Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1988, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1988, Blaðsíða 15
MÁNUDAQUR 29. Á.GÚST 1988. 15 Hækkun husnæðisvaxta misgengi lánskjara og veldur launa „Ungt fólk, sem er aö kaupa sína fyrstu íbúð, styðst aðallega við lán úr Byggingarsjóði rikisins. Vaxtahækkunin mun af þeim sökum lenda á því af meiri þunga,“ segir i greininni. Hækkun vaxta af lánum Bygging- arsjóðs rikisins mun valda mis- gengi lánskjara og launa. Hún mun hvorki draga úr þenslu á bygging- armarkaði né lækka vexti i þjóð- félaginu. Til þess að minnka þensl- una er vænlegra að draga úr opin- berum framkvæmdum. Gf beita á aðgerðum á húsnæðismarkaði til að lækka vexti eru aðrar leiðir væn- legri til árangurs en að hækka vexti af húsnæðislánum. Rangar hugmyndir og ályktanir Það er algengt að tillögur í efna- hagsmálum byggist á röngum hug- myndum um húsnæðismarkaðinn. E&iahagssérfræðingar meta ís- lenska húsnæðismarkaðinn eftir erlendum forsendum. Samkvæmt hugmyndum þeirra tekur fólk ákvörðun um húsnæðiskaup á svipaðan hátt og stjómendur fyrir- tækja meta fjárfestingar. Kenning- amar ganga út frá því að fólk kaupi eða leigi húsnæði eftir því hvort sé fjárhagslega hagkvæmara. Þessar forsendur em ekki fyrir hendi hér á landi. íslendingar kaupa húsnæði af nauðsyn. Valið stendur sjaldan á milii leigu og kaupa. Leiguhús- næði er ilifáanlegt og leiga há. Eina leiðin sem flestir hafa til að leysa húsnæðisvanda sinn er að festa kaup á íbúð. Til að sýna hversu almennt þetta sjónarmið er má neöia að í skoðanakönnun 1985 kváðust færri en 10% af húsnæðis- kaupendum vera að festa sér íbúð sem fjárfestingu. Tillögur sem ekki taka tillit til eðlis húsnæðismarkaðarins em oftar en ekki misheppnaðar. Af þeim sökum hefur sérfræðingum ekki tekist vel upp með húsnæðis- málin. Nýjustu hugmyndir um að hækka vexti af lánum Byggingar- sjóðs ríkisins byggjast á misskiln- ingi. Markmiðið með vaxtahækk- uninni er tvíþætt. Annars vegar á að draga úr þenslu á.byggingar- markaði. Hins vegar að stuðla að almennri vaxtalækkun. Hækkun vaxta af húsnæðislánum mun hvorki slá á þenslu á byggingar- KjaUarinn Stefán Ingólfsson verkfræðingur markaði né lækka vexti í þjóðfélag- inu. Minnkar þensla á byggingarmarkaði? - Nei Þensla í byggingariðnaði verður ekki rakin til íbúðarhúsnæöis nema aö óverulegu leyti. Þégar framkvæmdir við byggingu íbúð- arhúsnæðis era metnar verður aö hafa í huga aö nauðsynlegt er að reisa árlega 1500 til 2000 íbúðir. Þær framkvæmdir, sem nú em i gangi, leysa eðlilega þörf eftir samdráttar- tímabil áranna 1984 til 1986. Þensl- an á byggmgarmarkaönum skap- ast af miklum opinbemm fram- kvæmdum og byggingu atvinnu- húsnæðis. Margt bendir til að framkvæmdir við atvinnuhúsnæði hafi þegar náð hámarki. Söluverð á skrifstofu- og verslunarhúsnæði hefur lækkað um 20% að raunvirði á einu ári og framundan er sam- dráttur. Byggingarframkvæmdir opinberra aðila em aftur á móti augljós þensluvaldur. Ráðhúsið í Tjöminni, veitingahús á Öskjuhlíð og fyrirhugað Alþingishús munu til dæmis kosta á við 500 meðalstór- ar íbúðir. Lækka vextir? - Nei! Með hækkun á vöxtum Bygging- arsjóðs ríkisins á að stuðla að lækkun vaxta í þjóðfélaginu. Hug- myndin er sú að við vaxtahækkun- ina dragi það mikið úr ásókn í hús- næðislán aö kerfíð komist af með minna fjármagn en það hefur til ráðstöfunar. Það fé, sem sparast, verði síðan lánað til atvinnurekstr- ar. Við aukið framboð á lánsíjár- magni muni vextir siðan lækka. Þetta em óraunhæfar hugleiöing- ar. Engar líkur eru á aö