Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1988, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1988, Blaðsíða 38
38. FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1988. Lífsstfll Geriö er leyst upp i vatninu og síðan er hveítinu hrært saman viö og hnoðað. DV myndir: JAK Skerið deigið i fernt. Hvítlaukssmjörinu er smurt á brauð- in. Osturinn er rifinn niður og deilt á milli brauðanna. Tilraunaeldhús DV Ilmandi hvítlauksbrauð í tilraunaeldhúsinu í dag bökum viö brauö með smjöri og hvítlauk. 50 g ger (5 tsk) 5 dl volgt vatn 1 tsk salt I dl rúgmjöl II hveiti (eða 5 dl hveiti og 6 dl heilhveiti) Fyllingin 5 hvítlauksrif 1 dl rifinn ostur 50 g mjúkt smjör Leysiö gerið upp í vatninu. Setjið fyrst rúgmjöl, síðan salt og að lokum hveiti. Hnoðið deigið í 5 mínútur og látið það hefast undir dúk í 15 mínút- ur. Merjið hvítlaukinn og hrærið sam- an við stnjörið. Hnoðiö deigið aftur og skiptið því í tjóra hluta. Hver um sig er á lengd við plötuna og 15 cm breiður. Deilið hvítlaukssmjörinu á miili brauðanna og rífið ostinn yfir. Brauðunum er rúllað þétt saman með fyllingunni i. Rúlhð brauðunum þétt saman svo engin hætta verði á að smjörið renni út. Látið brauðin hefast aftur í 40 mín- útur og bakið þau síðan við 225° í 20 mínútur. Berið brauðið fram með rauðvíns- glasi, súpu eða salati. -JJ llmandi hvítlauksbrauð með súpu. Hvítlauksþankar Fáar kryddtegundir gefa matnum jafnmikiö bragð og „lit“ og hvítlauk- ur. Hvítlaukur gefur venjulegum, einföldum rétti nýtt og heillandi bragð. Lækningamáttur hvítlauksins hef- ur mikið verið til umræðu og telja aðdáendur hans ferskan hvítlauk vera allra meina bót. Hvítlaukur hefur slæmt orð á sér vegna andremmunnar sem fylgir mönnum eftir átið og hafa ýmsar kenningar veriö á lofti um það hvemig megi deyfa hana. Ein þeirra er aö borða ferska steinselju . Hins vegar myndi það vandamál leysast af sjálfu sér ef allir ykju hvítlauks- neysluna, því hvítlaukslyktandi maður finnur ekki lyktina af öðrum. Hvítlaukssúpa Þaö er alveg óþarfi að láta hvít- lauksmagnið fæla sig frá þessari súpu. Hvítlauksbragðið mildast nefnilega í matreiðslu. 15 hvítlauksrif Matur I msk. olífuolía II kjúklingasoð (vatn + teningur) 1 dós niðursoðnir tómatar 1 dl smáttsöxuð steinselja 14 dl hvítvín, má sleppa ögn af cayenne-pipar 4 egg Afhýðiö laukinn og skerið fremur gróft niður. Hitið ohuna og steikið laukinn án þess að hann brúnist. Hellið soðinu og tómötunum saman við og látið súpuna sjóða í tæpa klst. Setjið vínið og steinseljuna saman við. Kryddið að síðustu með cay- enne-pipar. Látið súpuna rétt sjóða og sjóðið eggin í súpunni. Eggin eru tilbúin þegar rauðan er við það að stífna. « K * Hvítlaukesúpa með eggi. Kálfakjötsrúllur meö hvítlauk ítalir bera þessar hvítlauksrúllur fram með salati eða pasta, hvort um sig mjög gott. 8 sneiðar kálfakjöt (af innralæri) ca 600 g í allt 10 hvítlauksrif 14 dl fínhakkað beikon 14 tsk. salt 2 msk. ferskt marjoram (má sleppa) 'A tsk. nýmalaður pipar 1 msk. smjör (til steikingar) 1 dós niðursoðnir tómatar 2 dl sneiddur salatlaukur 1 súputeningur, muhnn 1 dl rauðvín eða vatn 1 msk. hökkuð steinselja 8 tré- eða stálpinnar Hvítlaukurinn er afhýddur og mar- inn. Saman við hann er blandað beik- oni, salti, pipar og maijoram. Beijið kjötsneiðarnar létt og deilið maukinu á milli þeirra. Rúlhð þeim upp og festið meö pinna. Brúnið kjötið í smjörinu. Hrærið saman því sem eftir er og hellið tóm- atmaukinu yfir kjötið. Setjið lok á pönnuna og sjóðið rétt- inn í 30 mínútur. Borið fram með pasta eða grænmetissalati. -JJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.