Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1988, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1988, Blaðsíða 14
:,óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JONAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÖNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGOLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 800 kr. Verð i lausasölu virka daga 75 kr. - Helgarblað 90 kr. Viðbrögð verkalýðsforystunnar Allt frá því að niðurfærslan var sett fram sem leið út úr efnahagsvandanum hafa komið fram miklar efa- semdir um framkvæmd hennar. Allir hafa meira og minna talið hugmyndina góða sem slíka en haft fyrir- vara um framgang hennar þegar á hólminn er komið. Þessar efasemdir hafa komið fram hjá hagfræðingum, hjá stjórnmálamönnum og hjá verkalýðsforystunni. Ásmundur kallaði niðurfærsluna „forstjóradrauma“ sem aldrei gætu orðið að raunveruleika. Samt hafa mál þróast þannig að enginn hefur þorað að taka af skarið og hafna þessari leið. Stjórnarflokkarn- ir hafa kastað boltanum á milli sín og þingflokkur sjálf- stæðismanna kastaði honum til verkalýðshreyfmgar- innar. Sjálfsagt af því þingflokkurinn vildi ekki drepa hugmyndina og bera á því ábyrgð að hún yrði ekki reynd. Fyrirfram mátti og búast við því að ASÍ forystan mundi segja blátt nei við hvers konar hugmyndum um kjaraskerðingu og ekki vera til viðtals um hana. En miðstjórn Alþýðusambandsins leist ekki heldur á að taka að sér böðulshlutverkið. Hún gekk á fund ríkis- stjórnarinnar og féllst á áframhaldandi viðræður um útfærslu niðurfærslunnar. Þetta kom á óvart miðað við fyrri ummæli forseta ASÍ en undirstrikar það sem hér er sagt að framan að Alþýðusambandið vill ekki frekar en aðrir sitja uppi með þá afstöðu að hafna niðurfærslu meðan næsti valkostur er sá einn að fella gengið og magna verðbólguna. Fyrir vikið er ríkisstjórnin ennþá að velta fyrir sér framkvæmd niðurfærslunnar og hún treysti sér jafn- framt til að frysta laun og setja á verðstöðvun út næsta mánuð. í þeim bráðabirgðalögum er enginn vandi leyst- ur heldur fenginn gálgafrestur meðan menn kasta enn boltanum á milli sín. Sumum kann að þykja þessi afstaða Alþýðusam- bandsins bera vott um veikleikamerki. Það er ekki á hverjum degi sem launþegasamtökin láta banna lög- bundna launahækkun og það er ekki á hverjum degi sem ekki er tekið afdráttarlausara á þeim hugmyndum að lækka laun um níu til tíu prósent. Enda mun mikill ágreiningur ríkja innan ASÍ um það hik sem biðleikur- inn felur í sér og sagt er að alþýðubandalagsmenn inhan alþýðusamtakanna hyggist nú taka til sinna eigin ráða. Þær væringar munu sjálfsagt draga dilk á eftir sér í verkalýðspólitíkinni og hitna undir mörgum forystu- manninum af þeim sökum. Það uppgjör bíður síns tíma en eftir stendur að Alþýðusambandsforystan á þessu augnabliki hefur ekki hafnað-þeirri þjóðarsátt sem for- sætisráðherra hefur óskað eftir. Niðurfærslan er enn til umræðu, niðurfærsla á launum, niðurfærsla á lífs- kjörum. Það er mergurinn málsins. Mörgum launamanninunTer sjálfsagt heitt í hamsi vegna meintrar linkindar ASÍ. Menn segja sem er að launafólkið hafi ekki leitt okkur út í efnahagslegar ógöngur. .Aðrir beri ábyrgð á vandanum. Undir þetta má taka en um leið getur enginn lokað augunum fyrir þeirri staðreynd að efnahagsmál okkar eru í rúst. Launafólk verður að taka á sig byrðarnar jafnt sem aðrir. Það er virðingarvert ef forysta verkalýðsfélag- anna viðurkennir þann veruleika og viðbrögð hennar verða ekki skilin öðru vísi en svo að hún vilji sjá það svart á hvítu að aðrir verði ekki undanskildir heldur og hún vill skoða og heyra hvað annað hangir á spýt- unni. Það er ekki hægt að álasa henni fyrir það. Ellert B. Schram MÁNÚDAGÚR 29. ÁG'CST 1988. Islenskir stjóm málamenn Ennþá einu sinni verður víst að grípa til björgunaraðgerða í ís- lensku efnahagslífi. Fastgengis- stefnan hefur nú þrisvar sinnum beðið hnekki og fólk spyr með réttu: „Hvað er um að vera?