sem taka
þarf tillit til margra sjónarhorna,
gerir Ingunni Ásdísardóttur leik-
stjóra erfitt um vik við staðsetning-
ar og áhorfandi, sem hefði áhuga á
að gaumgæfa svipbrigði leikar-
anna, verður oft að láta sér lynda
að þeir snúi við honum baki og
spanderi svipbrigðunum á áhorf-
endur sem sifja beint andspænis
honum þannig að hann verður að
lesa téð svipbrigði af andlitum
þeirra. Hreyfmg persónanna fram
og aftur um sviðið gerir þær vissu-
lega lifandi en tvístrar þeim nokk-
uð og undirstrikar fremur tengsla-
leysi þeirra en það sem bindur þær
saman, þrátt fyrir aUt, í þrúgandi
sambúð. Sviðsmynd Gerlu, sem
samanstendur af bleikmáluðu
rúmi og borði, þjónar í einfaldleika
sínum vel sínum tilgangi og eink-
um er borðið notað til hluta sem
öllum hefur kannski ekki dottið í
hug að nota borð til.
En eins og endranær eru það leik-
persónumar sem ljósinu er beint
að og afhjúpun þeirra það sem allt
snýst um og myndar spennu. Sú
spenna nærist ekki síst á mismun-
inum milli þess sem þær sýna og
þess sem býr undir, milli skorða
hversdagslífsins og drauma þeirra.
En oft er engu líkara en hið síðar-
nefnda sé lítið annað en það sem
þær búa til sjálfar og að höfuðein-
kenni þeirra sé ástríðuleysi þannig
að lostalíf þeirra verður varla
nema sem sjálfsfróun með lifandi
brúðum. í þessu leikriti em aðal-
persónurnar tvær því sú þriðja
birtist einungis í skötulíki. Þetta
fámenni háir auðvitaö ekki aðal-
leikaranum, Viðari Eggertssyni,
sem hefur ekki látið sig muna um
að halda uppi heilum sýningum
með eintah. I þessu leikriti reynir
einkum á tvískinnungshátt í fari
eiginmannsins og einhverra hluta
vegna nýtur hann sín betur sem
hinn bældi hversdagsmaður held-
ur en þar sem hann sleppir fram
af sér beislinu. Viðar er leikari sem
dregur athyglina að sér og samspil
við hann kann því að reynast er-
fitt. Erlu Skúladóttur tekst þó að
fá sinn skerf enda hefur hún útlitið
og sköpulagið með sér og því er
óspart teflt fram í sýningunni. Erla
virðist kannski nokkuð dauf í byrj-
un, en sækir í sig veðrið og túlkun
hennar getur jafnvel orðið býsna
mögnuð á köflum.
Orðræður Pinters eru hnitmiðað-
ar og lúmskar og oft meinfyndnar
undir sínu flatneskjulega yfirborði
og orðfærið yfirleitt eðlilegt í
munni persónanna í þýðingu leik-
stjórans og Martins Regal sem
einnig ritar fróðlegan pistil um
höfundinn í leikskrá. Tónlist Lár-
usar Grímssonar myndar notalegt
mótvægi við fábreytileika húsrým-
isins og að því sama miðar lýsing
Egils Ámasonar.
Hér er sem sagt vel af stað farið
hjá Ingunni Ásdísardóttur og
hennar liði og sýningin minnir
okkur enn á þörf þess aö því áhuga-
sama hæfileikafólki, sem stendur
aö Alþýðuleikhúsinu, sé veittur
fullur stuðningur. Menn bíða
spenntir næstu sýningar þess, hvar
svo sem hún verður og hvort sem
þar verður á ferðinni verk eftir
Pinter eða einhvern annan.
Kvikmyndir
Stjömubíó:
Von og vegsemd
Lelkstjóri, framleióandi og höfundur
handrits: John Boorman
Kvlkmyndataka: Philippe Rousselot
Aðalhlutverk: Sarah Miles, David Hay-
man, Derrick O’Connor, Susan Wo-
olridge, Sammi Davis, lan Bannen
Það virðist í tísku meðal kvik-
myndaleikstjóra að gera myndir
um síðari heimsstyrjöldina séða
með augum bama. Skemmst er að
minnast myndar Lous Mallé, Au
Revoir les Enfants, og myndar Spi-
elbergs, Veldi sólarinnar. Um þess-
ar mundir er enn ein slík í Stjömu-
bíói, mynd Johns Boorman, Von
og vegsemd.
Þessar myndir eiga tvennt sam-
eiginlegt. Þær lýsa stríðinu meö
augum smástráka og þær eru
snilldarverk. Lengra nær saman-
burðurinn ekki, hver mynd um sig
er mörkuð persónuleika leikstjóra
síns.
Von og vegsemd lýsir stríðinu
eins og þaö er í augum níu ára
drengs í London. Karlmennirnir
rjúka á vígvöllinn, eftir em gamlir
menn, konur og böm. Þetta fólk
þarf að þola stöðugar loftárásir og
Afi reynir að kenna strák að róa.
skort á helstu nauðsynjum. En
rjúkandi rústir borgarinnar verða
börnunum ævintýraheimur.
Mynd þessi var útnefnd til fimm
óskarsverðlauna. Það segir sitt um
þessi verðlaun að hún skyldi ekki
hljóta þau. Myndin er einstaklega
vel gerð í alla staði og ekki hnökra
að sjá. Leggst þar allt á eitt.
Handrit Boormans er persónu-
legt og fufit af hlýju skopskyni.
Honum tekst ótrúlega vel að túlka
ótrúlega rökvísi barna. Aðstæður í
stríði eru hálffáránlegar og gerir
Boorman sér mikinn mat úr því.
Kvikmyndataka var útnefnd til
óskarsverðlauna og hefði hún átt
þau skilið. Þegar saman kemur
þvílík taka og jafnstórkostleg sviðs-
mynd og í þessari mynd skapast sá
ævintýraheimur sem bömin heill-
uðust af. Rjúkandi rústirnar eru
tækar sem sviðsmynd í hvaða leik-
verk Becketts sem vera skal.
Leikur er einnig stórgóður. Börn-
in eru einstaklega sannfærandi og
afinn, sem er gamall nöldurseggur,
er svo góður í hlutverki sínu að
salurinn veltist um af hlátri viö það
eitt að sjá andlitiö. Og glaöleg jitter-
bugtónlistin gerir sitt til að auka á
fáránleikann.
Boorman hefur tekist að skapa
yndislegt listaverk og ætti enginn
að láta myndina fram hjá sér fara.
-PLP