Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1988, Blaðsíða 10
10
Útlönd
DV
Fundinum lokið
Leiðtogar Ungverjalands og Rúmeníu luku fundi sínum í gær.
Símamyrtd Reuter
Léiðtogi Ungveijalands, Karoly Grosz, sneri heim á ný í gær eftir aö
fundi hans með forseta Rúmeníu, Nicolae Ceausescu, lauk. Þetta er í
fyrsta sinn sem leiötogarnir funda í ellefu ár.
Viðræður leiðtoganna snerust helst um það hvaða afleiðingar hinar
nýju landbúnaðaráætlanir Ceausescu forseta myndu hafa í för með sér.
Forsetinn hyggst leggja í rúst átta þúsund þorp í Transylvaníu-héraði til
að byggja upp landbúnaðinn í héraðinu. Flestir íbúar þorpanna eru af
ungverskum ættum.
Áætlanir Rúmeníuforseta hafa verið gagnrýndar mjög um allan heim
og segja margir að menning og saga ungverska minnihlutans í Rúmeniu,
sem er um tvær milljónir, myndi hverfa að eilífu.
Niðurstöður viöræðnanna hafa ekki verið gerðar opinberar.
Oiíusprenging í Mexíkó
Ellefu manns létu lífið og flmmtíu
slösuðust þegar sprenging varð í
olíuleiðslu Pemex olíufélagsins í
Veracruz í austurhluta Mexíkó í
gær.
Miklir eldar geisuðu í kjölfar
sprengingarinnar og þurftu á milli
átta og tíu þúsund manns að yfir-
gefa heimíli sin í nágrannabænum
San Juan de los Reyes.
Eldsupptök eru ókunn en
slökkvistarf gengur vel. Aðeins
hafa verið borin kennsl á fimm
þeirra sem létu lífið.
Sjo áhafnarmeðlimir perúsks kafbáts létu lífið þegar hann lenti í árekstri
Við japanskt fiskiskip. Slmamynd Reuler
Forseti Perú, Alan Garcia, sakaöi í gær áhöfn japansks fiskiskips um
slys sem varð þegar perúskur kafbátur og japanskt fiskiskip lentu í
áreksfii.
Sjö áhafharmeðlimir kafbátsins létust í árekstrinum en engan í áhöfii
fiskiskipsins sakaði.
Tuttugu og tveimur áhafnarmeðlimum kaíbátsins var bjargað strax
eftir að slysiö átti sér stað en tuttugu og þrír voru innilokaöir í sólarhring.
Slysið átti sér stað aðfaranótt laugardags um sex kílómetra fyrir utan
Lima, höfuðborg Perú. Skipstjóri fiskiskipsins hélt aö kafbáturinn væri
mun minni.
Neitar eftirlitsmönnum
ÁsakarJapani
Utanríkisráðherra Burundi, Cyprien Mbonimpa, fundaði í gær með aðal-
ritara SÞ, Peres de Cueliar. Símamynd Reuter
Utanríkisráðherra Burundi, Cyprien Mbonimpa, sagöi í gær að erlend-
um eftirlitsmönnum yrði ekki leyft að kanna aöstæður í noröurhluta
landsins í kjölfar fjöldamorðanna sem áttu sér stað þar í síðustu viku.
Samkvæmt opinberum tölum létust fimm þúsund manns í ættbálkadeil-
um hutu og tutusi ættflokkanna en flóttamenn, sem flúið hafa yfir til
nágrannaríkisins Rwandi, segja aö sú tala sé mun hærri.
Utanríkisráðherrann átti í gær viðræður við Peres de Cuellar, aöalrit-
ara Sameinuðu þjóðanna, og fór fram á neyðaraðstoð. Ráöherrann hefur
einnig lagt fram beiðni um aðstoð til flóttamannaaöstoðar SÞ.
Bush
hefur
betur
Bush gerir um þessar mundir mikið úr búsetu sinni i Texas, enda eru úrslit
í því fylki talin verða afgerandi í kosningunum. Simamynd Reuter
Skoðanakannanir í Bandaríkjunum
benda nú til þess að George Bush,
forsetaframbjóðandi repúblikana,
hafa lítillega meira fylgi meðal kjós-
enda en Michael Dukakis, frambjóö-
andi demókrata.
Munurinn er þó ekki talinn nægi-
lega mikill til að vera marktækur.
Báðir frambjóðendur sóttu kosn-
ingafundi um helgina. Varaforseta-
efni þeirra voru einnig á ferðinni.
Dan Quayle, varaforsetaefni repú-
blikana, var í Kaliforníu þar sem
hann sótti í fyrsta sinn framboðs-
fundi einn síns liðs. Deilur um hann
virðast nú vera að hjaðna aftur eftir
aö fjölmiðlar hafa gagnrýnt hann
harðlega undanfarnar vikur.
