Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1988, Blaðsíða 23
?,WA T8ð9Á ÍIUÍÍAÖUMAM Cí'
MÁNUDAGUR 29. ÁGÚST 1988. 23
Fréttir
Bömin settu mikinn
svip á heimsoknina
- ógleymanleg kennslustund við forsetabílinn
Börnin á Hvammstanga hópuöust að forsetabílnum og fengu ógleymanlega kennslustund um fána og skjaldar-
merki íslands hjá Vigdísi forseta.
DV-mynd Brynjar Gauti
..
Höfum nú fyrirliggjandi MODEM. Hraöi 1200/1200 og
300/300 bitar/sek.
Sjálfvirk upphringing með HAYES samhæfðum
skipunum.-
Tenging við allar tölvur.
MIÆKNIVAL
Grensásvegi7, 108 Reykjavlk, Box 8294, S: 681665 og 686064
Hvar sem Vigdís Finnbogadóttir
kom á ferö sinni um Húnavatnssýsl-
ur voru börnin mætt í tugatali til að
heilsa upp á forsetann.
Voru það börnin sem hjálpuðu for-
setanum að gróðursetja yfir 30 birki-
hríslur víðs vegar um sýslurnar og
voru alls ófeimin að tjá sig um verk-
ið eða svara þeim spurningum sem
forseti varpaði fram. Við gróðursetn-
ingu birkihríslnanna viö skólann á
Húnavöllum var forseti að gróður-
setja þriöju hrísluna og sagði að hún
væri fyrir börn framtíðarinnar, þau
börn sem ekki væru fædd ennþá. Þá
gall í lítilli hnátu að mamma sín hefði
nú ekki hugsað sér að eignast íleiri
börn. Var þá að vonum hlegið í hópn-
um.
Á Hvammstanga voru börnin í við-
bragðsstöðu og biðu þess í ofvæni að
forseti kæmi gangandi að félags-
heimilinu frá Vertshúsinu þar sem
hún hafði snætt kvöldverð. Fögnuðu
börnin forseta ákaft og heilsuðu eins
og þau eru vön. Vigdís sagði þá að
ekki ætti að heilsa fólki með því að
segja „hæ“ eöa „bæ“ heldur „komið
þið sæl“ og „bless“. Verður gaman
aö sjá hvort Hvammstangabörnin
taka ráði Vigdísar.
Daginn eftir, þegar forseti var í
þann veginn að fara, höfðu börnin
hópast í kringum forsetabílinn.
Áhugi þeirra fór ekki fram hjá Vig-
dísi. Fór hún að ræða um fánann og
skjaldarmerkið við börnin og spyrja
þau út í þá hluti. Ef einhver vafi hef-
ur verið meðal barnanna um fánann
og skjaldarmerkið er næsta víst að
þessi ógleymanlega kennslustund
hefur bætt um betur.
Vigdís sagði i upphafi heimsóknar
sinnar aö börnin væru stór þáttur
heimsóknanna og þau skildu að hér
væri eitthvað sérstakt á seyði, hafið
yfir allt dægurþras. Hefðu þau
reyndar alltaf sýnt forsetabílnum
mikinn áhuga, þessum stóra með
fána og ööruvísi númeraplötum.
Væri forsetabíllinn ytra tákn fyrir
ytri raunveruleika, sem væri þjóð-
ernið.
Loks sagöi Vigdís að hún hefði hitt
unghnga og hálffullorðiö fólk sem
hefði sagt henni að þau gleymdu
aldrei þegar forsetinn kom í heim-
sókn í byggðarlagið þeirra, svo djúpt
var það greypt í minningunni.
-hlh
Þessi ungi maður mætti í.félagsheimilið Víðihlíð og tilkynnti forseta að
hann væri nýbúinn að senda henni bréf. Þegar Vigdís vildi vita um efni
bréfsins sagði stráksi að hún yrði að biða þar til hún hefði lesið það og
fannst forseta þar vel svarað. DV-mynd Brynjar Gauti
I il forna leystu höfðingjar þjóðarinnar
ágreiningsmál sín á Þingvöllum.
ótt nútímamenn noti aðrar og oftast friðsamlegri aðferðir
til að leysa sín mál eru
Þingvellir enn sem fyrr viðeigandi umhverfi fyrir
viðskiptafundi.
jóddu viðskiptavinum þínum næst í viðskiptaverð á
Hótel Valhöll,
það tekur aðeins 40 mínútur að aka þangað frá Reykjavík.
Sannaðu til, þar komist þið að góðri niðurstöðu.
Hótel Valhöll
Þingvöllum
sími 98-22622