Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1988, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1988, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 29. ÁGÚST 1988. Fréttir ________________________________________.________PV Dómur um landamerki 1 Borgarfirði: Breyttur lækjarfarvegur breytti landamerkjum ..Ég hef enn ekkert ákveöið um áfrýjun en niðurstaöa dómsins er ómöguleg. þrátt fvrir að ég hafi feng- ið 2 3 hluta af því svæði sem deilt var um." sagði Sigurður Albertsson. bóndi i Brúsholti i Reykholtsdals- hreppi. Dei’ur komu upp á milli eigenda tveggia jarða vegna arðsskrár um Flókadalsá í Borgarflrði. Annars vegar var bóndinn í Brúsholti og hins vegar eigendur jarðarinnar Skóga en það eru Matthías Á. Mathiesen sam- gönguráðherra. Birgir Þorgilsson ferðamálastjóri og Birgir Jóhanns- son tannlæknir. Landamerkjabréf jarðanna frá því fyrir síðustu alda- mót eru ekki samhljóða. Samkvæmt landamerkjabréfi Skóga eru landa- merkin miðuð við læk sem rennur út í Flókadalsá en landamerkjabréf Brúsholts miðar mörkin við móa- horn á bakka sunnan við ána. Dómur í málinu féll hjá sýslu- manni Mýra- og Borgarfjarðarsýslu í byrjun júlímánaöar og var á þá lund að hvorugur málsaðila fékk sína kröfulínu viðurkennda. Að sögn Rúnars Guðjónssonar sýslumanns setti dómurinn markal- ínu á milli ákveðinna punkta sem teiknaðir eru á landabréf. Þetta taldi dómurinn hin löglegu landamæri á milh þessara jarða og að lækurinn hefði runnið í ána annars staðar á þeim tíma sem landamerkjabréfin voru gerð heldur en nú. Vegna þess að lækurinn hefði færst færðist við- miðunin um leið. Birgir Þorgilsson, einn af eigend- um Skóga, sagði að engin ákvörðun hefði verið tekin um áfrýjun en hann vildi ekki útiloka það. „Þetta er ekki í samræmi við það sem stóð í okkar kaupsamningi og afsali fyrir jörðinni. Hvorugur aðil- inn hefur rétt fyrir sér samkvæmt dómnum en okkar tilgangur var sá að vita hvort verið var að selja okkur eitthvað sem stenst ekki,“ sagði Birg- ir Þorgilsson. -JFJ Erum réttum megin við strikið - segir Halldór Guðjónsson, stöðvarstjóri Laugarlax hf. Þrátt fyrir að erfiðleikar blasi við mörgum seiðastöðvum á íslandi er enginn uppgjafartónn í forsvars- mönnum Laugarlax hf. í Laugardal í Ámessýslu. Laugarlax hf. var stofn- aður á árinu 1981 af nokkrum aðilum í Laugardal og í Reykjavík. Fyrstu seiðin komu vorið 1984. „Við erum réttum megin við strik- ið,“ segir Halldór Guðjónsson, stöðv- arstjóri Laugarlax hf. „Það er góð nýting á stöðinni og startfóðrun gengur vel. Þetta er 200.000-300.000 seiða stöð með sjálfrennandi lindar- vatni sem gerir stöðina mjög örugga til dæmis gagnvart rafmagnsbilun- um og öðrum óhöppum. Við fáum sótthreinsuð hrogn af veiðisvæði Veiðifélags Ámesinga á haustin enda hefur ekki orðiö vart við sjúkdóma hér,“ segir Halldór. „Áhersla er lögð á nákvæmt bók- hald og fáguö vinnubrögð. Kerin eru skoluð daglega og dauðu seiðin tínd úr. Við mælum hita í kömnum og þyngd flsksins þannig aö ef eitthvaö kemur upp á getum viö leitað að ástæðunum í bókhaldinu. Við höfum aflað okkur upplýsinga til að rækta góðan fisk