Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1988, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1988, Blaðsíða 42
54 Lífsstfll Að bua sig undir niðurfærslu: Verðhækkanir Niöurfærsluskjálíti hefiu- gripið um sig meðal sumra seljenda á vöru og þjónustu. Svo virðist sem ýmsir hugsi um það eitt að bjarga sínu skinni og hækki vöruverð til að geta lækkað það aftur. Þaö skal þó tekiö fram að þetta virðast ekki vera almennir viðskiptahættir heldur er rnn einn og einn að ræða. Mikill íjöldi fólks hefur hringt í DV með ábendingar um verð- hækkanir og eru það bæði neytend- ur og kaupmenn. Neytendur kvarta yfir hækkun- um í smásöluverslun og kaupmenn kvarta yfir hækkunum frá heild- sölum. Einn kaupmaðurinn hringdi ævareiður í DV og bar sig illa. „Þessir heildsalar eru aö maka krókinn og svo þurfum við að standa frammi fyrir kúnnanum og útskýra verðið.“ Hækkanabylgjan virðist ríöa yfir flest svið verslunar og þjónustu þannig að svartir sauðir leynast víða. Þetta eru allt frá litlum sjopp- um upp í stóra framleiðendur. Þetta eru jafnt opinberir aðilar sem og aöilar í einkageiranum. Dæmi um hækkanir DV hafa borist ábendingar um hækkanir á eftirfarandi vöruflokk- um: egg súkkulaði smjörlíki byggingarvörur varahlutir í bíla gosdrykkir snyrtivörur steinull Þetta eru ýmist hækkanir beint frá heildsölum eða framleiðendum. Hækkun virðist svipuð í flestum tilfellum, en það eru 10-15%. Reykjavíkurborg hækkar Dæmi um verðhækkanir hjá op- inberum aðilum er Reykjavíkur- borg. Hún hefur gengið á undan og gefið gott fordæmi. Þannig hefur aðgöngumiöi að sundstöðum borg- arinnar hækkað úr 60 krónum upp í 80, og gjöld á gæsluvöllum borgar- innar hafa verið hækkuð úr kr. 30 upp í kr. 50 síðan umræöa hófst um niöurfærslu. -PLP MÁNUDAGUR 29. ÁGÚST 1988. Verdlagsstofnun: Geturbeittaðgerðum Verðlagsstofnun og verðlagsráð geta beitt ýmsum aðgerðum til að stemma stigu við óeðlilegum aðgerð- um. Ef sýnt þykir aö verðhækkanir fari úr hófi eiga þessir aðilar eflaust eftir að grípa til aðgerða. Lög um verðlag, samkeppnishöml- ur og óréttmæta viðskiptahætti eru þau lög sem Verðlagsstofnun vinnur eftir. Þar er að finna ákvæði um að- gerðir ef aðstæður breytast þannig að verðmyndun er ekki í takt við hugmyndir um frjálsa verðmyndun. Hvað segja lögin? 8. grein laganna fjallar um verð- ákvarðanir. Þar segir að verðlagsráð geti, ef ástæða þyki til, beitt ýmsum aðgerðum til að tryggja framgang laganna. Þessar aðgerðir eru: 1. Hámarksverð og hámarksálagn- ing. 2. Gert verðútreikninga eftir nánar ákveðnum reglum. 3. Verðstöðvun í allt að sex mánuði. 4. Setningu annarra reglna um verð-’ lagningu og viðskiptakjör sem verð- lagsráð telur nauðsynlegar hverju sinni. Svo segir í 11. grein:. „Verðlagsstofnun getur í samráði við fyrirtæki eöa samtök þeirra sett reglur um verðjöfnun í því skyni að tryggja stöðugt verð. Reglur þessar skulu lagðar fyrir verðlagsráð til staðfestingar.“ í 20. grein segir: „Skaðleg áhrif geta verið fólgin í ósanngjörnu verði, álagningu eða viðskiptaskilmál- um,...