Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1988, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1988, Blaðsíða 44
56 MÁNUDAGUR 29. ÁGÚST 1988. Sviðsljós Ólyginn sagði . . . Richard Gere - hjartaknúsarinn sjálfur - gifti sig þanr. 16. ágúst sl. Sú heppna var franska ieikkonan Gabrielle Lazure. Þau munu víst hafa fyrst litið hvort annað augum fyrir ári, og það var ást við fyrstu sýn. Eftir að hann lék í myndunum „An Offlcer and a Gentleman" og „American Gigolo" varð hann helsta kyntákn kvenna, en nú er hann allur á kafi í andlegu efnun- um. Stundar innhverfa íhugun og hefur gifurlegan áhuga á aust- rænum fræðum. DV Lauren Hutton lék ásamt Perry King í myndinni „Perfect Couple“. Mynd þessi fjallar um gömul hjón sem sóru að gangast aldrei undir neinar yngingaraögerðir. En þegar dótt- ir þeirra fer að heiman uppgötva þau hversu gömul, þreytt og slitin þau eru oröin. Hjúin ákveða því að gera eitthvað í málinu meö ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Sem sagt mynd í léttum dúr, eins og svo oft er sagt. Átta milljóna króna hringurogRollsRoyce Wayne Gretzky og Janet Jones gengu í hjónaband fyrir skömmu. Ólíklegt er að margir þekki parið hér á landi og þyki lítt merkileg sú staö- reynd að þau séu búin aö rugla sam- an reytum sínum. Wayne rnun þó vera besti og þar með hæst launaði íshokkíleikari í heimi. Janet er aftur á móti fyrirsæta og hefur meðal ann- ars starfað fyrir „P!ayboy“. Brúðkaupið var hið glæsilegasta og dýrasta sem haldið hefur verið í Kanada í langan tíma. Meðal hinna 700 boðsgesta voru kóngafólk, kvik- myndastjömur og stjórnmálamenn. Var boöið upp á dýrindis rétti og ekta kampavín. Trúlofunarhringurinn mun hafa verið eitthvað í dýrari kantinum enda allt dýrt við þetta brúðkaup. Er hann sagður hafa kostað litlar átta milljónir króna. í morgungjöf fékk svo brúðurin glænýjan, kremlit- aöan Rolls Royce. Wayne ætti víst að hafa efni á hlutunum því hann þénar himinháar upphæðir á leik sínum og á því aö koma fram í aug- lýsingum. Fylgir svo sögunni að þau hafi hvorugt verið gift áður. Janet mun þó hafa veriö í sambúð með tennis- leikaranum Vitas Gerulaitis og Wa- yne var trúlofaður poppsöngkonunni Vickie Moss í heil sjö ár. Og hvert var haldið i brúðkaups- ferö? Að sjálfsögðu var farið í lúxus- siglingu um Karíbahafið. Þegar hæst launaði íshokkíleikari heims dró hring á fingur brúði sinni var um að ræða átta milljóna króna hring. Patrick Swayze segir að þaö sé algjör draumur aö búa á búgarði. Hann hefur þó ekki getað eytt miklum tíma á bæ sínum að undanförnu því hann hefur leikið í hverri myndinni á fætur annarri, „Road House“ og „Next of Kin“. Þegar Patrick á einhvern tíma afgangs þjálfar hann hesta, gerir við bíla og æfir dans. Einnig á hann það til að spila á gítar og flautu. Emilio Estevez Leikur Billa hinn barnunga Emilio Estevez veit hvernig á að svara þeim er draga hæfileika hans í efa eða líta á hann sem aðeins einn af krakkakvikindunum, eins og hóp- ur ungra leikara hefur verið kallað- ur. „Eg ætla að vera í þessu starfi þangað til ég verð hundgamall," sagði Emilio. „Ég á enn margt eftir ógert." Slíkt sjálfsöryggi er einkenni Em- ilios jafnvel þótt hann, aðeins 26 ára að aldri, hafi þegar fengið sinn skerf af öldudal Hollywood, átt bæði góða og slæma tíma. Hann hefur náð toppnum í myndum eins og „Stake- out" og „The Breakfast Club" en hrapað síðan til botns með „The Brat Pack“ og „Wisdom" en sú mynd fékk slæma útreið hjá gagnrýnendum. Emilio leikur nú í „Young Guns" og þykir taka talsverða áhættu með þeirri mynd því hún er vestri. Má sjá hann þar í hlutverki útlagans Billy the Kid eða Billa hins barnunga þeg- ar hann fór með hópi sínum gegn spilltum kaupmönnum og embættis- mönnum í Lincoln, Nýju