enda höfum við selt meiri- hlutann af seiðunum nú þegar. Ef afgangur verður einhver forum við meö seiðin í flotkvíar sem við leigj- um. Við fylgjumst vel með þeim fiski sem fer frá okkur því við verðum að vita hvernig hann spjarar sig. Okkar fiskur hefur komið vel út í kuldanum á veturna. Það skiptir máli hvemig hann er alinn í upphafi. Ekki má keyra upp vaxtarhraðann of snemma. Nú standa yfir bleikjutilraunir hjá okkur og tveimur öðrum stöðvum fyrir Veiðimálastofnun. Það hefur vantað meiri upplýsingar um bleikj- una sem er mjög áhugaverð til rækt- unar. Startið heppnaðist vel og til- raunimar lofa góðu,“ segir Halldór Guðjónsson, stöðvarstjóri Laugarlax hf. E.J. Frá vinstri: Mikael Þorsteinsson og Haildór Guðjónsson, stöðvarstjóri Laug- arlax hf. (DV- myndir E.J.) Dýravemdunarsamband Islands: Hefur óskað rannsóknar á að- búnaði dýra að Morastöðum „Við fáum mjög sjaldan viðbrögð af fyrra bragði frá embættinu. Það er undantekningartilfelli ef slikt gerist. Þetta var grundvallaö á fréttum DV um ástandið á Mora- stöðum. Mér skilst aö þetta hafl veriö vitaö lengi,“ sagði Jórunn Sörensen, formaður Dýravemdun- arsambands íslands. Dýravemdunarsambandið hefur farið þess á leit við embætti ríkis- saksóknara að rannsókn fari fram á meðferö dýra að Morastöðum í Kjós. Jórunn sagöi að ef vitneskja væri um slíka vanhirðu bæri mönnum aö láta vita. „Það er ákaflega mikiö umburð- arlyndi hér, finnst mér. Menn horfa upp á slæma meðferð á dýr- um án þess aö aðhafast nokkuð. Við viljum aö menn verði látnir sæta ábyrgð á þessu. Ekki bara bóndinn heldur einnig þeir sem um vissu og létu ekki vita. Dýravernd- unarlögin leggja okkur þær skyld- ur á herðar aö allir sem veröa var- ir við að lögunum sé ekki hlítt láti vita. Dýrin eru í þeirri sérstöðu að þau geta ekki látið vita. Það er er- fitt fyrir okkur að fylgja þessu eft- Bæjarhlaðið að Morastöðum. Dýraverndunarsambandið hefur óskað rannsóknar á búháttum á þeim bæ. DV-mynd G. Bender. ir. Maður verður bara aö vona að yfirvöld sinni þessum málum sem öðrum málum,“ sagði Jórunn Sör- ensen.___ -sme í dag mælir Dagfari________________ Grandi til sólu Um þessar mundir stendur ríkis- stjómin upp fyrir haus í björgunar- aðgerðum fyrir hönd þjóðarinnar. Frystiiðnaðurinn er á hausnum, iðnaðurinn er á hausnum, verslun- arfyrirtæki eru á hausnum og heimilin í landinu eru á hausnum. Eða svo er að minnsta kosti sagt, og bjargráöanefndin sá enginn önnur ráð en að lækka launin hjá fólkinu og alþýðusambandið var svo meðtekið af þessum vanda að miðstjóm ASÍ gekk á fund ríkis- stjórnarinnar til að ræða þaö hvemig færa mætti launin niður til að bjarga þjóðinni frá krassinu. í raun og vem er það huggun harmi gegn hvað allir virðast vilj- ugir til að bjarga þjóðinni, sérstak- lega ef þaö bitnar ekki á þeim sjálf- um, og Dagfari þekkir engan sem ekki mælir með niðurfærslunni, svo framarlega sem hún reynist framkvæmanleg gagnvart öðrum en þeim sjálfum. Niðurfærsluleiðin er einhver snjallasta hugdetta síð- ari tíma og ákjósanleg aðferö til að bjarga þjóðinni. Það fer ekki á milli mála. Ef grannt er skoðað liggur