“ Verðlagsstofnun hefur þarna kröft- ugt og skýrt afmarkað valdsvið í lög- um. Því er það aö verslunaraðilar hljóta að hugsa sig um tvisvar áður en þeir gefa stofnuninni færi á sér. Afleiðingarnar gætu orðið slæmar. -PLP Neytendasamtökin: Mikið um hækkanir - segir Jóhannes Gunnarsson „Það er ekki spurning í mínum huga að þetta er að gerast og því miður í mun meira mæli en maður hefði látið sér detta í hug.“ Þetta sagði Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, um verðhækkanir að undanfómu vegna umræðna um niðurfærslu. Jóhannes tjáöi DV að fjöldi fólks hefði hringt í samtökin og skýrt þeim frá hækkunum. „Það er hins vegar allt of oft að fólk vill ekki nefna dæmi, skýrir ekki frá nafni versl- unarinnar." Jóhannes sagði að samtökin hefðu þó mikið af gögnum undir höndum sem sýndu hækkanir. -PLP Óheiðarleg vinnubrögð - segir Ámi Reynisson „Það er ekki ólíklegt að einhverjum einum eða tveimur hafi getað dottið þetta í hug. Slík vinnubrögð eru hins vegar óheiðarleg og gegn þeim leikreglum sem menn vinna almennt eftir," sagði Árni Reynisson, framkvæmda- stjóri Félags íslenskra stórkaupmanna, í sam- taíi við DV um verðhækkanir fyrir niður- færslu. „Ef einhverjir eru að þessu þá hljóta sam- tökin að lýsa vanþóknun á slíku,“ bætti Árni við. Árni kvaöst vantrúaður á að menn innan samtakanna væru að hækka vöruverð. „Ef þetta er gert þá er það varla innan þessa almenna viðskiptaumhverfis. Það væru þá frekar einhverjir mjög illa staddir á útjöðrun- um sem gætu gripið til slíks." Árni sagöi að oft gæti veriö um erlendar veröhækkanir að ræða. „Yfirleitt gerast þær um áramót en þó getur komið fyrir að inn- kaupsverðið hækki um miðbik árs.“ Að lokum kvaðst Árni óttast að of mikil umfjöllun gæti gert illt verra. „Ef satt reynist vona ég að aðeins sé um undantekningartilfelli að ræða, en ég óttast að of mikill fréttaflutningur geti orðið til þess aö fleiri leggi út á þessa vafasömu braut.“ -PLP Ámi Reynisson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra stórkaupmanna. Georg Ólafsson verðlagsstjóri. Erum með ýmislegt í bígerð - segir Georg Ólafsson Við erum búnir að vera í mjög umfangsmik- illi upplýsingaöflun og erum með ýmislegt í bígerð," sagði Georg Ólafsson verölagsstjóri í samtali við DV. Hann sagði að stofnunin hefði fengið ábend- ingar um verðhækkanir. „Við höfum fengið nokkrar ábendingar og erum að skoða þær.“ Georg sagði að stofnunin væri í hálfgerðri biðstöðu þessa dagana. „Aðgerðir fara eftir þeim lögum sem sett verða. Ef sett verður á verðstöðvun þá virkar slík ákvörðun oftast aftur fyrir sig,“ sagði Georg að lokum. -PLP Neytendur Alltaf hækkanir í 25% verð- bólgu - segir Víglundur Þorsteinsson „Við erum enn í 25% verðbólgu. Þaö eru alltaf einhverjar hækkanir í pípum verð- bólgu,“ sagði Víglundur Þorsteinsson, for- maður Félags íslenskra iðnrekenda, í samtali við DV. Hann sagði ennfremur að félagið myndi ekki skorast undan samstarfi ef stjóm- völd leituðu þess. „Við munum ömgglega taka þátt í niðurfærslu af heilum hug.“ Víglundur sagðist ekki hafa heyrt nein bein dæmi um óeðlilegar hækkanir. „Verðlagsstjóri hefur verið aö athuga vöru- verð aö undanfórnu og ef eitthvað óeðlilegt kemur í ljós þá hljóta menn að taka á því.“ -PLP Víglundur Þorsteinsson, formaóur Félags ls- lenskra iðnrekenda.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.