Mexíkó. Hópurinn, sem var þekktur undir nafninu „The Regulators", var ráð- inn af breska kaupmanninum John Tunstall sem beitti honum gegn keppinautum sínum. Á endanum urðu „The Regulators" morðóðir. Með bróður sínum Charlie Sheen Þetta er í fyrsta skipti sem Emilio leikur í sögulegri mynd og má gera svo vel að keppa við ekki ófrægari menn en Roy Rogers, Paul Newman, Audie Murphy og Kris Kristofferson, en þeir hafa allir leikið Billa barn- unga á hvíta tjaldinu. „Young Guns“ er einnig fyrsta myndin sem Emilio gerir með bróður sínum, Charlie Sheen. Þeir hafa báðir leikið í mynd- um með föður sínum, Martin Sheen, en hans rétta nafn er Ramon Estevez. Charlie leikur keppinaut Billa um leiðtogastöðu innan „The Regula- tors“. Emilio er hreinsk'ilinn þegar hann talar um bróður sinn, sem varð fræg- ur á einni nóttu fyrir myndirnar „Platoon" og „Wall Street“. Þær nutu báðar mikilla vinsælda og hlutu jafn- vel óskarsverðlaun. „Við vorum miklir keppinautar þegar við vorum Emilio Estevez (til hægri) í hlutverki Billa barnunga í myndinni „Young Guns“, ásamt Terence Stamp sem leikur breskan kaupmann. Simamynd Reuter Emilio var allt í öllu í „Wisdom“ en fyrir þá mynd fékk hann mjög slæma dóma og tók þá mjög nærri sér. að alast upp. Hann fékk allt upp í hendurnar og þurfti ekki að vinna fyrir hlutum sem foreldrar okkar létu mig vinna fyrir,“ sagði Emilio. Þrátt fyrir ýmsar sögusagnir sagði hann að það heföi verið gott að vinna með Charlie. „Viö erum búnir að leggja niður vopn. Ég álít hann vera einn af mínum bestu vinum og ég á ekki marga vini.“ Krakkakvikindin halda vestur Þar sem myndin er vestri er tekin mikil fjárhagsleg áhætta með henni. Leikararnir eru ílestir af yngri kyn- slóðinni, meðal annars Kiefer Suth- erland og Lou Diamond Philipps, svo margir gætu hreinlega kallað hana „krakkakvikindin í villta vestrinu". „Ég kem fram með fjölda ungra manna, en það væri asnalegt að láta hana framhjá sér fara bara á þeim grundvelli," sagði Emilio. „Young Guns“ vakti áhuga hans því hún reynir að gefa nokkuð sögu- lega rétta mynd af Billa barnunga. Með þvi að nota himinblá augun túlkar Emilio Billa barnunga sem trúan og tryggan vinum sínum og haldinn gífurlegu hatri í garð óvina sinna. Emilio telur persónuleika Billa vera mjög ólíkan hans eigin nema ef vera skyldi að þeir ættu hina afbrigðilegu kímnigáfu sameigin- lega. Emilio er fullur orku og óhaggan- legs sjálfstrausts sem einnig ein- kenndi Billa. Þegar minnst er á krakkakvikindastimpilinn, Ijóma augu hans. Hann sagði að „Stake- out“, þar sem Richard Dreyfuss nærri féll í skugga hans, hefði hjálp- að sér til að losna viö þessa ímynd, en tíminn muni að lokum geta máð hana alla í burtu. Tók gagnrýnina nærri sér Lægðin á starfsferli Emilios kom lík- lega með myndinni „Wisdom“ sem hann bæði skrifaði handritið aö, leik- stýrði og lék í, þá aðeins 23 ára. Myndin, sem íjallaöi um Hróa hött okkar tíma og kærustu hans, fékk vægast sagt mjög slæma dóma. „Ég tók gagnrýnina mjög nærri mér. Ég var alveg niðurbrotinn í langan tímaminnist Emilio. „En nú hef ég lært að það er ekki hægt að taka dóma mjög nærri sér eða persónu- lega. Það var stór sigur að geta gert kvikmynd á þeim aldri og hafa feng- ið henni dreift var punkturinn yflr i-ið.“ Áhugi hans fyrir að gerast kvik- myndagerðamaður nær til þess tíma þegar hann og Charlie gerðu nokkrar átta millimetra myndir sem krakkar. Þessa dagana er hann að skrifa hand- rit að ádeilu um efnaúrgang fyrir ströndum Kaliforníu. „Ég veit að ég get gert betri myndir en þetta (Wis- dom). Ég veit um sögur sem ég myndi vilja segja með því að færa þær upp á hvíta tjaldið,“ sagði leikarinn ungi, Emilio Éstevez, að lokum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.