vand- inn ekki alveg Ijós fyrir. Að því er best verður skiÚð felst hann aðal- lega í því að íslendingar hafi það of gott. Þenslan er of mikil, kaup- mátturinn of mikill, kaupæðið of mikið. íslendingar ferðast til sólar- landa, meira en góðu hófi gegnir. Þeir byggja of mikið og þeir versla í djöfulmóö og þeir spara of mikið. Grái markaðurinn er til að mynda eitt allra versta fyrirbærið í landinu og það verður aö koma lög- um yfir þennan markað, því hann þrífst á því að fólk leggur pening- ana sína í verðbréfakaup og fær fyrir það háa vexti. Þetta er alveg ófært að mati hagfræðinga og pólit- íkusa og verður að stemma stigu við spamaði sem borgar sig. Nú tala þeir um að lækka vextina með handafli til að forða þjóðinni frá þeim ósköpum að fólk geti sparað og ávaxtað sitt fé með vöxtum sem skila arði. Þetta er allt saman skiljanlegt, enda útilokað að þjóðin geti haft það gott þegar árferðið segir annað og þaö verður að færa niður kaupið og búa til kreppu, svo fólk skilji í eitt skipti fyrir öll að það er stór- háskalegt ef þjóöin hefur það of gott. Rætur vandans liggja í vanda frystihúsanna sem ekki fá lengur staðið unfiir góðærinu. Frystihúsin tapa, segja þeir, og þau geta ekki grætt aftur nema almenn lífskjara- skeröing eigi sér stað. Þetta er auö- skihð hveiju mannsbarni. Nú, þegar lífskjaraskerðingin blasir við og ljóst er að launin verða að lækka, svo frystihúsin geti aftur fariö að græða, hafa nokkrir at- hafnamenn séð sér leik á borði. Þeir sjá fram á betri tíma. Þeir hafa slegið sig saman og ákveðið að kaupa eitt stærsta frysti-útgerð- arfyrirtæki landsins, Granda hf. í Reykjavík. Það er mikil guðs bless- un að til eru enn í landinu athafna- menn sem kunna að nýta sér góðæ- rið sem verður að hallæri til að við getum notið góðæris á ný. Hvaðan koma peningarnir fyrir kaupun- um, spyr almenningur? Hvaðan fær Hvalur fé eða Hampiðjan eða Sjóvá? Svarið er einfalt. Allt eru þetta fyrirtæki sem hafa ávaxtað sitt pund í góðærinu og á gráa markaðnum og hafa fylgst með því hvað hallar undan fæti hjá frysti- húsunum. Þeim hefur verið sagt að Grandi sé að fara á hausinn eins og önnur frystihús og þeim hefur verið sagt að nú verði að lækka launin og jafna út skuldimar til að hallærið geti búið til nýtt góðæri. Vandi þjóðarinnar verður ekki leystur nema bjarga þjóðinni und- an góðærinu. Það bjargar enginn þjóðinni nema hún sjálf, þannig að nú verða launin færö niður og frystihúsunum reddað, og þá kem- ur aftur betri tíð með blóm í haga. Ergó: nú er rétti tíminn til að færa peningana frá gráa markaðn- um yfir í frystihús sem bráðum fara að græða aftur á því að launin lækki og skuldunum sé eytt. Það er nefnilega eins víst og að nótt fylgir degi aö það er ekki hægt aö láta frystihúsin fara á hausinn og þess vegna er það pottþétt fjárfest- ing að kaupa eitt stykki frystihús og nokkur stykki togara til að koma peningunum sínum í örugga höfn áður en þjóöin þjargar frystihúsun- um með því að lækka launin til að athafnamennirnir geti keypt frysti- húsin. Já, hallærið kemur sér stundum vel. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.