Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1988, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1988, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1988. MAKALAUST KHLAIMDI SVÆSIÐ FYIMDIÐ HRESSILEGT SKEMMTILEGT FRUMLEGT KRÆFT KJARIMYRT # GOTT i HLÆGILEGT I NAPURT I Nýttblað á föstudaginn fýrirhelgina Utlönd Walesa í sviðsljósið á Einn helsti leiötogi stjórnarand- stöðunnar í Póllandi, Lech Walesa, forystumaður hins bannaða verka- lýðsfélags, Samstöðu, er kominn í sviðsljósið á nýjan leik. Hann ræddi í fyrsta sinn í sjö ár við fulltrúa pólskra stjórnvalda í gær er hann og innanríkisráðherra Póllands, Czeslaw Kiszczak, hittust til við- ræðna um framtíð efnahags lands- ins. Viðræðumar koma í kjölfar verkfalla sem lamað hafa mikinn hluta efnahagslífs Póllands síðan 15. ágúst sl. Á Walesa hefur verið litið sem full- trúa verkamanna í Póllandi alveg frá því árið 1980 þegar Samstaða reis upp úr verkfallsöldunni sem þá reið yfir landið. í desember árið 1981 setti Jaruzelski, hershöfðingi og leiðtogi landsins, á herlög í Póllandi og bann- aði Samstöðu. Walesa var settur í bann og hefur verið hundsaður af stjómvöldum síðan. Walesa leggur áherslu á stjórn- ný málalegt og félagslegt frelsi auk rétt- ar almennings til að stofna óháö verkalýðsfélög. Harm hefur barist fyrir bættum kjörum fólksins í landinu í átta ár og segir að stokka þurfi upp núverandi stjórnarkerfi ef efnahagslíf Póllands eigi að ná sér á strik á ný. Hann hefur ásakað ríkis- stjórnina um getuleysi til að leysa vandann og segir að eina leiðin til að fá stjórnvöld til að breyta stjórn- arháttum sé með mótmælum al- mennings. Walesa segir að Pólland sé komiö í skuldasúpu og niðurlæging lands- ins sé alger, landið skuldi alls 38 milljarða dollara og ræði stjórnvöld og stjórnarandstaðan ekki saman sé hætta á blóðugri uppreisn. Leiðtogar Samstööu kváðust vonast til að um- ræður innanríkisráðherrans og Wal- esa myndu verða árangursríkar og leiða til frekari viðræöna um atriði sem skipta pólsku þjóðina miklu máli. Leita sátta við stjómar- andstóðuna Stjómvöld í Suður-Kóreu reyna aðgerðir stjómarandstæðinga, sem nú að leita tímabundinna sátta í oft leiða til blóðugra átaka í höfuð- deilum sínum við stjómarandstöðu borginni og víðar um landið, muni landsins. í gær kom einn af helstu raska ró þeirra sem koma til leiðtogum stjómarandstöðunnar, ólympíuleikanna. Vilja þau því fá KimDae-jung, tilfundarviðforseta öllum aðgerðum frestað fram yfir landsins, Roh Tae-woo. Tilgangur leikana. fundarins var að leita leiða til að Ekki er ljóst hvort stjórnarand- koma á friði í innanríkisdeilum í staðan er reiðubúin til samninga landinu, að minnsta kosti fram yfir um þetta né heldur hverjar kröfur ólympíuleikana sem heíjast í Seo- hún þá gerir á móti. ul, höfuðborg landsins, þann 17. Þá eru Suður-Kóreumenn enn að september næstkomandi: reyna að leita eftir samningum við Stjómvöld í Suður-Kóreu hafa af nágrannaþjóð sína í Norður-Kóreu. því nokkrar áhyggjur að mótmæla- Kim Dae-jung, leiðtogi stjórnarandstöðu Suður-Kóreu, og forseti lands- ins, Roh Tae-woo, takast í hendur við upphaf fundar síns í gær. Símamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.