Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1988, Side 44

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1988, Side 44
44 FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1988. Sviðsljós Ólyginn sagði. . . Phylicia Rashad er þekkt fyrir hlutverk sitt sem húsmóðirin í þáttunum um fyrir- myndarfoðurinn. Á dögunum var hún að keyra heim úr verslunarleiðangri fram hjá stórum almenningsgarði. Henni brá heldur betur í brún þegar hún sisona rakst á eins árs gamla dóttur sína sitjandi í vagni sem stóð upp við tré eitt. Þarna var hún ein og yfirgefin. Það var pabbinn sem var að passa og hafði ákveðið að fara í smátrimm í almenningsgarðinum og hann skildi ungbarnið bara eitt eftir meðan hann skokkaöi hring eftir hring. Þessir karlar... Brooke Shields er staðráöin í því aö ganga ekki með alltof mikið reiðufé a sér í framtíðinni. Um daginn, þegar hún var aö koma úr flugi og beið farangursins á flugvellinum í Los Angeles, réðust einhverjir ópr- úttnir að henni og hrifsuöu af henni handtöskuna... Brigitte Nielsen er fjárhagslega á grænni grein eftir skilnaðinn við Stallone. Dá- lítið af summunni sem hann lét henni í té hefur hún eytt í lúxus- íbúð góða og fína. íbúðin kostaði fullbúin um hálfan milljarð en samt á Brigitte nokkra væna milljarða eftir. Hún þarf því víst ekkert að örvænta á næstunni og getur keypt sér margar álíka íbúðir í viðbót ef hana langar. Og fleira til. Svo er að vona að peningamir og lúxusinn veiti dö- munni þá hamingju sem hún væntir út úr lífinu... Þessi unga stúlka lét sig ekki muna um að klifra úpp á herðar á næsta manni til að sjá átrúnaðargoðin sín betur og ekki lét hún vatnsbununa neitt á sig fá. DV Sex þúsund manns í Reiðhöllinni Hljómleikar voru haldnir með hljómsveitinni Kiss í Reiðhöllinni í Víðidal á þriðjudagskvöld. Eftir miklar ljárhagslegar hrakfarir hjá Reiðhöllinni að undanfórnu, og er þar skemmst að minnast hljómleik- anna með Status Quo fyrr í sumar, hrökk allt í liðinn að þessu sinni og yfir sex þúsund manns komu til að hlusta á Kiss. Mannskapurinn, sem var nú svona frekar af yngri kynslóðinni, kunni vel að meta þungarokkið og stemmn- ingin var gífurleg. Unga fólkið lifði sig inn í augnablikið og gleymdi sér alveg. Svo mikill var æsingurinn og hitinn að gripið var til þess ráðs að sprauta vatni yfir þá allra hressustu. Strætisvagnar fluttu ungmennin aftur niður í miðbæ aö hljómleikun- um loknum og einhverjir unghng- anna fundu sig knúna til að rífa setur úr vögnunum og dreifa þeim um miðbæinn. Áheyrendur Kiss í Reiðhöllinni voru fremur af yngri kynslóðinni, eins og sjá má. Emmy-verðlaunin aíhent Emmy-verðlaunin voru afhent viö hátíðiega athöfn í Pasadena í Kali- forníu síðastliöinn sunnudag. Aöal- sigurvegarinn að þessu sinni var þátturinn „Þrjátíuogeitthvaö" sem sýndur er á ABC sjónvarpsstöðinni. Þátturinn, sem fjallar um uppa, líf þeirra, gleði og sorgir, fékk fern verð- laun, meðal annars sem besti fram- haldsþáttur. Gagnrýnendur og sál- fræðingar hafa mjög hrósað Þrjá- tíuogeitthvað síöan hann hóf göngu sína síðastliðiö haust. Lagakrókar, sem í fyrra hlaut fimm verðlaun, fékk að þessu sinni einung- is tvenn verðlaun, þrátt fyrir nítján útnefningar. Klassapíurnar og Cag- ney og Lacey sópuðu aö sér verð- launum eins og undanfarin ár. Mic- hael J. Fox, hinn nýgifti, var valinn besti aðalleikarinn í grínmynda- flokki þriðja árið í röð fyrir túlkun sína á hinum íhaldssama Alex Kea- ton í Fjölskylduböndum. . John Larroquette, sem margir kannast við sem afbrýðisama unn- ustann úr myndinni Blind Date, fékk verðlaunin í fjórða skiptið í röð fyrir leik sinn í aukahlutverki í grínþátt- unum Night Court. Þar leikur hann kynóðan saksóknara. Það var margt frægra manna viö verðlaunaaihendinguna síðastliðinn sunnudag. Mike Tyson, þungavigtarmeistari heimsins í hnefaleikum, var mættur við afhendingu Emmy-verðlaunanna, ásamt konu sinni, Robin Givens, sem er leikkona og leikur í þáttum sem nefnast Head of the Class. John Larroquette úr Night Court og Larry Drake úr Lagakrókum með verö- launastyttur sínar. Estelle Getty úr Klassapíum þakkar fyrir verðlaunastyttu sina. Ungfrú Suðurnes 1988, ung stúlka að nafni Guðbjörg Guðmundsdótt- ir, hélt þann tuttugasta og þriðja ágúst síöastliðinn utan til Vestur- Þýskalands þar sem hún mun taka þátt f fegurðarsamkeppninni Que- en of the World eöa drottning heimsins. Þaö er Vikan sem hefur tekið að sér aö velja stúlkur til þátt- töku í þessari keppni. Guðbjörg mun fyrst ferðast um þýska sarabandslýðveldið ásamt öðrum stúlkum sem þátt taka í keppninni. Á dagskrá þeirra verða tískusýningar, blaðamannafundir, veislur og margt fleira. Keppnin sjálf fer síðan fram í Tim- merdorfer, litlum strandbæ nærri Haraborg, þann sjöunda septemb- er. í cvn ' vij, f 'M, £***$£#«<«: 5",?“" Guðbjörg Guðmundsdóttir, ungfrú Suðurnes, á Keflavíkurflugvelli er hún hélf til Þýskalands.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.