Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1988, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1988.
15
Niðuifærsluleiðin
„Fyrst yrói að framkvæma allsherjar verökönnun og siðan að lækka
allt verð um ákveðna prósentu með lögum," segir greinarhöfundur.
Það hefur verið mjög í fjölmiðlum
að undanfornu að nefnd sú, er for-
sætisráðherra skipaði nú á dögun-
um til þess að gera tillögur um
aðgerðir í efnahagsmálum, athugi
sérstaklega niðurfærsluleiðina.
Forstjóri Þjóðhagsstofnunar gerði
á fundi þingflokks Framsóknar-
flokksins nú á dögunum grein fyrir
þeim fjórum leiðum sem fræðilega
eru í spilunum, uppfærsluleið, nið-
urfærsluleið, millifærsluleið og
framleiðnileið.
Athygli nefndarmanna beinist
mjög að niðurfærsluleiðinni eins
og fjölmiðl^r hafa greint frá.
Hin hefðbundna uppfærsluleið,
þ.e. gengisfelhng með tilheyrandi
hiiöarráðstöfunum, mun leiða til
verulegrar verðbólguöldu. Milli-
færsluleið er að flestra mati ekki
fær og framleiðnileiðin er seinvirk
og leysir ekki vandann nú. Því er
eðlilegt að menn staldri við niður-
færsluleiðina.
Niöurfærslan 1959
Niðurfærslan byggist á lækkun
launa, verðlags og fjármagnskostn-
aðar með lögum og beinu valdboði.
Gjarnan er bent á aðgerðimar 1959
þegar minnihlutastjórn Alþýðu-
flokksins greip til niðurfærslu en
niðurfærslan var undanfari efna-
hagsaðgerða viðreisnarstjómar-
innar sem tók við í árslok 1959.
Aðstæðumar í þjóðfélaginu í árs-
byrjun 1959 eru tæpast sambæri-
legar við þær sem nú ríkja.
Haustið 1958 reis verðbólgualdan
hátt. Þá sem ævinlega ræddu menn
nauðsynlegar aögerðir. Framsókn-
arflokkur og ,Alþýðuflokkur voru
sammála um að reyna niður-
færsluleiðina.
Hinn 1. des. 1958 var væntanleg
talsverð vísitöluhækkun launa.
Þáverandi forsætisráðherra, Her-
mann Jónasson, fór þá fram á það
á þingi ASÍ í nóvember að mánað-
Kjallariim
Guðmundur G.
Þórarinsson
alþingismaður
arfrestur væri veittur á hækkun
vísitölubóta, enda efnahagsaðgerð-
ir í undirbúningi.
Þingið hafnaði þessari málaleitan
forsætisráöherra. Þetta varð til
þess að Hermann Jónasson sagði
af sér. Kom það mörgum á óvart
og ekki síst fulltrúum ASÍ-þingsins.
Forsætisráðherra hafði þó áður
gert skýra greint fyrir afstöðu
sinni.
Við tók minnihlutastjórn Al-
þýðuflokksins upp úr öldurótinu.
Alþýðuflokkurinn hafði ekki
ásamt Sjálfstæðisflokknum þing-
styrk til aðgerðanna en Framsókn-
arflokkurinn studdi þær með hjá-
setu og tryggði þannig framgang
þeirra.
Aðstæður í þjóðfélaginu til niður-
færslu voru jákvæðar.
Mönnum stóð ógn af verðbólg-
unni og verkalýðshreyfingin sýndi
sanngirni eftir að hafa neitað for-
sætisráðherra um mánaðarfrest og
þannig oröið völd að afsögn hans.
Samtök vinnuveitenda voru og
hlynnt þessum aðgeröum.
Aðrar aðstæður nú?
Margar spurningar vakna þegar
menn velta því fyrir sér hvort unnt
sé aö endurtaka niðurfærslu nú.
Framsóknarmenn vilja nálgast
málið með jákvæðu hugarfari en
sjá ýmsa erfiðleika við framkvæmd
niöurfærsluleiðarinnar.
í fyrsta lagi þarf að lækka öll laun
í landinu um ákveðna prósentu.
Ólíklegt þykir mér að launþega-
samtök verði jafnsamvinnuþýð og
1959, enda ýmislegt búið að ganga
á þá.
