Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1988, Blaðsíða 46
58
Andlát
Kristján Júlíusson, Hofteigi 18, er
látinn.
Kristján Kristjánsson skipstjóri lést
að St Jósefsspítala 25. ágúst.
Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, Efsta-
leiti 12, Reykjavík, lést í Landspítal-
anum föstudaginn 26. ágúst.
Gunnlaugur G. Björnsson skipulags-
stjóri, Bogahlíð 26, lést 26. ágúst.
Þorsteinn Björgvinsson, Sunda-
bakka 3, Stykkishólmi, lést í Borgar-
spítalanum 26. ágúst.
Garðar Júlíusson frá Vestmannaeyj-
um, til heimilis að Reynigrund 13,
Kópavogi, lést í Borgarspítalanum
26. ágúst.
Jardarfarir
Óskar Ástmundur Þorkelsson,
Rauðagerði 65, fyrrverandi gjaldkeri
Slippfélagsins í Reykjavík, verður
jarðsunginn frá Dómkirkjunni
þriðjudaginn 30. ágúst 1988, athöfnin
hefst kl. 13.30.
Sveinbjörn Egilson, Barðavogi 34,
verður jarösunginn frá Langholts-
kirkju í dag. 29. ágúst, kl. 15.
Tilkyrirtingar
Fundur í stjórn Lands-
sambands iðnverkafólks,
haldinn 25. ágúst 1988, varar alvarlega
viö og mótmælir öllum áformum um
, kjaraskeröingu hjá verkafólki. Þaö er
augljóst aö verkafólk, sem tekur laun
samkvæmt kauptöxtum á bilinu 35-45
þúsund á mánuöi, getur ekki og á ekki
undir neinum kringumstæðum aö taka á
sig byrðarnar af óráðsíu og bruðli ann-
arra. Fólk á taxtakaupi er varnarlaust
gagnvart slíkum aögerðum og yröi því
gjaldþrota og eignamissir Hlutskipti
hundruða heimila þrátt fyrir margrómað
góöæri.
Boddívarahlutir
Driföxlar - Drifliðir
Vatnskassar-Bílrúður
BÍLUNN
Skeifunni 5 «5? 688510
wr Laugalæk 2,
simi 686511, 656400
HEFUR ÞÚ
SKOÐAÐ OKKAR
TILBOÐ
Vi svín, frágengið að þín-
um óskum 383 kr. kg
Nautahakk kr. 495,- en
aðeins 425 kr. í 10 kg
pakkningum. Kindahakk
451 kr. en aðeins 325 kr. í
10 kg pakkningum.
sími 686511, 656400
Haustferð jöklarannsóknafé-
lags íslands
Hin árlega haustferð í Jökulheima verð-
ur farin helgina 9.-11. september 1988.
Lagt verður af staö á fóstudagskvöldi kl.
20 frá Guðmundi Jónassyni hf. Þátttaka
tilkynnist til Ástvalds Guðmundssonar í
s. 686312.
Fundur Kjararáðs,
nýstofnaðs stéttarfélags fóstra, varar ein-
dregið við þeim hugmyndum sem uppi
eru hjá ráðamönnum þjóðarinnar um
lækkun launa. Fundurinn telur sýnt að
þessar aðgerðir bitni harðast á verkafólki
og opinberum starfsmönnum. Á undan-
fornum árum hafa þessar stéttir þurft aö
taka á sig launaskerðingu á launaskerð-
ingu ofan. Efnahagsvandinn stafar ekki
af smánarlegum launahækkunum lág-
iaunafólks, það hlýtur hver maður að
sjá. Fundurinn skorar því á forystumenn
verkalýðsfélaganna áð standa vörð um
hagsmuni launafólks, um leið hvetur
fundurinn ríkisstjórnina til að leita ann-
arra leiða til að leysa efnahagsvandann.
Frístælkeppnin 1989
Síðan 6. mars 1988 hefur verið unnið að
undirbúningi fyrir frístælkeppnina 5.
mars 1989 á vegum tímaritsins Hárs og
fegurðar. Nýverið kom út kynning-
arbæklingur á ensku um frístælkeppn-
ina. Einnig veröur kynning á fristæl-
keppninni í tímaritum víða um heim sem
tímaritið hefur góð tengsl við. Bækling-
urinn er sendur til fjölmiðla, hárgreiðslu-
sambanda og tískuhönnuða víða um
heim. Keppnin verður einnig kynnt á
heimsmeistaramótinu í Dusseldorf, Sal-
on International í London, International
Beauty Show West ’88 i Los Angeles Cali-
fornia og The World Hairdress Congress
i London. Framkvæmdastjóri keppninn-
ar er ritstjóri tímaritsins Hárs & fegurð-
ar, Pétur Melsted, keppnisstjóri er Torfi
Geirmundsson.