“ Sennilega hefur tiltrú á íslenskum stjórnmálamönnum aldrei veriö minni og margir eru tilbúnir að gefa atkvæöi sitt Kvennalistanum eða bara einhverjum. Það vakna margar spurningar í þessu sam- bandi. Eru íslenskir stjórnmála- menn svona óhæfir eða eru aðstæð- ur á íslandi alveg sérstakar? Hvernig geta íslendingar sætt sig við það að veröbólga sé hér mörg- um sinnum meiri en gengur og gerist í nágrannalöndum sem við berum okkur saman við? Hver ber ábyrgð á allri óráðsíunni? Hvað er svona vont við stjórnmálamennina okkar? Það er augljóst að flestir íslend- ingar átta sig tæpast á því sem miður fer í þessu landi. Stjórn- málaumræða er mótuð eða öllu heldur þrúguð af skæklatogi og kröfum sérhagsmunahópa um stærri hluta þjóðarkökunnar. Reiðileg skrif og fréttir birtast reglulega í íjölmiðlum um það að tiltekinn málaflokkur eða atvinnu- grein fái ekki næga peninga úr opinberum sjóðum eða að fjárveit- ingavaldiö sé andsnúið og skiln- ingssljótt. Menn vilja meiri pen- inga í jarðgöng, barnaheimili, hafn- ir hingað og þangað, leikhús eða meiri styrki í refarækt, fóðurstöðv- ar, sauðfjárrækt, sláturhús, gróð- urvernd, listasöfn o.s.frv. Lesendur frétta sjá bara kröfur og gagnrýni sem öll viröist af sömu rótum. Mis- munandi áherslur og kröfur gagn- vart ráðstöfun opinberra fjármuna. í öllu þrasinu hafa menn tapað átt- um og stjórnmálamenn stíga tryllt- an vinsældadans eða populisma, auvirðilegt kapphlaup um vinsæld- ir. Stærstur hluti alþingismanna gæti verið í hvaða flokki sem er. Samband á milli afstöðu þeirra á Alþingi og stefnuskrár flokka þeirra er aö mestu horflö. Dr. Benjamín Eiríksson, sem skrifað hefur nýlega margar ágætar grein- ar í Mbl., telur að vísu að stjórn- völd séu lýðræðislega kosin. Þetta er eiginlega það eina sem ég leyfi mér aö draga í efa í skrifum dr. Benjamíns. Stjórnmálamenn láta kjósa sig á þing og telja sig hafa fríspil eftir þaö. Ekki er um per- sónulegt kjör að ræða heldur lista- kosningar með hópa af stjórn- málamönnum sem síðan líta á sjálfa sig sem persónukjörna. Þeg- ar kjósendur hafa kosið hafa þeir í raun keypt köttinn í sekknum. Frægt er svar Gúnnars Thorodd- sens um samviskuna sem bauð honum að kljúfa flokk sinn sem hafði komið honum á þing. Reykví- skir sjálfstæðismenn hafa keypt Egil Jónsson gegn vilja sínum. Það hefur í raun verið lögö gildra fyrir kjósendur. Þetta eru í raun prettir í nafni lýðræðis. Hefur þetta alla tíð verið svona? Nei! Ég held ekki. Rætur vandamála Á viðreisnarárunum unnu Sjálf- stæðisflokkur og Alþýðuflokkur í öllum aðalatriöum í samræmi við stefnuskrár flokka sinna. Foringjar flokkanna þá voru aldrei grunaðir um að hafa látið kjósa sig á fólskum forsendum. Ólafur Thors og Bjarni Benediktsson voru báðir yfir- buröamenn hvor á sinn hátt. Gylfi Þ. Gíslason varð að láta sér lynda að vera rægður botnlaust af komm- únistum fyrir hluti sem sósíal- demókratar í Vestur-Evrópu hafa hlotiö mest hrós fyrir. Landbúnað- arstefna hans, sem var mjög djúp- hugsuð og langt á undan sinni sam- tíð, skapaði honum skefjalausan andróður af framsóknarmönnum í öllum flokkum, og alveg sérstak- KjaUarinn Jónas Bjarnason efnaverkfræðingur lega í sveitum landsins. Ekki minn- ist ég að dr. Gylfi hafi orðið auvirði- legum populisma að bráð. Með já- já-nei-nei stefnu Ólafs Jóhannes- sonar í byrjun áttunda áratugarins fór aö syrta í álinn. Verðjöfnunar- sjóði sjávarútvegsins var fórnað á altari botnlausrar vinsældahyggju og miðstýringaráráttu. Þar með var einni aðal veröbólgujöfnuninni rutt úr vegi. Ríkisstjórn Geirs Hall- grímssonar lét meira að segja þæfa sig út í pólitískar sandbleytur. Jarðalög Halldórs Sigurðssonar frá þeim tíma hafa kostað bæði þjóð- 'hagslegt afhroð og persónulega harmleiki vegna þess að þau hafa hindrað eðlilega og hagkvæma ráð- stöfun lands til margvíslegra ann- arra nota