Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1988, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1988, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1988. 3 dv ___________________Fréttir Salan á Granda hf.: Hlutabréf helmingi dýrarí en hjá ÚA - segir Davíð Oddsson borgarstjóri „Menn gleyma( aö geta þess aö fyr- irtækið sjálft skúldar um 1600 millj- ónir. Menn taka ekki hlut og selja án þess aö skuldir komi til frádrátt- ar. Þetta er góö sala og til saman- buröar get ég nefnt sem dæmi að hægt er aö kaupa hlutabréf hjá Út- gerðarfélagi Akureyringa fyrir helmingi lægra verö en hér er selt á. Hlutabréfin í Granda eru seld á 105% gengi miðað við eigið fé en Út- gerðarfélag Akureyringa auglýsir sölu á 56% gengi miðað við eigið fé. Því er óskaplega fáránlegt að halda öðru fram en að þetta sé stórkostleg- ur árangur. Minnihlutinn hefur fram á þennan dag verið að rita greinar í blöð og haldið því fram að Grandi væri ,að fara á hausinn og ef það væri rétt ætti fyrirtækið ekki að kosta neitt,“ sagði Davíð Oddsson borgarstjóri um þá gagnrýni að Grandi hf. hafi verið seldur undir raunvirði. Á borgarráðsfundi í gær var salan á Granda íif. kynnt fyrir borgarráðs- fulltrúum en atkvæöagreiðslu og umræðum var frestað til næsta fund- ar. Ástæðan er sú að þá mun borgar- stjóm vera komin úr sumarfríi og fjallar því um fundargerð ráðsins. Um þá gagnrýni að eölilegra hefði verið að almennt útboð færi fram sagði Davíð að rúm tvö ár væru síðan ákvörðun um sölu á hlutafé borgar- innar í Granda hefði verið tekin og því hefði það legið ljóst fyrir. Margir aðilar hefðu rætt við sig en ekki gert frambærilegt tilboð. Nú kæmi hins vegar ágætt tilboð frá traustum aöil- um sem væru fulltrúar fyrir 450 hlut- hafa og sér fyndist þaö allmikil dreif- ing. Um þá gagnrýni að borgin eigi aö standa að atvinnurekstri sem þess- um sagði Davíð: „Þetta eru úrelt sjónarmið sem ég held að varla séu til í nokkrum flokki lengur. Hið opin- bera á ekki að hafa embættismenn í því að drepa fisk. Og þegar borgin stóð að þessum rekstri þurfti að borga með Bæjarútgerðinni 1300 milljónir á verðlagi ársins 1985, sem er um 2 milljarðar á núgildandi verð- lagi. Nú fær borgin 500 milljónir og atvinnuöryggi er tryggt og þá rís þetta fólk upp sem ekki gerði athuga- semdir þegar borgarbúar þurftu að borga með rekstrinum.“ JFJ 'MCiafcsæaag .aMBfaawaaaa,- m... . Aldrei meira húsgagnaúrval Hornsófar 10 gerðir Verð frá kr. 69.000 TURBO Hvíldarstólar mjskemli Verð frá kr. 25.000 Vatnsrúm 1 ;: Verð frá kr. 44.000 TM-HUSGOGN Síðumúla 30 — Sími 68-68-22 WBmmmmmmmmmmmmmmmmmmummmmnammmmmmmm Okkur fannst vera kominn tími til aö gera eldhúsinu og baðinu jafn hátt undir höfði og öðru rými heimilisins. Þess vegna höfum við opnað verslun sem sérhæfirsig í valinni vöru fyrir eldhús og bað. í versluninni kynnum við nýjatímann í innrétting- um frá Poggenpohl og Ármannsfelli (hannaðar af Finni Fróðasyni), tækjunum frá Gaggenau, hreinlætistækjunum frá Ideal Standard, flísum, matarstellum, eldhúsáhöldum... -öllu sem viðkemur eldhúsi og baði. Velkomin. FAXAFEN 5, SÍMI: 68 56 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.