Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1988, Síða 2
2
ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 1988.
Fréttir
Ólafur Ragnar Grímsson:
Alþýðubandalagið mun
tiyggja átta atkvæði
Skúli Alexandersson:
„Þaö er alveg ljóst aö Alþýðu-
bandalagiö mun tryggja átta atkvæði
í atkvæðagreiöslum um stjórnar-
frumvörp og gegn vantrauststillög-
um. Menn geta haft ýmsar skoðanir
innan ílokksins en í atkvæðagreiðsl-
um á Alþingi mun flokkurinn tryggja
átta atkvæöi," sagði Ólafur Ragnar
Grímsson, formaður Alþýðubanda-
lagsins, í morgun.
Þingflokkur Alþýöubandalagsins
fundaði frá klukkan níu í gærkvöldi
og fram eftir nóttu. A sunnudag
höföu stjórnarmyndunartilraunir
Framsóknar, Alþýðuflokks, Alþýðu-
bandalags og Samtaka um jafnrétti
og félagshyggju meðal annars
strandað á því að tveir þingmenn
Alþýðubandalagsins studdu ekki að
fullu stjórn þessara flokka. Skúli
Alexandersson sagðist ekki ætla að
greiða atkvæði gegn vantrauststil-
lögu á stjórnina. Geir Gunnarsson
sagðist vera andsnúinn þessari
stjórnarmyndun en sagðist hins veg-
ar tilbúinn að beygja sig undir
flokksaga og hlíta vilja meirihluta
þingflokksins.
„Við erum ekki tilbúnir að segja
það á þessari stundu,“ sagði Ólafur,
aðspurður hvort Alþýðubandalagið
hefði náð fram einhverjum breyting-
um á bráðaaðgerðum stjórnarinnar
og stefnuyfirlýsingu hennar.
„Við höfum fundið gífurlegan
þrýsting frá fólki víða um land til að
reyna til þrautar myndun vinstri
stjórnar. Ég hef fundið mjög greini-
lega fyrir því að það er sterk krafa
fólks að slík stjórn veröi mynduð.
Menn vilja fá þáttaskil í íslenska
póhtík. Ég held að þetta hafi þrýst
viðræðunum í gang. Ég held að þaö
hafi einnig haft áhrif á vilja fólksins
að sjá Þorstein Pálsson birtast aftur
á sviðinu," sagði Ólafur Ragnar
Grímsson.
-gse
Alþýðubanda-
lagið hefur
styrk átta
þingmanna
„Alþýðubandalagið mun sýna
fram á styrk átta þingmanna ef
til þessa stjómarsamstarfs verð-
ur gengið,“ sagði Skúli Alexand-
ersson, þingmaður Alþýðu-
bandalagsins, þegar hann var
spurður hvort hann myndi styðja
ríkisstjóm Alþýðubandalags, Al-
þýðuflokks, Framsóknarflokks
og Stefáns Valgeirssonar.
Afstaða Skúla hefur lengst af
verið sú að hann sé andvígur
þessu samstarfi og hefur hann
ekki sagst vilja verja hana van-
trausti. En er þá afstaða hans
breytt?
„Þaö stóð aldrei annaö til en aö
ég styddi stjórn sem Alþýðu-
bandalagið væri aðili aö,“ sagði
Skúli Alexandersson. -SMJ
Forsetinn
kallaði fyrir sig for-
menn stjórnmáia-
flokkanna
Forseti íslands kallaði 1 gær fyrir
sig forsvarsmenn allra þeirra
sfjómmálaflokka sem síeti eiga á
Alþingi. Fyrstur kom Þorsteinn
Pálsson, formaður Sjálfstæðis-
flokksins, og tók hann aö sér aö
kanna möguleika á myndun stjóm-
ar. Á eftir Þorsteini komu þeir Jón
Baldvin Hannibalsson, formaður
Alþýöuflokksins, Steingrímur Her-
mannsson, formaöur Framsóknar-
flokksins, og Ólafur Ragnar Gríms-
son, formaður Alþýðubandalags-
ins. Þegar Albert Guðmundsson,
formaður Borgaraflokksins, mætti
var Þorsteinn kominn aftur til aö
skiia umboðinu. Á eftir Albert
komu síðan Kristín Einarsdóttir,
fulltrúi Kvennahstans, og Stefán
Valgeirsson, formaður Samtaka
um jafnrétti og félagshyggju.
Eftir þessa fundi meö forsvars-
mönnum stjórnmálaflokkanna fól
forsetinn engum umboðið til
stjórnarmyndunar.
-gse
Þá er vetur konungur kominn til landsins en fyrstu ummerki eftir hann mátti greina á Ólafsfirði i gær og reyndar
víðar á Norðurlandi. Það hefur mikið gerst hjá Ólafsfirðingum að undanförnu en nú hefur hvít slikja breiðst yfir
öll ummerki skriðufallanna miklu. Er ekki laust við að sumum Ólafsfirðingum þyki léttir að fá sinn gamla óvin,
snjóinn, aftur. DV-mynd Kormákur
Ráðherrar í startholunum
JL-húsinu lokað í gær
vegna greiðsluerfiðleika
Ef Steingrími Hermannssyni tekst
að fá Stefán Valgeirsson eöa ein-
hvem annan sem þrítugasta og ann-
an þingmanninn til að styðja stjórn
sína er búist við að hún muni taka
við í fyrramáliö. Enn hefur ekki ver-
ið gengið frá skiptingu ráðuneyta
mifli flokkanna en á undanfornum
dögum hefur skýrst hverjir eru ráö-
herraefni þeirra.