en offramleiðslu hefð- bundinna búfjárafurða á kostnað skattborgara landsins og neytenda, einmitt á þeim tíma þegar mestu máh skipti að taka hausinn upp úr sandinum. Hver vitleysan hefur rekið aðra síðan. Rætt hefur veriö um áratug hinna glötuðu tækifæra. Sjálfstæðisflokkurinn, sem er flokkur atvinnufrelsis og þjóðlegr- ar umbótastefnu með hagsmuni allra stétta fyrir augum, hefur látið draga sig út í að taka þátt í mestu skerðingu atvinnufrelsis sem gerst hefur á þessari öld með þátttöku í núgildandi kvótastjórnun í sjávar- útvegi og flestum greinum land- búnaðar. Nú síöast er Jón Helgason látinn komast upp meö að setja reglugerð um fisksjúkdóma, sem bindur alvarlega hendur hinnar nýju atvinnugreinar fiskeldis í viðjar hins afturhaldssama og hefðbundna íslenska landbúnaðar. Reglugerðin er að sjálfsögðu með flnu yfirskini um fagmannlegar „Gylfi Þ. Gislason varð að láta sér lynda að vera rægður botnlaust af kommúnistum fyrir hluti sem sósialdemókratar í Vestur-Evrópu hafa hlotið mest hrós fyrir,“ segir greinarhöfundur m.a. varnir gegn vondum sjúkdómum, en hún er sett á grundvelli laganna um lax- og silungsveiði, en þau lög eru sett til að vernda hagsmuni hefðbundinna veiðiréttareigenda en ekki flskræktarmanna sem rækta sinn fisk í sjó í búrum eða þróm. Hagsmunir þessara aðila stangast meira aö segja á á marg- víslegan hátt. Þetta gerist þrátt fyr- ir að Landssamband fiskeldis- og hafbeitarstöðva hefur ályktaö um það aö mál þess heyri undir sjávar- útvegsráðuneyti. Menn eru búnir að fá nóg af pólitískri dýralæknis- fræði undir stjórn landbúnaðar- ráðuneytisins. Innan skamms má ætla að aðeins framsóknarfyrir- tæki fái að hafa norskan lax í sín- um stöðvum. Hvað er í veði? Spurningar kunna að vakna hvort gagnrýni á stjórnmálamenn sé ekki almennt ýkt. Er ekki flest bara nokkuð gott hjá okkur á ís- landi? Hvaða læti eru þetta? Því miður er fyllsta ástæða til gagn- rýni. 1. Upplýst hefur verið nýlega aö þjóðartekjur séu um 40% minni nú en þær væru ef verðbólgan hefði ekki sóað svo illa hags- munum íslendinga. Hver vildi ekki hafa nú 40% hærri ráðstöf- unartekjur? 2. Þjóðarskuldir íslendinga nema nú um 100 milljörðum króna eða sem nemur 1600 þúsund krónum á hverja fjögurra manna fjöl- skyldu. Hvað eru þær margar fjölskyldurnar sem eiga minni eignir en áöurnefnd upphæð og eru því í raun gjaldþrota í viss- um skilningi? 3. Með ofveiði hefur það gerst aö hámarksafli næstu ára verður langtum minni en hann gæti verið. Tapiö af þessum sökum nemur milljörðum króna á ári. Rekstrarkostnaður fiskiskip- anna er einnig allt of hár. 4. Landbúnaðurinn hefur ekki fengiö að aðlagast aðstæðum og kostar nú þjóðarbúið marga milljarða á hverju ári umfram það sem nauösynlegt er. Margir bændur munu auk þess eiga eft- ir að verða fyrir ómældu tjóni og sársauka á næstu árum vegna þess að þeir munu ekki geta nýtt nýlegar fjárfestingar sínar í heföbundnum búskap. 5. Almenningihefurekkiveriðgef- inn kostur á því að fjárfesta í íslenskum fyrirtækjum eins og gerist um allan siðmenntaöan heim. Niðurstaðan er fjöldinn allur af fyrirtækjum á brauð- fótum eða á barmi gjaldþrots. Atvinnulíf er mjög fábrotið og í viðjum framsóknarskömmtunar og stór hluti vel menntaðra ís- lendinga fær ekki atvinnu við sitt hæfi. 6. Þrengingar í atvinnumálum hindra íslendinga í aö njóta sín. Offjárfestingar í verslun og ýms- um þjónustusviðum eru bein af- leiðing af uppsafnaöri fram- sóknarmennsku í íslenskum at- vinnumálum. íslendingar eru bæði mjög vel menntaðir og hæfir starfsmenn, sem hika ekki við að leggja mikið á sig ef um eitthvað bitastætt er aö tefla. Það er svívirða að hindra íslenska hæfileika í að njóta sín. Jónas Bjarnason „Sennilega hefur tiltrú á íslenskum stjórnmálamönnum aldrei verið minni og margir eru tilbúnir að gefa atkvæði sitt Kvennalistanum eða bara einhverj- um.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.