fjármagn losni úr húsnæðislánakerfmu til annarra þarfa þó vextir hækki. Allt of lítið íjármagn rennur inn í húsnæðiskerfið til aö fullnægja þörf húsnæðismarkaðarins. í ár verða ekki veitt nema 2.500 hús- næðislán en þörfin er aö minnsta kosti 4.500. Um 12.000 umsækjend- ur em á biðlistum Húsnæðisstofn- unar. Ef vextir af húsnæðislánum hækka munu einhverjir umsækj- enda falla frá lántöku en aðrir munu færast framar í biðröðinni og taka sæti þeirra. Þörfin er það mikil að margir umsækjendur em um hvert lán. Vextir af húsnæðislánum eru of háir nú þegar Vextir af húsneeðislánum hér á landi era meö þeim hæstu í okkar heimshluta. Fjármögnun hús- næðiskaupa samanstendur af ólík- um lánafiokkum. Opinber hús- næðislán nema minna en helmingi aflánsfjárþörfhúsnæðismarkaðar- ins. Þau bera nú 3,5% raunvexti. Önnur lán koma frá lífeyrissjóðum, bönkum, seljendum notaðs hús- næðis og em yfirtekin við hús- næðiskaup. Þessi lán bera flest 8% til 10% raunvexti. Til jafnaðar má ætla að raunvextir af húsnæðislán- um séu mn 6% þegar allt er talið. i helstu grannlöndum okkar eru húsnæöisvextir lægri. Til dæmis voru um 2,5% raunvextir af öllum fasteignalánum í Bandaríkjunum árin 1970 til 1980. Hækkun vaxta af lánum Bygging- arsjóðs ríkisins úr 3,5% upp í 7,0% mun valda misgengi lánskjara og launa. Meðalvextirafhúsnæðislán- um munu hækka úr 6% i 8%. Það jafngildir 33% hækkun. Greiðslu- byrði húsnæðiskaupenda mun við það þyngjast um 15%. Ungt fólk, sem er að kaupa sína fyrstu íbúð, styðst aðallega við lán úr Bygging- arsjóði ríkisins. Vaxtahækkunin mun af þeim sökum lenda á því af meirí þunga. Sama máli gegnir um þá sem eiga litlar íbúðir og eru að stækka við sig, til dæmis af fjöl- skylduástæðum. Lauslega áætlað munu um 60% af kaupendum og húsbyggjendum vera að kaupa i fyrsta sinn eða stækka hóflega við sig. Greiðslubyrði þeirra mun þyngjast um 25% til 30% við vaxta- hækkunina. Vaxtahækkanirnar munu skapa misgengi lánskjara og launa. Þegar litið er á húsnæðis- markaðinn í heild má vænta 15% misgengis. Opinber aðstoð er lítil og ótrygg Um þaö hefur verið rætt að bæta húsnaeðiskaupendum upp vaxta- hækkunina með skattalækkun. Sú leið þekkist í mörgum löndum. Skattakerfið hér á landi hefur verið háð sífelldum breytingxun undan- farinn hálfan annan áratug. Breyt- ingarnar hafa sjaldan reynst var- anlegar. Af þeirri ástæðu er ótryggt að treysta á skattaákvæði sem kunna að reynast skammvinn. Að- stoð opinberra aðila við húsnæðis- kaupendur hefur ekki verið minni um áratuga skeið. Til dæmis má nefna að skattaafsláttur dæmi- gerðrar fjölskyldu vegna hús- næðiskaupa er um helmingi minni en gerðist fyrir einum áratug. Að- stoö viö húsnæðiskaupendur er minni en í helstu grannlöndum okkar. Verkalýðshreyfingin hefur lýst vantrú á þá leið að bæta vaxta- hækkunina upp með skattalækk- unum. Reynsla undanfarinna ára bendir til að afstaða hennar sé á rökum reist. Stefán Ingólfsson „Þenslan á byggingarmarkaönum skapast af mildum opinberum fram- kvæmdum og byggingu atvinnuhús- næðis.“ Á meðal okkar era einn til tveir aðilar smitaðir af banvænum, bráðdrepandi sjúkdómi. Þeir em mjög á faraldsfæti þannig að bráð hætta vofir yfir öllum almenningi forðist hann ekki allt samneyti við viðkomandi aðila. Sem trúnaðarmaður al- mennings er það skylda min að vara við þessari hættu. Það er hins vegar ekki í mínum verka- hring að gefa út heilbrigðisvott- orð til heilbrigðra. Slíkt er í verkahring viðkomandi yfir- valda sem raunar virðast alls ekki sinna lögbundnum skyld- um sínum sem skyldi. Vari sig því hver sem