Vandkvæðin við að færa niöur
verðlag og fjármagnskostnað eru
líka mikil. Þaö liggur við að það
þurfi að breyta efnahagskerfi
landsins. Aðstæður eru allt aðrar
en 1959.
Álagning er nú að mestu orðin
frjáls. Við verðlagningu er meira
treyst á frjálsa samkeppni. Verðlag
er talsvert mismunandi eftir versl-
unum.
Fyrst yrði að framkvæma alls-
heijar verðkönnun og síðan að
lækka allt verð um ákveðna pró-
sentu með lögum. Það þýðir að af-
nema verður frjálsa álagningu og
frjálsa samkeppni en innleiða á ný
voldugt verðlagseftirlit. Eigi það
verðlagseftirlit að ná tilgangi þarf
að stórfjölga starfsliði og orkar þó
mjög tvímælis aö árangur næðist
að ekki sé meira sagt.
Á íjármagnsmarkaði yrði að
binda vexti, lækka þá með lögum
og skerða eða afnema lánskjara-
vísitölu.
Allt tal um frjálsa vexti er þá
auövitaö búið að minnsta kosti í
bili. Hvort þessar aðgerðir næðu
tilgangi sínum á „gráa markaðn-
um“ er svo önnur spurning.
Ríkissjóður mundi í kjölfar alls
þessa vafalaust lenda í talsverðum
halla.
Með niðurfærsluleið yrði þannig
stigið skref aftur á bak ef litið er
til þróunar frjálsrar verslunar og
frjálsra viðskipta og inngrip í
kjarasamninga er óhjákvæmilegt.
Verðbólguáhrif uppfærsluleiðar-
innar eru reyndar uggvænleg. Um
er því að ræða að velja milli nokk-
urra erfiðra og vandfarinna leiða.
Frá sjónarhóli framsóknar-
manna er það frumskilyrði að
væntanlegar efnahagsaðgerðir
gangi yfir alla þætti, þ.e. vinnuveit-
endur og íjármagnseigendur auk
launþega og ríkissjóðs, þess þarf
að gæta að þær komi síst viö þá sem
minnst mega sín.
Hvaða leið sem menn endanlega
ná samstöðu um er meginmál að
hún komi sem réttlátast niður.
Guðmundur G. Þórarinsson
„Niöurfærslan byggist á lækkun launa,
verðlags og fj ármagnskostnaðar með
lögum og beinu valdboði.“
Ráðsnjallir riddarar
„Markmið allra þessara aðila er að framkvæma strax fyrir peninga sem
aflað verður seinna," segir m.a. i greininni.
Nú hafa verið birtar niöurstöður
nefndar þeirrar er viðskiptaráð-
herra skipaði til þess að kanna
verðtryggingar lánsíjár. Það verð-
ur nú að segjast að ekki er útlit
fyrir að þessir menn (að undan-
skildum Magnúsi veðurfræöingi)
hafi lagt mikið á sig til þess að
kanna áhrif lánskjaravísitölunnar
á þjóðfélagiö. Það er næsta grát-
legt, ef satt reynist, að aðeins einn
maður í nefndinni skuli sjá hluta
þeirra skaðlegu áhrifa sem þessi
vísitala hefur á þjóðfélagið.
í upphafi voru laun bundin vísi-
tölu eins og flestir muna. Það tók
reiknimeistara kerfisins ekki mörg
ár að komast að því að ekki var
forsenda fyrir því að láta laun vera
tengd vísitölu sem mældi eyðslu.
Með því var komin sjálfvirk hækk-
un á launum eftir því sem eyðslan
var aukin.
Þetta er að vísu alveg rétt og það
sem þessir reiknimeistarar voru að
segja var, sagt með berum orðum
á almennu máli, að vísitala sem
mælieining mætti ekki fyrir nokk-
urn mun eiga rætur að rekja til
annarrar vísitölu sem mældi
eyðslu.
Ef þjóðfélag ætlar sér aö nota
vísitölu til aíkomumælinga verða-
þær að mæla eftir tekjum en vera
algjörlega óháðar eyðslu.
Framfærsluvísitalan
Vísitala þessi mælir eingöngu
eyðslu og má því ekki fyrir nokk-
urn mun snerta aðrar vísitölur
sjálfvirkt.
