Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1988, Blaðsíða 25
MÁNUDAGUR 29. ÁGÚST 1988.
25
Fréttir
Bjami Grímsson, bæjarstjóri á Olafsfirði, virðir fyrir sér framkvæmdir sem
eru hafnar við jarðgangagerð i Ólafsfjarðarmúla.
DV-mynd GK
ÓlafsQöröur:
„Viss léttir að
IIVER REED
skólaritvélln f ár
skipta um vandamár
- segir Bjami Grímsson, nýráðinn bæjarstjóri
Gyffi Kristjánsson, DV, Akureyri:
„Ég greip gæsina þegar hún gafst,
enda höfðum við hjónin alltaf stefnt
aftur til Norðurlandsins," segir
Bjarni Grímsson sem tók við starfi
bæjarstjóra á Ólafsfirði um siðustu
mánaðamót. Bjarni er fæddur og
uppalinn í Ólafsfirði, kona hans er
frá Akureyri og því er ekki óeðlilegt
að þau hafi haft hug á því að flytja
frá Vestfjörðum, þar sem þau hafa
búið undanfarin ár, í Eyjafjörðinn
aftur.
Bjarni lauk landsprófi á Ólafsfirði
en hélt þaðan í Menntaskólann á
Akureyri og lauk síðan prófi í við-
skiptafræðum við Háskóla íslands.
Eins og oft vill veröa þegar Ólafs-
firðingar eru teknir tali af aðkomu-
mönnum berst talið fljótlega að Múl-
anum.
„Ég þekki Múlann mjög vel. Öll
árin sem ég var í menntaskóla á
Akureyri fór ég heim í helgarfrí í
misjöfnum veðrum og lenti auðvitað
í ýmsu. Nú eru undirbúningsfram-
kvæmdir hafnar fyrir gerð jarðganga
og vissulega koma göngin til með að
breyta mjög miklu fyrir okkur og
tengja okkur betur við Dalvík og alla
byggð í Eyjafirði.
Þetta má m.a. sjá af því að nú þeg-
ar hafa verið gerðir samningar um
sameiginlega sorpeyðingarstöð okk-
ar, Dalvíkinga og fleiri sveitarfélaga
í Eyjafirði og ég vona og tel reyndar
að þetta sé aðeins upphafið. Með
göngunum rætist væntanlega
draumurinn um bundið slitlag alla
leiö til Akureyrar og þá er þetta orð-
ið örskot að skjótast þangað inn eft-
ir. Hins vegar geri ég mér grein fyrir
því að þetta þýðir einnig aukna sam-
keppni við ýmis fyrirtæki hér, eins
og t.d. í verslun.“
Bjarni starfaði hjá Fiskveiðasjóði
meðfram náminu við Háskólann,
einnig sem afleysingarforstjóri fisk-
vinnslu- og útgerðarfyrirtækis á
Sauöárkróki en síðan í desember
1982 var hann kaupfélagsstjóri á
Þingeyri. Þaö starf þýðir að hann var
um leið framkvæmdastjóri frysti-
hússinw þar, það eru mikil völd og
ábyrgð á einni hendi í litlu sjávar-
plássi. En voru ekki mikil viðbrigði
aö koma heim?
„Jú, enda 13 ár síðan ég hef verið
hér eitthvað að ráöi. Aðalíbúðar-
hverfi bæjarins á Flæðunum var t.d.
varla hálfbyggt þegar ég var hér síð-
ast og höfnin hefur breyst mikið. Þá
finnst mér gleðilegt að sjá hvað fólk
leggur nú mikla rækt við garða og
gróður við hús sín, það hefur mikið
breyst."
En vandamálin eru til staöar og
bíða sífellt úrlausnar.
„Já, það er rétt, og mér var reynd-
ar vel kunnugt um vanda sjávarút-
•vegsins, hann er hér til staðar eins
og annars staðar. Ég heyri á mönn-
um hér að það er þröngt í búi og
vissulega hvíhr þungt á mér aö vita
að atvinnureksturinn er veikburða.
Ef atvinnureksturinn getur ekki bor-
ið sig og borgað gjöld getur bæjarfé-
lagið ekki staðið fyrir miklum fram-
kvæmdum, það segir sig sjálft.
En við erum með fjóra togara hér,
tvo ísfisktoggra og tvo frystitogara
og vissulega gefur það okkur mögu-
leika þannig að það er best að vera
ekki of svartsýnn.
Þrátt fyrir allt myndi ég ætla að
það sé bjart framundan hér á Ólafs-
firði, óveðursský eru vissulega á lofti
eins og annars staðar en við getum
vonandi sigrast á þeim erfiðleikum
sem framundan eru,“ sagði Bjarni
Grímsson bæjarstjóri.
Allír nemendur þurfa góða ritvél, af hverju
ekki að velja vél sem endíst ut námsárin.
SILVER REED er framtíðareign sem kostar
ekki nema 19.800 kr. stgr.
SIIVER REED er handhæg heímílísvél sem
v#lc^ gott er að hafa vJð hendína
SKRIFSTOFUVÉLAR H.F.
%
&
Hverfisgötu 33, sími: 62-37-37
Helstu söluaðilar auk Skrifstofuvéla hf.:
Akranes: Bókaverslun Andrésar Níelssonar
Akureyri: Tölvutæki/Bókval hf
Gindavík: Bókabúð Grindavíkur
Hafnarfjörður: E. Th. Mathiesen
Húsavík: Bókaversl. Þórarins Stefánssonar
[safjörður: Bókaversl. Jónasar Tómassonar
Keflavík: Nesbók
Ólafsfjörður: Versl. Valberg
Reykjavik: Penninn,
Hallarmúla/Kringlunni/Austurstræti
Tölvuvörur Skeifunni 17
Selfoss: Vöruhús K.Á.
Siglufjörður: Aðalbúðin
Vestmannaeyjar: Kjarni hf
Hella: Mosfell.
VINYL
2.650.
STÆRRI
4.950.-
(LEÐUR)
MINNI
4.550.-
(LEÐUR)