Lloyd Bentsen, varaforsetaefni
demókrata, var um helgina spurður
um álit sitt á Quayle. Sagði Bentsen
að öldungadeildarþingmaðurinn
gæti líklega tekið við forsetaembætti
ef nauðir ræki til. Sagði hann Quayle
ekki vera meðal þeirra samstarfs-
manna sinna í öldungadeildinni sem
hann bæri mesta virðingu fyrir en
hins vegar vildi hann ekki fuilyrða
að hann gæti ekki vaxið í starfi.
Athygli hefur vakið undanfarna
daga að Jesse Jackson, blökku-
mannaleiðtoginn sem lengst keppti
við Dukakis um tilnefningu sem for-
setaefni demókrata, hefur neitað að
lýsa eindregnum stuðningi við Duk-
akis. Jackson kom fram með Dukak-
is á fundi á laugardag þar sem þess
var minnst að aldarfjórðungur er lið-
inn frá því Martin Luther King hélt
ræðu þá sem þekkt er sem „Ég á mér
draum“. í ræðu þeirri sem Jackson
hélt á laugardag nefndi hann aldrei
Dukakis og hvatti ekki kjósendur til
að greiða honum atkvæði.
Aðspurður hefur Jackson sagt að
stuðningur sinn við Dukakis sé
óbeinn, mest fólginn í því að hvetja
kjósendur til að skrá sig og taka þátt
í forsetakosningunum.
Utanríkisráðheir-
amir ósammála
Utanríkisráðherrar írans og íraks
munu að öllum líkindum ekki ræða
saman í dag eftir að snurða hljóp á
viðræður þeirra í gær að sögn Peres
de Cuellar, aðalritara Sameinuðu
þjóðanna. Aðrir fulltrúar ríkjanna
munu þó halda viðræðunum áfram
í dag undir forsæti de Cuellars.
Utanríkisráðherrarnir urðu ósam-
mála um landamærasamning þann
sem ríkin undirrituðu í Algeirsborg
árið 1975 og staðsetur landamærin
við miðlínu Shatt al-Arab vatnaleið-
arinnar sem skilur þjóðirnar að við
botn Persaflóa. Aðgangur áð vatnale-
iðinni var eitt af tilefnum þessa striðs
sem stóð yfir í átta ár og varð a.m.k.
einni milljón manna að aldurtila.
Saadoun Hammadi, fulltrúi íraks í
utanríkismálum, sagði að samning-
urinn væri ekki í gildi lengur og að
þjóðirnar yrðu að koma sér saman
um nýjan landamærasamning. For-
seti íraks, Saddam Hussein, ógilti
samninginn fyrir hönd þjóðar sinnar
nokkrum dögum áður en írakar réð-
ust inn í íran í september árið 1980.
Utanríkisráðherra írans, Ali Ak-
bar Velyati, brást þegar við ummæl-
um Hammadi og sagði að annað ríkj-
anna gæti ekki ógilt landamæra-
sámninginn. Hann kvað samninginn
gildandi og óumbreytanlegan. Hann
sagði þó að viðræðurnar myndu
halda áfram.
Utanríkisráðherra íraks, Tareq
Aziz, gekk út af fundi viðræðunefnd-
anna í gær. Báðar þjóðir hafa sakað
hvor aðra um að leggja stein í götu
friðar og hindra viðræðurnar. Full-
trúar íraks hafa einnig sakað írani
um að brjóta a.m.k. fjórtán sinnum
gegn vopnahléinu sem gekk í gildi
aðfaranótt 20. ágúst sl.
Talsmaður Sameinuðu þjóðanna
sagði í gær að deilurnar um landa-
mærin þýddu ekki að viðræðurnar
hefðu siglt í strand. Hann viður-
kenndi þó að þær gengju ekki eins
vel og vonast hefði verið til.
Helsta ágreiningsefni viðræðn-
anna virðist vera hvenær fram-
kvæmd skilmála ályktunar SÞ nr.
598, sem vopnahlé þjóðanna byggir
á, skuli hefjast. Áluktunin kveður á
um að báðar þjóðirnar skuli draga
herlið sitt til baka, að skipst skuli á
stríðsföngum og að sett skuli upp
nefnd er kanni hver hafi átt upptökin
að stríðinu.
Reuter
Peres de Cuellar, sem er í forsæti viðræðna deiluaðila í Persaflóastríðinu,
telur ekki að viðræðurnar hafi siglt í strand þrátt fyrir ósætti ráðherra ríkj-
anna í gær. Símamynd Reuter