Þessi vísitala er í ofanálag þvílík
endemis þvæla að þaö er þungur
áfellisdómur yfir forystu launþega-
samtakanna að henni skuli ekki
vera mótmælt kröftuglega.
Samkvæmt upplýsingum voru
Kjallariim
Guðbjörn Jónsson
fulltrúi
meðallaun á síðasta ári á landinu
öllu rúmlega átta hundruð þúsund
krónur og er ekki í þessari tölu
tekin afstaða til mikillar yfirvinnu
þeirra sem lægri launin hafa.
Þrátt fyrir þessar staðreyndir er
eðlileg eyðsla vísitölutjölskyldunn-
ar nú á þessu ári talin vera, eftir
greiðslu skatta, rúmlega tvær
milljónir og átta hundruð þúsund
krónur. Eru þetta trúverðug
vinnubrögð manna sem segjast
vilja draga úr umframeyöslu í þjóð-
félaginu?
Ef við lítum nú á þá staðreynd
að rúmur helmingur launþega (að
meðtöldum elli- og örorkulífeyris-
þegum) hefur ekki náð framan-
greindum árslaunum, nema því
aðeins að vera í þeirri aðstöðu að
geta unnið óhóflega mikla yfir-
vinnu, er eölilegast að spyrja
stjórnvöld. Hverjum á svona enda-
leysisþvæla að þjóna?
Ráðþrota stjórnmálamenn
Loksins er nú komið að þvi, sem
ég hef verið að segja í fyrri greinum
mínum, að stjórnmálamenn virð-
ast ekki hafa neitt vit á því sem
þeir eru að gera.
Þessir aumingja menn hafa nú
loks viðurkennt að þeir séu patt í
stööunni, viti ekkert hvað eigi að
gera. Þeir hafa kallað til nokkra
valinkunna forstjóra til þess að
ráðleggja sér við stjórnun landsins.
Ekki dettur mér í hug að vefengja
hæfileika þessara manna á sviði
stjórnunar. Það sem ég bíð eftir
með nokkurri óþreyju eru ráðlegg-
ingar þeirra. Verða ráð þeirra
grundvölluð til viðreisnar þjóð-
félaginu sem heildar eða verða þær
bara sniðnar að endurreisn fyrir-
tækjanna.
Ég vona, álits þeirra vegna, að
þeir velji fyrri kostinn. Það væri
óneitanlega nokkuð sárt að komast
að því að þetta snjallir stjórnendur
opinberuðu sig sem snjalla hags-
munapotara.
Greiðsluþrot kerfisins
Fyrir fáeinum árum fór að færast
alvara í umræðu um að bankakerf-
ið okkar væri of stórt miðað við
veltu þjóðarbúsins. Vegna þessa
fjölda banka væri vaxtamunur
óhjákvæmilega hærri hér en í öðr-
um löndum. Nokkuð var rætt um
sameiningu banka. Framkvæmd
þessa máls hefur verið á afskaplega
furðulegan máta. í stað þess að
fækka bönkum og leitast við að
gera rekstur þeirra ódýrari hefur
verið farin sú leið að stofna fjöld-
ann allan af samkeppnisaðilum
bankanna um peninga þá sem í
lausagöngu eru í landinu. Smala-
mennskan hefur vart farið fram
hjá þeim sem heyra eða sjá auglýs-
ingar og er ríkissjóður framarlega
í þeim flokki. Markmið allra þess-
ara aðila er að framkvæma strax
fyrir peninga sem aflað Verður
seinna. Höfuðgalli þessara fram-
kvæmda er aö þær eru flestar á
sviði þjónustunnar en ekki til
tekjuaukningar fyrir þjóðfélagið. Á
sama tíma og þetta er látið viðgang-
ast eru gerðar kröfur til bankanna
að þeir íjármagni rekstur fyrir-
tækja og einstaklinga í landinu.
Fjármagnið hefur verið dregið frá
bönkunum á sama tíma og kröfur
til þeirra hafa aukist verulega með
stórlega auknum fjölda fyrirtækja.
Getur einhver bent mér á skyn-
semina í svona stjórnun?
Guðbjörn Jónsson
„Fyrir fáeinum árum fór að færast al-
vara 1 umræðu um að bankakerfið okk-
ar væri of stórt miðað við veltu þjóðar-
búsins.“