betur getur því hættan vofir yfir. Ég veit hvar hún leynist, ég veit í hveiju hún felst, en ég ætla ekki að segja ykkur það. Mörgum kann aö virðast upphaf greinarinnar undarlegt í meira lagi. Það sem er þó enn undarlegra er að hver yfirlýsingin á fætur ann- arri af þessu tagi hefur dunið á al- menningi að undanfómu, frá form- anni Alþýðubandalagsins, um verðbréfasjóði og fjárfestingarfyr- irtæki. Já, það er með ólíkindum hvað menn geta lagst lágt í póli- tísku sjónarspili og enn ótrúlegra KjaJlarinn Ingi Björn Albertsson alþingismaður hvað þeir komast upp með. Vel má vera að formaður Al- þýðubandalagsins fari að ein- hveiju leyti meö rétt mál. Um það er mér ekki kunnugt, enda hef ég ekki þær upplýsingar sem hann gefur í skyn að hann hafi undir höndum. Látum vera þó formaður- inn neiti að gefa upp heimildar- menn sína. Slíkar upplýsingar skipta minnstu eins og málum er nú komiö. Það er hins vegar'ský- laus krafa bæði fyrirtækjanna, sem hér um ræðir, og einstaklinga, sem lagt hafa fiármuni sína til þeirra til ávöxtunar, að Ólafur Ragnar færi rök fyrir fullyrðingum sínum og tilgreini hvaða fyrirtæki gagnrýni hans beinist að. Að öðrum kosti verða yfirlýsingar af þessu tagi aö teljast órökstuddar dylgjur, settar „Er Alþýðubandalaginu - for- manni þess, trúnaðarmanni al- mennings - nákvæmlega sama um hagsmuni þess hluta lands- manna er sparað hefur fé og ávaxtað til að njóta arös sparsemi sinnar?" spyr greinarhöfundur. fram til að koma höggi á fijálsan og heiðarlegan verðbréfamarkað - jafnvel þótt hagsmunum tugþús- unda einstaklinga sé fómaö í leið- inni. Og síðan segir Alþýðubanda- lagið eftir á: „Sögðum við ekki!“ En helgar tilgangurinn meðalið? Er Alþýðubandalaginu - formanni þess, trúnaðarmanni almennings - nákvæmlega sama um hagsmuni þess hluta landsmanna er sparað hefur fé og ávaxtað til að njóta arðs sparsemi sinnar því að hér er um aö ræöa aö stórum hluta uppspar- aöa fiármuni almennings? Em því öll meðul leyfíleg í örvæntingar- fullum tilraunum til fylgisaukning- ar og atlögum að fiármagnseigend- um? Nei, flokkur, sem beitir slíkum leikaðferðum getur ekki kallað sig bandalag alþýðunnar, hann minnir miklu fremur á bandalag skemmd- arverkamanna. Þetta eru vissulega stór orð en þó fyllilega viðeigandi því að ef eitthvað getur komið af stað hruni á verðbréfamarkaði þá eru það órökstuddar fullyrðingar á borð viö þær sem formaður Al- þýðubandalagsins hefur látið frá sér fara. Og fari svo skal Alþýðu- bandalagið gera sér grein fyrir ábyrgð sinni gagnvart fyrirtækjum og ekki síst þúsundum einstaklinga sem gætu orðið fyrir ómældu fiár- hagstjóni. Ólafur minn. Er nú ekki karl- mannlegra og farsælla fyrir alla aðila að þú gangir hreint til verks og nefnir „sjúklingana" þína tvo? Varla er ástæða til aö kalla alla þegnana til athugunar, umfram eðlilegt heilbrigðiseftirlit, ein- göngu vegna tveggja sem hugsan- lega séu sýktir. I framhaldi af því kann viðameiri rannsókn að vera nauðsynleg. En eitt skulum viö hafa í huga. Hvorki einstaklingar né fyrirtæki eiga að þurfa að sæta ákúrum af þessu tagi án þess að þær séu rökstuddar. Og þá er kom- iö aö þeim sem bendir og ásakar. Verði ekki talið nauðsynlegt að sá aðili færi rök fyrir jafnalvarlegum fullyrðingum veröur varla líft hér á landi. Ingi Björn Albertsson „Það sem er þó enn undarlegra er að hver yfirlýsingin á fætur annarri af þessu tagi hefur dunið á almenningi að undanfórnu, frá formanni Alþýðu- bandalagsins, um verðbréfasjóði og Q árfestingarfyrirtæki. ‘ ‘

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.