Þjónusta á sviði umbúðamála
Upplýsingaþjónusta á sviði umbúðamála
hefur verið tekin upp hjá Iðntæknistofn-
un íslands í því skyni að efla þekkingu á
umbúðum og flutningum og byggja upp
gagnabanka sem nýst getur íslenskum
fyrirtækjum. Rekstrartæknideild Iðn-
tæknistofnunar sér um umbúðaþjón-
ustuna. Efnt hefur verið til samstarfs við
Umbúöa- og flutningastofnunina í Dan-
mörku til að íslensk fyrirtæki eigi þar
greiðari aðgang að tækjakostnaði til próf-
unar á umbúöum sínum. Jafnframt hefur
Iðntæknistofnun gerst aðili að SES, sam-
tökum umbúðastofnana á Norðurlönd-
um. Ætlunin er að gefa út fréttabréf með
völdum greinum úr þvi mikla magni sem
stofnuninni berst reglulega um umbúða-
mál auk þess sem fyrirtæki eiga kost á
upplýsingum um ákveðin efni úr gagna-
bankanum. Þá mun stofnunin skipu-
leggja hópferð umbúðaframleiðenda og
umbúðanotenda á sýninguna Scanpack
88 í Gautaborg í október.
íslensk frímerki 1988
tá silfurverðlaun
Cardinal Spellman Philatelic Museum,
Inc. er með þekktari stofnunum í frí-
merkjaheiminum. Safnið bauö á þessu
ári ísafoldarprentsmiðju að senda til sýn-
ingar á alþjólegri frímerkjabókmennta-
sýningu íslenska frímerkjaverðlistann
„íslensk frímerki". Var boð þetta þegið
og sendir árgangarnir 1984-1988. Alþjóð-
leg dómnefnd veitti bókinni síðan silfur-
verðlaun. Höfundur og ritstjóri „ís-
lenskra frímerkja" hefur frá upphafi ver-
ið Sigurður H. Þorsteinsson, uppeldis-
fræðingur og skólastjóri.
RAFSUÐUVÉLAR
Stórar og smáar
Skeifan 3h - Sími 82670
ÁÍANUDAGUR 29. AGÚST 1988.
Kvikmyndir
Regnboginn:
Helsinki - Napolí
Leikstjóri: Mika Kaurismaki
Aóalhlutverk: Kari Váánánen, Roberta
Menfredi, Samuel Fuller, Jim Jarmusch,
Eddie Constantine og Wim Wenders
Hvaö á fmnskur leigubílstjóri í
Berlín aö gera þegar amerískir eit-
urlyfjasmyglarar drepa tvo Frakka
í bílnum hans og hann situr uppi
með tösku fulla af peningum? Svar-
iö virðist auövelt. Fá rússneskan
vin sinn í lið með sér til aö losna
viö líkin og stinga af meö eiginkon-
una ítölsku og fjölskylduna, annaö-
hvort til Helsinki eöa Napolí. Þar
getur hann lifað í vellystingum
praktuglega fyrir féð.
Fljótlega kemur babb í bátinn.
Glæpamennirnir vilja fá peningana
aftur og það strax. Þeir svífast
einskis og ræna börnum hans.
Þetta er í stuttu máli söguþráður
myndarinnar Helsinki - Napolí
sem sýnd er um þessar mundir í
Regnboganum.
Mynd þessi er öll hin furðuleg-
asta. Villtur húmor leikur lausum
hala og kunnu bíógestir misjafn-
lega að meta hann. Enda hefur leik-
stjóri litla stjórn á atburðarásinni.
Þó læröist aö meta húmorinn og
þeir sem voru eftir í salnum, þegar
leiö á myndina, kimdu hver í kapp
viö annan.
Inn í ruglingslegan söguþráöinn
er fléttað hreint ótrúlegum persón-
um. Má þar nefna ítalska afann
sem tekur kornabörnin með sér á
barinn til að fá sér neðan í því. Þá
er vinahópur afans ekki síöur
skrautlegur, gamlir drykkfelldir
napolítanar. Persónusköpun er
sterkasta hhð myndarinnar og
koma fram hinir frumlegustu kar-
akterar.
Kaurismaki hefur fengið nokkrar
skrautfjaðrir til að leika í mynd-
inni. Ekki er þó um þekkta leikara
að ræða heldur leikstjóra. Þeir eru
hins vegar misgóðir sem leikarar.
Þó ber aö geta um Samuel Fuller
sem leikur glæpaforingjann en
Fuller hefur leikið í þó nokkrum
myndum sem leikari. Er þá mynd
Wim Wenders, Ameríski vinurinn,
minnisstæð. Þarna leikur hann
ameríska óvininn og gerir það vel.
Þá er tónhstin í myndinni
skemmtileg, sérstaklega er gaman
að heyra hina ítölsku Gianna Nan-
ini syngja hásri röddu.
En Kaurismaki hefur tekist vel
að virkja berlínska krafta og gera
óvenjulega glæpamynd um erlent
vinnuafl í borginni sem Gunther
Grass segir eina staðinn á jarðríki
þar sem fáránleiki tilverunnar
endurspeglist eins og hann er.