Steingrímur Hermannsson verður
forsætisráðherra. Halldór Ásgríms-
son er öruggur sem annar ráðherra
Framsóknar. Guðmundur Bjarnason
er einnig talinn öruggur með ráð-
herrastól. Jón Helgason verður hins
vegar ekki ráðherra nema Fram-
sóknarflokkurinn fái landbúnaðar-
ráðuneytið sem er ólíklegt. Ef Fram-
sókn fær íjórða ráðherrann er talið
líklegt að Páll Pétursson hijóti þann
stól.
Ráðherrar Alþýðuflokksins verða
þeir sömu. Flokkurinn gerir sterkar
kröfur um aö halda bæði fjármála-
ráðuneytinu og félagsmálaráöuneyt-
inu.
Alþýðubandalagið hefur hins veg-
ar gert kröfur um mikla uppstokkun
og á erfitt með að sætta sig við að
sömu ráðherrar gegni sömu störfum
í hinni nýju stjórn. Þeir hafa meðal
annars lagt áherslu á að fá fjármála-
ráðuneytið sérstaklega þar sem ut-
anríkisráöuneytið mun líklega falla
Alþýðuflokknum í skaut. Þó eðlilegt
væri að formaður Alþýðuflokksins
fengi það embætti er vitað að Jón
Sigurðsson hefur mikinn hug á því
og horfir þá'- sérstaklega til þeirra
breytinga sem verða á Evrópumark-
aði árið 1992.
Talið er víst að bæði Ólafur Ragnar
Grímsson og Svavar Gestsson verði
ráðherrar. Þeir eru fulltrúar þeirra
tveggja höfuðfylkinga sem takast á
innan flokksins. Sú skipting gerir val
á þriðja ráðherranum erfitt. Guðrún
Helgadóttir þykir og mikill stuðn-
ingsmaður Olafs Ragnars en hins
vegar er mikil þörf fyrir Alþýðu-
bandalagiö að velja konu sem ráð-
herra. Vegna aðstæðna er þó talið
líklegt að Ragnar Arnalds fái stól og
jafnvel Steingrímur J. Sigfússon.
Eins og fram kemur í DV í dag ger-
ir Stefán Valgeirsson skýlausa kröfu
um samgönguráðuneytið fyrir
stuðning sinn við stjórn Steingríms.
-gse
JL-húsinu hf., Hringbraut 121,
var lokaö um klukkan fjögur í gær
vegna greiösluerfiðleika fyrirtæk-
isins. Starfsfólkinu, um 30 manns,
hefur ekki veriö sagt upp en þaö
er atvinnulaust á meðan fyrirtækið
er lokað.
Innan viðskiptalífsins hafa lengi
verið sögusagnir um slæma rekstr-
arstöðu Jón Loftssonar hf. - JL-
hússins hf. og vitað er að reynt
hefur verið að selja fyrirtækið.
„Jón Loftsson, framkvæmda-
stjóri fyrirtækisins, mætti á fund
hjá okkur starfsfólkinu eftir að
versluninni var lokað í gær. Hann
sagði okkur að við fengjum launin
okkar fyrir september send í pósti.
Meiru lofaði hann ekki,“ sagði Sól-
veig Bjartmars, verslunarmaður
hjá JL-húsinu, við DV í morgun.
Að sögn Sólveigar hefur engum
starfsmanni verið sagt upp ennþá.
„Jón ræddi um aö hann vonaðist
til að hægt yröi að opna verslunina
aftur, hvort sem þeir myndu gera
þaö eða einhverjir aðrir,“ sagði
Sólveig.
-JGH
Fundað í Ölduselsskóla:
Sjöfn sat undir ádrepum foreldra
- fundað 1 fræðsluráði í dag
„Sjöfn fékk ádrepur á fundinum
og það var heitt í fólki. Viö viljum
fá kennara barnanna aftur skiiyrð-
islaust. Það er ekki hægt aö taka
umyröalaust af börnunum þann
kennara sem þau hafa haft frá því
þau byijuðu í skóla. Ef ákveðnum
skilyröum verður fullnægt innan
skólans ætti aö takast að fá kennar-
ann aftur til starfa. Það er umfram
allt í hendi Sjafnar skólastjóra aö
skapa þau skilyrði," sagöi foreldri
barns í einum 9 ára bekk Öldusels-
skóla við DV.
Sjöfn Sigurbjömsdóttir boðaði
foreldra bama í bekknum, þar sem
kennarinn hafði ákveðið að hætta
störfum, á funcj í skólanum í gær-
kvöld. Nefndi kennarinn sam-
skiptaörðugleika við Sjöfn sem aö-
alástæðu uppsagnar sinnar. Fun-
duðu foreldrar um máliö á laugar-
dag og sendu bréf um samskipta-
örðugleika Sjafnar við samstarfs-
fólk sitt til fræðslustjóra, mennta-
málaráðuneytisins, fræðsluráðs og
hennar sjálfrar. Á bréfið að hafa
hvatt Sjöfn til fundarhaldanna í
gærkvöldi.
„Við tókum fram á fundinum að
Sjöfn yröi framvegis aö hafa höml-
ur á skapsmunum sínum og lofaöi
hún því. Varðandi ádrepur foreldra
svaraði hún eins og pólitíkusar ein-
ir geta svarað og því er ekki hægt
að segja að nein ákveðin niðurstaða
hafi fengist af fundinum. Það verð-
ur fundað um máliö í fræðsluráði
í dag og hafa foreidrar áhyggjur af
afdrifum málsins þar vegna hinnar
pólitísku hliöar þess. En málinu
verður ekki gleymt og við munum
gera allt tii aö fá kennara barnanna
okkar aftur til starfa."
-h)h