Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1988, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1988, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1988. 9 Utlönd Fjörutíu og einn maður Fjörutíu og einn maöur fórst í þrem flugslysum sem uröu á síðasta sólarhring. Þrettán maims létu lífið þegar far- þegaþota frá bandaríska flugfélaginu Delta fórst skömmu eftir flugtak frá Dallas/Fort Worth-flugvelli í Texas i gaerdag. Óttast er aö tuttugu manns hafi farist með farþegaþotu Sem hvarf í Mexíkó í gær á leið frá Uruapan til Lazero Cardenas. Átta manns létu lífið þegar DC-3 flutningaflugvél frá hemum í Kol- umbíu fórst í fjalllendi í suð-austan- verðu landinu snemma í gær. Vélin hafði farið frá stöð flughers landsins í Apiay, um tvö hundruð kílómetra suður af Bogota, hlaðin búnaði til hersveita sem berjast viö skæruliöa stjórnarandstöðunnar í Kolumbíu. Fréttamenn ræða við einn þeirra sem komust al i Texas t gær. Tahð er ganga kraftaverki næst að aðeins þrettán manns létu lífið þegar farþegaþotan frá Delta fórst við Dall- as/Fort Worth-flugvölhnn í gær. Hundrað og sjö manns voru um borð í þotunni þannig að níutíu og fjórir lifðu slysið af. Þrjátíu þeirra sem af lifðu meiddust, flestir lítillega. Þotan, sem var af gerðinni Boeing 727, hrapaði skömmu eftir flugtak frá Dallas/Fort Worth. Hún brotnaði í þrjá hluta og eldur hraust út í aftasta hluta braksins. Flestir þeir sem lifðu af slysið komust út úr brakinu um Símamynd Reuter rifumar sem mynduðust þegar skrokkur þotunnar brotnaði og tahð er að það hafi bjargað þeim. Bandaríska flugfélagið Delta hefur orðið fyrir mörgum óhöppum undan- farin ár. Sumariö 1985 fórst L-1011 Tristar þota frá félaginu við Dallas/F- ort Worth-flugvöll með hundrað þrjátíu og sex manns innanborðs og komst enginn af. Siðan hefur hvert óhappið rekið annað, þotur félagsins hafa lent á vitlausum flugvöllum, þær hafa nær lent í árekstrum í lofti auk annarra minni óhappa. Brak þotunnar sem fórst við Dallas/Fort Worth-flugvöllinn rannsakað. Slmamynd Reuter férst í þrem flugslysum VERÐLAGSSTOFNUN Liður í efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar er bann við hækkun vöru og þjónustu út september. Nú reynir á, að neytendur haldi vöku sinni og fylgist grannt með verðlagi. Verðgæsla almennings er öflugasta vopnið. Ef fólk verður vart við, að verð vöru og þjón- ustu hækki í september getur það snúið sér til Verðlagsstofnunar. Vegna VERÐSTÖÐVUNARINNAR hefur Verðlagsstofnun opnað sérstakan verð- gæslusíma: 62 21 01

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.