-PLP
Meiming
Stjórn kórsins. F.v. Sigrún Stefánsdóttir, Jón Stefánsson kórstjóri, Halldór
Torfason og Þorvaldur Friöriksson. DV-m'ynd JAK
Kór Langholtskirkju
byrjar vetrarstarfið
- getur bætt viö röddum
Haustferð Jöklarannsóknarfé-
lags íslands
Hin árlega haustferð í Jökulheima verð-
ur farin helgina 9.-11. september 1988.
Lagt verður af stað á föstudagskvöldi kl.
20 frá Guðmundi Jónassyni HF. Þátttaka
tilkynnist til Ástvalds Guömundssonar,
s. 686312.
Vinningar í Fjarkanum
Fjarkinn, hinn nýi skafhappdrættismiði
Marks & máts, hefur hlotið skínandi góð-
ar viðtökur landsmanna frá þvi að hann
kom á markaðinn fyrr í sumar. Nýlega
hófst sala á þriðja flokki og voru í því
tilefni afhentir tveir síöustu bílarnir af
fjórum úr þeim fyrsta. Ford Escort bíl-
arnir eru stærstu vinningarnir í Fjarkan-
um og eru þeir fjórir í hverjum flokki
miða, en Fjarkinn býður upp á mestar
vinningslíkur allra skafhappdrættismiða
eða hlutfalliö 1:4. Með því að safna saman
nöfnum sex mismunandi stórmeistara í
skák eða sjö mismunandi nöfnum lands-
liðsmanna í handknattleik eiga kaupend-
ur í skafmiðahappdrætti Fjarkans von á
óvæntum glaöningi. Þorgils Óttar Mat-
hiesen, fyrirliði landsliðsins í handknatt-
leik, Jóþann Hjartarson stórmeistari og
Sigurður Skagtjörð, nýskipaður sölu-
stjóri Flugleiða, afhentu bónus-vinninga,
Saga class flugmiöa til og frá einhverjum
áfangastað Flugleiöa að eigin vali. Alls
hafa sex Saga class miöar verið afhentir
en þaö er fyrst núna sem nöfn hinna „erf-
iðu" eru gerð opinber.
Fyrirlestrar
„Kynlíf í dag: þörf á nýrri kyn-
fræðsu“
Kynfræöslustöðin hefur hauststarfsemi
sína á því aö'halda opinn fyrirlestur 1.
september nk. í Tónabæ. Fyrirlesturinn
ber yfirskriftina: „Kynlíf í dag: þörf á
nýrri kynfræðslu" og er fluttur af Jónu
Ingibjörgu Jónsdóttur kynfræöingi
M.S.Ed. I fyrirlestrinum verður m.a. Qáll-
að um kynlíf og kynferðismál í dag í ís-
lensku þjóðfélagi og hvað einkennir kyn-
ferðislega heilbrigðan einstakling. Einnig
verða hinar ýmsu stefnur í kynfræðslu
kynntar og þá sérstaklega „nýja kyn-
fræðslan” svokallaða sem er á margan
hátt frábrugðin gömlum hefðbundnum
aðferðum við kynfræðslu. Fyrirlestur-
inn, sem hefst kl. 20 1. september, er op-
inn almenningi. Jóna Ingibjörg Jóns-
dóttir lauk meistaraprófi í kyniræðslu frá
Pennsylvaníuháskóla sl. vor og hefur síð-
an starfað við eigin fræðslu- og ráðgjafar-
fyrirtæki - Kynfræðslustöðina.
Brucknertónleikar, jólatónleikar
og kantata eftir Gunnar Reyni
Sveinsson veröa aöalviöfangsefnin
hjá kór Langholtskirkju í vetur. Eins
og undanfarin ár er Jón Stefánsson
stjómandi kórsins en raddir þjálfar
Ólöf Kolbrún Harðardóttir.
Brucknertónleikarnir verða um
miðjan nóvember. Verður þar flutt
Messa í e-moll og margar mótettur
eftir Bruckner. Jón Stefánsson mun
viö stjórnun tónleikanna veifa tón-
sprota sem Bruckner notaöi sjálfur
á sínum tíma.
Rétt fyrir jól veröa að vanda tón-
leikar meö verkum sem tengjast fæö-
ingarhátíö frelsarans en eftir áramót
hefjast æfingar á kantötu Gunnars
Reynis: Á jörð ertu kominn. Blásara-
kvintett og jasssveit koma fram í
kantötunni en höfundur texta er
Birgir Sigurðsson. Verkið átti upp-
haflega að flytjast á listahátíðinni í
vor en var frestað vegna veikinda
tónskáldsins.
Fyrirhuguð söngferðalög kórsins
eru Noröurlandsferð í vor, væntan-
lega meö viökomu í Grímsey, og
Bretlandseyjaferö vorið 1990.
Góðu söngfólki má bæta við í allar
raddir og þeir sem áhuga hafa fyrir
að starfa meö þessum ágæta kór ættu
aö hringja í síma 84513 (Jón) eöa
71089 (Sigrúnu) fyrir 1. september.
-ihh